11.06.2019 09:39

Úrslit Íþróttamóts Þyts 2019



Þá er íþróttamóti Þyts lokið. Keppt var í forkeppni í mjög harðri norðanátt á laugardeginum og heyrðu knapar á tímabili hvorki í þul eða vissu á hvaða gangtegund þeir riðu. Blés all svakalega á mannskapinn. En sunnudagurinn var skárri og á tímabili bara nánast logn emoticon 
Samanlagðir sigurvegarar í hverjum flokki voru, í barnaflokki Guðmar Hólm Ísólfsson, í unglingaflokki Eysteinn Tjörvi Kristinsson, í ungmennaflokki Ásta Guðný Unnsteinsdóttir, í 2. flokki Eydís Anna Kristófersdóttir og fjórgangssigurvegari 1. flokks er Fanney Dögg Indriðadóttir.

Hér fyrir neðan má sjá tölur úr forkeppni og úrslitum. Einnig eru allar tölur sundurliðaðar inn á LH Kappa appinu. 

Tölt T2
Opinn flokkur - 1. flokkur
Forkeppni

Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Kolbrún Grétarsdóttir Stapi frá Feti Jarpur/milli-einlitt Þytur 6,40
2 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Björk frá Lækjamóti Brúnn/dökk/sv.einlitt Þytur 6,20
3 Ísólfur Líndal Þórisson Krummi frá Höfðabakka Brúnn/milli-einlitt Þytur 6,10
4 Jóhann Magnússon Embla frá Þóreyjarnúpi Rauður/milli-blesótt Þytur 6,00
5 Kolbrún Stella Indriðadóttir Stuðull frá Grafarkoti Brúnn/milli-tvístjörnótt Þytur 5,47
6 Ásta Guðný Unnsteinsdóttir Glitri frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Þytur 5,23
7 Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir Prýði frá Dæli Bleikur/álóttureinlitt Þytur 4,83
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Ísólfur Líndal Þórisson Krummi frá Höfðabakka Brúnn/milli-einlitt Þytur 6,83
2 Kolbrún Stella Indriðadóttir Stuðull frá Grafarkoti Brúnn/milli-tvístjörnótt Þytur 6,08
3 Kolbrún Grétarsdóttir Stapi frá Feti Jarpur/milli-einlitt Þytur 6,00
4 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Björk frá Lækjamóti Brúnn/dökk/sv.einlitt Þytur 5,67
5 Jóhann Magnússon Embla frá Þóreyjarnúpi Rauður/milli-blesótt Þytur 5,62

Tölt T3
Opinn flokkur - 1. flokkur
Forkeppni

Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Fanney Dögg Indriðadóttir Ísó frá Grafarkoti Brúnn/milli-tvístjörnótthringeygt Þytur 6,63
2 Herdís Einarsdóttir Griffla frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Þytur 6,53
3-5 Kolbrún Grétarsdóttir Jaðrakan frá Hellnafelli Rauður/dökk/dr.einlitt Þytur 6,40
3-5 Jónína Lilja Pálmadóttir Sigurrós frá Syðri-Völlum Rauður/milli-tvístjörnótt Þytur 6,40
3-5 Jóhann Magnússon Mjölnir frá Bessastöðum Rauður/ljós-skjótt Þytur 6,40
6 Herdís Einarsdóttir Fleinn frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Þytur 6,27
7 Kolbrún Stella Indriðadóttir Grágás frá Grafarkoti Grár/jarpurskjótt Þytur 5,80
8 Halldór P. Sigurðsson Frosti frá Höfðabakka Rauður/milli-blesótt Þytur 4,60
9 Halldór P. Sigurðsson Röskva frá Hvammstanga Rauður/milli-blesa auk leista Þytur 4,50
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Fanney Dögg Indriðadóttir Ísó frá Grafarkoti Brúnn/milli-tvístjörnótthringeygt Þytur 7,00
2 Herdís Einarsdóttir Griffla frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Þytur 6,72
3 Jónína Lilja Pálmadóttir Sigurrós frá Syðri-Völlum Rauður/milli-tvístjörnótt Þytur 6,44
4 Jóhann Magnússon Mjölnir frá Bessastöðum Rauður/ljós-skjótt Þytur 6,39
5 Kolbrún Grétarsdóttir Jaðrakan frá Hellnafelli Rauður/dökk/dr.einlitt Þytur 6,17

Ungmennaflokkur
Forkeppni

Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Ásta Guðný Unnsteinsdóttir Mylla frá Hvammstanga Móálóttur,mósóttur/milli-einlitt Þytur 5,60
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Ásta Guðný Unnsteinsdóttir Mylla frá Hvammstanga Móálóttur,mósóttur/milli-einlitt Þytur 5,94

Unglingaflokkur
Forkeppni

Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson Þokki frá Litla-Moshvoli Rauður/ljós-blesótt Þytur 6,20
2 Rakel Gígja Ragnarsdóttir Trygglind frá Grafarkoti Rauður/milli-skjótt Þytur 5,97
3 Margrét Jóna Þrastardóttir Smári frá Forsæti Brúnn/mó-einlitt Þytur 5,17
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson Þokki frá Litla-Moshvoli Rauður/ljós-blesótt Þytur 6,56
2 Rakel Gígja Ragnarsdóttir Trygglind frá Grafarkoti Rauður/milli-skjótt Þytur 6,50
3 Margrét Jóna Þrastardóttir Smári frá Forsæti Brúnn/mó-einlitt Þytur 5,50

Tölt T7
Opinn flokkur - 2. flokkur
Forkeppni

Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Sverrir Sigurðsson Byrjun frá Höfðabakka Jarpur/milli-stjörnótt Þytur 6,20
2 Sverrir Sigurðsson Tía frá Höfðabakka Rauður/ljós-einlitt Þytur 5,80
3 Þorgeir Jóhannesson Birta frá Áslandi Grár/mósóttureinlitt Þytur 5,53
4 Þorgerður Gyða Ásmundsdóttir Nína frá Áslandi Brúnn/milli-einlitt Þytur 5,43
5 Eydís Anna Kristófersdóttir Sædís frá Kanastöðum Rauður/milli-blesótt Þytur 5,30
6 Sigrún Eva Þórisdóttir Freyja frá Brú Brúnn/milli-einlitt Þytur 4,80
7 Eyjólfur Sigurðsson Draumur frá Áslandi Brúnn/milli-einlitt Þytur 4,77
8 Eyjólfur Sigurðsson Ofsi frá Áslandi Rauður/milli-einlitt Þytur 4,70
9 Þórhallur Magnús Sverrisson Fursti frá Höfðabakka Rauður/milli-stjörnótt Sörli 3,10
10 Stella Guðrún Ellertsdóttir Lukku-Láki frá Sauðá Brúnn/milli-einlitt Þytur 0,00
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Sverrir Sigurðsson Byrjun frá Höfðabakka Jarpur/milli-stjörnótt Þytur 6,67
2 Þorgeir Jóhannesson Birta frá Áslandi Grár/mósóttureinlitt Þytur 6,25
3 Þorgerður Gyða Ásmundsdóttir Nína frá Áslandi Brúnn/milli-einlitt Þytur 5,75
4 Eydís Anna Kristófersdóttir Sædís frá Kanastöðum Rauður/milli-blesótt Þytur 5,67
5 Sigrún Eva Þórisdóttir Freyja frá Brú Brúnn/milli-einlitt Þytur 5,42

Barnaflokkur
Forkeppni

Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Freyðir frá Leysingjastöðum II Móálóttur Þytur 6,93
2 Indriði Rökkvi Ragnarsson Vídalín frá Grafarkoti Jarpur/milli-einlitt Þytur 5,77
3 Dagbjört Jóna Tryggvadóttir Dropi frá Hvoli Bleikur/álótturtvístjörnótt Þytur 5,30
4 Sigurður Dagur Eyjólfsson Aladín frá Torfunesi Jarpur/ljóseinlitt Þytur 2,77
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Freyðir frá Leysingjastöðum II Móálóttur Þytur 7,00
2 Indriði Rökkvi Ragnarsson Vídalín frá Grafarkoti Jarpur/milli-einlitt Þytur 5,75
3 Dagbjört Jóna Tryggvadóttir Dropi frá Hvoli Bleikur/álótturtvístjörnótt Þytur 5,50
4 Sigurður Dagur Eyjólfsson Aladín frá Torfunesi Jarpur/ljóseinlitt Þytur 4,00

Fjórgangur V2
Opinn flokkur - 1. flokkur
Forkeppni

Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Jóhann Magnússon Glaumur frá Bessastöðum Brúnn/dökk/sv.einlitt Þytur 6,30
2 Fanney Dögg Indriðadóttir Ísó frá Grafarkoti Brúnn/milli-tvístjörnótthringeygt Þytur 6,23
3 Vigdís Gunnarsdóttir Ármey frá Selfossi Jarpur/milli-einlitt Þytur 6,07
4 Herdís Einarsdóttir Griffla frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Þytur 6,00
5 Kolbrún Grétarsdóttir Jaðrakan frá Hellnafelli Rauður/dökk/dr.einlitt Þytur 5,97
6 Pálmi Geir Ríkharðsson Herjann frá Syðri-Völlum Rauður/milli-stjörnótt Þytur 5,90
7 Halldór P. Sigurðsson Frosti frá Höfðabakka Rauður/milli-blesótt Þytur 5,83
8-9 Pálmi Geir Ríkharðsson Brynjar frá Syðri-Völlum Brúnn/dökk/sv.einlitt Þytur 5,40
8-9 Fríða Marý Halldórsdóttir Muninn frá Hvammstanga Brúnn/milli-einlitt Þytur 5,40
10 Jónína Lilja Pálmadóttir Stella frá Syðri-Völlum Rauður/milli-einlitt Þytur 5,30
11 Halldór P. Sigurðsson Tara frá Hvammstanga Grár/jarpureinlitt Þytur 4,20
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Kolbrún Grétarsdóttir Jaðrakan frá Hellnafelli Rauður/dökk/dr.einlitt Þytur 6,73
2 Fanney Dögg Indriðadóttir Ísó frá Grafarkoti Brúnn/milli-tvístjörnótthringeygt Þytur 6,70
3 Jóhann Magnússon Glaumur frá Bessastöðum Brúnn/dökk/sv.einlitt Þytur 6,40
4 Vigdís Gunnarsdóttir Ármey frá Selfossi Jarpur/milli-einlitt Þytur 6,33
5 Herdís Einarsdóttir Griffla frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Þytur 6,07

Ungmennaflokkur
Forkeppni

Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Eva Dögg Pálsdóttir Erla frá Grafarkoti Brúnn/mó-einlitt Þytur 5,87
2 Ásta Guðný Unnsteinsdóttir Glitri frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Þytur 5,80
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Eva Dögg Pálsdóttir Erla frá Grafarkoti Brúnn/mó-einlitt Þytur 6,03
2 Ásta Guðný Unnsteinsdóttir Glitri frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Þytur 5,97

Unglingaflokkur
Forkeppni

Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1-2 Rakel Gígja Ragnarsdóttir Trygglind frá Grafarkoti Rauður/milli-skjótt Þytur 5,63
1-2 Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson Þokki frá Litla-Moshvoli Rauður/ljós-blesótt Þytur 5,63
3 Margrét Jóna Þrastardóttir Smári frá Forsæti Brúnn/mó-einlitt Þytur 5,17
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Rakel Gígja Ragnarsdóttir Trygglind frá Grafarkoti Rauður/milli-skjótt Þytur 6,13
2 Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson Þokki frá Litla-Moshvoli Rauður/ljós-blesótt Þytur 6,03
3 Margrét Jóna Þrastardóttir Smári frá Forsæti Brúnn/mó-einlitt Þytur 4,77

Fjórgangur V5
Opinn flokkur - 2. flokkur
Forkeppni

Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Þorgeir Jóhannesson Stígur frá Reykjum 1 Jarpur/dökk-einlitt Þytur 5,60
2 Sigrún Eva Þórisdóttir Freyja frá Brú Brúnn/milli-einlitt Þytur 5,57
3-4 Þorgerður Gyða Ásmundsdóttir Nína frá Áslandi Brúnn/milli-einlitt Þytur 5,53
3-4 Eydís Anna Kristófersdóttir Sædís frá Kanastöðum Rauður/milli-blesótt Þytur 5,53
5 Eva-Lena Lohi Kolla frá Hellnafelli Brúnn/milli-einlitt Þytur 5,47
6 Eydís Anna Kristófersdóttir Urður frá Kanastöðum Rauður/milli-einlitt Þytur 5,20
7 Stella Guðrún Ellertsdóttir Lukku-Láki frá Sauðá Brúnn/milli-einlitt Þytur 5,07
8 Sverrir Sigurðsson Tía frá Höfðabakka Rauður/ljós-einlitt Þytur 4,60
9 Þórhallur Magnús Sverrisson Fursti frá Höfðabakka Rauður/milli-stjörnótt Sörli 3,93
10 Eyjólfur Sigurðsson Ofsi frá Áslandi Rauður/milli-einlitt Þytur 3,87
11 Sverrir Sigurðsson Byrjun frá Höfðabakka Jarpur/milli-stjörnótt Þytur 3,43
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Þorgerður Gyða Ásmundsdóttir Nína frá Áslandi Brúnn/milli-einlitt Þytur 5,71
2-3 Þorgeir Jóhannesson Stígur frá Reykjum 1 Jarpur/dökk-einlitt Þytur 5,58
2-3 Sigrún Eva Þórisdóttir Freyja frá Brú Brúnn/milli-einlitt Þytur 5,58
4 Eva-Lena Lohi Kolla frá Hellnafelli Brúnn/milli-einlitt Þytur 5,50
5 Eydís Anna Kristófersdóttir Sædís frá Kanastöðum Rauður/milli-blesótt Þytur 5,46

Barnaflokkur
Forkeppni

Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Daníel frá Vatnsleysu Leirljós/Hvítur/milli-einlitt Þytur 6,37
2 Indriði Rökkvi Ragnarsson Vídalín frá Grafarkoti Jarpur/milli-einlitt Þytur 5,40
3 Dagbjört Jóna Tryggvadóttir Dropi frá Hvoli Bleikur/álótturtvístjörnótt Þytur 5,27
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Daníel frá Vatnsleysu Leirljós/Hvítur/milli-einlitt Þytur 6,46
2 Dagbjört Jóna Tryggvadóttir Dropi frá Hvoli Bleikur/álótturtvístjörnótt Þytur 5,83
3 Indriði Rökkvi Ragnarsson Vídalín frá Grafarkoti Jarpur/milli-einlitt Þytur 5,75

Fimmgangur F2
Opinn flokkur - 1. flokkur
Forkeppni

Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir Kvistur frá Reykjavöllum Rauður/milli-einlitt Þytur 6,13
2 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Návist frá Lækjamóti Brúnn/milli-einlitt Þytur 6,07
3 Jóhann Magnússon Atgeir frá Bessastöðum Brúnn/dökk/sv.einlitt Þytur 5,50
4 Pálmi Geir Ríkharðsson Káinn frá Syðri-Völlum Rauður/milli-stjörnótt Þytur 5,33
5 Kolbrún Grétarsdóttir Karri frá Gauksmýri Rauður/milli-skjótt Þytur 4,60
6-7 Fríða Marý Halldórsdóttir Elja frá Hvammstanga Brúnn/milli-einlitt Þytur 4,53
6-7 Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir Uni frá Neðri-Hrepp Grár/bleikurskjótt Þytur 4,53
8 Pálmi Geir Ríkharðsson Viðar frá Syðri-Völlum Brúnn/dökk/sv.einlitt Þytur 4,43
9 Vigdís Gunnarsdóttir Sabrína frá Fornusöndum Brúnn/milli-einlitt Þytur 4,37
10 Ásdís Brynja Jónsdóttir Konungur frá Hofi Brúnn/milli-einlitt Neisti 3,83
11 Eyjólfur Sigurðsson Draumur frá Áslandi Brúnn/milli-einlitt Þytur 3,00
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir Kvistur frá Reykjavöllum Rauður/milli-einlitt Þytur 6,24
2 Jóhann Magnússon Atgeir frá Bessastöðum Brúnn/dökk/sv.einlitt Þytur 6,05
3 Pálmi Geir Ríkharðsson Káinn frá Syðri-Völlum Rauður/milli-stjörnótt Þytur 5,64
4 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Návist frá Lækjamóti Brúnn/milli-einlitt Þytur 5,55
5 Kolbrún Grétarsdóttir Karri frá Gauksmýri Rauður/milli-skjótt Þytur 4,98

Gæðingaskeið PP1
Opinn flokkur - 1. flokkur

Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Jóhann Magnússon Frelsun frá Bessastöðum Jarpur/dökk-einlitt Þytur 6,50
2 Pálmi Geir Ríkharðsson Káinn frá Syðri-Völlum Rauður/milli-stjörnótt Þytur 4,33
3 Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir Uni frá Neðri-Hrepp Grár/bleikurskjótt Þytur 2,25

Flugskeið 100m P2
Opinn flokkur - 1. flokkur

Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Tími
1 Svavar Örn Hreiðarsson Skreppa frá Hólshúsum Brúnn/milli-einlitt Hringur 7,97
2 Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson Viljar frá Skjólbrekku Jarpur/ljóseinlitt Þytur 8,07
3 Svavar Örn Hreiðarsson Bandvöttur frá Miklabæ Móálóttur,mósóttur/milli-einlitt Hringur 8,31
4 Jóhann Magnússon Mjölnir frá Bessastöðum Rauður/ljós-skjótt Þytur 8,67
5-6 Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir Eydís frá Keldudal Brúnn/mó-einlitt Þytur 0,00
5-6 Jóhann Albertsson Sigurrós frá Gauksmýri Bleikur/fífil-blesótt Þytur 0,00

Samanlagðir sigurvegarar:
Opinn flokkur - 1. flokkur
Fjórgangssigurvegari

Fanney Dögg Indriðadóttir / Ísó frá Grafarkoti 12,87
Tölt T3 6,63
Fjórgangur V2 6,23


07.06.2019 15:14

Ráslistar tilbúnir fyrir Íþróttamót Þyts 2019

Hér fyrir neðan má sjá ráslista mótsins um helgina. 

Mótið hefst á knapafundi kl. 11.45 á morgun, laugardaginn 08.06.2019


Nr. Holl Hönd Knapi Félag knapa Hestur
Tölt T2 Opinn flokkur - 1. flokkur
1 1 V Kolbrún Grétarsdóttir Þytur Stapi frá Feti
2 1 V Jóhann Magnússon Þytur Embla frá Þóreyjarnúpi
3 2 H Ísólfur Líndal Þórisson Þytur Krummi frá Höfðabakka
4 2 H Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Þytur Björk frá Lækjamóti
5 3 V Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir Þytur Prýði frá Dæli
6 3 V Ásta Guðný Unnsteinsdóttir Þytur Glitri frá Grafarkoti
7 3 V Kolbrún Stella Indriðadóttir Þytur Stuðull frá Grafarkoti

Gæðingaskeið PP1 Opinn flokkur - 1. flokkur
1 1 V Pálmi Geir Ríkharðsson Þytur Káinn frá Syðri-Völlum
2 2 V Jóhann Magnússon Þytur Mjölnir frá Bessastöðum
3 3 V Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir Þytur Uni frá Neðri-Hrepp

Flugskeið 100m P2 Opinn flokkur - 1. flokkur
1 1 V Svavar Örn Hreiðarsson Hringur Skreppa frá Hólshúsum
2 2 V Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson Þytur Viljar frá Skjólbrekku
3 3 V Jóhann Albertsson Þytur Sigurrós frá Gauksmýri
4 4 V Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir Þytur Eydís frá Keldudal
5 5 V Jóhann Magnússon Þytur Óskastjarna frá Fitjum
6 6 V Svavar Örn Hreiðarsson Hringur Bandvöttur frá Miklabæ

Tölt T3 Opinn flokkur - 1. flokkur
1 1 V Kolbrún Grétarsdóttir Þytur Jaðrakan frá Hellnafelli
2 1 V Halldór P. Sigurðsson Þytur Röskva frá Hvammstanga
3 2 H Herdís Einarsdóttir Þytur Fleinn frá Grafarkoti
4 2 H Fríða Marý Halldórsdóttir Þytur Elja frá Hvammstanga
5 3 H Vigdís Gunnarsdóttir Þytur Ármey frá Selfossi
6 3 H Jóhann Magnússon Þytur Mjölnir frá Bessastöðum
7 3 H Fanney Dögg Indriðadóttir Þytur Ísó frá Grafarkoti
8 4 H Jónína Lilja Pálmadóttir Þytur Sigurrós frá Syðri-Völlum
9 4 H Kolbrún Stella Indriðadóttir Þytur Grágás frá Grafarkoti
10 5 V Halldór P. Sigurðsson Þytur Frosti frá Höfðabakka
11 6 H Fríða Marý Halldórsdóttir Þytur Muninn frá Hvammstanga
12 6 H Herdís Einarsdóttir Þytur Griffla frá Grafarkoti

Tölt T3 Unglingaflokkur
1 1 H Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson Þytur Þokki frá Litla-Moshvoli
2 1 H Rakel Gígja Ragnarsdóttir Þytur Trygglind frá Grafarkoti
3 2 V Margrét Jóna Þrastardóttir Þytur Smári frá Forsæti

Tölt T3 Ungmennaflokkur
1 1 H Ásta Guðný Unnsteinsdóttir Þytur Mylla frá Hvammstanga

Tölt T7 Barnaflokkur
1 1 H Dagbjört Jóna Tryggvadóttir Þytur Dropi frá Hvoli
2 1 H Indriði Rökkvi Ragnarsson Þytur Vídalín frá Grafarkoti
3 2 V Sigurður Dagur Eyjólfsson Þytur Aladín frá Torfunesi
4 2 V Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Þytur Freyðir frá Leysingjastöðum II

Tölt T7 Opinn flokkur - 2. flokkur
1 1 H Eydís Anna Kristófersdóttir Þytur Sædís frá Kanastöðum
2 1 H Þorgeir Jóhannesson Þytur Birta frá Áslandi
3 2 V Sverrir Sigurðsson Þytur Byrjun frá Höfðabakka
4 2 V Eyjólfur Sigurðsson Þytur Draumur frá Áslandi
5 3 H Þorgerður Gyða Ásmundsdóttir Þytur Nína frá Áslandi
6 3 H Sigrún Eva Þórisdóttir Þytur Freyja frá Brú
7 4 H Þórhallur Magnús Sverrisson Sörli Fursti frá Höfðabakka
8 4 H Stella Guðrún Ellertsdóttir Þytur Lukku-Láki frá Sauðá
9 5 V Sverrir Sigurðsson Þytur Tía frá Höfðabakka
10 5 V Eyjólfur Sigurðsson Þytur Ofsi frá Áslandi

Fjórgangur V2 Opinn flokkur - 1. flokkur
1 1 V Jóhann Magnússon Þytur Glaumur frá Bessastöðum
2 1 V Halldór P. Sigurðsson Þytur Tara frá Hvammstanga
3 2 V Pálmi Geir Ríkharðsson Þytur Herjann frá Syðri-Völlum
4 2 V Fanney Dögg Indriðadóttir Þytur Ísó frá Grafarkoti
5 3 V Jónína Lilja Pálmadóttir Þytur Stella frá Syðri-Völlum
6 3 V Herdís Einarsdóttir Þytur Griffla frá Grafarkoti
7 4 H Kolbrún Grétarsdóttir Þytur Jaðrakan frá Hellnafelli
8 4 H Vigdís Gunnarsdóttir Þytur Ármey frá Selfossi
9 5 V Halldór P. Sigurðsson Þytur Frosti frá Höfðabakka
10 5 V Ísólfur Líndal Þórisson Þytur Krummi frá Höfðabakka
11 6 V Fríða Marý Halldórsdóttir Þytur Muninn frá Hvammstanga
12 6 V Pálmi Geir Ríkharðsson Þytur Brynjar frá Syðri-Völlum

Fjórgangur V2 Unglingaflokkur
1 1 V Margrét Jóna Þrastardóttir Þytur Gáski frá Hafnarfirði
2 1 V Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson Þytur Þokki frá Litla-Moshvoli
3 2 V Rakel Gígja Ragnarsdóttir Þytur Trygglind frá Grafarkoti
4 3 H Margrét Jóna Þrastardóttir Þytur Smári frá Forsæti

Fjórgangur V2 Ungmennaflokkur
1 1 V Ásta Guðný Unnsteinsdóttir Þytur Glitri frá Grafarkoti
2 1 V Eva Dögg Pálsdóttir Þytur Erla frá Grafarkoti

Fimmgangur F2 Opinn flokkur - 1. flokkur
1 1 V Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir Þytur Kvistur frá Reykjavöllum
2 1 V Fríða Marý Halldórsdóttir Þytur Elja frá Hvammstanga
3 2 H Jóhann Magnússon Þytur Atgeir frá Bessastöðum
4 2 H Pálmi Geir Ríkharðsson Þytur Viðar frá Syðri-Völlum
5 3 H Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Þytur Návist frá Lækjamóti
6 3 H Kolbrún Grétarsdóttir Þytur Karri frá Gauksmýri
7 4 H Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir Þytur Uni frá Neðri-Hrepp
8 4 H Ásdís Brynja Jónsdóttir Neisti Konungur frá Hofi
9 5 V Vigdís Gunnarsdóttir Þytur Sabrína frá Fornusöndum
10 5 V Eyjólfur Sigurðsson Þytur Draumur frá Áslandi
11 5 V Pálmi Geir Ríkharðsson Þytur Káinn frá Syðri-Völlum


Fjórgangur V5 Barnaflokkur
1 1 V Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Þytur Daníel frá Vatnsleysu
2 1 V Dagbjört Jóna Tryggvadóttir Þytur Dropi frá Hvoli
3 1 V Indriði Rökkvi Ragnarsson Þytur Vídalín frá Grafarkoti

Fjórgangur V5 Opinn flokkur - 2. flokkur
1 1 V Eydís Anna Kristófersdóttir Þytur Sædís frá Kanastöðum
2 1 V Sverrir Sigurðsson Þytur Tía frá Höfðabakka
3 2 H Eyjólfur Sigurðsson Þytur Ofsi frá Áslandi
4 2 H Eva-Lena Lohi Þytur Kolla frá Hellnafelli
5 2 H Þórhallur Magnús Sverrisson Sörli Fursti frá Höfðabakka
6 3 V Þorgerður Gyða Ásmundsdóttir Þytur Nína frá Áslandi
7 3 V Sigrún Eva Þórisdóttir Þytur Freyja frá Brú
8 4 V Þorgeir Jóhannesson Þytur Stígur frá Reykjum 1
9 4 V Stella Guðrún Ellertsdóttir Þytur Lukku-Láki frá Sauðá
10 5 V Eydís Anna Kristófersdóttir Þytur Urður frá Kanastöðum
11 5 V Sverrir Sigurðsson Þytur Byrjun frá Höfðabakka

06.06.2019 20:34

Dagskrá íþróttamóts Þyts 2019

Hér fyrir neðan má sjá dagskrá helgarinnar. Laugardagur: Knapafundur 11:45-12:00
Kl. 12:00
Fjórgangur 2 flokkur
Fjórgangur Ungmenni
Fimmgangur 1 flokkur
Fjórgangur unglingaflokkur
Fjórgangur börn
Fjórgangur 1 flokkur

hlé

100 m skeið
Tölt ungmenni
Tölt 2 flokkur
Slaktaumatölt 
Tölt unglingar
Tölt börn
Tölt 1 flokkur

Sunnudagur
ÚRSLIT hefjast kl 10:00
Fjórgangur 2 flokkur
Fjórgangur ungmenni og unglingar
Fimmgangur 1 flokkur 
Fjórgangur börn
Fjórgangur 1 flokkur 
Hádegishlé

Pollaflokkur
ÚRSLIT :
Tölt ungmenni og unglingar
Tölt 2 flokkur
Slaktaumatölt
Tölt börn
Tölt 1 flokkur
Gæðingaskeið

06.06.2019 09:18

Íþróttamót Þyts 2019

Við í mótanefnd viljum minna keppendur á að greiða skráningargjöldin svo hægt sé að setja upp ráslista. 
Einnig viljum við kanna hvort það séu einhverjir félagsmenn sem sjá sér fært að hýsa dómara þá má heyra í Jónínu Lilju í síma 846-5284

30.05.2019 22:46

Vinnukvöld

 
 
 

Jæja duglegu Þytsmenn og Þytskonur, já og Þytskrakkar (um að gera að nota þá líka)

Það er komið að vinnukvöldi á reiðvellinum okkar, miðvikudaginn 5. júní n.k. mæting um sjöleytið eða eftir kvöldmatinn!

Hvetjum alla sem vettlingi geta valdið að koma og gera gagn :-) 

Stjórnin! 

30.05.2019 20:31

Opna íþróttamót Þyts 2019

mynd frá mótinu 2006

Opna íþróttamót Þyts verður haldið á Kirkjuhvammsvelli dagana 8. - 9. Júni 2019. Skráningar skuli berast fyrir miðnætti miðvikudaginn 5. júni inn á skráningakerfi Sportfengs http://motafengur.skyrr.is/Skraningkort.aspx?mode=add Mótanefnd áskilar sér rétt til að sameina flokka eða fella niður ef ekki næst næg þáttaka. Skráningargjöld í fullorðinsflokka og ungmennaflokk eru 4.000 kr. Fyrir börn og unglinga 2.000 kr. Í skeiði er skráningargjaldið 2.000 kr á hest. Þeir sem eru með farandbikara mega koma þeim til mótanefndar áður en mótið hefst.

Einnig vantar starfsfólk í allar stöður, þul, fótaskoðun, ritara hjá dómurum og í dómpalli. Ef einhver hefur tíma má hafa samband við Jónínu Lilju í síma 846-5284.

Greinar:
4-gangur V2 og tölt T3 1 flokkur
4-gangur V5 og tölt T7 2 flokkur
4-gangur V2 og tölt T3 ungmennaflokkur (18-21 árs á keppnisárinu)
4-gangur V2 og tölt T3 unglingaflokkur (14-17 ára á keppnisárinu)
4-gangur V5 og tölt T7 barnaflokkur (10-13 ára á keppnisárinu)
Pollaflokkur (9 ára og yngri á árinu) Verkefni: 3 til 5 keppendur inn á vellinum í einu. Þulur stjórnar keppni, riðið að lágmarki 3 hringir.
5-gangur 1.flokkur F2
Tölt T2 1.flokkur
gæðingaskeið
100 metra skeið

Mótanefnd

10.05.2019 08:22

Keppnisaðstoð


Jónína Lilja Pálmadótir vill bjóða fólki sem ætlar að keppa á íþróttamótinu 8.- 9. júni (einnig þeim sem ætla ekki að keppa) uppá kennslu/aðstoð.  Kennt verður í reiðhöllinni og á hringvellinum 2 inná í einu í 30 mín. Mun aðstoða hvern og einn við að stilla hestinum sínum sem best upp. 


Kennt verður á miðvikudögum dagana 15., 22. og 29. maí og síðan 5 júni, þannig þetta eru samtals 4 reiðtímar. 

Hvet alla sem vilja aðstoð með hestinn sinn hvort sem hann ætlar að keppa eða ekki að nýta sér þetta.
Verð fyrir hvern þáttakanda er 12.000 

Skráning á netfangið joli@mail.holar.is eða í síma: 846-5284 


01.05.2019 09:16

Mót sumarsins


Í sumar verða haldin fjögur mót. Íþróttamót Þyts verður haldið 8. - 9. júní, gæðingamótið verður 13. - 14. júlí, þá verða kappreiðar haldnar sem hluti af dagskrá Elds í Húnaþingi og svo verður grill og gleði eftir þær og að lokum verður haldið létt gæðingamót á beinni braut í ágúst, dagsetning á því verður auglýst þegar nær dregur. 

Stjórn Þyts

29.04.2019 09:54

Knapamerki 1, 3, 4 og 5

Í síðstu viku tóku 16 nemendur próf í knapamerkjum 1, 3, 4 & 5 og er skemmst frá því að segja að allir nemendurnir stóðust prófið sitt. 
Þytsfélagar eru duglegir að sækja námskeið og gaman að sjá hvað þeim fer fram í reiðmennsku og þjálfun. 

Kennari var Fanney Dögg Indriðadóttir.


Til hamingju knapar 






26.04.2019 09:02

Í minningu vinar


Í dag er bæði sorgar, gleði- og þakkardagur hjá hestamannafélaginu Þyt. Við syrgjum vegna þess að við kveðjum einn af okkar bestu og öflugustu liðsmönnum, við gleðjumst af því að við fengum að njóta hennar krafta og við þökkum fyrir allt það sem hún veitti félaginu okkar. Í dag kveðjum við heiðurskonuna, drifkraftinn og kvenskörunginn Sigrúnu Kristínu Þórðardóttur.

Sigrún vann frá því hún flutti í sveitarfélagið einstaklega ötullega að félagsmálum hestamannafélagsins Þyts. Sigrún var formaður félagsins í 8 ár og er óhætt að segja að hún hafi gert mikið fyrir félagið með krafti sínum, vinnugleði og almennri umhyggju fyrir félagsstarfinu.

Svo fátt eitt sé nefnt átti Sigrún stóran þátt í því að Íslandsmót barna og unglinga var haldið á Hvammstanga sumarið 2010 með miklum sóma, ásamt því að hún vann hörðum höndum að samningaferli því er leiddi til þess að reiðhöll Þyts, Þytsheimar, var byggð. Enginn vafi er á að þessir þættir höfðu gífurlega jákvæð áhrif á iðkun hestamennsku í sveitarfélaginu og ekki hvað síst á ástundun yngri aldursflokka. Þess má geta að undir formennsku Sigrúnar fékk Þytur æskulýðsbikar Landssambands hestamanna, en við val á handhafa bikarsins er horft til þess fjölbreytta starfs sem félögin hafa í boði fyrir börn, unglinga og ungmenni í sínu félagi. Margt fleira væri hægt að nefna varðandi góð störf Sigrúnar fyrir hestamannafélagið okkar, og væri jafnvel efni í heila bók.

Til viðbótar við störf sín fyrir Þyt sat Sigrún í stjórn Ungmennasambands Vestur-Húnavatnssýslu fyrir hönd Þyts og sömuleiðis sat hún í stjórn Landssambands hestamanna, fyrst sem varamaður í 2 ár og síðar 4 ár í aðalstjórn.

Nýliðun í hestamennsku, æskulýðsmál, keppnismál og fræðslumál voru Sigrúnu alla tíð hugleikin ásamt jafnræði á milli lítilla og stórra hestamannafélaga, bæði hvað varðar fræðslu og keppni þar sem litlum félögum reynist oft erfitt að standa fyrir viðburðum ýmiskonar vegna kostnaðar.

Sigrún bar hag þessa litla landsbyggðarfélags mjög fyrir brjósti. Vann að kynningu félagsins út á við og að styrkingu félagsanda inn á við, og er félagið í dag þekkt fyrir góðan liðsanda og samheldni. Er þar ekki hvað síst vasklegri framgöngu Sigrúnar í málefnum félagsins um að þakka.

Sigrún, sem formaður Þyts, leit þannig á að allir félagsmenn væru hennar skjólstæðingar, og tók hún slaginn með sínu fólki sama hversu erfið mál um var að ræða. Hvikaði hvergi, studdi sitt fólk og reyndist ómetanlegur haukur í horni í hinum ýmsu og oft á tíðum erfiðu málum. Sigrún var sömuleiðis alltaf gleðigjafi; hress, kát, bar léttleika með sér hvert sem hún fór og gladdi alla sem voru svo heppnir að hitta hana.

Mikill er missir allra hennar ástvina. Mikill er missir hestamannafélagsins Þyts. Mikill er missir Húnaþings alls.



 

17.04.2019 13:10

Karlatölti Norðurlands frestað um óákveðinn tíma

Vegna fráfalls Sigrúnar Kristínar Þórðardóttur hefur nefnd Karlatölts Norðurlands ákveðið að fresta mótinu um óákveðinn tíma. 
Sigrún var mikil driffjöður í kringum undirbúning og framkvæmd þessa móts  og munum við halda mótið henni til heiðurs hér eftir. 

Ekki hefur verið ákveðið hvenær mótið verður haldið.

11.04.2019 10:23

Lokakvöld meistaradeildar KS 2019

Lokakvöld meistaradeildar KS í hestaíþróttum fer fram í Svaðastaðahöllinni föstudagskvöldið 12.apríl. Keppni hefst klukkan 19:00. Keppnisgreinar kvöldsins verða tvær annars vegar tölt og hins vegar flugskeið. Hér fyrir neðan má sjá ráslistana.

Bein útsending verður frá lokakvöldinu og nálgast má hana með því að smella hér.

Ráslisti í tölti

1 Konráð Valur Sveinsson Eldey frá Skíðbakka I Leiknisliðið

2 Elvar Logi Friðriksson Griffla frá Grafarkoti Skoies/Prestige

3 Guðmundur Karl Tryggvason Rún frá Reynistað Team Byko

4 Sigrún Rós Helgadóttir Halla frá Kverná Lið Kerckhaert

5 Arnar Bjarki Sigurðarson Ötull frá Narfastöðum Lið Flúðasveppa

6 Sina Scholz Nói frá Saurbæ Hrímnir

7 Barbara Wenzl Kná frá Engihlíð Þúfur/Skoies

8 Skapti Steinbjörnsson Oddi frá Hafsteinsstöðum Hofstorfan

9 Þórarinn Eymundsson Laukur frá Varmalæk Hrímnir

10 Guðmar Freyr Magnússon Aðalsteinn frá Íbishóli Lið Flúðasveppa

11 Viðar Bragason Lóa frá Gunnarsstöðum Team Byko

12 Snorri Dal Sæþór frá Stafholti Leiknisliðið

13 Elvar Einarsson Gjöf frá Sjávarborg Hofstorfan

14 Mette Mannseth Trymbill frá Stóra-Ási Þúfur/Skoies

15 Fanney Dögg Indriðadóttir Trygglind frá Grafarkoti Skoies/Prestige

16 Heiðrún Ósk Eymundsdóttir Hlekkur frá Saurbæ Lið Kerckhaert

17 Anna Björk Ólafsdóttir Flugar frá Morastöðum Leiknisliðið

18 Finnbogi Bjarnason Viðja frá Hvolsvelli Lið Kerckhaert

19 Ísólfur Líndal Þórisson Brúney frá Grafarkoti Skoies/Prestige


20 Leynigestur Hrímnir

21 Magnús Bragi Magnússon Stássa frá Íbishóli Lið Flúðasveppa

22 Gísli Gíslason List frá Þúfum Þúfur/Skoies

23 Fanndís Viðarsdóttir Þytur frá Narfastöðum Team Byko

24 Bjarni Jónasson Úlfhildur frá Strönd Hofstorfan



Ráslisti í flugskeiði

1 Artemisia Bertus Vefur frá Akureyri Þúfur/Skoies

2 Vignir Sigurðsson Stjarni frá Laugavöllum Team Byko

3 Finnbogi Bjarnason Kjarnoddur frá Ytra-Vallholti Lið Kerckhaert

4 Konráð Valur Sveinsson Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II Leiknisliðið

5 Sigrún Rós Helgadóttir Fossbrekka frá Brekkum III Lið Kerckhaert

6 Elvar Einarsson Segull frá Halldórsstöðum Hofstorfan

7 Mette Mannseth Vívaldi frá Torfunesi Þúfur/Skoies

8 Jóhann Magnússon Fröken frá Bessastöðum Skoies/Prestige


9 Finnur Jóhannesson Tinna Svört frá Glæsibæ Hrímnir

10 Þórarinn Eymundsson Gullbrá frá Lóni Hrímnir

11 Pétur Örn Sveinsson Védís frá Saurbæ Lið Kerckhaert

12 Bjarni Jónasson Randver frá Þóroddsstöðum Hofstorfan

13 Höskuldur Jónsson Sigur frá Sámsstöðum Leiknisliðið

14 Ísólfur Líndal Þórisson Þyrill frá Djúpadal Skoies/Prestige


15 Svavar Örn Hreiðarsson Skreppa frá Hólshúsum Skoies/Prestige

16 Leynigestur Team Byko

17 Arnar Bjarki Sigurðarson Loki frá Kvistum Lið Flúðasveppa

18 Baldvin Ari Guðlaugsson Þórir frá Björgum Team Byko

19 Glódís Rún Sigurðardóttir Blikka frá Þóroddsstöðum Lið Flúðasveppa

20 Stefán Birgir Stefánsson Sigurdís frá Árgerði Leiknisliðið

21 Magnús Bragi Magnússon Hagur frá Skefilsstöðum Lið Flúðasveppa

22 Skapti Steinbjörnsson Hrappur frá Sauðárkróki Hofstorfan

23 Sina Scholz Folda frá Hólum Hrímnir

24 Leynigestur Þúfur/Skoies


Staðan í einstaklings- og liðakeppni fyrir kvöldið er jöfn og ekki útséð hverjir standa að lokum uppi sem meistarar ársins 2019 því það eru mörg stig eftir í pottinum og allt getur gerst.

Hér er staða 10 efstu knapa fyrir lokakvöldið.

1. Ísólfur Líndal Þórisson 94
2. Mette Mannseth 85,5
3. Þórarinn Eymundsson 75,5
4. Snorri Dal 71,5
5. Arnar Bjarki Sigurðarson 64
6. Fanney Dögg Indriðdóttir 57
7. Bjarni Jónasson 56
8. Elvar Logi Friðriksson 55
9. Sina Scholz 52
10. Anna Björk Ólafsdóttir 51

Hér er staðan í liðakeppni fyrir lokakvöldið.

1. Skoies/Prestige 206
2. Þúfur 195
3. Hrímnir 193
4. Leiknisliðið 170
5. Hofstorfan 154,5
6. Lið Kerckhaert 120,5
7. Lið Flúðasveppa 107,5
8. Team BYKO 84

02.04.2019 09:18

Karlatölt Norðurlands 2019


Karlatölt Norðurlands 2019 verður haldið miðvikudaginn 24. apríl nk í Þytsheimum, á Hvammstanga. Takið daginn frá !!!

Nánar auglýst þegar nær dregur !!!

Nefndin

01.04.2019 11:57

Fundargerð aðalfundar Þyts 2019

Aðalfundur Þyts
19. mars 2019


Mættir eru: Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir, Pálmi Geir Ríkarðsson, Sofia Krantz, Kolbrún Grétarsdóttir, Steinbjörn Tryggvason, Matthildur Hjálmarsdóttir, Jónína Pálmadóttir, Guðlaug Sigurðardóttir, Jóhannes Ingi Björnsson, Jóhann Albersson, Sigfús Ívarsson, Guðmundur Sigurðsson, Jónína Sigurðardóttir, Tryggvi Rúnar Hauksson, Jóhann Magnússon, Irina Kamp, Aðalheiður Einarsdóttir

Pálmi biður fólk velkomið og skipar Guðrúnu Ósk sem ritara og Steinbjörn sem fundarstjóra. Það er samþykkt af fundinum.

Steinbjörn tekur við stjórn fundar og kynnir Pálma sem fer yfir skýrslu stjórnar. Pálmi stikklar á stóru um félagsstarf síðasta árs.

Steinbjörn kynnir Kolbrúnu sem fer yfir reikninga félagsins. Orðið gefið laust og fundarmenn hvattir til að koma með spurningar. Kolbrún bendir á að það vanti upplýsingar um hver greiði inn á reikninga sem snúa að veitinganefnd. Jóhann Albertsson biður um orðið. Hann bendir á að sökum sambýlisstöðu sinnar sé hann ekki lengur hæfur sem skoðunarmaður reikninga og vill að það verði tekið fyrir í kosningum á eftir. Hann bendir svo á mikilvægi þess að eftir hvern viðburð þurfi að koma einhver greinargerð á innkomu og úttektum til gjaldkera. T.d. sundurliðun á skráningargjöldum, dómarakostnaðar, verðlaunakostnað og annað sem til fellur. Kolbrún bendir á það að það sé mikilvægt að nefndirnar setji nafn nefndarinnar í skýringu þegar lagt er inn eða tekið út. Rætt um að rekstrarafkoma félagsins sé góð en það þurfi að endurskoða skipulagið í kringum fjármálin. Spurt hvort engin leiga sé á félagshúsinu. Pálmi segist hafa tekið þá ákvörðun að hætta því eftir að ungmenni fóru að sækjast eftir að leiga húsið í samkomur sem passa ekki við anda íþrótta. Rætt um óvenjuháan rafmagnskostnað á félagshúsinu síðasta ár. Máli vísað til stjórnar. Spurt út í afskrifuð félagsgjöld og æfingagjöld. Pálmi svarar og bendir á að kerfið sem heldur utan um félagatal hafi ekki afskráð félaga sem höfðu sóst eftir afskráningu. Þeir fengu því reikninga sem voru afskráðir. Rætt um hvort megi ganga harðar eftir fólki að borga félagsgjöld en stjórn ætlar að ganga í málið á næstu vikum. Kolbrún bendir á að leiga á Þytsheimum sé ekki búin að dragast saman heldur sé hún í tveimur þáttum á reikningum.
Steinbjörn ber reikninga undir atkvæði. Þeir eru samþykktir samhljóða.

Árgjald

Steinbjörn kynnir næsta lið sem er árgjald. Pálmi leggur til að það haldist óbreytt. Bent á að margir félagsmenn greiði árgjald án þess að koma að starfsemi félagsins og hætt við að þessir aðilar hætti í félaginu sé árgjald hækkað mikið. Árgjaldið er 4500 kr. Fundurinn samþykkir tillöguna.

Kosningar.
Steinbjörn kynnir kosningar og Pálmi segir að þurfi að kjósa formann og meðstjórnanda. Pálmi og Fanney gefa kost á sér áfram og er það samþykkt af fundinum. Pálmi er því kosinn formaður til tveggja ára og Fanney meðstjórnandi til 2 ára.

Kosið um tvo varamenn til eins árs. Jónína Lilja og Guðrún Ósk bjóða sig fram sem varamenn í stjórn og er það samþykkt.

Kosið um tvo skoðunarmenn til eins árs. Jóhann Albertsson gefur ekki kost á sér áfram. Matthildur gefur kost á sér og er kosin. Júlíus Guðni er kosin til áframhaldi setu.

Kosið um tvo varamenn skoðunarmanna til eins árs. Jóhann Magnússon gefur kost á sér og er kosin ásamt Halldóri Sigfússyni sem er kosin til áframhaldandi setu.

Kosið um 5 félagsmenn til að sitja USVH þing. Rætt um þingið sem kemur undir liðinn önnur mál. Því er beint til stjórnar að manna þingið.

Önnur mál.

Rætt um mikilvægi þess að hestamenn sendi fulltrúa á þing USVH og að hestamannafélagið þurfi að sækja meira í USVH. Pálmi situr nú sem varamaður í stjórn USVH og er því komin með góðan skilning á starfsemi félagsins. Pálmi bendir á að námskeið á vegum félagsmanna em fékk ekki stuðning á vegum USVH vegna þess að námskeiðið náði ekki 10 vikum. Stjórnin mun skoða málið áfram en Pálmi bendir á að breyttur rekstrargrunndvöllur á reiðhöllinni gæti komið til þess að þess þyrfti ekki.

Kallað eftir ársreikningi reiðhallarinnar. Pálmi segir að hann sé ekki tilbúin og mun kallar til fundar þegar hann liggur fyrir. Verið að vinna í málinu í hægu samstarfi við skattinn.

Logi ræðir um námskeiðishald í reiðhöllinni ef höllinn sé laus á haustin sem myndi þá ná að teygja sig í 10 vikur. Rætt um valgrein í samstarfi við Grunnskólann sem gæti rúmast innan stundartöflu. Logi bendir á að þetta gæti einnig stuðlað að nýliðun í greininni sem er alltaf mikilvæg.

Pálmi tekur umræðu um LH þing. Hann ræðir um mikið átakaþing þar sem sitjandi formaður fékk mótframboð án þess að sérstakar ástæður lægju að baki. Eftir að hafa setið þingið segir Pálmi að stóru félögin í Reykjavík hafi greinilega tekið sig saman um að reyna að koma sínum manni að. Í kjölfarið að sitjandi formaður vann kosninguna með naumindum leystist stjórn LH upp og þurfti að finna nokkra nýja stjórnarmenn. Pálmi bendir á að þingið er mikil vinnuhelgi og fólk þurfi að mæta undirbúið. Hann bendir á þann möguleika að bjóða félögum að taka þátt í þinginu, ekki endilega bara þeim sem sitja í stjórn. Þeir sem hafa áhuga og eru tilbúnir að taka slaginn fari á þingið.

Jónína ræðir um 10 ára afmæli hallarinnar á næsta ári. Hún kallar eftir því að í haust verði farið að undirbúa það. Einnig bent á að 70 ára afmæli félagsins er á næsta ári.

Pálmi fékk beiðni frá félagsmanni um að fjölga í nefndum. Hann segir einnig frá símtali eftir síðasta félagsfund þar sem félagsmaður bað um að fá að vinna í nefnd. Pálmi varð við beiðninni. Pálmi segir frá því að hann sé ekki hlynntur því að hringja í fólk til að fá það í nefndir. Fólk tilkynnir ef það vill fá sig laust.

Jónína Lilja ræðir um Sportfeng. Hún er eins og staðan er í dag eina manneskjan sem kann á Sportfenginn. Hún kallar eftir námskeiði fyrir félagsmenn. Rætt um í kjölfarið að þarft er að fjölga starfsmönnum á mótum. Vinnan lendir mikið alltaf á sama fólkinu. Jónína hvött til að standa fyrir námskeiði fyrir félagsmenn.

Aðalheiður segir frá vinnu firmakeppninnar. Hún bendir á að þátttakan í ár hefði verið með minnsta móti. Aðalheiður leggur fram spurningu hvort grundvöllur sé fyrir því að halda áfram með firmakeppnina. Rætt um hvort breytt dagsetning hafi sett strik í reikninginn. Þátttaka í firmakeppni hefur verið mismikil síðustu ár en flest ár innan góðra marka. Rætt um að hugsanlega væri hægt að breyta fyrirkomulagi hennar.

Pálmi ræðir um mikilvægi þess að við munum að hrósa hvort öðru fyrir vel unnin störf.

Pálmi minnist á mótaröðina sem hefur verið í vetur í samstarfi við Skagfirðinga. Hann hvetur fólk til að mæta á síðasta mótið og klára veturinn með stæl. Sýnum félagsanda og standa saman.

Spurt hvers vegna skagfirðingar hafa ekki verið að taka þátt í mótaröðinni. Logi segir að aðsókn félagsmanna í skagafirði sé mjög slök og léleg þátttaka í viðburðum sé ekki að einskorðast við þessa mótaröð.

Pálmi segir frá því að skipuð var nefnd um keppnisvöllinn. Pálmi kemur með tillögu til USVH á þinginu um að USVH muni styðja við félagið í því að fá sveitastjórn til að styðja við framkvæmdir á keppnisvellinum. Sveitastjórn hefur þegar fengið bréf um málið og tók vel í það.

Rætt um hvaða framkvæmdir liggi fyrir og að fundur yrði haldin í tengslum við vinnuna þegar málið er komið lengra.

Jónína spyr hvernig gangi með reiðveginn í Víðidalnum. Jóhannes segir að hann verði klár fyrir sumarið. Hann er fær eins og staðan er en verður klár í sumar. Jóhannes segir frá þeim framkvæmdum sem liggja fyrir á næstunni. Spurst fyrir um ræsi yfir Hvammsánna. Pálmi segir að málið hafi verið sent í fyrrnefndu bréfi til sveitastjórnar. Stjórn mun ítreka erindið. Jóhann ræðir um að framkvæmdir ættu frekar að vera að vori en að hausti. Jóhannes svarar að erfitt sé að fá verktaka á þeim tíma og sami verktakinn er iðulega valinn sökum vandaðra vinnubragða og góðs samstarfs.

Logi kallar eftir því að stjórn fari í það að vinna með sveitastjórn að vinnu á svæðinu fyrir ofan bæinn með reiðleiðir og gönguleiðir í huga.


Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Flettingar í dag: 233
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 711
Gestir í gær: 40
Samtals flettingar: 1354989
Samtals gestir: 71411
Tölur uppfærðar: 26.10.2024 05:17:38