Færslur: 2019 Nóvember

28.11.2019 10:40

Uppskeruhátíð æskunnar

Uppskeruhátíð æskunnar var haldin í gær, í Dæli. Veittar voru viðurkenningar fyrir þátttöku í æskulýðsstarfi Þyts og keppnisárangur á árinu. Einnig fengu þeir sem höfðu lokið knapamerkjaáfanga sín skírteini. 

Stjórn Þyts vill þakka Haffí fyrir að halda utan um æskulýðsstarfið en hún hefur verið formaður Æskulýðsnefndarinnar undanfarin ár og einnig bjóða Irinu velkomna í hennar stað. 

Knapar ársins í barnaflokki
1. sæti Guðmar Hólm Ísólfsson
2. sæti Dagbjört Jóna Tryggvadóttir
3. sæti Indriði Rökkvi Ragnarsson

Knapar ársins í unglingaflokki:
1. Eysteinn Tjörvi Kristinsson
2. Rakel Gígja Ragnarsdóttir
3. Margrét Jóna Þrastardóttir23.11.2019 10:25

Vetrarmótaröð Þyts 2020

Vetrarmótaröð Þyts 2020

 

Mótaröðin í ár verður einstaklingskeppni, þar sem stigahæstu keppendurnir verða verðlaunaðir í lok mótaraðar.

 Hér má sjá dagsetningar mótanna:


1 feb: Fjórgangur

22 feb: Fimmgangur og fjórgangur fyrir léttari flokka

8 mars: Unghrossakeppni, slaktaumatölt og skeið (mögulega T7 fyrir léttari flokka)

21 mars: Tölt
Mótanefnd

18.11.2019 10:07

Vikupassi á LM

Kæru félagsmenn!  

Nú geta félagsmenn keypt vikupassa á Landsmót Hestamanna sem haldið verður á Hellu 6. - 12. júlí 2020 og styrkt um leið félagið okkar.  Með því að kaupa í forsölu í gegnum linkinn hér að neðan  renna 1.000 kr til hestamannafélagsins. Miðaverð í forsölu er aðeins 16.900 kr. 

 

https://tix.is/is/specialoffer/us3bgyhxsdmbo

 

Tökum höndum saman - styðjum félagið og tryggjum okkur um leið miða á Landsmót hestamanna 2020 á besta mögulega verði. 13.11.2019 11:06

Uppskeruhátíð Þyts tókst vel

 

Ræktunarbú ársins var Höfðabakki, á myndinni tekur Sverrir Sigurðsson við verðlaunum ásamt börnum sínum Þórhalli og Elísu.

 

Hátíðin var haldin í Félagsheimilinu á Hvammstanga sl. laugardag. Hún tókst afar vel, frábær matur að hætti Þórhallar M. Sverrissonar og skemmtiatriði hjá skemmtinefnd Þyts.

Eftir mat, verðlaun og skemmtiatriði var ball með strákunum úr Kókos og Hrafnhildi Ýr. Margt var um manninn og mjög góð stemmning. 

 

Efstu kynbótahross voru verðlaunuð, knapar ársins og ræktunarbú ársins sem var að þessu sinni Höfðabakki, en þau áttu frábært ræktunarár og voru einnig tilnefnd á landsvísu í ár. 

 

Knapar ársins í 1. flokki

1. Jóhann B. Magnússon

2. Helga Una Björnsdóttir

3. Elvar Logi Friðriksson

 

Knapar ársins í 2. flokki

1. Kolbrún Stella Indriðadóttir

2. Þóranna Másdóttir

3. Sigrún Eva Þórisdóttir

 

Knapar ársins í ungmennaflokki

1. Ásta Guðný Unnsteinsdóttir

2. Karítas Aradóttir

3. Anna Herdís Sigurbjartsdóttir 

 

Kynbótahross ársins 

 

Stóðhestar 4 v.

1.sæti Atli frá Efri-Fitjum a.e 8,23  

 2.sæti Garri frá Bessastöðum a.e 7,68

Hryssur 4 v.

1.sæti Örk frá Lækjamóti a.e 7,97

 2.sæti Hrönn frá Lækjamóti a.e 7,87

3.sæti Sif frá Bessastöðum a.e 7,78

Stóðhestar 5 v.

1.sæti Áfangi frá Víðidalstungu II a.e 8,20

2.sæti Sjafnar frá Syðra-Kolugili a.e 8,15

Hryssur 5 v.

1.sæti Písl frá Höfðabakka a.e 8,27

2.sæti Djásn frá Lækjamóti a.e 8,22 

3.sæti Stjórn frá Gauksmýri a.e 7,98

Stóðhestar 6 v.

1.sæti Gustur frá Efri-Þverá a.e 8,33 

2.sæti Spölur frá Efri-Þverá a.e 8,21

Hryssur 6 v. 

1.sæti Drift frá Höfðabakka a.e 8,43

2.sæti Byrjun frá Höfðabakka a.e 8,40

3.sæti Frelsun frá Bessastöðum a.e 8,28

Stóðhestar 7 v.

1.sæti Lómur frá Hrísum a.e 8,67

2.sæti Garri frá Gröf a.e 8,12

3.sæti Rignir frá Efri-Fitjum a.e 7,80

Hryssur 7 v.

1.sæti Flikka frá Höfðabakka a.e 8,49

2.sæti Brúney frá Grafarkoti a.e 8,24 

3.sæti Villa frá Efri-Þverá a.e 8,17

 

Hæst dæmdi stóðhestur Lómur frá Hrísum Eink. 8,67 Rækt. Karl Guðmundur Friðriksson

 

 

 

Hæst dæmda hryssa: Flikka frá Höfðabakka Eink. 8,49 Rækt. Sigrún Kristín Þórðardóttir Sverrir Sigurðsson

 

 
 

13.11.2019 10:46

Uppskeruhátíð æskunnar !!!

Uppskeruhátíð æskunnar

Verður haldin miðvikudaginn 27. nóvember í Dæli kl 17:30
Á dagskránni er að veita viðurkenningar og svo borða öll saman.

Hlökkum til að sjá ykkur öll !!!

Kv æskulýðsnefndinÆskulýðsstarf Þyts veturinn 2020

Í boði verða eftirfarandi námskeið fyrir börn, unglinga og ungmenni.

 Reiðþjálfun - hentar vel minna vönum og yngri knöpum, kennd áseta, stjórnun og gangtegundir.
 Keppnisþjálfun - hentar vel þeim sem eru farnir að hafa vald á gangtegundum og stefna á keppni. Lagt verður upp með 10 skipti. Kennsla hefst 14.jan 2020
 Trec og hindrunarstökk verður kennt á miðvikudögum byrjar 5. feb (5 skipti)
 Við ætlum einnig að bjóða upp á sýningarhóp sem verður með atriði á Þytssýningunni. Sú kennsla verður á miðvikudögum og byrjar 11. mars 

Ef einhver börn langar að vera með en eiga ekki hest, endilega hafið samband við Æskulýðsnefndina og við getum hjálpað til við að útvega hesta.

Skráning á námskeiðin fer fram á e-maili: thyturaeska@gmail.com, skráning fyrir 20. des


12.11.2019 12:24

Einstakt tækifæri fyrir unglinga

Með nýju fyrirkomulagi í afreksmálum LH hefur verið ákveðið að setja af stað verkefni fyrir unga og metnaðarfulla knapa, það kallast Hæfileikamótun LH og fer af stað veturinn 2020

Hæfileikamótun LH samanstendur af 6 hópum sem staðsettir eru í hverjum landshluta fyrir sig. Fjöldi knapa í hóp er 8. Gjaldgengir í hópinn eru unglingar á aldrinum 14-17 ára (unglingaflokkur). Einstakt tækifæri fyrir unga metnaðarafulla knapa að undirbúa sig með markvissri kennslu til að takast á við verkefni bæði hérlendis og á erlendum vettvangi. 

Staðsetning hópa:

Höfuðborgarsvæði (8 manna hópur)

Höfuðborgarsvæði (8 manna hópur)

Suðurland (8 manna hópur)

Norðurland (8 manna hópur)

Vesturland (8 manna hópur)

Austurland (8 manna hópur)

 

Viðburðir og fyrirkomulag:

Janúar - helgarnámskeið (laugard/sunnud-einstaklingskennsla með hesti)

Mars - helgarnámskeið (laugard/sunnud-einstaklingskennsla með hesti)

April/mai - helgarnámskeið (laugard/sunnud-einstaklingskennsla með hesti)

Sept - sýnikennsla (án hests)

Fyrirlestur með fagteymi ÍSÍ (án hests)

Kostnaður knapa er 100.000kr fyrir árið.

 

Knapar sem eru gjaldgengir í hópinn senda umsókn til LH.

Í umsókn skulu koma fram eftirfarandi upplýsingar:

Nafn, aldur og félag

Lýsing á keppnisárangri undanfarin 2 ár

Námskeið sem knapi hefur tekið

Video (max 5-6 min) þar sem knapi sýnir gangtegundir:

Fet

Brokk

Hægt stökk, hraðinn aukinn í hratt stökk og síðan hægt niður á fet

Hægt tölt, hraðinn aukinn yfir í hratt tölt og síðan hægt niður á fet

Frjálst er að sýna fimiæfingar

Verkefnastjóri er Vilfríður F. Sæþórsdóttir. Allar umsóknir berist á netfangið vilfridur@lhhestar.is. Hægt er að nálgast allar upplýsingar í gegnum sama netfang.

Umsóknarfrestur er til miðnættis þriðjudaginn 26.nóvember 2019. Hópar verða tilkynntir um miðjan desember.

 

03.11.2019 22:33

Uppskeruhátíð 2019

Uppskeruhátíð Þyts og Hrossaræktarsamtaka Húnaþings vestra.

 
 

Verður haldin hátíðlega laugardaginn 9. nóvember í Félagsheimilinu á Hvammstanga.

Frábær matur að hætti Þórhalls Magnúsar Sverrissonar

Á matseðlinum verður nautakjöt, lambakjöt og bernaiessósa með allskonar framandi meðlæti. 

og skemmtun sem endar svo með dúndrandi dansiballi með strákunum úr Kókos og Hrafnhildi Ýr.

 

Húsið opnar kl. 19:30 og hátíðin hefst kl. 20:00 Miðaverð er 7900 kr. 

Einnig verður selt sér inn á dansleikinn kl.23:00 við inngang fyrir litlar 2500 kr. 

Miðasala fer fram dagana 4.-7. nóv. í Söluskálanum (sjoppunni) einungis hægt að borga með reiðufé.

Hægt verður að borga fyrir ósótta miða við inngang Félagsheimilisins á hátíðinni sjálfri.

 

Þau bú sem tilnefnd eru sem ræktunarbú ársins eru:

Bessastaðir - Efri-Þverá - Grafarkot - Höfðabakki - Lækjamót

 

Takið daginn frá og fögnum árinu saman :) 

 

Nefndin

 

  • 1
Flettingar í dag: 345
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 441
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 1160173
Samtals gestir: 62887
Tölur uppfærðar: 24.7.2024 08:31:05