Færslur: 2020 Október

27.10.2020 19:34

Tryggingar fyrir börn

Vátryggingamiðlunin Tryggja býður í samstarfi við Lloyd's tryggingu fyrir börn yngri en 22 ára í leik og starfi. Tryggingin gildir allan sólarhringinn á æfingum, keppnum og frítíma hvar sem er í heiminum. Foreldrar barna í íþróttum sem kaupa þessa tryggingu geta tilgreint íþróttafélagið sem barnið stundar sína íþrótt hjá og þá fær félagið kr. 1.000 af hverri seldri áskrift.

 

LH hvetur hestamannafélög til að kynna þetta tilboð fyrir sínum félagsmönnum en Tryggja mun sjá um alla úrvinnslu og standa skil á greiðslum til félaganna.

 

Um vernda barnatryggingu:

  • Vernda barnatrygging er ódýr sjúkra- og slysatrygging - 1990 kr. á mánuði.
  • Styrkur til íþróttafélags.
  • Ekkert heilsufarsmat.
  • Gildir út um allan heim.
  • Dagpeningar til foreldra við umönnun.
  • Hæstu bætur við örorku.
  • Tryggingin gildir:

við æfingar

í keppni

í frítíma

í leik og starfi

 

Smelltu á meðfylgjandi hlekk til að kaupa tryggingu:

https://www.tryggja.is/vernda-barnatryggingar/sport

 

"Tryggjum börnin okkar sérstaklega, það verðmætasta sem við eigum, alltaf, alls staðar í leik og starfi"

Nánari upplýsingar veitir Ólafur Kjartansson oli@tryggja.is.

 

16.10.2020 14:52

Framkvæmdir

Þytsfélagar athugið 

 

nú styttist í framkvæmdir á vellinum okkar en fyrst verðum við að fjarlægja girðingu umhverfis völlinn.

Ætlum að mæta á sunnudag kl.13:00 og ganga í verkið.

Virðum sóttvarnarreglur og fjarlægðarmörk.

  • 1
Flettingar í dag: 264
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 441
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 1160092
Samtals gestir: 62886
Tölur uppfærðar: 24.7.2024 07:48:03