Færslur: 2022 Nóvember

29.11.2022 12:40

Uppskeruhátíð Þyts og Hrossaræktarsamtaka Vestur-Húnavatnssýslu

                                                                 
 
 

Uppskeruhátíð Þyts og Hrossaræktarsamtaka Vestur-Húnavatnssýslu var haldin laugardaginn 26 nóvember sl.

Guðný Helga fór yfir árið hjá Hrossaræktarsamtökunum en 27 hross af svæðinu voru sýnd í fullnaðardóm á árinu og það voru 13 bú sem fóru með hross í dóm. Hæst dæmda hryssan eftir aldursleiðréttingu er Þrá frá Lækjamóti, 4 v hryssa ræktuð af Elínu Rannveigu Líndal og Þóri Ísólfssyni. Hæst dæmi stóðhesturinn eftir aldursleiðréttingu er Sindri frá Lækjamóti, 6 vetra. Ræktandi Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal. 

Ný verðlaun á hátíðinni voru að veita hæst dæmda hrossi með 5 fyrir skeið viðurkenningu en það var Hátíð frá Efri-Fitjum, ræktandi Tryggvi Björnsson og Miðsitja ehf. 

Ræktunarbú ársins 2022 hjá Hrossaræktarsamtökum V-Hún er Lækjamót. Þau náðu þeim frábæra árangri á árinu að vera tilnefnd til hrossatæktarbús ársins á landsvísu og er það ekki sjálfgefið. 

Frá Lækjamóti komu til dóms 5 hross í ár, meðalaldur sýndra hrossa 5,8 ár. Meðaleinkunn sýndra hrossa var 8,25, 8,33 aldursleiðrétt. 

Til hamingju Lækjamótsfjölskylda, Þórir, Elín, Ísólfur, Vigdís, Guðmar, Sonja og Friðrik !!!

                                                              
 

Pálmi formaður Þyts fór veitti knöpum ársins hjá Þyt sínar viðurkenningar, í barnaflokki voru þær jafnar Herdís Erla Elvarsdóttir og Ayanna Manúela Alves. Í unglingaflokki er knapi ársins Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal, í ungmennaflokki er knapi ársins Eysteinn Tjörvi Kristinsson, í 2. flokki er knapi ársins Þorgeir Jóhannesson og í knapi ársins í 1. flokki er Helga Una Björnsdóttir. Allt frábærir knapar sem kepptu mikið á árinu með góðum árangri. 

 

 

 

 

 

 

 
 

21.11.2022 09:26

Uppskeruhátíð barna og unglinga

 

Uppskeruhátíð barna og unglinga verður haldin föstudaginn 25. nóvember kl. 17 í félagsheimilinu Hvammstanga. 

Öll börn og unglingar sem hafa á einhvern hátt tekið þátt í æskulýðsstarfinu eru velkomin.

Veittar verða viðurkenningar og boðið upp á veitingar.

Hlökkum til að sjá ykkur. 

                                                                                Æskulýðsnefndin. 

17.11.2022 10:52

Uppskeruhátíðin okkar

 

 

Uppskeruhátíð Þyts og Hrossaræktarsamtaka V-Hún verður haldin laugardaginn 26. nóvember í félagheimilinu á Hvammstanga. 

Húsið opnar klukkan 18:30 og hátíðin byrjar klukkan 19:00 og stendur til klukkan 02:00 fyrir þá partýhörðustu.

 

Maturinn verður í höndum Patreks Óla sem mun án efa töfra fram dýrindis veislu.

Miðaverð á hátíðina er 9.000 kr.

Pantanir þurfa að berast eigi síðar en fyrir þriðjudaginn 22. nóvember

Gerður Rósa tekur á móti pöntunum í skilaboðum eða í síma 849-5396.

 

07.11.2022 13:34

Keppnisárangur ársins 2022

 
 

Keppendur eru beðnir að senda keppnisárangur ársins vegna knapaverðlauna á [email protected] 

  • 1
Flettingar í dag: 928
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 1015
Gestir í gær: 41
Samtals flettingar: 274095
Samtals gestir: 9053
Tölur uppfærðar: 29.11.2022 18:25:27