Færslur: 2019 Ágúst

06.08.2019 08:04

Reiðmaðurinn !!!

Hestamannafélagið Þytur í samstarfi við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri hafa tekið höndum saman og hafa ákveðið að bjóða félagsmönnum upp á endurmenntunarnámskeiðið Reiðmaðurinn. Reiðmaðurinn er tveggja ára nám ætlað fólki sem vill auka við þekkingu sína og færni í reiðmennsku, hrossarækt og almennu hestahaldi. Reiðmaðurinn er nám ætlað fróðleiksfúsum hestamönnum og áhugafólki um reiðmennsku sem vill auka við þekkingu sína og færni í reiðmennsku, hrossarækt og almennu hestahaldi.


Námskeiðið er byggt upp af námi í reiðmennsku og er megináherslan lögð á það en einnig er þetta almennt bóklegt nám um m.a. sögu og þróun hestsins, fóðrun hans, frjósemi og kynbætur. Reiðmaðurinn er tveggja ára nám og er metið til 33 ECVET-eininga á framhaldsskólastigi.  Sjá nánar á heimasíðu Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri undir endurmennntun.  Lbhi.is


Möguleiki væri að fara af stað í haust ef næg þátttaka næst fljótlega (10-12 manns) og skránig gengur fljótt fyrir sig.  Annars væri stefnan að fara af stað haustið 2020.  Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast hafið samband við Pálma í síma 8490752 eða sendið skilaboða á facebook eða á netfangið palmiri@ismennt.is

04.08.2019 08:07

Kappreiðar úrslit


Á hátíðinni Eldur í Húnaþingi voru haldnar kappreiðar, keppt var í brokki, stökki og skeiði. Skráning hefði mátt vera meiri en alltaf þarf að byrja einhversstaðar og er markmiðið að þessi keppni verði haldin aftur að ári. Svo það er um að gera að fara að þjálfa og finna hesta í þessar skemmtilegu greinar. 

BROKK
1. Eysteinn Tjörvi - Þokki frá Litla Moshvoli 12,30
2. Jóhann Magnússon - Glaumur frá Bessast 13,55
3. Dagbjört Jóna - Gáta f Hvoli 14,6
4. Birna Olivia - Fengur  17,42

STÖKK
1. Óskar - Glotti 7,65 - 7,62
2. Siggi björn - Vinur  8,02 - 8,16

SKEIÐ
1. Elvar Logi - Þyrill f Djúpadal 8,85
2. Jóhann Magnússon - Óskastjarna f Bessast 10,72 9,74
3. Dagbjört Jóna - Málmey f syðri-völlum 10,19


  • 1
Flettingar í dag: 199
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 441
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 1160027
Samtals gestir: 62885
Tölur uppfærðar: 24.7.2024 07:05:36