Færslur: 2016 Desember
23.12.2016 11:39
Gleðilega hátíð !!
Stjórn Þyts sendir Þytsfélögum sem og öllum Húnvetningum bestu óskir um gleðileg jól og farsældar á komandi ári með þökk fyrir samstarf, ánægjuleg samskipti og stuðning á árinu sem er að líða.
Hamingjan
gefi þér
gleðileg jól
gleðji og vermi þig
miðvetrarsól,
brosi þér himinn
heiður og blár,
og hlýlegt þér verði
hið komandi ár.
Höf ók.
Skrifað af Kolla
08.12.2016 08:53
Mót Húnvetnsku liðakeppninnar 2017
Mótin verða þrjú í ár, fyrsta mót verður föstudaginn 17. febrúar - fjórgangur, næsta mót verður föstudaginn 3. mars og þá verður keppt í fimmgangi í 1. og 2. flokki, tölti T2, tölti T7 í barna, unglinga og 3. flokki. Lokamótið verður haldið laugardaginn 1. apríl og þá verður keppt í tölti T3 í öllum flokkum.
Skrifað af Mótanefnd Húnvetnsku liðakeppninnar
- 1
Flettingar í dag: 1700
Gestir í dag: 91
Flettingar í gær: 1986
Gestir í gær: 94
Samtals flettingar: 1537665
Samtals gestir: 79360
Tölur uppfærðar: 23.1.2025 08:42:12