Færslur: 2010 Júní

30.06.2010 14:59

Sikill frá Sigmundarstöðum


Sikill frá Sigmundarstöðum verður til afnota í sumar í girðingu hjá Gúnda.
Sikill er 1. verðlauna stóðhestur með 8,04 fyrir sköpulag, 8,47 fyrir kosti og 8,30 í aðaleinkun.
Hann hlaut 8,5 fyrir tölt, skeið, stökk, fegurð í reið og vilja og geðslag.
Verð er 65.000 með girðingargjaldi.

Pantanir í síma 662-8821 hjá Einari
 

24.06.2010 23:22

Gæðingamót Þyts aflýst

 


Ákveðið var á fundi sem haldinn var núna í kvöld af mótanefnd og stjórn Þyts að aflýsa Gæðingamóti Þyts árið 2010. Gerð var óformleg könnun meðal félagsmanna og niðurstaðan var sú að afar dræm þátttaka yrði og því hefur verið tekin sú ákvörðun að aflýsa mótinu.

22.06.2010 10:53

Vinnukvöld upp á félagssvæði


Vinnukvöld upp á félagsvæði Þyts á morgun, miðvikudaginn 23. júní, frá kl. 20.00.


Vonumst til að sjá sem flesta.


Mannvirkjanefnd.

16.06.2010 12:09

Hrossaræktardagur á Vindheimamelum þann 3. júlí

Þann 3. júlí verður haldinn Hrossaræktardagur á Vindheimamelum í Skagafirði.  Á dagskránni eru m.a. yfirlitssýning kynbótahrossa, stóðhestakynning og ræktunarbússýningar.  Nánari dagskrá auglýst síðar.

Þátttaka er öllum opin.  Þeir sem hafa áhuga á að koma hrossum á framfæri á þessum degi hafi samband við Eyþór Einarsson (862-6627/ee@bondi.is).

Þrátt fyrir að ekkert verði af Landsmóti verður ýmislegt um að vera í Skagafirði dagana sem mótið átti að vera en blásið hefur verið til Sumarsælu og Hrossaræktardagurinn er liður í henni.

11.06.2010 15:32

Grettir frá Grafarkoti

 

1.v stóðhesturinn Grettir frá Grafarkoti verður til afnota í Grafarkoti í sumar. Grettir hefur hlotið 8,18 fyrir byggingu og 8,26 fyrir hæfileika, aðaleink 8,23. Þar af 9,0 fyrir tölt, vilja og geð, fegurð í reið og hægt tölt.

Grettir er að gefa framfalleg tryppi  sem fara mest um á tölti og brokki og eru flest afar prúð á fax og tagl.
Verð 65.000.- m vsk og hagagjaldi.
Nánari upplýsingar í símum 860-2056 Indriði og 848-8320 Hedda.


Nokkur afkvæmi Grettis:
 
2ja vetra hryssur u. Gretti

 
4 vetra hryssan Gnótt frá Gröf                  Astrópía 3 vetra10.06.2010 10:11

Hestamannamessa17. júní í Staðarbakkakirkju kl. 11.00 verður messa tileinkuð hestamönnum. Upphaflega var planið að fara ríðandi til messu en hóstapestin kemur í veg fyrir að það sé hægt en engu að síður verður messan tileinkuð hestamönnum og vonumst við til að sjá sem flesta.

09.06.2010 22:29

Að loknum félagsfundi


Í kvöld var haldinn almennur félagsfundur þar sem farið var yfir mót sumarsins og annað félagsstarf. Gaman að sjá hvað félagar tóku vel undir það að gera Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna að góðu móti. Allir tilbúnir að leggja sitt af mörkum til þess.

Helstu niðurstöður fundarins:

11.-12. júlí - stefnt er að því að halda Gæðingamót Þyts
16.-18. júlí - Þytsferð (nánar auglýst síðar)
24. júlí - Firmakeppni Þyts ( á sama tíma og Unglist, e. fjölskylduhátíði )
7. ágúst - Kvennareið
12.-15. ágúst Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna
21.-22. ágúst Íþróttamót Þyts

Vinna við Íslandsmót:
Allir þeir sem sjá sér fært að vinna við Íslandsmótið endilega hafið samband sem fyrst og ef þið hafið einhver óskaverkefni. Skipt hefur verið upp í ákveðna vinnuhópa og vantar fólk í  td veitingasölu, hliðvörslu, umferð til og frá velli, fótaskoðun, þulastarf, ritara, finna styrktaraðila ofl. Endilega hafið samband við Kollu í síma 863-7786 mail: kolbruni@simnet.is , Halldór í síma 891-6930 mail: dorifusa@gmail.com , Sigrúnu í síma 660-5826 mail: sigrun@skvh.is eða Þórdísi í síma 867-3346 mail: thordishelga@torg.is og/eða hjá formönnum nefnda.

Mótstjóri verður Herdís Einarsdóttir s. 848-8320
Veitinganefnd: Jónína Sigurðardóttir s. 895-2564, Halldóra Tryggvadóttir og Laura Ann
Mannvirkjanefnd: Tryggvi Rúnar Hauksson s. 660-5825, Pétur Guðbjörnsson og Unnsteinn Óskar Andrésson
Umsjónarmaður keppnishrossa: Steinbjörn Tryggvason s. 893-5070

Tjaldsvæðið í Kirkjuhvammi verður með tilboð fyrir mótsgesti Íslandsmóts. Verð 3.000 per mann vikupassi eða 1.500 per mann helgarpassi. Útilegukortið gildir ekki þessa viku. Nánari upplýsingar hjá Erlu í síma 899-0008

04.06.2010 16:08

Sumarsæla

 
Frestun Landsmóts hestamanna sem fara átti fram 27. júní - 5. júlí á Vindheimamelum í Skagafirði er mikið áfall fyrir hestamennsku og ferðaþjónustu í landinu og samfélagið allt, þó sérstaklega í Skagafirði, þar sem búið var að skipuleggja móttöku þúsunda gesta.  Sumarsæla í stað Landsmóts hestamanna.

Sveitarfélagið Skagafjörður, Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði, hestamannafélögin í Skagafirði og Hrossaræktarsamband Skagafirðinga hafa hins vegar ákveðið að snúa vörn í sókn og blása til Sæluviku að sumri á þeim tíma sem halda átti landsmótið.  

Meðal þess sem í boði verður fyrir þá sem sækja Skagafjörð heim þessa viku verða Lummudagar með glæsilegum skemmtiatriðum, knattspyrnumót fyrir stúlkur á Sauðárkróki, rútuferðir og gönguferðir um slóðir Sturlunga, Barokkhátíð á Hólum, afmælismót Golfklúbbs Sauðárkróks á Hlíðarendavelli og stórdansleikir með hestamannaívafi í Miðgarði. 

Kynbótasýning mun fara fram á Vindheimamelum á vegum Hrossaræktarsambandsins.  Þá er ótalin sú fjölbreytta afþreying sem alla jafna er boðið er upp á í Skagafirði s.s. flúðasiglingar, skipulagðar gönguferðir, siglingar út í hinar glæsilegu eyjar Drangey og Málmey.  Þá bíður Skagafjörður upp á glæsilega flóra safna s.s. Vesturfarasetur, Samgönguminjasafn, Byggðasafnið í Glaumbæ, Víðimýrarkirkju og Minjahúsið á Sauðárkróki, þar sem m.a. er hægt að berja augum ísbjörninn sem gekk á land í Skagafirði árið 2008. 
Gestastofa sútarans hefur verið opnuð á Sauðárkróki þar sem hægt er að fræðast um sútun á skinnum og roði og þær afurðir sem hönnuðir vinna úr því hráefni.   Ný og glæsileg sundlaug á Hofsósi hefur bæst í hóp sundlauga og heitra náttúrulauga sem finna má um allan Skagafjörð.  Í Skagafirði eru einnig frábærir veitingastaðir sem m.a. bjóða upp á kræsingar úr afurðum úr héraðinu og gistimöguleikarnir eru fjölbreyttir og margir, m.a. á nýju og glæsilegu tjaldstæði í Varmahlíð og endurbættu tjaldstæði á Sauðárkróki.
Skagfirðingar munu því leggja sig sérstaklega fram við að taka vel á móti og skemmta gestum sínum þá daga sem ætlaðir voru fyrir Landsmót hestamanna.  Áætlað er að Landsmót verði haldið sumarið 2011 í Skagafirði.
Ennfremur ætla hestamenn í Skagafirði að blása til hestamannamóts um Verslunarmannahelgina, Fákaflugs, þar sem boðið verður upp á gæðingakeppni, kynbótasýningar, töltkeppni og kappreiðar auk þess sem áhersla verður lögð á að skapa skemmtilega umgjörð í anda gömlu hestamannamótanna sem haldin voru þar áður fyrr.

 • Allar nánari upplýsingar munu birtast á www.visitskagafjordur.is
 • Nánari upplýsingar veita:
  Áskell Heiðar Ásgeirsson, sviðsstjóri Markaðs- og þróunarsviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sími: 8626163
 • Guðrún Brynleifsdóttir, verkefnastjóri Menningar- og ferðamála hjá Sveitarfélaginu Skagafirði,  sími: 898 9820
 • Pétur Grétarsson, fulltrúi hestamannafélaganna í Skagafirði, sími:  863 5653  
 • Svanhildur Pálsdóttir, formaður Félags ferðaþjónustunnar, sími: 846 2582

03.06.2010 10:08

Almennur félagsfundur

Almennur félagsfundur verður haldinn í félagshúsi Þyts miðvikudagskvöldið 9. júní kl. 20.30

Dagskrá:

 • Félagsmót sumarsins
 • Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna
 • Önnur mál.

Stjórn Þyts

02.06.2010 13:19

Stóðhestar 2010 í Gröf VíðidalArður frá Brautarholti
Arður er frábærlega ættaður stóðhestur undan Orra frá Þúfu og Öskju frá Miðsitju.
Arður er með 8,38 í aðaleinkunn.
Verð 80.000 með vsk og ein sónarskoðun
Verður til afnota frá 18. júní til 25. júlí.


Stimpill frá Vatni
F: Kolfinnur frá Kjarnholtum I. M: Hörn frá Langholti II
Aðaleinkunn 8,35 þar af 9 fyrir tölt
Verð 70.000 með vsk
Verður til afnota til 22. júní

 

Óðinn frá Hvítárholti
F: Óðinn frá Brún, M: Hylling frá Hvítárholti
Aðaleinkunn 8,27, þar af 8,53 fyrir hæfileika.
Verð 40.000 með vsk
Verður til afnota í allt sumar.


Nánari upplýsingar hjá Tryggva Björnssyni í síma 89810
57

01.06.2010 13:37

Endurgreiðslur til viðskiptavina Landsmóts

Af gefnu tilefni skal það ítrekað að Landsmót ehf. mun endurgreiða alla miða, stúkur og hjólhýsastæði sem keypt hafa verið vegna  Landsmóts 2010 sem nú er búið að fresta.  Við biðjum viðskiptavini okkar hins vegar um að sýna starfsmönnum Landsmóts biðlund þar sem ærin verkefni eru fyrir höndum við að vinda ofan af mótinu í ár og fjöldi viðskiptavina er stór.

Við munum næstu daga ganga skipulega til verks við að endurgreiða, en bendum á að þar sem viðskiptin fóru að mestu leyti fram í gegnum

kreditkortaviðskipti í gegnum netmiðasölukerfi okkar, getur liðið einhver tími frá því að  Landsmót kreditfærir og þar til eiginleg endurgreiðsla berst inná reikning viðskiptavinar.  Við biðjum viðskiptavini Landsmóts að hafa þetta í huga og búa sig undir að greiðslur í gegnum kreditkortafyrirtæki berast ekki strax og gætu jafnvel borist í fleiri en einni greiðslu (dæmi: keypt er fyrir 48.000; greiðsla berst uppá 24.000 og nokkrum dögum síðar lokagreiðsla).
 
Ógerlegt er að taka við svo miklum fjölda símtala og því biðjum við þá sem vilja endurgreiðslu um að senda tölvupóst ásamt kvittun um kaupin á netfangið:  landsmot@landsmot.is.
 
Þar sem fyrirhugað er að Landsmót verði haldið að ári (2011) er viðskiptavinum að sjálfsögðu í sjálfsvald sett hvort þeir vilji eiga miðana inni hjá mótshöldurum.
 
Öllum tölvupóstum verður sinnt skipulega en eins og áður sagði; fjöldinn er mikill og munu starfsmenn Landsmóts ganga vasklega til verks og leggja sig fram um að vera í góðu sambandi við viðskiptavini við að endurgreiða.
 
F.h. Landsmóts hestamanna ehf.

Jóna Fanney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri
 • 1
Flettingar í dag: 345
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 441
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 1160173
Samtals gestir: 62887
Tölur uppfærðar: 24.7.2024 08:31:05