Færslur: 2014 Október

31.10.2014 11:13

Of fyndið !!!


fleiri video á facebook síðu Þyts en Eydís Ósk tók þetta saman :) 

28.10.2014 22:50

Það styttist !!!Fleiri video hér af þessum snillingum í skemmtinefndinni: http://thytur.123.is/video/

26.10.2014 20:39

Uppskeruhátíð

Uppskeruhátíð Hrossaræktarsamtaka V-Hún og Hestamannafélagsins Þyts 2014

 

Verður haldin laugardagskvöldið 1.nóvember í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Matur, gleði og gaman.

Þessi frábæra skemmtun hefst stundvíslega kl 20:00 en húsið opnar kl 19:30 og það verður sko stemming.

Þórhallur Sverrisson sér um matinn og á boðstólnum verður:

Smáréttahlaðborð:

Naut-tariki-sesam, fígja-hráskinka-Salvía, rifin heil önd í pönnuköku, pullpork í kleinuhring, mini hamborgarar, laxatartar með mango avakado, birkireyktur lax á blákartöflu, rækjur í rugli, foie gras með koniaks döðlum, bacon-döðlur, fannel og koriander grafinn lax, bláskel í humarsoði, piri piri kjúklingur með chilli, creola kjúklingur með jalapeno, ostar, blini og caviar, alvöru pepperoni og ítalskt smábrauð

Sushi Maki:

Krabbi, Lax, Rækja

Heitur matur:

Súrsætur kjúklingur, djúpsteiktur laukur í chilli, buffalo kjúklingur, rækjubollur í mangó og kjúklingur í satay

Veislustjórn verður í höndum Andreu.

Forsala miða og pantanir fara fram í Söluskálanum á Hvammstanga, sími 451-2465 og þarf að vera lokið að kvöldi miðvikudagsins 29.október, athugið ekki posi. Miðaverð á uppskeruhátíðina er kr 6.800 matur, skemmtun og ball, en ef þú vilt hins vegar bara skella þér á dansleik með Trukkunum, sem hefst kl 00:00, þá kostar það litlar 3000 kr. Enginn posi á staðnum og ekki selt gos!

Eftirfarandi bú eru tilnefnd ræktunarbú ársins af Hrossaræktarsamtökum V-Hún.

Grafarkot– Lækjamót – Syðri-Reykir

Athugið að það eru allir velkomnir á þessa frábæru skemmtun. Þetta er einstakt tækifæri til að hlæja, gráta og hafa gaman.

Athugið ?

Svo framarlega sem þú átt lausan dag, gaufastu til að láta sjá þig

Sjáumst nefndin.

 

24.10.2014 09:47

Uppskeruhátíð Æskulýðsnefndar Þyts

 

Laugardaginn 1. nóvember kl. 14:00 verður Æskulýðsnefndin með uppskeruhátíð fyrir börn og unglinga sem tóku þátt í starfinu hjá Þyti síðastliðinn vetur og sumar. Hátíðin verður  í Sveitasetrinu Gauksmýri.

Veittar verðar viðurkenningar fyrir þátttökuna í starfinu, greint frá því hvað verður framundan og tekið við skráningum í námskeið vetrarins.

Vonumst til að sjá sem flesta sem tóku þátt í hestafimleikunum, reiðþjálfun, Knapamerkjum, sýningum, keppnum og öðru skemmtilegu sem við gerðum á árinu, bæði börnin, unglingana og aðstandendur þeirra.

Æskulýðsnefndin

22.10.2014 10:22

Það styttist í Uppskeruhátíðina !!!


Ég var beðin um að semja auglýsingu um uppskeruhátíð Hestamannafélagsins Þyts og Hrossaræktarsamtakanna sem verður haldin þann 1. nóvember í Félagsheimilinu á Hvammstanga.

Það er talið að þarna verði gaman.
Enn eru ekki komin nein skemmtiatriði vegna andleysis nefndarinnar sem hugsanlega má rekja til mengunarinnar frá Holuhrauni, enginn veislustjóri kominn á blað, sennilega af sömu ástæðu, en það er talið líklegt að það verði hljómsveit, en af því að það er ekki Geirmundur þá man enginn hvað hún heitir.
Það verður matur . Þórhallur Sverrisson er búinn að lofa að sjá um hann.
Þeir sem lifa á brúninni og halda að hugsanlega, kannski gæti orðið gaman eru vinsamlega beðnir að taka daginn frá
Vonandi koma betri upplýsingar fljótlega


Bestu kveðjur Haddý

01.10.2014 14:34

Húnvetnska liðakeppnin - dagssetningar móta 2015 

Komin er tillaga að dagssetningum móta 2015 í Húnvetnsku liðakeppninni, ef gerð verður breyting verður það tilkynnt á almennum félagsfundi í byrjun nóvember.

14. feb smali
6. mars fjórgangur (ath breytt dagssetning)
20. mars fimmgangur
17. apríl tölt (og skeið)


 


 


 

01.10.2014 11:08

Frumtamningarnámskeið.


myndir frá námskeiði.

Fyrirhugað er að halda frumtamningarnámskeið á vegum fræðslunefndar Þyts, í nóvember eða janúar. Kennari verður Þórir Ísólfsson. Áhugasamir hafi samband við Evu í síma 868 2740 eða Esther í síma 661 6170 fyrir 20. október.

Inn í myndaalbúmi má sjá myndir frá námskeiðunum sem haldin voru 2012 og 2013.


Fræðslunefnd

  • 1
Flettingar í dag: 111
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 5474
Gestir í gær: 210
Samtals flettingar: 1140544
Samtals gestir: 61892
Tölur uppfærðar: 13.7.2024 01:17:10