Færslur: 2008 Maí

31.05.2008 22:36

Firmakeppni

Firmakeppni Þyts verður haldin 17. júní á Kirkjuhvammsvellinum.
Keppt verður í:
Kvennaflokki
Karlaflokki
Unglingaflokki
Barnaflokki
Pollaflokki
Nánari upplýsingar koma síðar.
                                                                  

30.05.2008 17:00

Aðstoð fyrir úrtöku

Í dag kl. 20.30 mætir Valur Valsson gæðingadómari á völlinn hjá okkur í Þyt og aðstoðar börn, unglinga og ungmenni með ýmislegt er varðar úrtöku. Mætið með hest eða hesta (ef þið eruð í vafa og með fleiri en einn) og við fáum hann til þess að hjálpa ykkur með hvernig best væri að sýna ykkar hest og hvað er gott og hvað mætti betur fara. Nánari upplýsingar hjá Pálma í síma 849-0752

27.05.2008 22:49

Úrtaka fyrir LM 2008

Sunnudaginn 8. júní verður sameiginleg úrtaka hestamannafélaganna Þyts og Neista haldin á Kirkjuhvammsvelli og byrjar kl. 13.00. Keppt verður í barna-, unglinga-, og ungmennaflokki og í A- og B- flokki.
Skráning hjá Fanney á miðvikudag 4. júní og fimmtudaginn 5. júní á mailið
fanneyd@visir.is Við skráningu þarf að gefa upp kennitölu knapa og fæðingarnúmer hests. Skráningargjald er 3.500 kr á hest. Hestar sem taka þátt í úrtökunni þurfa að vera skráðir á skuldlausa félagsmenn Þyts.


27.05.2008 11:14

Frá Mannvirkjanefnd

Núna þarf að fara að vinna í vellinum fyrir mót sumarsins. Og erum við að leita að sjálfboðaliðum til að aðstoða okkur við það. Áhugasamir hafi samband við Tryggva Rúnar í síma 660-5825 seinnipart dags.


17.05.2008 00:16

Panta í næstu viku

Jæja þá eru líklega flestir búnir að koma og máta peysur sem ætla að fá sér. Ég verð með þær í Lækjarhvammi um helgina og sendi svo pöntunina til Knapans eftir helgi.
Ef það eru einhverjir sem vilja fá peysu en komumst ekki til að máta í dag eða síðast getið þið hringt í síma 863-7786 og við finnum tíma til að máta þær.

kv. Kolla

13.05.2008 21:26

Frá æskulýðsnefnd

Jæja loksins koma inn myndir frá æskan og hesturinn. Krakkar við erum svakalega stolt af ykkur!!! Þið stóðuð ykkur rosalega vel. Atriðin ykkar voru frábær og öll framkoma og umgengni var til fyrirmyndar. Til hamingju með frábæra sýningu, þið megið vera stolt af ykkur!!!
Einnig viljum við þakka foreldrum/forráðamönnum fyrir frábæran stuðning og samstarf og öllum öðrum auðvitað sem að sýningunni komu.
 
Enn og aftur takk fyrir frábæra helgi og til hamingju með sýninguna.
Kveðja Æskulýðsnefnd Þyts 

13.05.2008 19:01

Þytspeysurnar ...


Seinni mátunin á peysunum verður nk. föstudag 16. maí frá kl. 18.00 - 19.00 upp í félagshúsi.
Þá verð ég með allar stærðir. Fékk ekki barnapeysurnar en þær eru líka svartar og án hettu.

Kolla

13.05.2008 18:40

Kvennatölt

 
Kvennatölt í reiðhöllinni Svaðastöðum.
23.maí 2008
kl 19:00


Keppt verður í þremur flokkum:
14-17 ára
Minna keppnisvanar
Meira keppnisvanar


Þetta er opið mót. Veitt verða vegleg verðlaun fyrir 5 efstu sæti í hverjum flokki, einnig verða veitt verðlaun fyrir flottasta parið, svo endilega mætið í búningum.
Skráningargjöld eru 1500 kr.
Aðgangseyrir er 1000 kr.Mætum sem flestar og skvettum úr hófunum. Aldrei að vita nema það verði tilboð á barnum.

Skráning á fagranes@visir.is
og í síma 847-5294 (Auður) eftir kl 19:00. Fram þarf að koma nafn knapa, svo  nafn, litur og aldur  hestsins, og uppá hvor hendina á að ríða.  
Skráning til og með 21.maí.


10.05.2008 23:26

Mátun frá kl. 17.30 - 18.30

Hægt verður að máta peysur (er reyndar bara með 4 stærðir) á mánudaginn nk. frá kl. 17.30 - 18.30 upp í félagshúsi.  Er með kvennapeysur í stærðunum 40 og 44 og karlapeysur í stærðunum M og XXXL.
Ef þessar stærðir passa ekki er samt gott að koma og kíkja á peysurnar til að ath hvort ykkur líkar þær.

Kolla

09.05.2008 23:51

Þytspeysur

 
Loksins er ég komin með aðila sem er til í að hjálpa okkur með peysur en það er Knapinn í Borgarnesi. Ég er komin með fjórar peysur norður sem hægt er að skoða og máta. Læt ykkur vita hérna á síðunni hvenær hægt verður að máta þær en það má panta strax ef þið viljið og senda mér póst á
kolbruni@simnet.is Þessar peysur eru í kvenna- og karlasniði. Heita Soft Shell - StormyWeather. Einnig verður hægt að fá þær í barnastærðum.
Ég tróð mér í eina og fékk Ragga í kallapeysu og tók myndir og skellti á myndasíðuna svo þið gætuð séð þær. 
Á bakinu verður Þytslogo-ið, síðan verður logo Knapans í brjósti og svo þarf logo Sparisjóðsins að vera líka. En mig langar að vita hvort þið viljið hafa nöfnin ykkar á peysunum eða ekki, getum kannski haft það bara val??

Kolla

07.05.2008 15:46

Norðurlandamót í hestaíþróttum í Seljord í Noregi 4. - 10. ágúst

Norðurlandmót í hestaíþróttum verður haldið dagana 4. ? 10. ágúst í Seljord í Noregi á sama stað og heimsmeistaramótið í hestaíþróttum var haldið árið 1997.  Seljord er í Telemark í fallegum dal þar sem aðstæður eru góðar og keppnisvæðið mjög skemmtilegt.


Búið er að ganga frá samningi við Einar Öder sem verður liðsstjóri landsliðsins og sér hann einnig alfarið um að velja keppendur í landsliðshópinn.


Keppt verður í öllum hefðbundnum greinum í aldurflokkunum:


13 ? 15 ára (15 ára á árinu)

16 ? 21 árs ( 21 árs á árinu)

Fullorðinsflokki ? 22 ára og eldri

 


Þeir sem hafa áhuga á að keppa fyrir Íslands hönd á mótinu eru vinsamlegast beðnir um að senda inn umsókn. Í umsókninni þarf að koma fram: Nafn, heimilisfang, sími, aldur og netfang. Einnig þarf að koma fram keppnisreynsla og telja upp helstu afrek á keppnisvellinum. Gott er ef  knapar geta útvegað sér hest og/eða tekið með sér hest á mótið en að öðrum kosti verður aðstoðað við það.


Við hvetjum sem flesta til að sækja um en reynsla af þátttöku í svo stóru móti er frábært veganesti fyrir alla sem eru að spreyta sig á keppnisbrautinni. Þetta er ekki síður nauðsynleg reynsla  fyrir þá sem stefna á að keppa á heimsmeistaramótinu sumarið 2009.


Umsóknum þarf að skila inn til Landssambands hestamannafélaga til og með 20. maí, hvort heldur sem bréflega, með tölvupósti lhsolla@isi.is eða á faxi 514 4031.


Allar upplýsingar um mótið er hægt að fá á skrifstofu LH í síma 514 4030.

 


Bestu kveðjur,  Landsliðsnefnd LH

01.05.2008 20:11

Æskan og hesturinn 3.maí 2008

Æskan og hesturinn í Reiðhöllinni Svaðastöðum.
Tvær sýningar verða á Æskan og hesturinn á laugardaginn 3.maí, kl. 13:00 og 16:00.
Um 140 krakkar úr 7 hestamannafélögum á Norðurlandi taka þátt í sýningunni.
Sérstakur gesturinn sýningarinnar verður Eyþór úr Bandinu hans Bubba ásamt afa sínum Stefáni Friðgeirssyni og hestinum Degi frá Strandarhöfði.
Við hvetjum alla hestamenn og áhugafólk um hestamennsku að koma á sýninguna.
Aðgangur er ókeypis og allir verlkomnir. Minnum á kaffihús í andyri Reiðhallarinnar á vegum barnastarfs hestamannafélaganna.

  • 1
Flettingar í dag: 329
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 5474
Gestir í gær: 210
Samtals flettingar: 1140762
Samtals gestir: 61904
Tölur uppfærðar: 13.7.2024 03:03:47