27.10.2013 16:13

Uppskeruhátíð Þyts og Hrossaræktunarsamtaka V-Hún.

Í gærkvöldi var uppskeruhátíð Hrossaræktunarsamtakanna og Þyts, frábær skemmtun að vanda. Efstu kynbótahrossin voru verðlaunuð, knöpum ársins í hverjum flokki veitt viðurkenning og tilkynnt hvaða ræktunarbú er ræktunarbú ársins í Húnaþingi vestra, eftir mat og verðlaunaafhendingar var annállinn fluttur og skemmtilnefndinni tókst enn eitt árið að láta salinn grenja úr hlátri í klukkutíma ;) Myndir frá hátíðinni koma inn í myndaalbúm í vikunni.

Knapar ársins hjá Þyt eru í ungmennaflokki, Jónína Lilja Pálmadóttir, í 2. flokki Þorgeir Jóhannesson og í 1. flokki Ísólfur L Þórisson.
 


Ísólfur knapi ársins í 1. flokki


Þorgeir Jóhannesson knapi ársins í 2. flokki


Jónína Lilja knapi ársins í ungmennaflokki

 
Ræktunarbú ársins 2013 er LÆKJAMÓT
 
 
Hæst dæmda hryssan er Návist frá Lækjamóti með aðaleinkunn 8,33 og hæst dæmti stóðhesturinn er Bassi frá Efri-Fitjum með aðaleinkunn 8,39.

Hæst dæmdu kynbótahrossin eru:

4 vetra

1. sæti Gleði frá Bessastöðum með aðaleink. 7,94
2. sæti Hugsun frá Bessastöðum með aðaleink 7,84

5 vetra

1. sæti Brennir frá Efri-Fitjum með aðaleink. 8,34
2. sæti Askur frá Syðri-Reykjum með aðaleink 8,26
1. sæti Ólafía frá Lækjamóti með aðaleink. 8,15
2. sæti Gunnvör frá Lækjamóti með aðleink. 7,94
3. sæti Mynd frá Bessastöðum með aðaleink. 7,91

6 vetra

1. sæti Bassi frá Efri-Fitjum með aðaleink 8,39
2. sæti Bikar frá Syðri-Reykjum með aðaleink. 8,18
3. sæti Hugi frá Síðu með aðaleink 8,12
1. sæti Fura frá Stóru-Ásgeirsá með aðaleink 8,30
2. sæti Gáta frá Lækjamóti með aðaleink. 8,24
3. sæti Glæða frá Bessastöðum með aðaleink 8,23

7 vetra og eldri

1. sæti Erfingi frá Grafarkoti með aðaleink. 8,13
1. sæti Návist frá Lækjamóti með aðaleink 8,33
2. sæti Alúð frá Lækjamóti með aðaleink. 8,24
3. sæti Vág frá Höfðabakka með aðaleink. 8,11


Lækjamótsfjölskyldan með verðlaunin sín


 
Flettingar í dag: 2116
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 2561
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 940005
Samtals gestir: 49515
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 14:02:43