Færslur: 2013 Október

29.10.2013 20:24

Helga Una og Ísólfur tilnefnd á landsvísuTveir Þytsfélagar eru tilnefndir sem knapar ársins á landsvísu. En það eru snillingarnir Helga Una Björnsdóttir sem kynbótaknapi og Ísólfur Líndal sem gæðingaknapi.

Nefnd um knapaval á Uppskeruhátíð hestamanna, sem haldin verður 9.nóv, hefur skilað af sér tilnefningum. Tilnefndir eru fimm knapar í hverjum flokki en flokkarnir eru: íþróttaknapi, skeiðknapi, gæðingaknapi, kynbótaknapi, efnilegasti knapinn og knapi ársins.

Frábær árangur hjá þessum tveim flottu Þytsfélögum. Innilega til hamingju !!!

29.10.2013 16:10

Myndir fyrir dagatal Þyts

Jæja kæru félagsmenn,  okkur langar mikið að útbúa líkt og áður dagatal og leitum því til ykkar með myndir sem hægt væri að setja í það.

Endilega ef þið lumið á skemmtilegum hestatengdum myndum, teknar á hvaða árstíma sem er,  sendið á netfangið isolfur@laekjamot.is. 
 

með fyrirfram þökk 

umsjónarmenn dagatals Þyts 2013

27.10.2013 16:13

Uppskeruhátíð Þyts og Hrossaræktunarsamtaka V-Hún.

Í gærkvöldi var uppskeruhátíð Hrossaræktunarsamtakanna og Þyts, frábær skemmtun að vanda. Efstu kynbótahrossin voru verðlaunuð, knöpum ársins í hverjum flokki veitt viðurkenning og tilkynnt hvaða ræktunarbú er ræktunarbú ársins í Húnaþingi vestra, eftir mat og verðlaunaafhendingar var annállinn fluttur og skemmtilnefndinni tókst enn eitt árið að láta salinn grenja úr hlátri í klukkutíma ;) Myndir frá hátíðinni koma inn í myndaalbúm í vikunni.

Knapar ársins hjá Þyt eru í ungmennaflokki, Jónína Lilja Pálmadóttir, í 2. flokki Þorgeir Jóhannesson og í 1. flokki Ísólfur L Þórisson.
 


Ísólfur knapi ársins í 1. flokki


Þorgeir Jóhannesson knapi ársins í 2. flokki


Jónína Lilja knapi ársins í ungmennaflokki

 
Ræktunarbú ársins 2013 er LÆKJAMÓT
 
 
Hæst dæmda hryssan er Návist frá Lækjamóti með aðaleinkunn 8,33 og hæst dæmti stóðhesturinn er Bassi frá Efri-Fitjum með aðaleinkunn 8,39.

Hæst dæmdu kynbótahrossin eru:

4 vetra

1. sæti Gleði frá Bessastöðum með aðaleink. 7,94
2. sæti Hugsun frá Bessastöðum með aðaleink 7,84

5 vetra

1. sæti Brennir frá Efri-Fitjum með aðaleink. 8,34
2. sæti Askur frá Syðri-Reykjum með aðaleink 8,26
1. sæti Ólafía frá Lækjamóti með aðaleink. 8,15
2. sæti Gunnvör frá Lækjamóti með aðleink. 7,94
3. sæti Mynd frá Bessastöðum með aðaleink. 7,91

6 vetra

1. sæti Bassi frá Efri-Fitjum með aðaleink 8,39
2. sæti Bikar frá Syðri-Reykjum með aðaleink. 8,18
3. sæti Hugi frá Síðu með aðaleink 8,12
1. sæti Fura frá Stóru-Ásgeirsá með aðaleink 8,30
2. sæti Gáta frá Lækjamóti með aðaleink. 8,24
3. sæti Glæða frá Bessastöðum með aðaleink 8,23

7 vetra og eldri

1. sæti Erfingi frá Grafarkoti með aðaleink. 8,13
1. sæti Návist frá Lækjamóti með aðaleink 8,33
2. sæti Alúð frá Lækjamóti með aðaleink. 8,24
3. sæti Vág frá Höfðabakka með aðaleink. 8,11


Lækjamótsfjölskyldan með verðlaunin sín


 

26.10.2013 15:18

Uppskeruhátíð Æskulýðsnefndar Þyts

 

Í dag var haldin uppskeruhátíð Æskulýðsnefndarinnar á Gauksmýri. Þar mættu mörg af yngri krökkunum sem tóku þátt í æskulýðsstarfinu á árinu. Því miður var mikið af eldri krökkunum að heiman vegna annars skipulags æskulýðs- eða skólastarfs. Börnin fengu öll viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna og stórt hestalitaplakat.

Það voru 65 börn og unglingar sem tóku þátt í fjölbreyttu æskulýðsstarfi hjá Þyti.  Það sem boðið var upp á voru ýmis reiðnámskeið (byrjendanámskeið, keppnisnámskeið, námskeið fyrir minna vana og námskeið fyrir meira vana), fimleikar á hesti og svo tóku þauþátt í ýmsum keppnisgreinum og sýningum. Auk þessa luku 5 krakkar námskeiðinu Knapamerki 2.

Stigahæstu knapar í barnaflokki og unglingaflokki voru verðlaunaðir.

 

Í barnaflokki var Karitas Aradóttir stigahæst.

 

 
 

Í unglingaflokki var Kristófer Smári Gunnarsson stigahæstur.

 

26.10.2013 14:14

Námskeið í vetur

Jæja, þá er nýr vetur genginn í garð og því um að gera að spá í hvað við getum gert skemmtilegt í vetur! 

Það sem er fyrst  á döfinni er fyrirhugað frumtamningarnámskeið með Þóri Ísólfssyni reiðkennara.  Nokkrir aðilar hafa óskað eftir að slíkt námskeið verði haldið, en til að svo verði þurfum við að ná  amk. 5 manns.   

Líkleg tímasetning á þessu námskeiði yrði mánaðarmótin nóv/des. Endilega látið heyra í ykkur ef þið hafið áhuga á að taka þátt, ef þið viljið meiri upplýsingar eða ef þessi tímasetning hentar ekki,  svo reynum við að púsla þessu saman svo henti öllum.

Fanney Dögg Indriðadóttir  sem og James Faulkner hafa tilkynnt okkur að þau séu tilbúin að halda einhver námskeið í vetur og vafalaust mun eitthvað meira sniðugt skjóta upp kollinum þegar á líður.   Þetta verður klárlega frábær vetur hjá okkur! laugh

 

Fræðslunefnd Þyts

Maríanna  s: 896 3130, mareva@simnet.is

Alda 847 8842

 

 

21.10.2013 21:27

Birna Olivia Agnarsdóttir Ödqvist


Ég að keppa í hindrunarstökki í Svíþjóð á Spotlight.

Nafn: Birna Olivia Agnarsdóttir Ödqvist

Skóli: Dreifnámið á Hvammstanga (Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra)

Uppáhaldsdrykkur: Kalt íslenskt vatn er nokkuð gott!

Uppáhaldsmatur: Folaldakjöt.

Hvenær ætlar þú að taka inn? Ég er búin að taka inn, við Eydís Anna erum að temja saman.

Hvað finnst þér vera það besta við hestamennskuna: Mér finnst alltaf lang skemmtilegast að sjá árangurinn þegar verið er að frumtemja. Fyrstu dagarnir eru alltaf jafn skemmtilegir og það er alltaf gaman þegar hestarnir fara að treysta manninum. Annað sem mér finnst mjög gott við hestamennskuna er félagsskapurinn og að keppa.

Hver er skemmtilegasti hestur sem þú hefur þjálfað og af hverju? Jafet frá Lækjamóti er í mjög miklu uppáhaldi hjá mér. Hann er sérstakur en samt skemmtilegur karakter og við höfum orðið nokkuð góðir vinir. Hann er viljugur, næmur og kemur mjög oft á óvart. Þó getur hann verið nokkuð erfiður en kemur í flestum tilfellum skapinu í lag!

Hefur þú áhuga á ræktun? Ef svo er hver er uppáhalds stóðhesturinn þinn og af hverju?
Já ég hef áhuga á ræktun en er ekki byrjuð að rækta. Það eru til svo margir rosalega góðir stóðhestar, ég á mér eiginlega ekkert uppáhald.

Hvað er skemmtilegasta atriði sem þú hefur tekið þátt í á sýningum með Þytsfélögum?
Það var sérstaklega gaman á Æskan og hesturinn á Sauðárkróki 2011.

Finnst þér gaman að keppa? Einhver árangur sem stendur upp úr? Já ég hef mjög gaman af að keppa. Mér finnst alltaf gaman þegar gengur vel, til dæmis var mjög gaman á síðasta íþróttamót Þyts þegar ég skoraði ágætlega hátt í tölti eða þegar ég komst inn á landsmóti 2012. Sérstaklega miðað við að ég hef aldrei verið að þjálfa eða keppa á íslenskum hestum fyrr en ég kom til Íslands 2010.

Hver er helsta fyrirmyndin þín í hestamennskunni:
Persónulega finnst mér best að læra af mínum eigin mistökum en fjölskyldan á Lækjamóti mun alltaf vera fyrirmyndin mín. Helga Una er líka mjög dugleg og mér finnst ótrúlega gaman að sjá hversu vel henni gengur og sérstaklega miðað við aldur.

Eitthvað sem mætti bæta við æskulýðsstarfið? Það væri gaman að gera meira, hafa hittinga og gera eitthvað skemmtilegt og fjölbreytt. Það væri líka gaman að fara aftur í ferð og skoða hesthús og svona eins og var gert 4. apríl 2012.


Ég og Jafet frá Lækjamóti á LM 2012 og ég og Björk frá Lækjamóti á íþróttamóti Þyts 2011

20.10.2013 11:20

Uppskeruhátíð Æskulýðsnefndar Þyts

 

Laugardaginn 26. október kl. 13-15 verður Æskulýðsnefndin með uppskeruhátíð fyrir börn og unglinga sem tóku þátt í starfinu hjá Þyti síðastliðinn vetur og sumar. Hátíðin verður að þessu sinni í Sveitasetrinu Gauksmýri.

Veittar verðar viðurkenningar fyrir þátttökuna í starfinu, greint frá því hvað verður framundan og tekið við skráningum í námskeið vetrarins.

Vonumst til að sjá sem flesta sem tóku þátt í hestafimleikunum, reiðþjálfun, Knapamerkjum, sýningum, keppnum og öðru skemmtilegu sem við gerðum á árinu, bæði börnin, unglingana og aðstandendur þeirra.

Æskulýðsnefndin

19.10.2013 18:36

 

Uppskeruhátíð  Hrossaræktarsamtaka

V-Hún

og Hestamannafélagsins Þyts 2013


Verður haldin laugardagskvöldið 26.október í Félagsheimilinu á Hvammstanga.

Matur, gleði og gaman.

Þessi frábæra skemmtun hefst stundvíslega kl 20:00

 en húsið opnar kl 19:30 og það verður sko stemming.

 

Kjartan Óli Ólafsson sér um matinn og á boðstólnum verður:

Sticks & Dips

Tígrisrækjuspjót með mangó salsa

Satay kókos - kjúklingaspjót

Aðalréttir

Rokklamb að hætti hússins m/ villisveppasósu, handfjötluðum kartöflubátum & grilluðu rótargrænmeti

Viskígljáð bayonnes-skinka m/ bourbon sósu meistarans, kartöflugratíni & klettasalati 

Veislustjórn verður í höndum Búbba frænda.

 

Forsala miða og pantanir fara fram í Söluskálanum á Hvammstanga, sími 451-2465 og þarf að vera lokið að kvöldi miðvikudagsins 23.október, athugið ekki posi. 

Miðaverð á uppskeruhátíðina er kr 6.500 matur, skemmtun og ball, en ef þú vilt hins vegar bara skella þér á dansleik með Hljómsveit Birgis Sævarssonar, sem hefst kl 00:00, þá kostar það litlar 3000 kr.

Enginn posi á staðnum!

 

Eftirfarandi bú eru tilnefnd ræktunarbú ársins af Hrossaræktarsamtökum V-Hún.

Bessastaðir - Efri-Fitjar - Lækjamót - Syðri-Reykir

 

Athugið að það eru allir velkomnir á þessa frábæru skemmtun.

Þetta er einstakt tækifæri til að hlæja, gráta og hafa gaman.

Athugið

J

Svo framarlega sem þú átt lausan dag, gaufastu til að láta sjá þig

 

Sjáumst nefndin. 

18.10.2013 22:25

Karítas Aradóttir næst á mælendalistanum :)


Karítas með aðalkeppnishestana sína Gyðju tv og Gylmir th.

Nafn: Karítas Aradóttir.

Skóli: Grunnskóli Húnaþings Vestra.

Uppáhaldsdrykkur:
Fanta.

Uppáhaldsmatur:
Lambalæri.

Hvenær ætlar þú að taka inn?
Ábyggilega um áramótin fyrir liðakeppnina ef hún verður og Grunnskólamótin.

Hvað finnst þér vera það besta við hestamennskuna: Þjálfa, ríða út og svo keppa þegar maður er búin að undirbúa hestinn undir það Bros

Hver er skemmtilegasti hestur sem þú hefur þjálfað og af hverju? Það eru margir góðir, en held að Gyðja standi nú upp úr þar sem ég hef þjálfað hana svo lengi og keppt mikið á henni. Svo lærði ég mikið á að þjálfa Gylmi síðastliðinn vetur og vor.

Hefur þú áhuga á ræktun? Ef svo er hver er uppáhalds stóðhesturinn þinn og af hverju?
Já, ég á engan uppáhalds stóðhest en ég hélt mikið upp á Al frá Lundum því mér finnst hann bara svo skrefstór og flottur, en hann er náttúrulega kominn út til útlanda. En svo eru margir aðrir sem ég held upp á eins og Auður frá Lundum, Stáli frá Kjarri og Arður frá Brautarholti.

Hvað er skemmtilegasta atriði sem þú hefur tekið þátt í á sýningum með Þytsfélögum?
Atriðið Pink ladies sem við sýndum á Stórsýningu Þyts og Æskan og hesturinn síðastliðið vor.

Finnst þér gaman að keppa? Einhver árangur sem stendur upp úr? Já mjög, Fjórðungsmótið í sumar er eitt af því sem stendur upp úr hjá mér :)

Hver er helsta fyrirmyndin þín í hestamennskunni:
Ég á enga sérstaka fyrirmynd. Heldur frekar nokkrir sem ég lít upp til.

Eitthvað sem mætti bæta við æskulýðsstarfið? Ég held bara ekki, bara mjög gott eins og það er núna. En það væri gaman að hafa fleiri mót yfir veturinn :)


Pink ladies :)

17.10.2013 08:38

Hvað segir hin hressa Fanndís Ósk :)


Senjoríturnar á Æskan og hesturinn í Reykjavík. Ég er á Ljóma frá Reykjarhóli.


Nafn: Fanndís Ósk Pálsdóttir.

Skóli: Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra(dreifnám)

Uppáhaldsdrykkur: Kókómjólk og Maltisín ( Malt og appelsín) ;)

Uppáhaldsmatur: Pasta og grjónagrautur og svo klikkar ísinn aldrei.

Hvenær ætlar þú að taka inn? Hugsa að ég verði ekki með neitt sjálf heldur verð ég sennilegast að ríða út með eða fyrir fólk :)

Hvað finnst þér vera það besta við hestamennskuna: Það er svo margt. Temja og þjálfa er sennilega stærsti hlutinn og svo er alltaf gaman að fara í ferðir. En ég mér finnst best þegar ég finn eða sé framfarirnar bæði hjá mér, hestunum og öðrum knöpum. Það er held ég fátt betra en að sjá þegar manni er að fara fram í áhugamálinu sínu ;)

Hver er skemmtilegasti hestur sem þú hefur þjálfað og af hverju? Úff ég hef fengið að þjálfa svo góð hross með hjálp frá frábæru fólki að það er ótrúlega erfitt að velja á milli. En síðasta hross sem ég þjálfaði var Brúnkolla frá Bæ 1. Hún er mjög krefjandi og skemmtileg meri. Hún er mjög skemmtilegur karakter sem er alveg frábært að vinna með. Hreyfingarnar í henni eru líka mjög skemmtilegar og flottar. Ég verð reyndar að nefna Gyðju frá Miklagarði líka. Hún er rosalega góð meri sem fær mig alltaf í gott skap. Hún er viljug, ótrúlega lífsglöð, hágeng og skemmtileg.

Hefur þú áhuga á ræktun? Ef svo er hver er uppáhalds stóðhesturinn þinn og af hverju? Já og ég stefni á hana í framtíðini. Það er mjög erfitt að velja á milli en ég verð að segja að Moli frá Skriðu hefur alltaf verið ofarlega á listanum. Mér finnst hann bara mjög fallegur hestur. Hann er reistur með mikinn fótaburð og flottar hreyfingar. Hann er bara mjög heillandi hestur og mig langar mikið í afkvæmi undan honum.

Hvað er skemmtilegasta atriði sem þú hefur tekið þátt í á sýningum með Þytsfélögum? Ég verð að segja Senjoríturnar það voru mjög skemmtilegir tímar og svo held ég að ég muni aldrei gleyma þegar að ég og Rakel Ósk lékum tvær úr tungunum á einni sýningunni, það var líka mjög skemmtilegt.

Finnst þér gaman að keppa? Einhver árangur sem stendur upp úr? Já mjög svo. Ég hugsa að fjórðungsmót 2009 og 2013 standi upp úr. Þó svo að ég hafi ekki komist í úrslit á hvorugu mótinu þá var þetta mikil reynsla.

Hver er helsta fyrirmyndin þín í hestamennskunni: Helga Una hefur verið fyrirmyndin mín síðan ég man eftir mér fyrst í hnakknum og ég hugsa að hún verði það alltaf.

Eitthvað sem mætti bæta við æskulýðsstarfið? Ekkert sérstakt sem ég man eftir.

 
Brúnkolla frá Bæ 1 á Fjórðungsmóti 2013 og til hægri er mynd af fyrsta skipti sem ég prufaði Gyðju frá Miklagarði.

15.10.2013 18:25

Kristó í viðtali !!!


Kristófer og Kofri frá Efri-Þverá

Nafn: Kristófer Smári

Skóli: Fjölbrautarskóli Norðurlands Vestra

Uppáhaldsdrykkur:
Hreppstjórakaffi.

Uppáhaldsmatur:
KFC burger.

Hvenær ætlar þú að taka inn? Tók inn tryppin 8 október. En tek sennilega eldri hestana inn í enda nóvember.

Hvað finnst þér vera það besta við hestamennskuna: ég get því miður ekki ákveðið mig því það er allt svo gaman.

Hver er skemmtilegasti hestur sem þú hefur þjálfað og af hverju? Kofri frá Efri-Þverá hann er geðgóður og auðveldur í öllum æfingum og er flugvakur.

Hefur þú áhuga á ræktun? Ef svo er hver er uppáhalds stóðhesturinn þinn og af hverju?
Já ég er alltaf að skoða þetta. Arður Frá Brautarholti vegna þess að þar sameinast 2 bestu hross íslenskrar hrossaræktar.

Hvað er skemmtilegasta atriði sem þú hefur tekið þátt í á sýningum með Þytsfélögum? Man ekki hvað atriðið hét en það sem við fórum með á Akureyri senioríturnar og kúrekarnir eða eitthvað svoleiðis.

Finnst þér gaman að keppa? Einhver árangur sem stendur upp úr? Já það er gaman ætli það sé ekki þegar ég vann 100 metra skeiðið á gæðingamótinu.

Hver er helsta fyrirmyndin þín í hestamennskunni: Leifur George Gunnarsson

Eitthvað sem mætti bæta við æskulýðsstarfið? Nei ekki finnst mér það


Kristófer og Krapi frá Efri-Þverá

14.10.2013 21:17

Uppskeruhátíð Þyts og Hrossaræktarsamtaka Vestur-Húnavatnssýslu

Senn líður að uppskeruhátíðinni, en hún verður haldin laugardagskvöldið 26. október n.k. 

Þar verður farið yfir árið, efstu kynbótahrossin verðlaunuð, knöpum ársins í hverjum flokki veitt viðurkenning og ræktunarbú ársins í Húnaþingi vestra valið.

Þau ræktunarbú sem tilnefnd eru þetta árið, eru hér að neðan í stafrófsröð: 

  • Bessastaðir
  • Efri-Fitjar
  • Lækjamót
  • Syðri-Reykir

Ekki láta þig vanta á þessa frábæru skemmtun 

14.10.2013 13:01

Hvað er að frétta !!!

Ritarinn ákvað að heyra hljóðið í unga fólkinu í félaginu. Spurði nokkra hressa unglinga og ungmenni spurninga um hesta og fleira tengt þeim. Svo næstu daga munu svörin frá þeim koma hérna inn á síðuna, vonandi hafa allir gaman af því að  heyra hvað unga fólkinu okkar finnst. emoticon
Hér kemur svo fyrsta viðtalið en það er Fríða Marý sem ríður á vaðið...

Fríða og Glúmur í reiðtúr seinasta vetur hér fyrir sunnan.

Nafn: Fríða Marý
Fríða og Eydís á balli :)

Skóli: Tækniskólinn - Hársnyrtiskólinn

Uppáhaldsdrykkur: Fanta, alveg klárlega emoticon

Uppáhaldsmatur: Vá, ég get ekki valið, það er svo margt sem mér þykir gott!

Hvenær ætlar þú að taka inn? Það eru nú hestar inni heima eins og stendur sem pabbi er að þjálfa en ætli ég taki ekki hross hingað suður eftir áramót bara emoticon

Hvað finnst þér vera það besta við hestamennskuna: Þetta er bara svo gaman, æðislegur félagsskapur í kringum þetta, gaman þegar hrossin eru skemmtileg og góð og bara allt!

Hver er skemmtilegasti hestur sem þú hefur þjálfað og af hverju? Ætli ég verði ekki að segja Sómi, sem kemur kannski engum á óvart. Það er þannig af því að ég þjálfaði hann að mestu leyti sjálf, frá byrjun, fór með hann á ýmis námskeið, knapamerki og keppti á honum með góðum árangri og svo var hann bara svo ótrúlega skemmtilegur og glaður hestur.

Hefur þú áhuga á ræktun? Ef svo er hver er uppáhalds stóðhesturinn þinn og af hverju? Já ég hef alveg áhuga á ræktun en ég er búin að læra mikið undanfarna vetur að það snýst ekki allt um keppnishesta og keppnir. Mest finnst mér þetta eiga að vera traustir og góðir hestar og ef hægt er að keppa á þeim er það bara plús. En auðvitað er líka hægt að hafa bæði. Ef ég ætti að velja einn uppáhalds stóðhest þá myndi ég segja að Nökkvi frá Syðra-Skörðugili heillaði mig mikið í sumar en svo finnst mér Sveinn Hervar frá Þúfu alltaf pínu flottur.

Hvað er skemmtilegasta atriði sem þú hefur tekið þátt í á sýningum með Þytsfélögum? Ég get eigilega ekki valið úr eitthvað eitt því mér finnst gaman af öllu sem ég geri með félaginu hvort sem það eru sýningar eða keppnir. En það var alltaf gaman þegar ég var að sýna með stelpunum já og krökkunum bara yfir höfuð á æskulýðssýningunum. Mér fannst til dæmis rosa gaman þegar ég og Eydís leiddum hópinn á Æskunni og hestinum í Víðidalnum eitt vorið.

Finnst þér gaman að keppa? Einhver árangur sem stendur upp úr? Já mér finnst rosa gaman að keppa ? Árangurinn sem stendur mest upp úr hjá mér er Fjórðungsmótið'09 þegar við Sómi vorum önnur í tölti 17 ára og yngri.

Hver er helsta fyrirmyndin þín í hestamennskunni: Það eru til margir góðir knapar og ég myndi segja að ég reyni að læra sitt lítið af hverju frá hinum og þessum einstaklingum en auðvitað hefur pabbi kannski kennt mér mest frá byrjun og ég síðan mótað sjálfa mig sem knapa út frá því.

Eitthvað sem mætti bæta við æskulýðsstarfið? Ég hef svo lítið verið í kringum æskulýðsstarfið síðastliðin ár svo ég get eigilega ekki svarað neinu um það.


Fjörið í fánareiðinni á FM 2013.

13.10.2013 09:55

Vinna hafin austan við höllinaÁsi Ben er byrjaður á ýtunni austan við höllina. En gera á svæðið þannig að hægt sé að leggja í gegn. Í sumar drenuðu síðan duglegir Þytsfélagar austan og norðan við höllina svo vonandi verður veturinn auðveldari í sambandi keppnis- og mótahald inn í höllinni þegar nota þarf skeiðbraut.

09.10.2013 21:41

Sýnikennsla með Iben AndersenFyrsti dagurinn á námskeiðinu hjá Iben var í dag, fullt er á námskeiðinu og var kominn biðlisti á það.


Sýnikennsla verður síðan haldin á Gauksmýri, sunnudaginn nk, 13. október kl. 16.00, reiknað er með að sýningin taki um það bil 3 tíma.

Iben hefur starfað víða við tamningar og þjálfun hrossa, á Íslandi, Þýskalandi, Noregi, Danmörku og hjá andfætlingunum í Ástralíu. Í Ástralíu lærði hún aðferðir við frumtamningar sem eru mjög ólíkar þeim sem tíðkast hér á landi. Iben hefur þróað sínar eigin aðferðir við frumtamningar sem vakið hafa talsverða athygli og margir sótt námskeiðin hennar. Sjón er sögu ríkari !


Allir velkomnir
Verð er 1.500 kr.
Posi á staðnum.

http://www.ibenhestar.dk/


Hér má sjá 3 myndir frá deginum:


Flettingar í dag: 3225
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 1411
Gestir í gær: 54
Samtals flettingar: 1158497
Samtals gestir: 62648
Tölur uppfærðar: 21.7.2024 22:03:02