Færslur: 2013 Maí

30.05.2013 10:35

Gæðingamót Þyts

Gæðingakeppni Þyts 2013

verður haldið á Kirkjuhvammsvelli dagana 8.-9. Júní 2013

 

Keppt verður í A-flokki(1 og 2 flokkur), B-flokki (1 og 2 flokkur), Ungmennaflokki (18-21 árs á keppnisárinu), Unglingaflokki (14-17 ára á keppnisárinu), Barnaflokki (10-13 ára á keppnisárinu), Pollaflokki (9 ára og yngri á árinu), 100 metra skeiði.

 Gæðingamótið er einnig úrtaka fyrir Fjórðungsmót Vesturlands.

Skráningar skuli berast fyrir miðnætti þriðjudaginn 4.júní á netfangið thytur1@gmail.com. Það sem koma þarf fram í skráningu er IS-númer hests, kt. knapa og í hvaða grein er keppt í. Mótanefnd áskilar sér rétt til að sameina flokka eða fella niður ef ekki næst næg þáttaka. Skráningargjöld í fullorðinsflokka og ungmennaflokk eru 2.500 kr. Fyrir börn og unglinga 1.500 kr. og 500 kr. fyrir pollana. Skráningargjöld greiðast inn á reikning 0159-26-001081 kt. 550180-0499 í síðasta lagi fyrir kl 21:00 fimmtudaginn 6. Júní annars ógildist skráningin og viðkomandi fer ekki á ráslista

Lög og reglur LH: http://www.lhhestar.is/static/files/Log_og_reglur/lh_og_reglur_mars_2013_1_23042013.pdf

 

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Mótanefnd

 
 

 

21.05.2013 14:03

Héraðssýning á Hvammstanga

Kynbótasýning hrossa hefst á Hvammstanga fimmtudaginn 23. maí kl 9:00

Yfirlitssýning verður föstudaginn 24. maí og hefst kl 9:30                                        


Röð knapa
                                       
                Fimmtudagur 23. maí kl 9:00                        
        1        James Bóas Faulkner                        
        2        Elvar Logi Friðriksson                        
        3        Fanney Dögg Indriðadóttir                        
        4        Ísólfur Líndal Þórisson                        
        5        Hulda Jónsdóttir                        
        6        James Bóas Faulkner                        
        7        Elvar Logi Friðriksson                        
        8        Fanney Dögg Indriðadóttir                        
        9        Ísólfur Líndal Þórisson                        
        10        James Bóas Faulkner                        
                                       
                Fimmtudagur 23. maí kl 13:00                        
        1        Tryggvi Björnsson                        
        2        Fanney Dögg Indriðadóttir                        
        3        Elvar Logi Friðriksson                        
        4        Ísólfur Líndal Þórisson                        
        5        James Bóas Faulkner                        
        6        Tryggvi Björnsson                        
        7        Elvar Logi Friðriksson                        
        8        Herdís Einarsdóttir                        
        9        Ísólfur Líndal Þórisson                        
        10        James Bóas Faulkner                        
        11        Tryggvi Björnsson                        
                                       
                Fimmtudagur 23. maí kl 16:00                        
        1        Tryggvi Björnsson                        
        2        James Bóas Faulkner                        
        3        Svavar Halldór Jóhannsson                        
        4        Herdís Einarsdóttir                        
        5        Tryggvi Björnsson                        
        6        Ólafur Magnússon                        
        7        James Bóas Faulkner                        
        8        Svavar Halldór Jóhannsson                        
        9        Tryggvi Björnsson                        

18.05.2013 10:28

Hestaferð Þyts

 

Fundur verður á mánudagskvöldið nk. 20.05, kl. 21.00 upp í félagshúsi Þyts vegna hestaferðar Þyts.

 

Stjórn Þyts

15.05.2013 11:39

Árgjöld Þyts

Búið er að stofna kröfur fyrir félagsgjaldið 2013 og það ætti að vera komið inn í netbanka hjá fólki
en stjórnin vill ítreka að þeir sem vilja greiðsluseðla hafi samband við annað hvort Halldór í síma 891-6930 eða Kolbrúnu í síma 863-7786 og þá sendum við seðla.

10.05.2013 21:49

Knapamerki næsta vetur

Þessa dagana eru eldri krakkarnir í grunnskólanum að velja valfög fyrir næsta vetur. Þau hafa möguleika á að fá hestamennsku metna sem valgrein. Því vill Hestamannafélagið Þytur bjóða upp á, ef næg þátttaka fæst, kennslu í Knapamerki 1, 2 og 3 næsta vetur, sem þá er hægt að fá metið sem valáfanga í skólanum. Bóklegi hlutinn yrði kenndur fyrir áramót og sá verklegi eftir áramót. Hestamannafélagið mun greiða námskeiðsgjaldið niður fyrir skuldlausa félaga í Þyti, eins og við fyrri námskeið.

Þeir sem vilja fara á Knapamerkjanámskeið eru vinsamlegast beðin að senda skráningu á thyturaeska@gmail.com og merkja við hestamennsku á valblaðinu frá skólanum.

 

08.05.2013 13:02

Héraðssýning kynbótahrossa á Hvammstanga 21.-24. maí

Kynbótasýning fer fram á félagssvæði Þyts á Hvammstanga dagana 21. til 24. maí. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er "Skrá hross á kynbótasýningu". Einnig er hægt að skrá hross til sýningar á heimasíðu RML (rml.is) í gegnum flýtihnapp á forsíðunni.

Síðasti skráningar- og greiðsludagur er þriðjudaginn 14. maí næstkomandi. Verð fyrir fullnaðardóm er 18.500,- kr. en fyrir sköpulagsdóm eða hæfileikadóm 13.500,- kr.

Endurgreiðslur á sýningargjöldum koma því aðeins til greina að látið sé vita um forföll fyrir kl. 16:00 síðasta virka dag fyrir sýningu í síma 516-5000 en einnig er hægt að senda tölvupóst á netföngin lr@rml.is og rml@rml.is. Endurgreitt er kr. 11.000,- fyrir hross sem skráð hefur verið í fullnaðardóm og kr. 8.000,- fyrir hross sem aðeins hefur verið skráð í sköpulags- eða hæfileikadóm. Slasist hross eftir að sýning hefst er sama hlutfall endurgreitt gegn læknisvottorði.

Allar nánari upplýsingar í síma RML, 516-5000 eða á heimasíðu RML undir "Búfjárrækt/hrossarækt/kynbótasýningar" þar sem t.d. eru leiðbeiningar um hvernig eigi að skrá hross á sýningu. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netföngin lr@rml.is og rml@rml.is.

Minnum á að allir stóðhestar verða að vera DNA greindir svo og foreldrar þeirra. Úr stóðhestum fimm vetra og eldri þarf að liggja fyrir blóðsýni og spattmynd í WorldFeng svo hægt sé að skrá þá á sýningu.

Fram- og afturfótaskeifur þurfa að vera smíðaðar úr jafnbreiðum teini.

07.05.2013 22:43

Hestaferð í sumar !!!


Nokkrir hafa haft samband og hafa áhuga á að fara ríðandi á Fjórðungsmót. Ef það eru fleiri sem hafa áhuga endilega hafið samband sem fyrst eða fyrir 15. maí því fljótlega þarf að halda fund til að skipuleggja, panta gistingu og fleira.

Eldri frétt hér að neðan:

Undanfarið hefur verið umræða um hvort koma eigi aftur af stað sameiginlegum hestaferðum undir formerkjum félagsins.
Upp hefur komið sú hugmynd að efnt verði til slíkrar ferðar í sumar og er stefnan sett á að fara ríðandi á Fjórðungsmót á Kaldármelum. Ferðin tekur um 4 daga hvor leið og verður þá sameiginleg gisting og matur.
Áður en farið verður af stað í skipulagningu langar okkur til að kanna áhuga fyrir ferðinni.

Ef þú/þið hafið áhuga á að taka þátt vinsamlegast komið áhuga á framfæri eftir neðangreindum boðleiðum:

Dóri ( dorifusa@gmail.com )

Sigga ( S: 847-2684 )

 

Stjórn Þyts

05.05.2013 21:12

Æskan og hesturinnKomnar skemmtilegar myndir inn í myndaalbúmið hérna á síðunni frá atriði unglinganna í Þyt sem fóru á Æskan og hesturinn á Króknum í gær, laugardaginn 04.05.
  • 1
Flettingar í dag: 314
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 441
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 1160142
Samtals gestir: 62887
Tölur uppfærðar: 24.7.2024 08:10:00