21.05.2012 10:27

Vaktir á Landsmóti !!!

Vaktir hestamannafélaganna á Landsmóti 2012 eru með sama móti og áður.


Helstu störf á þeim vöktum eru eftirfarandi:

 

Hliðvarsla

Aðstoð við fótaskoðun

Innkomustjórnun

Upplýsingamiðstöð

Aðstoð á skrifstofu

Ýmis störf á svæði

Aukavaktir


Starfsmenn vaktana skulu hafa náð 18.ára aldri.

Starfsmenn hafa aðgang að mótinu á meðan á vöktum þeirra stendur en fá ekki almennan aðgöngumiða. Einnig má nefna að starfsmönnum er skaffaður matur á meðan á vakt stendur.


Þeir sem hafa áhuga á því að starfa á þessum vöktum eru beðnir um að hafa samband í gegnum netfangið landsmothugrun@gmail.com við fyrsta tækifæri og gildir þar reglan að fyrstur kemur fyrstur fær.

Mikilvægt er að senda Nafn, kennitölu, nafn hestamannafélags og símanúmer. Mér til aðstoðar í ár verðu Ragna Rós Bjarkadóttir og munum við hafa samband í framhaldinu til þess að finna útúr því hvað hentar hverjum og hvernær.


Þessar vaktir tókust mjög vel á síðasta móti og vonumst við til að sunnlendingar standi sig jafn vel og norðlendingar gerðu á síðasta móti. Koma svo!

 

Með vissu um góðar undirtektir,

Hugrún Ósk Ólafsdóttir

Mannauðsstjóri Landsmóts hestamanna

20.05.2012 13:13

Kynbótasýning á Hvammstanga 2012Kynbótasýning hrossa hefst á Hvammstanga þriðjudaginn 22. maí kl 14.00. Skráð eru um 90 hross á sýninguna. Dæmt verður þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag og yfirlitssýning hefst kl 9.00 á föstudag 25. maí

18.05.2012 22:09

Black and white atriðið á Æskulýðssýningunni 2012

Í atriðinu Black and white á Æskulýðssýningunni 2012 komu fram Anna Herdís Sigurbjartsdóttir, Eysteinn Tjörvi Kamp Kristinsson, Rakel Gígja Ragnarsdóttir, Sara Líf Huldudóttir, Steinunn Inga Sigurðardóttir, Emilía Ýr Bringeirsdóttir, Ingunn Elsa Ingadóttir, Sigfríður Sóley Heiðarsdóttir, Ásdís Aþena Magnúsdóttir, Fríða Rós Jóhannsdóttir, Arnheiður Diljá Benediktsdóttir, Rósa Leósdóttir, Júlía Jökulrós Sveinsdóttir og Freyja Lubina Friðriksdóttir. GÓÐA SKEMMTUN !!!!

15.05.2012 21:44

Ferð æskulýðsstarfsins


Þann 4. apríl sl. stóð æskulýðsnefnd Þyts fyrir ferð norður í Skagafjörð. Full rúta af börnum og foreldrum hélt af stað árla morguns af tanganum og lá leiðin að Hofi á Höfðaströnd þar sem Barbara Wensl fór með hópinn í skoðunarferð um hesthúsið og aðstöðuna þar. Fékk hópurinn að nýta sér kaffistofuna þar til að fá sér morgunhressingu og slaka aðeins á. Eftir hressingar/slökunarstundina var brunað að Þúfum til Gísla Gíslasonar og Mette Mannseth og sýndu þau okkur hesthúsið. Sýndu Mette og Hnokki frá Þúfum nokkrar æfingar sem féllu vel í kramið hjá hópnum. Því næst var keyrt inn að Hólum í Hjaltadal þar sem snæddur var hádegismatur og að honum loknum var hópnum skipt í tvennt. Annar hópurinn fór og skoðaði Sögusetrið sem þar er staðsett og hinn hópurinn fór niður í hesthús og skoðaði sig þar um ásamt því að kíkja á nemendur sem voru að æfa sig eða í kennslustund. Síðan var haldið heim á leið. Stoppað var á Blönduósi og farið í sund þar sem eldri kynslóðin slakaði á, á meðan yngri kynslóðin nýtti rennibrautina og sundlaugina vel og að endingu  var pizzuveisla á Pottinum.Tókst ferðin vel í alla staði og eru myndir komnar í myndaalbúmið.


15.05.2012 11:15

Æskulýðssýningin 2012 - atriðin komin á youtube.

Guðný er að setja inn á youtube atriðin frá Æskulýðssýningunni 2012. Hér má sjá tvö atriði til viðbótar sem eru komin en það er opnunaratriðið og teymingaratriði.

Opnunaratriðið:
Teymingaratriðið en þar má sjá yngstu krúttin okkar:

14.05.2012 16:08

Íþróttamót Þyts 2012


Íþróttamót Þyts verður haldið laugardaginn 26. maí nk. Skráning fer fram á thytur1@gmail.com og henni lýkur á miðnætti þriðjudaginn 22.maí. Við skráningu skal koma fram IS númer hests, kennitala knapa, í hvaða grein og uppá hvora hönd er riðið. Fyrsta skráning kostar 2.500 k. og 1.500 kr eftir það. Skráning fyrir börn og unglinga er 1.000 kr. Borga skal skráningargjöld inn á reikning 0159-26-001081 kt. 550180-0499 áður en mótið hefst.
Mótanefnd áskilar sér rétt til þess að fella niður greinar ef þátttaka er ekki næg.
Greinar:
4-gangur og tölt 1.flokkur
4-gangur og tölt 2.flokkur
4-gangur og tölt ungmennaflokkur
4-gangur og tölt unglingaflokkur
4-gangur og tölt barnaflokkur
5-gangur 1.flokkur

Tölt T2 1.flokkur
gæðingaskeið
100 metra skeið


Mótanefnd


 Landsbankinn er aðalstyrktaraðili Þyts.

13.05.2012 15:19

Úrslit Íþróttamóts Glaðs 2012

Jóhann og Frabín frá Fornusöndum en þau sigruðu fimmganginn á íþróttamóti Glaðs.

Þytsfélagar farnir að keppa út um allt ;) Jói Magg skrapp í dalina og keppti þar á íþróttamóti Glaðs. Þar sigraði hann í fimmgangi og skeiðgreinum. Nánari úrslit má sjá hér.

13.05.2012 13:12

Úrslit íþróttamóts Skugga 2012

Ísólfur og Freyðir en þeir sigrðu fjórgang. Mynd af heimasíðu Lækjamóts.

Þrír Þytsfélagar fóru á Íþróttamót Skugga og stóðu sig með stakri prýði en það voru þau Ísólfur, Vigdís og James. Úrslit mótsins má sjá á heimasíðu Skugga í pdf skjali hér.


09.05.2012 09:45

Kynbótasýning hrossa á Hvammstanga
Kynbótasýning hrossa hefst á Hvammstanga miðvikudaginn 23. maí 2012
Dómar verða miðvikudag og fimmtudag og yfirlitssýning á föstudegi. Þetta getur þó breyst ef skráningar verða ekki í samræmi við áætlanir.

Best er að senda skráningar á tölvupósti - rhs@bondi.is - en einnig má hringja í síma 451 -2602.
Síðasti skráningardagur er föstudagur 18. maí.

Við skráningu þurfa að koma fram upplýsingar um hrossið, hvort hrossið á að fara í fullnaðardóm eða bara byggingu eða hæfileika, nafn og kennitala sýnanda, nafn og kennitala þess sem greiðir reikning og óskir um tíma ef einhverjar eru.

Nafn og kennitala þess sem reikningur skal skrifast á verður að fylgja skráningu !

Gjald er 18.500 kr fyrir fullnaðardóm en 13.500 kr ef bara á að dæma annað hvort byggingu eða hæfileika.
Greiðist inn á banka 307-26-2650 (kt 471101-2650) samhliða skráningu og senda kvittun á rhs@bondi.is með upplýsingum fyrir hvaða hross er verið að greiða.

Kynnið ykkur vel reglur um járningar, spattmyndir, dna ofl .

Úr öllum stóðhestum sem koma til dóms svo og foreldrum þeirra þarf að vera búið að taka dna-sýni til staðfestingar á ætterni !!
Auk þess þarf að vera búið að spattmynda alla stóðhesta 5 vetra og eldri og taka úr þeim blóðsýni.

Nánari upplýsingar og tímasetningar á www.rhs.is þegar nær dregur.

Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda

Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 3008
Gestir í gær: 81
Samtals flettingar: 875025
Samtals gestir: 47849
Tölur uppfærðar: 24.2.2024 08:32:47