Færslur: 2017 Nóvember

15.11.2017 21:34

Námskeið í vetur

 

Í vetur verða eftirfarandi námskeið í boði fyrir börn, unglinga og ungmenni:
• Reiðþjálfun - hentar vel minna vönum og yngri knöpum, kennd áseta, stjórnun og gangtegundir. 
• Keppnisþjálfun - hentar vel þeim sem eru farnir að hafa vald á gangtegundum og stefna á keppni
• Knapamerki 2 - frábær grunnur fyrir alla knapa, skilyrði að hafa lokið knapamerki 1
• Knapamerki 3 - frábær grunnur fyrir alla knapa, skilyrði að hafa lokið knapamerki 1 og 2
Lagt verður upp með 10-12 skipti

 


Kennsla heft þriðju vikuna í janúar 2018

Helgarnámskeið
Í vetur ætlum við að bjóða upp á nýjung sem verður helgarnámskeið í Trec og hindrunarstökki en það hentar vel fyrir þá sem vilja byggja upp gott samband við hestinn sinn í gengum þrautir og leiki. Trec verður kennt í febrúar og hindrunarstökk í mars.

Ef einhverjum börnum langar að vera með en eiga ekki hest, endilega hafið samband við Æskulýðsnefndina og við getum hjálpað til við að útvega hesta.
Skráning á námskeiðin fer fram á e-maili: thyturaeska@gmail.com

Skráningarfrestur er til 15. desember. Einnig ef það eru fleiri reiðkennarar sem hafa áhuga á að koma að starfinu, mega endilega hafa samband við nefndina. 

15.11.2017 09:32

ÞytsheimarHægt er að kaupa kort í höllina sem gildir frá 1. nóvember 2017 til 10. september 2018. Tryggvi er búinn að vera að taka upp gólfið svo hægt er að nota höllina.

Gjald Þytsfélaga er 22.000.- og má greiða inn á 0159-05-403351 kt. 550180-0499, annars fá korthafar sendan greiðsluseðil í vetur. 

Frekari upplýsingar hjá Ragnari í síma 869-1727 eða Tryggva í síma 660-5825.

Verðskrá vegna notkunar í Þytsheima er eftirfarandi:
Kort fyrir meðlimi Þyts 22.000 kr
Kort fyrir aðra 27.000 kr
Dagpassi 2.000 kr
Einkatími-klukkutími milli 14-16:30 og 20-24:00 5.000 kr
Einkatími-klukkutími milli 9-14 virka daga 3.000 kr
Einkatími-klukkutími um helgar 5.000 kr

Einnig er hægt að leigja, sal, eldhús og kaffiaðstöðu og hljóðkerfi og þarf að borga fyrir það aukalega.

Ekki er opið fyrir einkatíma á milli klukkan 16:30 - 20:00 á virkum dögum.

Stéttarfélagið Samstaða endurgreiðir 50% af íþróttakortum en þó að hámarki 8.000 kr á hvern félagsmann á hverju 12 mánaða tímibili. Einnig eru mörg önnur stéttarfélög að bjóða félagsmönnum sínum einhvers konar endurgreiðslu og því um að gera fyrir alla að kanna sinn rétt.

Stjórn hallarinnar !!!

10.11.2017 17:11

Knapamerki

 
 

Knapamerki 3 er að fara af stað í næstu viku, byrjar á bóklegri kennslu. Verklegi hlutinn verður kenndur eftir áramót. 

Boðið verður upp á Knapamerki 1 & 2 saman fyrir fullorðna í vetur. Knapamerki 1 & 2 er mjög skemmtilegt námskeið sem fer yfir öll helstu grunnatriði í hestamennsku, þar sem knapanum er kennt að vera nákvæmur og næmur.  

Stefnan er að klára bóklega hlutann í knapamerki 1 fyrir áramót, byrja svo á verklega í janúar.

skráningar mega berast á fanneyindrida@gmail.com fyrir 20. nóvember. 

Kennari: Fanney Dögg Indriðadóttir  

 

09.11.2017 08:51

Uppskeruhátíð Þyts og Hrossaræktarsamtaka vestur-Húnavatnssýslu

 

Laugardagskvöldið 28. október sl var haldin uppskeruhátíð Þyts og Hrossaræktarsamtaka vestur-Húnavatnssýslu í félagsheimilinu á Hvammstanga. 

Þar voru veitt verðlaun fyrir hæðst dæmdu kynbótahross sýslunnar og stigahæstu knapar ársins hjá Þyt fengu sínar viðurkenningar. Ræktunarbú ársins var Lækjamót en tilnefnd voru Bessastaðir, Grafarkot, Gröf, Lækjamót og Syðra Kolugil.
Hæðst dæmda hryssan var Ísey frá Lækjamóti en hún hlaut 8,70 fyrir byggingu, 8,54 fyrir hæfileika sem gerir 8,60 í aðaleinkunn.
Hæðst dæmdi stóðhesturinn var Mjölnir frá Bessastöðum en hann hlaut 8,15 fyrir byggingu, 8,80 fyrir hæfileika sem gerir 8,54 í aðaleinkunn.
 
Hér fyrir neðan er svo yfirlit yfir efstu kynbótahross í hverjum flokki fyrir sig:
 
4 vetra stóðhestar 
Júpiter frá Lækjamóti 8,30 
Gustur frá Efri-þverá 7,81 
Spölur frá Efri-þverá 7.71
 
4 vetra hryssur
Frelsun frá Bessastöðum 8,03
Dagrún frá Víðidalstungu 7,70

5 vetra hryssur
Ísey frá Lækjamóti 8,60
Flikka frá Höfðabakka 8,18
Trú frá Lækjamóti 8,11

6 vetra stóðhestar 
Mjölnir frá Bessastöðum 8,54 
Garri frá Gröf 8,01 
 
6 vetra hryssur
Gljá frá Grafarkoti 8,18
Ógn frá Bessastöðum 8,17 
Fröken frá Bessastöðum 8,06

7 vetra og eldri stóðhestar
Eldur frá Bjarghúsum 8,35 
Vignir frá Syðra Kolugili 8,16 
Hjaltalín frá Lækjamóti 7,87 (klarhestur) 

7 vetra og eldri hryssur

Sigurrós frá Hellnafelli 8,07
Sæfríður frá Syðra Kolugili 7,96
Skörp frá Efri-Þverá 7,95
 
Veitt voru verðlaun fyrir knapa ársins hjá Þyt, útreikningur á knapa ársins er þannig að veitt eru mismunandi stig fyrir lögleg mót, ólögleg mót og stórmót. Stigin af öllum mótum síðan lögð saman og þannig raðast knapar upp í sæti. 
 
1. flokkur:
Knapi ársins í 1. flokki er Helga Una Björnsdóttir, hún var dugleg á skeiðbrautinni með hestinn Besta frá Upphafi, einnig keppti hún mikið á Þoku frá Hamarsey með góðum árangri. 
2. sæti: Ísólfur Líndal Þórisson 
3. sæti: Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir
 
2. flokkur:
1. sæti Sverrir Sigurðsson
2. sæti Pálmi Geir Ríkharðsson
3. sæti Þóranna Másdóttir
 
Ungmennaflokkur
1. sæti Eva Dögg Pálsdóttir
2. sæti Birna Olivia Ödqvist
3. sæti Fanndís Pálsdóttir
 
Unglingaflokkur
1. sæti Karítas Aradóttir
2. sætir Eysteinn Tjörvi Kristinsson
3. sæti Ásta Unnsteinsdóttir
 
Barnaflokkur
1. sæti Guðmar Hólm Ísólfsson
2. sæti Rakel Gígja Ragnarsdóttir
3. sæti Bryndís Kristinsdóttir
 
 

08.11.2017 19:54

Hestar í fókus - námskeið 19 - 21. janúar 2018

Hér er viðtal við Heklu á Stöð 2: http://www.visir.is/section/media99?fileid=VTV7BE54128-1AD4-4A35-BCF7-67677924C9C3  

Skráning á email: thyturfraedsla@gmail.com  

Fræðslunefnd


  • 1
Flettingar í dag: 314
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 441
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 1160142
Samtals gestir: 62887
Tölur uppfærðar: 24.7.2024 08:10:00