Færslur: 2007 Apríl

30.04.2007 20:11

Dívurnar 2007


Dívurnar á ,,Tekið til kostanna" á Króknum núna í apríl.

En smá frétt af Dívunum, þær ætla að skella sér suður næstu helgi og sína á Stórsýningu hestamanna sem haldin verður í Reiðhöllinni, Víðidal á laugardaginn 5. maí. Sigga Lár getur því miður ekki verið með en við fengum Guðrúnu Ósk til að vera með í staðin. En ég setti nokkrar myndir inn á myndasíðuna af Dívunum á Króknum.

26.04.2007 08:49

Til foreldra/forráðamanna barna og unglinga í Þyt


Fundur verður haldinn hjá æskulýðsnefnd Þyts 1.maí kl. 11:00 í félagshúsi okkar í Kirkjuhvammi.

Aðalefni fundarins verður þátttaka okkar félags á sýningunni Æskan og hesturinn sem haldin verður á Sauðárkróki 17.maí 2007.

Þar sem fyrirvari er lítill erum við í nefndinni búin að leggja drög að atriðið með krökkunum og þá ákveða búninga og annað í tengslum við það sem við myndum þá kynna fyrir ykkur. Það sem við þurfum að vita er hvort að einhver áhugi sé fyrir hendi meðal foreldra og barna og þætti okkur vænt um að þið sæuð ykkur fært um að mæta á fundinn. Allar hugmyndir eru vel þegnar.

Einnig væri gaman að fá hugmyndir frá ykkur foreldrum og börnum um áframhaldandi æskulýðsstarf innan félagsins.

Boðið verður uppá pylsur og svala/gos.

Vonum að sem flestir láti sjá sig.


Kveðja,

Æskulýðsnefnd Þyts

Aðalheiður Sveina Einarsdóttir sími: 868-8080

Gunnar Leifsson sími: 865-2103

Sigríður Ása Guðmundsdóttir sími: 891-9431

PS. Ef ekki er mætt á fundinn eða haft samband við nefndarmenn er litið svo á að ekki sé áhugi fyrir þátttöku.

02.04.2007 08:43

E-mail

Við ætlum að reyna að safna e-mailum allra félagsmanna. Svo okkur datt í hug að þið gætuð skrifað e-mailið ykkar í kommentakerfið eða sent e-mail á kollastella@hotmail.com Þetta auðveldar okkur enn frekar að koma upplýsingum til félagsmanna og öfugt.
  • 1
Flettingar í dag: 314
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 441
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 1160142
Samtals gestir: 62887
Tölur uppfærðar: 24.7.2024 08:10:00