Færslur: 2015 Október

30.10.2015 23:32

Uppskeruhátíð Æskulýðsnefndar ÞytsÍ dag var á Gauksmýri haldin uppskeruhátíð æskulýðsstarfsins hjá Þyti. Mörg af börnunum og unglingunum sem tóku þátt í starfinu síðastliðið starfsár mættu til að taka á móti viðurkenningum fyrir þátttökuna og eiga skemmtilega stund saman. Um 60 börn og unglingar tóku þátt í starfinu síðasta starfsár sem var mjög fjölbreytt; hestafimleikar, reiðnámskeið, Trec, Knapamerki 2 og 4 og ýmis mót sem þau tóku þátt í. Allir krakkarnir fengu viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna og húfu merkta Þyti. Kolbrún Stella formaður Þyts veitti verðlaun fyrir stigahæstu þrjá knapa barna- og unglingaflokks.


Stigahæstu knapar í barnaflokki:

1. sæti Eysteinn Tjörvi Kristinsson

2. sæti Rakel Gígja Ragnarsdóttir

3. sæti Ingvar Óli Sigurðsson


Stigahæstu knapar í unglingaflokki:

1. sæti Karitas Aradóttir 

2. sæti Eva Dögg Pálsdóttir

3. sæti Anna Herdís Sigurbjartsdóttir 

23.10.2015 14:36

Uppskeruhátíð Hrossaræktarsamtaka V-Hún og Hestamannafélagsins Þyts 2015

Uppskeruhátíð Hrossaræktarsamtaka V-Hún og Hestamannafélagsins Þyts 2015
 
Verður haldin laugardagskvöldið 31.október í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Matur, gleði og gaman.
Þessi frábæra skemmtun hefst stundvíslega kl 20:00 en húsið opnar kl 19:30 og það verður sko stemming.
Kjartan Óli sér um matinn og á boðstólnum verður:

Lamb að hætti Lemmy frænda með kartöflustöppu, bourbonsósu & salati.
BBQ kjúklingur með hrísgrjónum, bökuðu rótargrænmeti 
& kaldri piparrótarsósu.
Brownie með kaffinu.

Veislustjórn verður í höndum sauðfjárbónda úr austursýslunni.
.
Forsala miða og pantanir fara fram í Söluskálanum á Hvammstanga, sími 451-2465, hefst mánudag 26.október og þarf að vera lokið að kvöldi miðvikudagsins 28.október, athugið ekki posi. Miðaverð á uppskeruhátíðina er kr 6.900 matur, skemmtun og ball, en ef þú vilt hins vegar bara skella þér á dansleik með Trukkunum, sem hefst kl 23:00, þá kostar það litlar 3000 kr. Enginn posi á staðnum og ekki selt gos!
Mikilvægt er að panta miða í tíma.  Hægt er að nálgast pantaða miða fram á föstudag í Söluskálanum.

Eftirfarandi bú eru tilnefnd ræktunarbú ársins af Hrossaræktarsamtökum V-Hún.
Bessastaðir – Gauksmýri – Lækjamót – Syðri-Vellir

Athugið að það eru allir velkomnir á þessa frábæru skemmtun. Þetta er einstakt tækifæri til að bjóða frúnni eða bóndanum út á lífið.
Pússum dansskóna og setjum rúllur í hárið – Þetta verður stórfenglegt.

Sjáumst nefndin

19.10.2015 13:13

Uppskeruhátið æskulýðsstarfs ÞytsFöstudaginn 30. október kl. 17:00 verður Æskulýðsnefndin með uppskeruhátíð fyrir börn og unglinga sem tóku þátt í starfinu hjá Þyti síðastliðinn vetur og sumar. Hátíðin verður í Sveitasetrinu Gauksmýri.

Veittar verðar viðurkenningar fyrir þátttökuna í starfinu, greint frá því hvað verður framundan og tekið við skráningum í námskeið vetrarins.

Vonumst til að sjá sem flesta sem tóku þátt í hestafimleikunum, reiðþjálfun, Knapamerkjum, sýningum, keppnum og öðru skemmtilegu sem við gerðum á árinu, bæði börnin, unglingana og aðstandendur þeirra.

Æskulýðsnefndin

15.10.2015 18:10

Framtìð landsmóta, hver er þín skoðun?

Landssamband Hestamannafélaga og Bændasamtök Íslands standa fyrir vinnufundi um framtíð landsmóta hestamanna 17. okt nk. Markmið vinnufundarins er að félagsmenn komi saman til að móta stefnu varðandi Landsmót. 

Tveir Þytsfélagar fara à fundinn fyrir hönd félagsins, við ì stjórninni höfum rætt okkar skoðanir á framtíð landsmóta og erum komin með okkar niðurstöðu en okkur langar til að fà fleiri sjónarhorn og taka saman helstu niðurstöður fyrir okkar fulltrúa. Því biðjum við um skoðanir félaga à neðangreindum punktum. Megið senda tölvupóst á Guðrúnu à gudrunstei@hunathing.is sem mun taka niðurstöðurnar saman fyrir fulltrùana à föstudaginn 16.10 nk.
 
Punktar;
Hver er tilgangur Landsmóta?
Fyrir hverja er LM?
Hverju viljum við ná fram? viljum við fjölga gestum - erlendum og innlendum? 
Keppendur á Landsmótum, hverjir hafa þátttökurétt? à að breyta úrtökum? à að skipta upp kynbóta og gæðingakeppninni
Dagskrá og afþreying á Landsmótum? à að hafa aðra afþreyingu en hestamennsku á LM? à að stytta/lengja dagskrá? à að breyta timasetningunni? 
Umgjörð Landsmóta? eigum við að hafa einn þjóðarleikvang íslenska hestsins eða hafa landsmótið til skiptis à nokkrum stöðum eins og núverandi fyrirkomulag er?
Þurfa öll LM að vera eins?
 
Þið þurfið ekki að senda inn skoðanir à öllum punktunum nema auðvitað ef þið hafið skoðanir à þeim öllum. emoticon
 
Hlökkum til að fà ykkar skoðanir.
Stjórnin
 

14.10.2015 08:59

Haustskýrslur búfjár 2015

Ágætu hestamenn í Norðvesturumdæmi.
Nú hefur verið opnað fyrir skil á haustskýrslum búfjár 2015.
Samkvæmt lögum eiga allir eigendur/umráðamenn búfjár að skila árlegri haustskýrslu fyrir 20. nóvember um búfjáreign, fóður og landstærðir eftir því sem við á.
Skil fara fram með rafrænum hætti á www.bustofn.is.
Þetta er annað árið sem búfjáreigendur sem einungis eiga hesta þurfa að skila inn haustskýrslu og eru þeir eindregið hvattir til að skila á tilsettum tíma

Rétt er líka að geta þess að áskilið er í lögum að þeir sem ekki skila skýrslu skulu heimsóttir og upplýsinga aflað á þeirra kostnað.

Ef einhverjar spurningar vakna er velkomið að hafa samband við undirritaðann:

einar.magnusson@mast.is
8580855

Einar Kári Magnússon
 

05.10.2015 15:03

Uppskeruhátíð Hestamannafélagsins Þyts og Hrossaræktarsamtaka V-Hún.

Uppskeruhátíðin okkar verður haldin hátíðleg 31. október.  
Takið daginn frá - nánar auglýst síðar.

05.10.2015 12:23

Árleg fundarferð um landið

 

Árleg fundarferð um landiðAlmennir fundir í fundarröð Félags hrossabænda og Fagráðs í hrossarækt um málefni hestamanna hefjast fljótlega. Helstu málefni sem tekin verða fyrir á fundunum eru eftirfarandi:

• Markaðsátak í hestamennsku – kynning.

• Sýningarárið 2015 í kynbótadómum. 

• Vinna við nýjan dómskala í kynbótadómum verður kynnt.

• Val kynbótahrossa á Landsmót 2016 – hugmyndir kynntar.

• Framkvæmd Landsmóts 2016.

Eins og sjá má verður margt áhugavert á döfunni og mikilvægt að hestafólk fjölmenni á fundina.

Með fulltrúum Félags hrossabænda og fagráðs, þeim Sveini Steinarssyni formanni Félags hrossabænda og fagráðs og Þorvaldi Kristjánssyni, ábyrgðarmanni í hrossarækt verður fulltrúi Landssambands Hestamannafélaga og munu þau verða frummælendur fundanna.

 

Fundirnir verða haldnir á eftirtöldum stöðum:

5. okt. Höfuðborgarsvæðið kl. 20:00. Í Samskipahöllinni í Spretti.

6. okt. Eyjafjörður kl. 20:00. Í Ljósvetningabúð í Þingeyjarsveit. 

7. okt. Skagafirði kl. 20:00. Í Tjarnarbæ á Sauðárkróki.

8. okt. Húnavatnssýslur kl. 20:30 – Gauksmýri.

 

 Næstu fundir í fundarröðinni verða kynntir fljótlega.

 

Hvetjum hestamenn og hrossaræktendur til að fjölmenna á fundina og nýta tækifærið til að kynna sér verkefnin og leggja sitt til málanna.

  • 1
Flettingar í dag: 282
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 5474
Gestir í gær: 210
Samtals flettingar: 1140715
Samtals gestir: 61899
Tölur uppfærðar: 13.7.2024 02:42:41