Færslur: 2008 Júlí

29.07.2008 22:52

Opið íþróttamót Þyts

Opið íþróttamót Þyts 9.-10. ágúst 2008

 

Keppnisgreinar eru gæðingaskeið-100 m skeið-slaktaumatölt t2

fimmgangur 1. og 2. flokkur, fjórgangur 1. og 2. flokkur

tölt t1 1. og 2. flokkur- unglingar og ungmenni tölt og fjórgangur-börn tölt og fjórgangur

pollar.Fyrsta skráning kr. 2.500, síðan kr. 1.000 næstu skráningar

Mótið hefst kl 9:00 laugardag og sunnudag. Skráning hjá Gerði Rósu; gerdur_rosa@yahoo.com fyrir kl. 24:00 miðvikudaginn 6. ágúst, ekki verður tekið á móti skráningum eftir þann tíma.

 

Mótanefnd.

 Aðalstyrktaraðili Þyts

21.07.2008 21:52

Frá Æskulýðsnefnd

Nú styttist óðum í Unglist og þar ætlum við að koma fram með atriðin okkar, sem við höfum verið að sýna í vetur og vor. Sýningin okkar verður laugardaginn 26.júlí kl.16.00 í Hvammstangahöllinni.

 Æfingar hefjast:

miðvikudaginn  23. júlí kl. 17.30

fimmtudaginn   24. júlí kl. 17.30

föstudaginn       25. Júlí kl. 16.30

Allar æfingar fara fram í Hvammstangahöllinni. Aðstaða verður fyrir hestana í hólfi. Allir sem hafa verið með eru boðnir hjartanlega velkomnir. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Atriðin sem um er að ræða eru Senjoriturnar, Ævintýra heimurinn og svo auðvitað Litlu krílin okkar sem mega nú alls ekki gleymast J. Gott væri ef litlu krílin gætu komið á æfinguna á fimmtudeginum til að við getum haft rennsli á öllum atriðunum.

Nánari upplýsingar gefa Alla s: 868-8080 eða Tóta s: 869-0353

13.07.2008 14:28

Íslandsmót í hestaíþróttum

Ein hátíðin búin og þá tekur sú næsta við en næsti stórviðburður í hestaheiminum er Íslandsmót í hestaíþróttum sem verður haldið 24. -27. júlí í Víðidal í Reykjavík.


Nú fara skráningar á fullt en mikið er af góðum keppnishestum í toppformi og örugglega einhverjir knapar sem gætu hugsað sér að hampa Íslandsmeistaratitli. Lokafrestur fyrir hestamannafélögin til að skila inn skráningum fyrir sína félagsmenn er á miðnætti mánudagsins 14. júlí en hvert hestamannafélag mun auglýsa skráningu fyrir sína félagsmenn og sjá um skráningu í Kappa.  Skráningargjald er kr. 4.000.- á hverja keppnisgrein. Skráning fyrir félagsmenn Þyts er hjá Sigrúnu í síma 660-5826


Mótið hefst fimmtudagskvöldið 24. júlí og lýkur sunnudaginn 24. júlí en nánari dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.

 


Hestamannafélagið Fákur

08.07.2008 00:19

Landsmótið afstaðið

Jæja þá er landsmótið afstaðið og komu landsmótsgestir því heim í gær ánægðir, sælir, rauðir, sumir þunnir aðrir þreyttir og enn aðrir fátækir þar sem það var nú ekkert ókeypis að borða inn á svæðinu. Heyrði í einum sem var hættur að kaupa sér að borða og borðaði bara fimmþúsundkallana frekar 

Okkar fólk stóð sig með prýði og viljum við óska ykkur til hamingju með árangurinn en Tryggvi Björnsson og Akkur frá Brautarholti náðu lengst og enduðu í 3. sæti í B-flokki með einkunnina 8,86. Innilega til hamingju Tryggvi 

08.07.2008 00:14

Auglýsingar

Vil kynna nýjan lið hérna á vefsíðunni sem heitir auglýsingar. Ef þið hafið hest til sölu, graðhest til leigu, hey til sölu, sófa eða bara hvað sem er endilega sendið mér línu á kolbruni@simnet.is og ég skelli þessu inn.
  • 1
Flettingar í dag: 264
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 441
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 1160092
Samtals gestir: 62886
Tölur uppfærðar: 24.7.2024 07:48:03