Færslur: 2011 Júní

28.06.2011 21:59

Reiðnámskeið

Haldið verður kvöldnámskeið dagana 6-8. júlí (mið. - fös.) Kennt verður í formi einkatíma.
Hver einkatími er 40 mínútur og námskeiðið inniheldur 2 verklega einkatíma og 1 bóklegan hóptíma á mann. Verð: 14.500 kr. Hægt er að fá lánaða hesta á staðnum. 
Kennarar verða Jóhanna Heiða Friðriksdóttir og Fanney Dögg Indriðadóttir reiðkennarar. 
Hægt er að skrá sig og fá nánari upplýsingar á e-mailið: thytur@hotmail.com (í síðasta lagi þriðjudaginn 5. júlí.)

28.06.2011 19:54

Frábærar fréttir af Landsmóti

Var að fá þær frábæru fréttir frá Landsmóti að hún Eva Dögg Pálsdóttir náði í dag þeim glæsilega árangri að vinna sér sæti í A-úrslitum í barnaflokki á hestinum Heimi frá Sigmundarstöðum. Hún endaði í 7.sæti í milliriðlinum með einkunnina 8,26 og tryggði sér þar af leiðandi öruggt sæti í A-úrslitum.


Glæsilegt par hér á ferð og óskum við henni, foreldrum og eigendum hestsins innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.
Það verður sko ekki leiðinlegt að fylgjast með A-úrslitunum og eiga knapa í brautinni :)

hér má svo sjá nánari úrslit frá deginum í dag
forkeppni A-flokks,
milliriðlar barnaflokkur, B-flokkur,

27.06.2011 18:30

Eva Dögg og Helga Una í milliriðla


smá fréttir af Landsmóti...

núna er forkeppni barna, unglinga, ungmenna og í B-flokki lokið. Helstu fréttir af okkar fólki eru þær að Eva Dögg Pálsdóttir vann sér sæti í milliriðli í barnaflokki á Heimi frá Sigmundarstöðum með 8,21 sem og Helga Una Björnsdóttir í ungmennaflokki á Karitas frá Kommu með 8,54.
Einnig var Ísólfur Líndal Þórirsson að vinna sér sæti í milliriðli í B-flokki á Brimari frá Margrétarhofi en þeir keppa fyrir hestamannafélagið Snarfara.

Allir keppendur stóðu sig virkilega vel og viljum við óska ykkur öllum innilega til hamingju með árangurinn.


annars má sjá frekari úrslit með því að smella á þann flokk sem þið vilja skoða nánar hér að neðan
 barnaflokkur, unglingaflokkur, ungmennaflokkur, B-flokkur


25.06.2011 10:40

Klerkur frá Bjarnanesi


Hæfileika sprengjan Klerkur frá Bjarnanesi 1 verður til afnota í Litladal A-Hún eftir íslandsmót í júlí og út sumar. Frábær hestur í alla staði með 9 fyrir tölt,stökk, vilja/geð, fegurð í reið og fet auk þess 9,5 fyrir brokk og skemmtilega ætt á bakvið sig, Glampa frá Vatnsleysu (8,68) fyrir kosti og sjálfa Snældu frá Bjarnanesi 1 (8,51) fyrir kosti. Pantanir í síma 846-0804 Finnur Bessi Svavarsson
Finnur Bessi Svavarsson | finnurbara@hotmail.com

24.06.2011 23:20

Úrslit landsmóts UMFÍ 50 +

Þá er fyrsta landsmóti UMFÍ 50 + í hestaíþróttum lokið. Mótið var skemmtilegt og margir flottir knapar tóku þátt í mótinu. Það var greinilegt að knapar í þessum aldursflokki gefa yngri knöpum ekkert eftir sem sést vel á einkunnum efstu hrossa.

Fjórgangur

úrslit
1 Þórir Ísólfsson / Kvaran frá Lækjamóti 6,27
2 Sverrir Sigurðsson / Arfur frá Höfðabakka 5,83
3 Halldór P. Sigurðsson / Fálki frá Bessastöðum 5,70
4 Þorgeir Jóhannesson / Bassi frá Áslandi 5,60
5 Magnús Ólafsson / Dynur frá Sveinsstöðum 5,57

Fimmgangur

úrslit

1 Sverrir Sigurðsson / Rammur frá Höfðabakka 6,64
2 Þórir Ísólfsson / Návist frá Lækjamóti 6,26
3 Herdís Einarsdóttir / Kasper frá Grafarkoti 6,14
4 Elías Guðmundsson / Frenja frá Vatni 4,60
5 Þorgeir Jóhannesson / Sunna frá Áslandi 3,95

Tölt

úrslit

1 Þórir Ísólfsson / Kvaran frá Lækjamóti 6,61
2 Herdís Einarsdóttir / Kasper frá Grafarkoti 6,56
3 Halldór P. Sigurðsson / Gósi frá Miðhópi 6,44
4 Sverrir Sigurðsson / Vág frá Höfðabakka 6,06
5 Magnús Ólafsson / Gleði frá Sveinsstöðum 5,78


Formaðurinn veitti verðlaunin...

Fleiri myndir inn í myndaalbúmi en Sigríður Ólafsdóttir var myndatökukona :)

24.06.2011 20:00

Landsmót UMFÍ 50 + (forkeppni)

Nánast allir keppendur á landsmóti UMFÍ 50 + í hestaíþróttum komu frá USVH. Staðan eftir forkeppni var eftirfarandi:

Fjórgangur
Forkeppni
1 Þórir Ísólfsson / Kvaran frá Lækjamóti 6,20
2 Halldór P. Sigurðsson / Gósi frá Miðhópi 6,17
3 Halldór P. Sigurðsson / Fálki frá Bessastöðum 5,60
4 Sverrir Sigurðsson / Vág frá Höfðabakka 5,53
5 Magnús Ólafsson / Dynur frá Sveinsstöðum 5,10
6 Þorgeir Jóhannesson / Bassi frá Áslandi 4,97
7 Sverrir Sigurðsson / Arfur frá Höfðabakka 4,77
8 Magnús Ólafsson / Tvinni frá Sveinsstöðum 4,70
9 Aðalheiður Einarsdóttir / Össur frá Grafarkoti 4,63
10 Elías Guðmundsson / Dimma frá Stóru-Ásgeirsá 4,17
11 Kristín Jósteinsdóttir / Draumur frá Hólshúsum 3,17

Fimmgangur
Forkeppni

1 Þórir Ísólfsson / Návist frá Lækjamóti 6,13
2 Þórir Ísólfsson / Flugar frá Barkarstöðum 5,93
3 Sverrir Sigurðsson / Rammur frá Höfðabakka 5,50
4 Herdís Einarsdóttir / Kasper frá Grafarkoti 5,37
5 Elías Guðmundsson / Frenja frá Vatni 4,27
6 Elías Guðmundsson / Birtingur frá Stóru-Ásgeirsá 4,00
7 Þorgeir Jóhannesson / Sunna frá Áslandi 3,80

Töltkeppni
Forkeppni
1 Þórir Ísólfsson / Kvaran frá Lækjamóti 6,40
2 Herdís Einarsdóttir / Kasper frá Grafarkoti 6,33
3-4 Halldór P. Sigurðsson / Gósi frá Miðhópi 6,27
3-4 Sverrir Sigurðsson / Vág frá Höfðabakka 6,27
5 Herdís Einarsdóttir / Brúney frá Grafarkoti 6,00
6 Magnús Ólafsson / Gleði frá Sveinsstöðum 5,43
7 Elías Guðmundsson / Dimma frá Stóru-Ásgeirsá 4,97
8-9 Halldór P. Sigurðsson / Fálki frá Bessastöðum 4,83
8-9 Kristín Jósteinsdóttir / Hrappur frá Sveinsstöðum 4,83
10 Elías Guðmundsson / Birtingur frá Stóru-Ásgeirsá 4,77
11 Sverrir Sigurðsson / Arfur frá Höfðabakka 4,37
12 Halldóra Tryggvadóttir / Dropi frá frá Hvoli 4,17
13 Þorgeir Jóhannesson / Bassi frá Áslandi 3,93
14 Aðalheiður Einarsdóttir / Eskill frá Grafarkoti 2,77

24.06.2011 09:58

Dagskrá hestaíþrótta á Landsmóti UMFÍ 50+

Mótið hefst kl. 17:00

Dagskrá;       fjórgangur,
                    fimmgangur,
                    hlé,
                    tölt,
                    hlé,
                    úrslit, verða riðin í sömu röð og forkeppnin.

Ráslistar verða hengdir upp í glugga félagshússins í hádeginu.

18.06.2011 12:38

Reynir og Sikill efstir í fimmgangi - Árni og Aris á HMReynir Aðalsteinsson og Sikill frá Sigmundarstöðum standa efstir eftir forkeppni í fimmgangi opnum flokki með einkunnina 7,23. En það eru þeir félagar Árni Björn Pálsson og Aris frá Akureyri  sem eru búnir að tryggja sér þátttökurétt á HM fyrir Íslandshönd með 7,14 í meðaleinkunn út úr báðum umferðum.


Í öðru sæti eru Árni Björn Pálsson og Aris frá Akureyri með einkunnina 7,20 og jafnir í þriðja til fjórða sæti eru þeir Eyjólfur Þorsteinsson á Krafti frá Efri-Þverá og Viðar Ingólfsson á Má frá Feti með einkunnina 6,97.

Hér að neðan eru niðurstöður úr forkeppni og eins og í öðrum greinum ríða sex efstu keppendur úrslit á morgun.


1    Reynir Aðalsteinsson / Sikill frá Sigmundarstöðum 7.23
2    Árni Björn Pálsson / Aris frá Akureyri 7.2
3-4    Eyjólfur Þorsteinsson / Kraftur frá Efri-Þverá 6.97
3-4    Viðar Ingólfsson / Már frá Feti 6.97
5    Sylvía Sigurbjörnsdóttir / Þröstur frá Hólum 6.9
6-7    Viðar Ingólfsson / Aspar frá Fróni 6.8
6-7    Haukur Baldvinsson / Falur frá Þingeyrum 6.8
8-9    Edda Rún Ragnarsdóttir / Hreimur frá Fornusöndum 6.73
8-9    Sigurður Vignir Matthíasson / Hringur frá Fossi 6.73
10    Anna S. Valdemarsdóttir / Lúkas frá Hafsteinsstöðum 6.7
11    Pim Van Der Slot / Draumur frá Kóngsbakka 6.63
12-13    Steindór Guðmundsson / Elrir frá Leysingjastöðum 6.57
12-13    Sigurður Óli Kristinsson / Gígur frá Hólabaki 6.57
14    Arna Rúnarsdóttir / Tryggur frá Bakkakoti 6.13
15    Auðunn Kristjánsson / Hula frá Meiri-Tungu 3 5.93
16    Kristinn Bjarni Þorvaldsson / Svali frá Hólabaki 5.53


Fyrri Seinni Meðaltal
1    Árni Björn Pálsson / Aris frá Akureyri 7,07 7,20 7,14
2    Reynir Aðalsteinsson / Sikill frá Sigmundarstöðum 7,03 7,23 7,13
3    Viðar Ingólfsson / Aspar frá Fróni 6,60 6,80 6,70
4    Edda Rún Ragnarsdóttir / Hreimur frá Fornusöndum 6,57 6,73 6,65
5    Hinrik Bragason / Glymur frá Flekkudal 7,27 0,00 3,64

18.06.2011 09:42

Skráning á Landsmót UMFÍ 50+

Nú eru aðeins sex dagar þar til fyrsta Landsmót UMFÍ 50+ hefst á Hvammstanga. Undirbúningur fyrir mótið gengur samkvæmt áætlun og verður gaman að taka á móti keppendum og gestum um næstu helgi.
Keppt verður í fjölda greina á mótinu og er fólk hvatt til að taka þátt og hafa gaman. Meðal keppnisgreina eru blak, bridds, boccia, badminton, frjálsar íþróttir, fjallaskokk, hestaíþróttir, golf, pútt, línudans, skák, sund, þríþraut og starfsíþróttir (búfjárdómar, dráttavélaakstur, jurtagreining, pönnukökubakstur og kökuskreyting). Þess má geta að allir geta keppt í fjallaskokki, óháð aldri.

Skráning á mótið hefur staðið yfir síðustu vikur og gengið vel, en henni lýkur á morgun, sunnudaginn 19. júní. Skráningin fer fram hér og er þátttökugjald kr. 3.000, óháð fjölda keppnisgreina. Innifalið í verðinu er keppnisgjald, gisting á tjaldsvæði, afþreying og skemmtiatriði meðan á mótinu stendur.

Heimild: UMFÍ   

18.06.2011 08:55

Firmakeppni Þyts

Firmakeppnin 2011 var haldin í blíðskaparveðri (svona nánast) þann 17. júní.

Þátttakendur í pollaflokki voru 6, stóðu þau sig öll með prýði og óhætt að segja að framtíð hestamanna í Húnaþingi vestra sé björt.


Þátttakendur voru:
Ingvar Óli Sigurðsson, 8 ára, á Guðbirni
Einar Örn Sigurðsson, 5 ára á Nema
Viktor Kári Valdimarsson , 4 ára á Grímu frá Litladal
Rakel Gígja Ragnarsdóttir, 6 ára á Ugg frá Grafarkoti
Dagbjört Jóna Tryggvadóttir, 4 ára á Þokka frá Hvoli
Orri Arason, 6 ára á Krúser

Dómarar þetta árið voru Guðrún Lára Magnúsdóttir og Sigurbjörg Friðriksdóttir frá Leikskólanum Ásgarði, og stóðu þær sig vel. Sérstakt hrós fá þær fyrir klæðaburð, en þær voru báðar í upphlut til heiðurs Þjóðhátíðardeginum.


Úrslit í keppninni voru eftirfarandi:

Barnaflokkur
1. Ásta Guðný Unnsteinsdóttir á Búa frá Akranesi, keppti fyrir HH Gámaþjónustu ehf
2. Karítas Aradóttir á Gyðju frá Miklagarði, keppti fyrir Kaupfélag Vestur-Húnvetninga
3. Eva Dögg Pálsdóttir á Ljóma frá Reykjarhóli, keppti fyrir Hreingerningastöð Ágústar

Unglingaflokkur
1. Helga Rún Jóhannsdóttir á Heru frá Bessastöðum, keppti fyrir Ferðaþjónustuna Dæli
2. Eydís Anna Kristófersdóttir á Rennu frá Þóroddsstöðum, keppti fyrir Leirhús Grétu

Kvennaflokkur
1. Gerður Rósa Sigurðardóttir á Stæl frá Víðidalstungu 2, keppti fyrir Heilbrigðisstofnun Vesturlands
2. Guðný Helga Björnsdóttir á Þór frá Saurbæ, keppti fyrir Grafarkotsbúið
3. Aðalheiður Einarsdóttir á Eskil, keppti fyrir Ferðaþjónustuna Neðra-Vatnshorni

Karlaflokkur
1. Halldór Sigfússon á Seið frá Breið, keppti fyrir Hrímahesta ehf
2. Sigfús Ívarsson á Blæ frá Hvoli, keppti fyrir KIDKU ehf
3. Halldór P. Sigurðsson á Garpi frá Efri-Þverá, keppti fyrir Höfðabakka

Viljum við þakka þeim fyrir sem styrktu okkur, öllum sem tóku þátt, sem og öðrum sem komu að keppninni.

Firmakeppnisnefnd

15.06.2011 20:02

Fjölskyldureiðtúr

Þann 19. júní 2011 verður farið í fjölskyldureiðtúr á vegum æskulýðsnefndar. Farið verður frá Norðurbraut kl. 14:00 og riðið upp í Þytsheima. Þar ætlum við að bjóða upp á veitingar og hafa gaman saman :)   Vinsamlegast skráið ykkur á netfangið lillysig@simnet.is fyrir 17. júní nk., allir sem ætla að vera með okkur.

Vonumst til að sjá sem flesta :)

--
Kveðja
Æskulýðsnefnd Þyts

15.06.2011 19:56

Magni frá Sauðanesi


Stóðhesturinn Magni frá Sauðanesi IS2006156400 verður í hólfi í Köldukinn nú í sumar. Magni hlaut 8,01 í aðaleinkunn á sýningu nú í vor. Verð á hryssu er 40.000 með vsk.

Frekari upplýsingar gefur Páll í síma 8484284.

14.06.2011 23:50

Minnum á firmakeppnina og hestamannamessuna á föstudaginn !!!


Firmakeppni Þyts verður haldinn föstudaginn 17. Júní 2011 á Hvammstanga og hefst kl. 17:00. Keppt verður í polla-, barna-, unglinga-, kvenna- og karlaflokki.

Kl. 18.00 verður grill upp í félagshúsi. Grillið kostar 1.500 og pylsur á 300Þjóðbúninga- og hestamannamessa verður haldin í Staðarbakkakirkju 17. júní nk. kl. 11. Farið verður af stað frá reiðhöllinni Þytsheimum kl. 9 árdegis og riðið sem leið liggur reiðveginn fram að Ósi, þar niður að Miðfjarðará, fram Melsnes og Staðarbakkaeyrar. Hestarnir verða geymdir í gerðum við útihúsin á Staðarbakka á meðan messu stendur. Kaffisopi í túninu heima eftir messu. Eftir kaffi verður haldið aftur sem leið liggur út á Hvammstanga og komið þangað milli kl. 14 og 15. 

Vonandi að sem flestir hestamenn geti tekið þátt.

Firmakeppnisnefnd

14.06.2011 20:14

Vaktir á landsmóti

Hægt verður að sækja um að vinna á komandi landsmóti. Hér koma helstu atriði varðandi vaktir á Landsmóti Hestamanna:

 

 • Viðmiðið eru 10-20 vaktir á hestamannafélag, þó í samhengi við stærð félags og undirtektir félagsmanna. Ef áhugi er á fleiru vöktum er alveg sjálfsagt að skoða það.
 • Það er ekki verra að fólk taki fleiri en eina vakt en það er hinsvegar ekki skilyrði.
 • Vaktirnar eru á bilinu 6-10 klst.
 • Styrkurinn er 1.500kr fyrir hverja unna klukkustund.
 • Hestamannafélögin fá styrkinn fyrir vinnu félagsmanna greiddan til sín. Félögin halda svo annaðhvort styrkinum fyrir sig eða greiða einstaklingunum fyrir þeirra vinnu eftir mót.
 • Miðað er við að starfsmenn hafi náð 18 ára aldri.
 • Þau störf sem um ræðir eru meðal annars:       
  • Stóðhesthús
  • Móttaka hrossa
  • Skrifstofa
  • Upplýsingamiðstöð
  • Hliðvarsla
  • Fótaskoðun
  • Kaffivaktin
  • Ýmis vinna á svæði

 

Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Hugrúnu Ósk Ólafsdóttur í gegnum netfangið landsmothugrun@gmail.com. og látið vita frá hvaða hestamannafélagi þið komið.

14.06.2011 20:11

Opið fyrir umsóknir í Reiðmanninn!!!

Fjölmargar umsóknir hafa borist í Reiðmanninn sem hefst næstkomandi haust, þó þeim sé misskipt á milli staða sem auglýstir hafa verið, þ.e. Hvammstanga, Hellu og í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.

Þar sem fólk hefur verði nokkuð upptekið á úrtökumótum og í hrossastússi, höfum við ákveðið að framlengja umsóknarfrestinn út júní í Reiðmanninn. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar eru á vefnum www.lbhi.is/namskeid undir Reiðmaðurinn í vinstri stiku. Endilega vísið áhugafólki og félögum á þetta, og komið á framfæri þessari seinkunn á umsóknarfresti.

Þeir sem nú þegar hafa sótt um í Reiðmanninn, mega gera ráð fyrir því að fá svör um inngöngu fyrir miðjan júlí ef allt gengur eftir.

 

Af heimasíðu:

Reiðmaðurinn
Námskeiðsröð fyrir áhugafólk um reiðmennsku

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands, í samvinnu við Landssamband hestamannafélaga og Félag hrossabænda, opna nú fyrir nýja námshópa í áfangaskipt tveggja ára nám í reiðmennsku, hrossarækt og almennu hestahaldi. Námið sem kallast Reiðmaðurinn má taka með vinnu og er hugsað fyrir áhugafólk eldra en 16 ára sem hefur áhuga á að bæta sína reiðmennsku og þekkingu á hrossarækt. Verkleg kennsla fer fram ca. eina helgi í mánuði frá september og fram í apríl. Bóklegt nám er tekið samhlið í gegnum námsvef skólans.
     Námið er byggt upp sem röð af helgarnámskeiðum þar sem nemendur koma einu sinni í mánuði með sinn hest og taka fyrir ákveðinn hluta af reiðmennskunni. Einnig er farið yfir bóklegt efni í fyrirlestrum og með fjarnámi. Hér er því um sambland af staðarnámi og fjarnámi að ræða þar sem ætlast er til að nemendur undirbúi sig bæði í verklegum og bóklegum atriðum heima.
     Námið er metið til samtals 33 ECVET-eininga á framhaldsskólastigi og lýkur námskeiðsröðinni með sérstakri viðurkenningu frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Námið er unnið í samvinnu við Landssamband hestamannafélaga og Félag hrossabænda.
     Verkefnisstjóri námsins fyrir hönd Endurmenntunar LbhÍ er Ásdís Helga Bjarnadóttir, að faglegri uppbyggingu námsins koma Reynir Aðalsteinsson og Þorvaldur Kristjánsson.

Klikkaðu á línurnar hér fyrir neðan til að fá nánari upplýsingar!

Nánari lýsing á náminu
Almennar kröfur og verð

Reiðmaðurinn er nú kenndur, veturinn 2010-2011:

...á Iðavöllum á Fljótsdalshéraði,
...í Reiðhöllinni á Akureyri,
...í Borgarfirði, Hestamiðstöð LbhÍ á Miðfossum og í Faxaborg við Borgarnes
...á Flúðum og í Rangárhöllinni við Hellu
...á Hestamiðstöðinni Dal og Sörlastöðum í Hafnarfirði

Þeir sem hafa áhuga á að sækja um nám í Reiðmanninum eru hvattir til að fylla út umsóknareyðublaðið hér fyrir neðan og senda það með tölvupósti á
endurmenntun@lbhi.is  Ahugið að um er að ræða tímabilið 2011-2013.

Ef áhugahópur er til staðar innan ákveðins hestamannafélags kemur vel til greina að hefja næsta skólaár á viðkomandi stað, uppfylli staðurinn þær kröfur sem settar eru vegna kennslunnar og næg þátttaka fyrir hendi. Hafið samband við Endurmenntun LbhÍ og málið verður skoðað.

Umsóknareyðublað

Flettingar í dag: 230
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 441
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 1160058
Samtals gestir: 62886
Tölur uppfærðar: 24.7.2024 07:26:51