Færslur: 2010 Júlí

29.07.2010 09:06

Lokaskráningardagur í dag á Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna

- Í dag 29.07 er lokaskráningardagur á Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna. Félagar Þyts senda skráningu á sigrun@skvh.is Koma þarf fram kennitala keppanda, IS númer hests, keppnisgrein og upp á hvaða hönd á að ríða.

-Skráning fer fram hjá aðildarfélögum LH. Síðasti skráningardagur er 29. júlí (félög skrá í Sportfeng, mótsnúmer IS2010TYT056)

 

-Skráningargjald er 4.000 krónur og greiðist inn á reikning 1105-15-200410 kt. 550180-0499 og senda staðfestingu á thytur1@gmail.com


Keppnisgreinar á mótinu eru:

Töltkeppni barna-, unglinga- og ungmennaflokkur -
Fjórgangur barna-, unglinga- og ungmennaflokkur - Fimmgangur unglinga- og ungmennaflokkur - Gæðingaskeið unglinga- og ungmennaflokkur - Skeið 100m (flugskeið) - Fimikeppni A barna- og unglingaflokkur - Fimikeppni A2 ungmennaflokkur -
Töltkeppni T2 


Formaður mótanefndar er Sigrún Þórðardóttir s. 660-5826 og veitir hún allar nánari upplýsingar.

Umsjónarmaður keppnishrossa er Steinbjörn Tryggvason s. 893-5070


Tjaldsvæðið í Kirkjuhvammi verður með tilboð fyrir mótsgesti Íslandsmóts. Verð 3.000 per mann vikupassi eða 1.500 per mann helgarpassi. Útilegukortið gildir ekki þessa viku. Nánari upplýsingar hjá Erlu í síma 899-0008

28.07.2010 20:45

Þytspeysur

Er að kanna hvort það sé áhugi hjá einhverjum Þytsfélögum að ég panti aftur Þytspeysur, eru til myndir af þeim hérna inn í myndaalbúminu á síðunni.
Endilega sendið mér mail á kolbruni@simnet.is ef þið hafið áhuga á að eignast peysu.

Kolla

26.07.2010 21:36

Firmakeppni Þyts úrslit

Firmakeppni Þyts fór fram í gær sunnudaginn 25.07. Gaman að sjá hvað margir komu og kepptu svona í þessu ástandi sem búið er að vera að hrjá okkur hestamenn. 

Úrslit urðu eftirfarandi:

 Konur
1. Herdís Einarsdóttir á Tjáningu frá Grafarkoti fyrir Kraftsmiðjuna
2. Helga Rós Níelsdóttir á Glaðværð frá Fremri Fitjum fyrir Tvo smiði
3. Sigrún Kristín Þórðardóttir á Við frá Reykjum fyrir Stóru Ásgeirsá

Karlar
1. Þórhallur Sverrisson á Rest frá Efri-Þverá fyrir KIDKA
2. Halldór Sigfússon á Seiði frá Breið fyrir Höfðabakka
3. Halldór Sigurðsson á Stellu frá Efri Þverá fyrir Kolu ehf

Unglingar
1. Helga Rún Jóhannsdóttir á Akk frá Nýjabæ fyrir Valhól ehf
2. Alexandra Arnarsdóttir á Visku frá Höfðabakka fyrir Bílagerði
3. Auður Ósk Sigurþórsdóttir á Sveiflu frá Árgerði fyrir Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Börn
1. Lilja Karen Kjartansdóttir á Tangó frá Síðu fyrir Sjóvá
2. Karítas Aradóttir á Kötlu frá Fremri-Fitjum fyrir Sveitasetrið Gauksmýri
3. Hrafnhildur Kristín Jóhannsdóttir á Sprengju frá Laufási fyrir Hársnyrtingu Sveinu

Fjórir keppendur voru í pollaflokki, þeir voru eftirtaldir, :
Dagbjört Jóna, 3 ára á Glæsi
Rannveig Elva Arnarsdóttir 7 ára á Jasmín
Hafdís María Skúladóttir 6 ára á Skjóna
Ingvar Óli Sigurðsson 8 ára á Nema

Dómararnir voru í boði Sveitasetursins á Gauksmýri.

Þökkum öllum fyrirtækjunum sem tóku þátt og styrktu hestamannafélagið fyrir þeirra framlag.

Myndir má sjá á heimasíðu Hvammstangabloggsins.

21.07.2010 09:14

Íslandsmót barna,unglinga og ungmenna-Skráning fer fram hjá aðildarfélögum LH. Síðasti skráningardagur er 29. júlí (félög skrá í Sportfeng, mótsnúmer IS2010TYT056)

 

-Skráningargjald er 4.000 krónur og greiðist inn á reikning 1105-15-200410 kt. 550180-0499 og senda staðfestingu á thytur1@gmail.com


Keppnisgreinar á mótinu eru:


Töltkeppni barna-, unglinga- og ungmennaflokkur -
Fjórgangur barna-, unglinga- og ungmennaflokkur - Fimmgangur unglinga- og ungmennaflokkur - Gæðingaskeið unglinga- og ungmennaflokkur - Skeið 100m (flugskeið) - Fimikeppni A barna- og unglingaflokkur - Fimikeppni A2 ungmennaflokkur -
Töltkeppni T2 


Formaður mótanefndar er Sigrún Þórðardóttir s. 660-5826 og veitir hún allar nánari upplýsingar.


Umsjónarmaður keppnishrossa er Steinbjörn Tryggvason s. 893-5070


Tjaldsvæðið í Kirkjuhvammi verður með tilboð fyrir mótsgesti Íslandsmóts. Verð 3.000 per mann vikupassi eða 1.500 per mann helgarpassi. Útilegukortið gildir ekki þessa viku. Nánari upplýsingar hjá Erlu í síma 899-0008

Þeir Þytsfélagar sem ætla að skrá á mótið sendi upplýsingar á mail sigrun@skvh.is

20.07.2010 22:00

Síðsumarssýning kynbótahrossa

Síðsumarssýning kynbótahrossa
í Skagafirði 2010

Verður haldin á Vindheimamelum
dagana 26. til 30. júlí í tengslum við stórmótið Fákaflug.


Skráning og upplýsingar:  Leiðbeiningamiðstöðin s: 455-7100
Skráning fer fram: Miðvikudag (21. júl) og fimmtudag (22. júl)
Síðasti greiðsludagur: fimmtudagurinn 22. júlí.

Það sem fram þarf að koma við skráningu:
Nafn á hrossi og fæðinganúmer
Sýnandi
Greiðandi (nafn og kt.)

Skráningagjald:
      Fullnaðardómur: 14.500 kr. m. vsk.

      Eingöngu byggingardómur/hæfileikadómur: 10.000 kr. m. vsk.

Greiðist inn á:  1125 (Sparisjóður Hólahr.) - 26 - 0710
Kt: 580901-3010          skýring: Nafn á hrossi.

Til að fá endurgreitt sýningargjald þarf að tilkynna forföll degi áður en sýningin hefst.

Yfirlitssýning mun fara fram föstudaginn  30. júlí.

Byggingadómar munu fara fram á Saurbæ.

Muna DNA-sýni úr öllum stóðhestum og foreldrum þeirra. Blóðsýni og röntgenmyndir af stóðhestum fimm vetra og eldri.

Athugið að mæta eingöngu með heilbrigð hross en samkvæmt samþykktum fagráðs verður hrossum vísað frá sem sýna einkenni kvefpestarinnar, s.s. hósta og/eða áberandi hor. 

Hrossaræktarsamband Skagfirðinga

19.07.2010 16:03

Fákaflug á VindheimamelumAllt er að verða klárt fyrir Fákaflugið í Skagafirði dagana 30.júlí til 2.ágúst 2010. Að vanda verður keppt í gæðingakeppni með sérstakri forkeppni þar sem þrír til fjórir keppendur verða inná í einu. Að auki verður keppt í kappreiðum og hefðbundinni töltkeppni. Peningaverðlaun verða veitt í Tölti og 100 m.skeiði.   


Keppnisgreinar mótsins eru eftirfarandi:

A.-flokkur 100 m. skeið, fljótandi start

B.-flokkur 150 m. skeið, kappreiðar

Ungmennaflokkur 250 m. skeið, kappreiðar

Unglingaflokkur 300 m. brokk, kappreiðar

Barnaflokkur 300 m. stökk, kappreiðar

Tölt 


Skráningar þurfa að berast fyrir mánudaginn 26.júlí n.k. og skráningargjald verður kr. 1.000,- Ekkert skráningargjald tekið í brokk- og stökkkappreiðum né barnaflokki.  Skráning verður opin eftir það fram að miðnætti miðvikudagskvöldið 28.júlí en hver skráning kostar þá kr.3.000,-  Þeir sem skrá sig  26.júlí til 28.júlí verða færðir fremst í rásröð.  Skráningar þurfa að berast til Guðmundar á netfang badboy@simnet.is   Skráningargjöld greiðast við skráningu inn á bankareikning: 0310-26-1630, kt. 520705-1630. 


Að auki verður öflugt skemmtanahald á svæðinu, Böll öll kvöld, veitingasala, Barnagarður, Sölubásar og Trúbadorar


Aðgangseyrir inn á mótssvæðið verður kr. 8.000,- en frítt verður fyrir 14 ára og yngri.  Öll aðstaða og skemmtanir innifalin í miðaverðinu.

15.07.2010 13:45

Firmakeppni ÞytsFirmakeppni Þyts verður haldin sunnudaginn 25.07.2010 á Hvammstanga og hefst kl. 17.00.
 Keppt verður í polla-, barna-, unglinga-, kvenna- og karlaflokki.

Vonumst til að sjá sem flesta

Firmakeppnisnefnd

14.07.2010 15:37

Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna


Allir sem hafa áhuga á að keppa á Íslandsmótinu sendið mail til Sigrúnar á
sigrun@skvh.is fyrir 17.07.2010


Erum að kanna þátttöku á mótinu.

Stjórn Þyts

14.07.2010 11:31

Tilkynning frá framkvæmdanefnd ÍM2010

Íslandsmótið í hestaíþróttum verður haldið að Sörlastöðum Í Hafnarfirði dagana 25.-28. ágúst.
Hér birtast nokkrir punktar um framkvæmd mótsins.


 Skráning fer fram hjá aðildarfélögum LH sem auglýsa skráningu hjá sér. Síðasti skráningardagur er 16. ágúst (félög skrá í sportfeng, mótsnúmer er IS2010SOR054). 
Leggja á inn á reikning 0135-26-002870, kt. 640269-6509 og senda staðfestingu á
brs2@hi.is

 Skráningargjald er 4.000 krónur

 Keppendum stendur til boða að fá hesthúspláss með heyi og spæni nálægt keppnisvelli. Þeir sem vilja nýta sér það hafi samband í síma í síma 698-3168 begin_of_the_skype_highlighting / 698-3168 end_of_the_skype_highlightingfyrir 20. ágúst.

 Engin einkunnalágmörk eru á mótið
.

14.07.2010 09:42

Garpur frá Hvoli

 
Garpur frá Hvoli verður til afnota í sumar í girðingu á Hvoli.
Garpur er undan Gammi frá Steinnesi og Þotu frá Hvoli
Hann tekur vel á móti öllum merum.Tollur og hagaganga 30.000.-
Upplýsingar og pantanir hjá Tryggva Rúnari í síma 660-5825 eða Sigeva74@hotmail.com

Afkvæmi Garps:
 
Adam 5. vetra geldingur                      Sleipnir 5. vetra geldingur


Hrímnir 4. vetra stóðhestur

Sköpulag

Höfuð 7.5
Háls/herðar/bógar 8.5
Bak og lend 7.5
Samræmi 8.5
Fótagerð 7.5
Réttleiki 7.5
Hófar 7.5
Prúðleiki 7.5
Sköpulag 7.94

Kostir

Tölt 8.5
Brokk 8
Skeið 6
Stökk 8.5
Vilji og geðslag 8.5
Fegurð í reið 8.5
Fet 7.5
Hæfileikar 8.04
Hægt tölt 8.5
Hægt stökk 8
Aðaleinkunn 8,00


14.07.2010 09:37

Reiðnámskeið á Þingeyrum:

Indjána - Leikir

(Kennari: Christina Mai leiðbeinandi frá Hólaskóla)

HVENÆR 17.- 18. Júli ( minna vanir ) og 24. - 25. Júli ( meira vanir )

Tímasetning: 10:30h til 16:00h báða dagana

Aldurstakmark: 8 til 15 ára ( Hámarksfjölði 8 )

Þátttakendur mæti með eigin hest!

HVAÐ á að gera? Læra allt á milli himins og jarðar um hestinn. þrautabrautir, útreiðatúrar og indjánaævintýri á hestbaki


Mæta skal með öruggum reiðhjálm, hnakk, beisli, stallmúl,

........ og NESTI. Æskilegur klæðnaður eru góðir skór með hæl, reiðbuxur eða frekar þröngar buxur úr möttu efni (ekki jogginggallar), þunnir vettlingar og hlý peysa eða úlpa.


Verð
: 9000 kr

Frekari upplýsingar og skráning: Christina 865-8905 chma@mail.holar.is

14.07.2010 08:58

Fákaflug 2010 Vindheimamelum Verslunarmannahelgina

 

Fákaflug 2010 verður á Vindheimamelum um Verslunarmannahelgina 30. júlí - 1. ágúst

DAGSKRÁ
A-flokkur
B-flokkur,
Ungmennaflokkur
Unglingaflokkur
Barnaflokkur 
Tölt
100m skeið og kappreiðar.
Kynbótasýning.

Skemmtidagskrá - Dansleikir

Föstudagur:
Reiðmenn vindanna

Laugardagur: Hvanndalsbræður

Sunnudagur:
SSsól

13.07.2010 21:59

Reynir í viðtali hjá Eiðfaxa

Eiðfaxi sló á þráðinn til Reynis Aðalseinssonar til að fá fréttir og fræðast meira um námið Reiðmaðurinn sem hefur verið í gangi við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og er samstarfsverkefni Landbúnaðarháskólans, Landsambands Hestamannafélaga og Félags hrossabænda. 

Námið sem má taka með vinnu er hugsað fyrir áhugafólk eldra en 16 ára sem hefur áhuga á að bæta sína reiðmennsku og þekkingu á hrossarækt. Verkleg kennsla fer fram ca. eina helgi í mánuði frá september og fram í apríl. Bóklegt nám er tekið samhlið í gegnum námsvef skólans. Reiðmaðurinn var boðinn fram fyrst árið 2008 og útskrifaðist sá hópur í vor. Nú í haust verður námið boðið fram á fimm nýju stöðum, þ.e. á Héraði, Akureyri, Borgarnesi, Hafnarfirði og Flúðum. En fyrir eru námshópar á Hellu og í Hestamiðstöðinni Dal sem væntanlega útskrifast næsta vor. Fjölmargir kennarar koma að verklegri kennslu en ábyrgðarmaður námsins er tamningameistarinn Reynir Aðalsteinsson.

En heyrum hvað Reynir hefur að segja um námið og kennsluna:

"Fólk er misjafnlegs statt þegar það byrjar og má segja að það sé öll flóran sem kemur.  Fyrsta hluta námsins köllum við hestamennsku þá er meðal annars farið í andlega þáttinn, umgengni við hestinn og líkamstjáningu. Svo eru hlutir eins og taumhringsvinna, áseta og lögð áhersla á að kenna nemandanum að ná valdi á stefnu og hraða sem oft getur reynst erfitt þeim sem hafa bara riðið frjálslega eftir beinum vegi. Nú hlutir eins og taumsamband, söfnun eru kenndir þegar þar að kemur og svo er kynbótaþátturinn tekinn fyrir þegar líður á námið."

"Hestarnir sem fólk hefur undir höndum eru teknir út í byrjun og ef þeir eru ekki heppilegir er nemanda leiðbeint um hvernig hest það þarf að útvega sér til þess að fá sem mest út úr náminu, þó ekki séu gerðar kröfur um að fólk hafi þrautþjálfuðum keppnishestum yfir að ráða." 

"Brottfall úr náminu hefur verið sáralítið og þeir sem eru búnir með brautina hafa flestir áhuga á að læra enn meira enda er í burðarliðnum hjá okkur framhaldsnám fyrir þann hóp."

Hvað telur þú að fólk hafi fyrst og fremst fengið út úr náminu ?

"Námið reynist þeim dýrmætt sem vilja bæta sig sem hestamenn og sína reiðmennsku, margir hafa áhuga á að taka þátt í keppni en hafa ekki talið sig hafa þekkingu og reynslu til þess en í gegnum námið eru nemendur undirbúnir fyrir það. Hluti af náminu er keppni sem er sett upp og er það mjög vinsælt enda er það alltaf gaman að keppa við þá sem eru á svipuðu róli og maður sjálfur."

"Fyrir áhugafólk um hrossarækt er námið mjög gott, fólk lærir að meta gripina og byggja upp og undirbúa hrossin fyrir kynbótadóm, hvort sem það sýnir það sjálft eða fær til þess atvinnufólk."

"Einnig finnst fólki mikils um vert að hafa markmið, geta smátt og smátt fært sig skörinni hærra með kennsluna sem bakhjarl, flestir vilja halda áfram, námið verður partur af tilverunni og nýr heimur opnast í hestamennskunni."

Við þökkum Reyni fyrir spjallið og upplýsingarnar um þennan spennandi möguleika sem hestafólki gefst kostur á að notfæra sér. 

Reynir er maður sem hiklaust má kalla guðföður íslenskrar reiðmennsku. Ferill hans sem reiðkennara, tamningamanns, keppanda, ræktanda og hestamanns í víðustum skilningi þess orðs er glæsilegur og fáir sem búa yfir meiri reynslu og þekkingu á íslenska hestinum og reiðmennsku. Það má því með sanni segja að það sé sannkallaður happafengur fyrir nemendur að fá að njóta leiðsagnar manns á borð við Reyni.


www.eidfaxi.is

13.07.2010 13:24

Vinna við Íslandsmót

Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna verður haldið 12. - 15. ágúst nk.

Allir þeir sem sjá sér fært að vinna við Íslandsmótið endilega hafið samband sem fyrst og ef þið hafið einhver óskaverkefni. Skipt hefur verið upp í ákveðna vinnuhópa og vantar fólk í  td veitingasölu, hliðvörslu, umferð til og frá velli, fótaskoðun, þulastarf, ritara, finna styrktaraðila ofl. Endilega hafið samband við Kollu í síma 863-7786 mail: kolbruni@simnet.is , Halldór í síma 891-6930 mail: dorifusa@gmail.com , Sigrúnu í síma 660-5826 mail: sigrun@skvh.is eða Þórdísi í síma 867-3346 mail: thordishelga@torg.is og/eða hjá formönnum nefnda.

Mótstjóri verður Herdís Einarsdóttir s. 848-8320
Mótanefnd: Sigrún Þórðardóttir formaður s. 660-5826, Kolbrún Stella Indriðadóttir, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Halldór Sigfússon, Þórdís Benediktsdóttir, Hjördís Ósk Óskarsdóttir og Fanney Dögg Indriðadóttir
Veitinganefnd: Jónína Sigurðardóttir formaður s. 895-2564, Halldóra Tryggvadóttir og Laura Ann
Mannvirkjanefnd: Tryggvi Rúnar Hauksson formaður s. 660-5825, Pétur Guðbjörnsson og Unnsteinn Óskar Andrésson
Umsjónarmaður keppnishrossa: Steinbjörn Tryggvason s. 893-5070

12.07.2010 09:41

Hestamannamót Storms fer fram á Söndum í Dýrafirði 16. og 17. júlí n.k.

Rétt til þátttöku hafa allir knapar sem skráðir eru í félög innan LH. Föstudaginn 16. júlí kl. 15:00 hefst forkeppni í A og B flokkum gæðinga, barna, unglinga, ungmennaflokkum og gæðingatölti. Kl.  20:00 hefst kvöldvaka í Reiðhöllinni. Setning Hestamannamóts Storms 2010, keppni í fljúgandi skeiði, liðakeppnin ,,Sandariddararnir 2010" o. fl.

Grín og glens fyrir alla fjölskylduna.

Laugardaginn 17. júlí kl. 12:00 hefst dagskráin  á hópreið hestamanna og að henni lokinni verður keppt til úrslita í öllum flokkum. Einnig verður keppt í 300m brokki, 300m stökki og 250m skeiði.

Þegar úrslit liggja fyrir verður farið í útreiðartúrinn góða. Allir hestfærir velkomnir með.

Um kl. 20:00 verður slegið upp grillpartý í Reiðhöllinni. Heitt grill á staðnum.

Tekið verður við skráningu keppnishrossa til kl. 21:00 að staðartíma þann 13. júlí á netfangið valdie@snerpa.is eða í síma 864-7676, Sonja. Gefa þarf upp kennitölu knapa og IS númer keppnishrossa. Skráningar gjald er kr. 1.000,-- pr. hross og greiðist inn á 1128-05-1908, kt. 600783-0259.

Skráningar í fljúgandi skeið og í ,,Sandariddararnir 2010´´, skal skila á netfangið nannabjork@simnet.is eða í síma 895-0711, Nanna.  Engin skráningargjöld! Liðstjórar ,,Sandariddara´´ eru beðnir um að hóa saman liðum sínum og gera sig klára fyrir kvöldvökuna.
Gott tjaldsvæði er á Söndum og góð aðstaða fyrir aðkomu hross.

Einn aðgöngumiði sem gildir á allt! Fullorðnir kr. 1.000,-- Börn á grunnskólaaldri kr. 500,-- Börn á leikskólaaldri, ókeypis aðgangur.

Nánari uppýsingar um dagskrá hestamannamóts Storms munu birtast á http://stormur.123.is/

Flettingar í dag: 264
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 441
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 1160092
Samtals gestir: 62886
Tölur uppfærðar: 24.7.2024 07:48:03