Færslur: 2023 Nóvember

14.11.2023 08:37

Knapar ársins 2023 hjá Þyt

Á Uppskeruhátíð Þyts og Hrossaræktarsamtaka V-Hún voru veittar viðurkenningar til knapa ársins í hverjum flokki. 

 

Knapi ársins í unglingaflokki var Guðmar Hólm Ísólfsson.

 

Knapi ársins í ungmennaflokki var Eysteinn Kristinsson

 

Knapi ársins í 2. flokki var Ásta Guðný Unnsteinsdóttir

 

Knapi ársins í 1. flokki var Birna Olivia Agnarsdóttir

 

Knapi ársins í meistaraflokki var Jóhann Magnússon.

 

09.11.2023 19:53

Reiðmaðurinn í höllinni um helgina

                                                                        
 

Um helgina verður höllin mikið upptekin en í gangi verður kennsluhelgi í Reiðmanninum. 

Föstudagur: Reiðmaðurinn frá kl. 15.00 - 19.40

Laugardagur: Reiðmaðurinn frá kl. 08.00 - 18.00 (matarhlé er 12.40 - 13.20)

Sunnudagur: Reiðmaðurinn frá kl. 08.00 - 18.00 (matarhlé er 12.40 - 13.20)

 

Þær helgar sem verða uppteknar í vetur eru: 

8. - 10. desember, 12. - 14. janúar, 16. - 18. febrúar, 15. - 17. mars og 12. - 14. apríl 

01.11.2023 09:32

Uppskeruhátíð barna og unglinga

 
 

Stjórn og æskulýðsnefnd hafa ákveðið að bíða með uppskeruhátíð barna og unglinga fram á veturinn og tengja hátíðina við viðburð í reiðhöllinni, með því viljum við gefa hátíðinni meira vægi og gera meira úr henni en bara hittast og drekka kaffi og borða. Gerum hátíðina veglegri, skemmtilegri og eftirminnilegri fyrir börnin og unglingana.

  • 1
Flettingar í dag: 345
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 441
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 1160173
Samtals gestir: 62887
Tölur uppfærðar: 24.7.2024 08:31:05