06.03.2013 13:10

Dagskrá Ísmótsins á SvínavatniDagskráin hefst stundvíslega kl. 11.00 laugardagsmorguninn 9. mars,

B-flokkur forkeppni

B-flokkur úrslit

A-flokkur forkeppni

A-flokkur úrslit

Tölt forkeppni

Tölt úrslit

05.03.2013 08:48

Svínavatn 2013

Við viljum minna á að skráningarfrestur fyrir Svínavatn 2013 rennur út í dag, þriðjudaginn 5. mars samanber tilkynningu hér neðar. Nú er kominn vetur aftur og hagstæðar horfur með veður. Það skal ítrekað að verði mótinu aflýst af einhverjum ástæðum þá verða skráningagjöld endurgreidd.


04.03.2013 20:38

Aðalfundur

Aðalfundur Hrossaræktarsamtaka V-Hún verður haldinn í Félagshúsi Þyts á Hvammstanga fimmtudaginn 7. mars 2013 og hefst kl 20:30 stundvíslega

Dagskrá:

1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Gunnar Ríkharðsson ráðunautur hjá BHS fjallar um hrossaræktina 2012 og kynnir breytingar sem framundan eru t.d. varðandi kynbótasýningar ofl.
3. Önnur mál

Mætum öll
Stjórn Hrossaræktarsamtaka V-Hún
 
 

04.03.2013 12:52

Grunnskólamót í Þytsheimum

Sunnudaginn 10. mars verður Grunnskólamót hestamannafélaganna á Norðurlandi vestra haldið í reiðhöllinni Þytsheimum á Hvammstanga og hefst mótið klukkan 13:00  Þetta er annað mótið í vetur og vonumst við eftir góðri þátttöku og skemmtilegri keppni eins og síðastliðin ár.

Skráningar þurfa að berast fyrir miðnætti á miðvikudag, 6. mars á netfangið: thyturaeska@gmail.com

 Keppt verður í:      

1. - 3. bekkur  fegurðarreið

4. - 7. bekkur tölt

8. - 10. bekkur tölt

8. - 10. bekkur skeið, ef veður og aðstæður leyfa

Við skráningu skal koma fram:

nafn, bekkur og skóli knapa - - nafn hests og uppruni, aldur og litur - - keppnisgrein og upp á hvora hönd skal riðið.

 Skráningargjald er 1000 krónur fyrir fyrstu skráningu og 500 krónur fyrir næstu skráningar og skal greiða á mótsstað (með peningum - kort ekki tekin) áður en mót hefst.

 

Reglur keppninnar eru:
 

Mótið er hugsað til að efla áhuga á hestaíþróttinni og gefa sem flestum kost á því að taka þátt. Keppt er eftir venjulegum hestaíþróttareglum og dæmt í samræmi við þær, keppni skal stjórnað af þul.  Keppendur skulu hneigja sig í upphafi og lok keppni og hlíta fyrirmælum þular í hvívetna.  Allir grunnskólanemar á Norðurlandi vestra eiga þátttökurétt.

 1.    Mótið heitir Grunnskólamót hestamannafélaga á Norðurlandi vestra.

2.    Keppnisgreinar eru:

Ø  Fegurðarreið      1. - 3. bekkur.  Þar eru riðnir 2 hringir og látið fara fallega dæmt skal eftir stjórnun og þokka. 2 - 3 keppendur inná í einu.

Ø  Tvígangur            4. - 7. bekkur.  Riðnir tveir hringir á annað hvort brokki eða tölti og fet ½ hringur.  Áseta og stjórnun dæmd. 

Ø  Þrígangur            4. - 7. bekkur.  Riðið einn hringur brokk, einn hringur tölt og fet ½ hringur.  Áseta og stjórnun dæmd.

Ø  Fjórgangur          8. - 10. bekkur.  Venjuleg íþróttakeppni, riðnir fjórir og hálfur hringur.  Einn hringur hægt tölt, einn hringur yfirferðar tölt,  ½ hringur fet , einn hringur brokk og einn hringur stökk.

Ø  Þrautabraut         1. - 3. bekkur.  Áseta, stjórnun og færni  dæmd.  Engin tímataka. Hringurinn 3 metrar í þvermál.

Ø  Smali                   4. - 7. og 8 .- 10. bekkur.  Smalabrautin skal vera skýr og hættulaus og forðast skal allan óþarfa glannaskap.  Keppt skal eftir tíma og skal bæta 4 sekúndum við tíma fyrir hverja keilu sem felld er eða sleppt.  Ef sleppt er hliði bætast  2x4  sekúndur við.  Gult spjald er jafnt og 10 sekúndur og má sýna ef knapi sýnir grófa reiðmennsku og jafnvel víkja keppanda úr sýningu.  Bannað er að fara á stökki yfir pallinn

Ø  Tölt                       4. - 7. bekkur.  Tveir inná í einu, riðið hægt tölt, einn hringur, snúið við og riðið tölt með hraðabreytingum á langhliðum einn hringur og fegurðartölt einn hringur, samtals þrír hringir .

Ø  Tölt                       8. - 10. bekkur.   Tveir inná í einu, riðið hægt tölt, einn hringur, snúið við og riðið tölt með hraðabreytingum á langhliðum einn hringur og fegurðartölt einn hringur, samtals þrír hringir .

Ø  Skeið                   8. - 10. bekkur mega keppa í skeiði og skal tímataka vera samkvæmt venju á hverjum stað.  Fara skal 2 spretti og betri tíminn gildir.

¨       Keppni í skeiði er með fyrirvara um veður og aðstæður á hverjum stað.

v  Gult spjald má sýna ef knapi sýnir grófa reiðmennsku og jafnvel víkja keppanda úr sýningu.

 

3.    Keppandi má koma með hest hvaðan sem er, hesturinn/hesteigandi þarf ekki að vera í hestamannafélagi viðkomandi skólahverfis. 

4.    Heimilt er að sami hestur sé skráður í 2  greinar.

5.    Foreldrar mega ekki vera inn á keppnisvellinum meðan á keppni stendur

6.    Keppendur í  tví- og þrígangi í 4. - 7. bekk,  verða að velja annað hvort tvígang eða þrígang að keppa í.  Óheimilt að sami keppandi keppi í báðum greinum. 

 7.    Í tölti, tví-, þrí- og fjórgangi mega keppendur keppa á fleiri en einum hesti, en í úrslitum verður einungis einn hestur frá hverjum knapa.

8.    Ef tveir eru jafnir í 5. og 6. sæti skulu báðir mæta í úrslit og verðlauna bæði sætin sem 5. sæti.

9.    Járningar, 10 mm skeifur og 250 gr. hlífar eða 8 mm og botnar.

10.  Í smala er ekki leyft að ríða við stangir, annars gilda almennar íþróttakeppnisreglur.

11.  Í Tölti 4. - 7. og 8. - 10. bekk og Fjórgangi 8. - 10. bekk skulu riðin B og A úrslit ef keppendur eru fleiri en 16

Stig:

Stigatafla fyrir alla greinar nema skeið,

Ef allir keppendur í úrslitum eru frá sama skóla  fær skólinn einungis stig fyrir efsta sætið, síðan næsti skóli inn í úrslit og svo framvegis.

1. sæti            gefur 10 stig til viðkomandi skóla

2. sæti            gefur  8 stig

3. sæti            gefur  7 stig

4. sæti            gefur  6 stig

5. sæti            gefur  5 stig. 

Stigatafla fyrir skeið, öll stigin geta farið á sama skóla, þetta er aukabúgrein.

1. sæti            gefur  5 stig

2. sæti            gefur  4 stig

3. sæti            gefur  3 stig

4. sæti            gefur  2 stig

5. sæti            gefur  1 stig.

28.02.2013 13:35

Reiðnámskeið!

Fyrirhugað er að halda reiðnámskeið núna í mars ef næg þáttaka fæst.  Námskeiðið er fyrir hinn almenna hestamann sem vill bæta reiðmennsku sína og hest.  Skemmtilegt og einstaklingsmiðað námskeið þar sem byggt er á getu hvers og eins smiley.  Kennt verður einu sinni í viku, 6 skipti.  Kennari: James Faulkner. 

Verð: 15.000 kr.

Skráning hjá Maríönnu í s: 896 3130 / mareva@simnet.is  eða hjá Öldu í s: 847 8842

Síðasti skráningardagur er þriðjudagurinn 5. mars.

 

Fræðslunefnd Þyts.

26.02.2013 14:16

ísmótinu á Svínavatni frestað um viku.

Þar sem ekki er öruggt að aðstæður verði nógu góðar 2. mars hefur verið ákveðið að fresta mótinu til 9. mars. Það sem veldur er að túnin sem notuð eru fyrir bílastæði eru orðin þíð á yfirborðinu og því gætu orðið vandræði með að komast um þau með bíla og kerrur þar sem veðurspá gerir ráð fyrir að ekki verði farið að frysta að ráði á laugardag.

Um helgina og eins og sést fram eftir næstu viku er reiknað með töluverðu frosti þannig að kjöraðstæður ættu að á svæðinu 9.mars, því ísinn er ekki vandamál. Athugið að skráningafrestur framlengist þess vegna um viku.

 

Skráningar berist á netfangið thytur1@gmail.com

Eftirtalið þarf að koma fram: Keppnisgrein, kennitala knapa, og IS númer hests. Keppnisgreinar eru; A-flokkur, B-flokkur og tölt. Skráningargjald eru 3.000. kr. á skráningu.


Greiðist inn á reikning 0307 - 13 - 110496, kt. 480269-7139 . Sendið kvittun á neisti.net@simnet.is þar sem fram þarf að koma fyrir hvaða knapa er verið að borga. Vegleg peningaverðlaun fyrir þrjú efstu sætin.

Ráslistar og aðrar upplýsingar verða birtar á heimasíðu mótsins þegar nær dregur.

24.02.2013 20:24

Reiðhallarsýningu Þyts frestað

Reiðhallarsýning Þyts sem vera átti þann 23.mars verður frestað til mánudagsins 1.apríl. 

Sýningin verður samstarfsverkefni æskulýðsstarfs Þyts og annarra félagsmanna og er von á

vönduðum atriðum meðal félagsmanna á öllum aldri.  

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í sýningunni eru hvattir til að hafa samband við

Guðnýju í s.893-7981 /netfang: bessast@simnet.is   eða 

Vigdísi í s. 895-1146 /netfang: isolfur@laekjamot.is

 

Reiðhallarsýningarnefnd Þyts

23.02.2013 20:28

Húnvetnska liðakeppnin - smali/skeið

 


Annað mót Húnvetnsku liðakeppninnar fór fram í gær í Þytsheimum. Meira en 80 keppendur tóku þátt en keppt var í smala og skeiði. Ákveðið var að keppa í skeiði í gegnum höllina þótt vorveðrið undanfarna daga hafi ekki hjálpað til. Lið 2 (2Good) sigraði daginn með 99 stig og er efst í liðakeppninni með 154 stig. Lið 1 (Draumaliðið) er í 2 .sæti með 143 stig og lið 3 (Víðidalur) í 3. sæti með 69 stig.
Grafarkot sigraði smala og skeiðkeppnina í bæjarkeppninni og er orðið efst í bæjarkeppninni með 50 stig og í 2. sæti er FLESK með 43 stig og Syðri-Vellir eru í 3 sæti með 42 stig. Hér fyrir neðan má sjá úrslit dagsins.

Skeið:


1. Jóhann B Magnússon og Hvirfill frá Bessastöðum 4,46 sek (Lindarberg)
2. Tryggvi Björnsson og Blær frá Miðsitju 4,50 sek (FLESK)
3. Líney María Hjálmarsdóttir og Gola frá Ólafsfirði 4,50 sek (Laxfoss)
4. Elvar Logi Friðriksson og Karmen frá Grafarkoti 4,68 sek (Grafarkot)
5. Pálmi Geir Ríkharðsson og Ríkey frá Syðri-Völlum 4,68 sek (Syðri-Vellir)
6. Sonja Noack og Tvistur frá Skarði 4,68 sek
7. Sæmundur Sæmundsson og Þyrill frá Djúpadal 4,75 sek
8. Sverrir Sigurðsson og Diljá frá Höfðabakka 4,78 sek (Höfðabakki)
9. Gréta B Karlsdóttir og Kátína frá Efri-Fitjum 4,90 sek


Úrslit í smala:


Unglingaflokkur: (nafn/hestur/lið/stig/bæjarlið)

1. Haukur Marian Suska og Laufi frá Röðli 1 286 stig
2. Sigurður Bjarni Aadnegard og Neisti frá Bolungarvík 1 270 stig (Syðri-Vellir)
3. Birna Olivia Agnarsdóttir og Leppur frá Bergstöðum 2 252 stig (Gauksmýri)
4. Hákon Ari Grímsson og Perla frá Reykjum 1 246 stig (Flesk)
5. Magnes Rut Gunnarsdóttir og Sigyn frá Litla-Dal 3

3. flokkur: (nafn/hestur/lið/stig/bæjarlið)

1 Stine Kragh og Auðna frá Sauðadalsá 2 286 stig (Grafarkot)
2 Rúnar Örn Guðmundsson og Hera frá Syðra-Skörðugili 1 236 stig (Lindarberg)
3 Jóhanna Helga Sigtryggsdóttir og Pamela frá Galtanesi 1 228 stig
4 Malin Person og Mímir frá Syðra-Kolugili 3 224 stig
5 Eydís Anna Kristófersdóttir og Kola frá Minni Völlum 1 204 stig (Höfðabakki)

2. flokkur: (nafn/hestur/lið/stig/bæjarlið)

1. Halldór Pálsson Fleygur frá Súluvöllum 2 258 stig (Syðri-Vellir)
2. Eline Manon Schrijver Eyvör frá Eyri 2 242 stig
3. Gréta B Karlsdóttir Hula frá Efri-Fitjum 3 232 stig
4. Ragnar Smári Helgason Vottur frá Grafarkoti 2 226 stig (Grafarkot)
5. Sverrir Sigurðsson Arfur frá Höfðabakka 1 222 stig (Höfðabakki)
6. Þorgeir Jóhannesson Stígur frá Reykjum I 1 216 stig
7. Jóhannes Geir Gunnarsson Þróttur frá Húsavík 3 210 stig (Laxfoss)
8. Jóhanna Stella Jóhannsdóttir Galdur frá Gilá 1 210 stig
9. Garðar Valur Gíslason Emma frá Stórhóli 3 178 stig (Flesk)

 

1. flokkur: (nafn/hestur/lið/stig/bæjarlið)

1. Stefán Logi Grímsson og Kæla frá Bergsstöðum 1 286 stig
2. Elvar Logi Friðriksson og Sýn frá Grafarkoti 2 252 stig (Grafarkot)
3. Einar Reynisson og Ríkey frá Syðri-Völlum 2 218 stig
4. Pálmi Geir Ríkharðsson og Ásjóna frá Syðri-Völlum 2 214 stig (Syðri-Vellir)
5. Teitur Árnason og Hvinur frá Sólheimum 1 198 stig (Höfðabakki)
6. Fanney Dögg Indriðadóttir og Lensa frá Grafarkoti 2 188 stig (Kollsá)
7. Magnús Ásgeir Elíasson og Blæja frá Laugarmýri 3 166 stig
8. Líney María Hjálmarsdóttir og Össur frá Grafarkoti 1 164 stig (Laxfoss)
9. Ólafur Magnússon og Fregn 1

 

BÆJARKEPPNIN:

Staðan eftir fyrstu tvö mótin er:

1. Grafarkot með 50 stig

2. FLESK með 43 stig

3. Syðri-Vellir með 42 stig

4. Lindarberg með 31 stig

5. Laxfoss með 19 stig

6. Höfðabakki með 17 stig

7. Gauksmýri með 16 stig

8. Kollsá með 12 stig

 

Einstaklingskeppnin:

1. flokkur:

1. Líney María Hjálmarsdóttir 20 stig

2. Fanney Dögg Indriðadóttir 15 stig

3. - 5. Stefán Logi Grímsson, Ísólfur Líndal Þórisson og Elvar Logi Friðriksson 14 stig

 

2. flokkur

1. Gréta B Karlsdóttir 18 stig

2.-3. Halldór Pálsson 12 stig

2.-3. Þorgeir Jóhannesson 12 stig

4. Ragnar Smári Helgason 11 stig

 

3. flokkur:

 

1. Stine Kragh 12 stig

2. - 4. Malin Person, Rúnar Guðmundsson, Johanna Karrebrand 4 stig

5. - 6. Sigurbjörg Þórunn Marteinsdóttir og Jóhanna Helga Sigtryggsdóttir 3 stig


Unglingaflokkur:

1. Sigurður Aadnegard 7,5 stig

2.-3. Eva Dögg Pálsdóttir 6 stig

2.-3. Haukur Suska 6 stig

4. Nína Guðbjörg Gunnarsdóttir 3,5 stig

 

Fullt af myndum inn í myndaalbúminu á síðunni. Mótanefnd þakkar öllum sem komu að mótinu fyrir aðstoðina.

 

Mótanefnd Húnvetnsku liðakeppninnar

22.02.2013 11:40

Svínavatn 2013


 

Ísmótið á Svínavatni verður laugardaginn 2. mars nk. Skráningar berist á netfangið thytur1@gmail.com í síðasta lagi þriðjudaginn 26. febrúar. Ekki verður tekið við skráningum eftir þann tíma. Eftirtalið þarf að koma fram: Keppnisgrein, kennitala knapa, og IS númer hests. Keppnisgreinar eru; A-flokkur, B-flokkur og tölt. Skráningargjald eru 3.000. kr. á skráningu og greiðist inn á reikning 0307-13-110496 kt. 480269-7139 í síðasta lagi fimmtudaginn 28. febrúar. Sendið kvittun á neisti.net@simnet.is þar sem fram þarf að koma fyrir hvaða knapa er verið að borga. Vegleg peningaverðlaun fyrir þrjú efstu sætin.


Ráslistar og aðrar upplýsingar verða birtar á heimasíðu mótsins þegar nær dregur.


21.02.2013 22:35

Húnvetnska liðakeppnin smali/skeiðSMALI/SKEIÐ er næsta mót liðakeppninnar, mótið verður haldið laugardaginn 23. febrúar nk og hefst kl. 13.00. Aðgangseyrir 500 og frítt fyrir 12 ára og yngri.

Dagskrá mótsins:
Smali
Unglingaflokkur
3. flokkur
hlé
2.flokkur
1.flokkur
hlé
Skeið

Úrslit eru riðin strax á eftir hverjum flokki.

Ráslistar:

Unglingaflokkur:
(nafn/hestur/lið)
1. Hákon Ari Grímsson Perla frá Reykjum 1 (Flesk)
2. Edda Felicia Agnarsdóttir Héðinn frá Dalbæ 2 (Höfðabakki)
3. Ásdís Brynja Jónsdóttir Ör frá Hvammi 2
4. Fanndís Ósk Pálsdóttir Vænting frá Fremri-Fitjum 1
5. Birna Olivia Agnarsdóttir Ræma frá Grafarkoti 2 (Gauksmýri)
6. Anna Herdís Sigurbjartsdóttir Funi frá Fremri-Fitjum 1
7. Sigurður Bjarni Aadnegard Neisti frá Bolungarvík 1 (Syðri-Vellir)
8. Haukur Marian Suska Laufi frá Röðli 1
9. Fríða Björg Jónsdóttir Blær frá Hvoli 1 (Laxfoss)
10. Eysteinn Kristinsson Raggi frá Bala 1
11. Eva Dögg Pálsdóttir Óratoría frá Grafarkoti 2 (Grafarkot)
12. Leon Paul Suska Flugar frá Eyrabakka 1
13. Kristófer Smári Gunnarsson Kofri frá Efri-Þverá 1 (Kollsá)
14. Magnea Rut Gunnarsdóttir Sigyn frá Litla-Dal 3
15. Karítas Aradóttir Gyðja frá Miklagarði 1
16. Lára Margrét Jónsdóttir Örvar frá Steinnesi 2
17. Rakel Ósk Ólafsdóttir Rós frá Grafarkoti 1 (Lindarberg)
18. Fríða Björg Jónsdóttir Ballaða frá Grafarkoti 1


3. flokkur: (nafn/hestur/lið)
1. Rúnar Örn Guðmundsson Hera frá Syðra-Skörðugili 1 (Lindarberg)
2. Tómas Örn Daníelsson Klerkur frá Sauðá 2 (Kollsá)
3. Stine Kragh Auðna frá Sauðadalsá 2 (Grafarkot)
4. Sigurður Björn Gunnlaugsson Þyrla frá Nípukoti 1 (Laxfoss)
5. Jóhanna Helga Sigtryggsdóttir Pamela frá Galtanesi 1
6. Sigurbjörg Þórunn Marteinsdóttir Konráð frá Syðri-Völlum 2 (Syðri-Vellir)
7. Eydís Anna Kristófersdóttir Kola frá Minni-Völlum 1 (Höfðabakki)
8. Malin Person Mímir frá Syðra-Kolugili 3
9, Irina Kamp Goði frá Ey 1 (Flesk)
10. Rúnar Örn Guðmundsson Kasper frá Blönduósi 1 (Lindarberg)
11. Johanna Kärrbrand MaríuErla frá Gauksmýri 2 (Gauksmýri)
12 Agnar Sigurðsson Faktor frá Dalbæ 2

2. flokkur: (nafn/hestur/lið)
1 Garðar Valur Gíslason Emma frá Stórhóli 3 (Flesk)
2 Ragnar Smári Helgason Spurning frá Grafarkoti 2 (Grafarkot)
3 Gréta B Karlsdóttir Hula frá Efri-Fitjum 3
4 Jóhannes Geir Gunnarsson Þróttur frá Húsavík 3 (Laxfoss)
5 Halldór Pálsson Alvara frá Stórhóli 2 (Syðri-Vellir)
6 Sverrir Sigurðsson Arfur frá Höfðabakka 1 (Höfðabakki)
7 Anna Lena Aldenhoff Venus frá Hrísum 2
8 Jóhanna Stella Jóhannsdóttir Galdur frá Gilá 1
9 Jóhann Albertsson Morgunroði frá Gauksmýri 2 (Gauksmýri)
10 Þorgeir Jóhannesson Stígur frá Reykjum I 1
11 Stella Guðrún Ellertsdóttir Djörf frá Sauðá 2
12 Kolbrún Stella Indriðadóttir Alvara frá Grafarkoti 2 (Lindarberg)
13 Veronika Macher Kraftur 1
14 Eline Manon Schrijver Eyvör frá Eyri 2
15 Konráð P Jónsson Gibson frá Böðvarshólum 2
16 Ragnar Smári Helgason Vottur frá Grafarkoti 2 (Grafarkot)
17 Jóhannes Geir Gunnarsson Auður frá Grafarkoti 3 (Laxfoss)
18 Gréta B Karlsdóttir Kátína frá Efri-Fitjum 3
19 Halldór Pálsson Fleygur frá Súluvöllum 2 (Syðri-Vellir)

1. flokkur: (nafn/hestur/lið)
1 Magnús Ásgeir Elíasson Drómi frá Stóru-Ásgeirsá 3
2 Stefán Logi Grímsson Kæla frá Bergsstöðum 1
3 Tryggvi Björnsson Kveðja frá Kollaleiru 1 (Flesk)
4 Sæmundur Þ Sæmundsson Fía frá Hólabaki 1
5 Pálmi Geir Ríkharðsson Ásjóna frá Syðri-Völlum 2 (Syðri-Vellir)
6 Ólafur Magnússon Fregn 1
7 Herdís Einarsdóttir Brúney frá Grafarkoti 2 (Lindarberg)
8 James Bóas Faulkner Sól Hólmavík 3 (Gauksmýri)
9 Líney María Hjálmarsdóttir Össur frá Grafarkoti 1 (Laxfoss)
10 Elvar Logi Friðriksson Sýn frá Grafarkoti 2 (Grafarkot)
11 Teitur Árnason Hvinur frá Sólheimum 1 (Höfðabakki)
12 Fanney Dögg Indriðadóttir Lensa frá Grafarkoti 2 (Kollsá)
13 Hjálmar Þór Aadnegard Þokki frá Blönduósi 1
14 Einar Reynisson Ríkey frá Syðri-Völlum 2
15 Magnús Ásgeir Elíasson Blæja frá Laugarmýri 3

SKEIÐ: (nafn/hestur/lið)
1 Haukur Marian Suska Tinna frá Hvammi 2 1
2 Kristófer Smári Gunnarsson Kofri frá Efri-Þverá 1 (Kollsá)
3 Magnús Ásgeir Elíasson Daði frá Stóru-Ásgeirsá 3
4 Þóranna Másdóttir Ganti frá Dalbæ 2
5 Tryggvi Björnsson Blær frá Miðsitju 1 (Flesk)
6 James Bóas Faulkner Flugar frá Barkastöðum 3 (Gauksmýri)
7 Helena Halldórsdóttir Erpur frá Efri-Þverá 1
8 Elvar Logi Friðriksson Karmen frá Grafarkoti 2 (Grafarkot)
9 Sonja Noack Tvistur frá Skarði 2
10 Gréta B Karlsdóttir Kátína frá Efri-Fitjum 3
11 Teitur Árnason Sóldís frá Kommu 1
12 Pálmi Geir Ríkharðson Ríkey frá Syðri-Völlum 2 (Syðri-Vellir)
13 Leon Paul Suska Flugar frá Eyrabakka 1
14 Jóhann B Magnússon Hvirfill frá Bessastöðum 2 (Lindarberg)
15 Ólafur Magnússon Álma 1
16 Elías Guðmundsson Eldfari frá Stóru-Ásgeirsá 1
17 Ragnhildur Haraldsdóttir Steina frá Nykhóli 1
18 Sverrir Sigurðsson Diljá frá Höfðabakka 1 (Höfðabakki)
19 Líney María Hjálmarsdóttir Gola frá Ólafsfirði 1 (Laxfoss)
20 Sæmundur Sæmundsson Þyrill frá Djúpadal 1
Mótanefnd Húnvetnsku liðakeppninnar
 

21.02.2013 08:54

Ísólfur og Kristófer sigruðu fjórganginn í KS deildinni

 Ísólfur og Kristófer (mynd: Vigdís Gunnarsdóttir)

Ísólfur og Kristófer frá Hjaltastaðahvammi sigruðu örugglega fjórganginn í KS deildinni sem fram fór í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki í gærkvöldi. Hér fyrir neðan má sjá A-úrslitin, frekari tölur koma um leið og þær berast.

A-úrslit:

1.  Ísólfur Líndal Þórisson og Kristófer frá Hjaltastaðahvammi  7,70

2.  Bjarni Jónasson og Roði frá Garði 7,37

3. Þorbjörn Hreinn Matthíasson og Hekla frá Hólshúsum 7,07

4. Viðar Bragason og Björg frá Björgum  7,03

5. Þórarinn Eymundsson og Taktur frá Varmalæk  6,93

6. Elvar Einarsson og Hlekkur frá Lækjamóti  5,87


B-úrslit

knapi Eink

6. Þórarinn Eymundsson 6,90

7. Bergrún Ingólfsdóttir 6,87

8. Líney María Hjálmarsdóttir 6,83

9. Sölvi Sigurðarson 6,80

10. Hörður Óli Sæmundarson 6,77


Forkeppni

Knapi Hestur Eink

1. Ísólfur Líndal Þórisson Kristófer frá Hjaltastaðahv 7,23 

2. Bjarni Jónasson Roði frá Garði 6,97

3. Viðar Bragason Björg frá Björgum 6,83

4.- 5. Elvar Einarsson Hlekkur frá Lækjarmóti 6,80

4. - 5. Þorbjörn H Matthíasson Hekla frá Hólshúsum 6,80

6 .- 8. Líney María Hjálmarsdóttir Þytur frá Húsavík 6,77 

6. - 8. Hörður Óli Sæmundarson Rá frá Naustanesi 6,77

6. - 8. Bergrún Ingólfsdóttir Kolfinnur frá E-Gegnishólum 6,77

9. Sölvi Sigurðarson Penni frá Glæsibæ 6,67

10. Þórarinn Eymundsson Taktur frá Varmalæk 6,67 

11 - 12. Tryggvi Björnsson Kjói frá Steinnesi 6,57 

11 - 12. Hekla Katarína Kristinsdóttir Vaki frá Hólum 6,57 
 
13. Teitur Árnason Bragur frá Seljabreku 6,50

14. Baldvin Ari Guðlaugsson Öngull frá E-Rauðalæk 6,50 

15. Mette Mannseth Friður frá Þúfum 6,47 

16. James Bóas Faulkner Sögn frá Lækjarmóti 6,43 

17. Þorsteinn Björnsson Króna frá Hólum 6,40 

18. Jóhann Magnússon Oddviti frá Bessastöðum 6,30

 

19.02.2013 12:16

Vetrarleikar Neista


Vetrarleikar Neista á Hnjúkatjörn sunnudaginn 24. febrúar kl. 13.00 Keppt verður í  tölti (opið fyrir alla) í opnum flokki, áhugamannaflokki og unglingaflokki (16 ára og yngri).
Einnig verður bæjarkeppni, með firmakeppnisfyrirkomulagi þ.e. riðnar 4 ferðir með frjálsri aðferð. Engin skráningargjöld. Skráning er á netfang Neista neisti.net@simnet.is fyrir kl. 12.00 á hádegi  föstudaginn 22. febrúar.

Fram þarf að koma;
knapi, hestur og flokkur.

Skráningargjald fyrir tölt er kr. 1.000 fyrir fyrstu skráningu og 500 krónur eftir það.
Skráningargjald fyrir unglinga er 500 fyrir hverja skráningu.


Skráningargjöld þarf að greiða áður en mót hefst inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 480269-7139 eða á staðnum (í peningum, ekki tekið við kortum).

Ef ísinn á Hnjúkatjörn verður ekki nógu góður á sunnudag verður mótið fært og látið vita hér á vefnum.

Mótanefnd

18.02.2013 12:20

Meistaradeild Norðurlands 2013

Fyrsta mótið í Meistaradeild Norðurlands verður miðvikudaginn 20. feb. í reiðhöllinni Svaðastöðum. Mótið byrjar kl 20.00. Hér fyrir neðan má sjá ráslistann fyrir mótið en 4 Þytsfélagar taka þátt í deildinni í ár, þeir James, Jóhann, Ísólfur og Tryggvi. Gangi ykkur vel strákar á miðvikudaginn !!!


Ráslisti

 1. James Bóas Faulkner og Sögn frá Lækjarmóti
 2. Jóhann Magnússon og Oddviti frá Bessastöðum
 3. Elvar Einarsson og Hlekkur frá Lækjarmóti
 4. Bjarni Jónasson og Roði frá Garði
 5. Bergrún Ingólfsdóttir og Kolfinnur frá E-Gegnishólum
 6. Baldvin Ari Guðlaugsson og Öngull frá E-Rauðalæk
 7. Viðar Bragason og Björg frá Björgum
 8. Sölvi Sigurðarson og Penni frá Glæsibæ
 9. Teitur Árnason og Bragur frá Seljabreku
 10. Ísólfur Líndal Þórisson og Kristófer frá Hjaltastaðahvammi
 11. Líney María Hhjálmarsdóttir og Þytur frá Húsavík
 12. Þorbjörn H Matthíasson og Hekla frá Hólshúsum
 13. Þorsteinn Björnsson og Króna frá Hólum
 14. Þórarinn Eymundsson og Taktur frá Varmalæk
 15. Mette Mannseth og Friður frá Þúfum
 16. Hekla Katarína Kristinsdóttir og Vaki frá Hólum
 17. Tryggvi Björnsson og Magni frá Sauðanesi
 18. Hörður Óli Sæmundarson og Súla frá Vatnsleysu 

18.02.2013 10:11

Úrslit fyrsta Grunnskólamótsins

Fyrsta mótið í Grunnskólamótaröðinni var haldið í Reiðhöllinni á Blönduósi á sunnudaginn sl. Hér fyrir neðan má sjá frétt frá mótinu sem er inn á vef Neista.

Það er alltaf jafn gaman að sjá hvað krakkarnir eru liprir reiðmenn og renna léttilega í gegnum þrautabrautina, smalann og skeiðið.

Æskulýðsnefndir félaganna standa að þessari mótaröð. Þátttökurétt hafa börn og unglingar á grunnskólaaldri á svæðinu og keppa þau í nafni þess skóla sem þau stunda nám við, skólarnir eru alveg ótengdir mótunum að öðru leiti.

Varmahlíðarskóli er efstur eftir 1. mót, er með
23 stig en hinir skólarnir fylgja fast á eftir, Húnavallaskóli er með 21 stig, Gr. Húnaþings vestra er með 17 og Blönduskóli með 16 stig.


Úrslit í dag urðu þessi:Þrautabraut 1. - 3. bekkur


Tvær skvísur mættu í þrautabrautina eða smalann öllu heldur því þær fóru bara smalabrautina alla og fóru létt með það :)

Nafn bekkur Skóli
Bryndis Jóhanna Kristinsdóttir 3 Gr.Húnaþ.V.
Inga Rós Suska Hauksdóttir 1 Húnavallaskóli
Smali 4. - 7. bekkurLilja María, Freyja Sól, Guðný Rúna, Sólrún Tinna og Lara MargrétKaritas, Eysteinn Tjörvi, Edda Felicia og Ásdís Freyja


Nafn bekkur Skóli
1 Lilja Maria Suska 6 Húnavallaskóli
2 Freyja Sól Bessadóttir 7 Varmahlíðarskóli
3 Guðný Rúna Vésteinsdóttir 5 Varmahlíðarskóli
4 Sólrún Tinna Grímsdóttir 7 Húnavallaskóli
5 Lara Margrét Jónsdóttir 6 Húnavallaskóli
6 Karítas Aradóttir 7 Gr.Húnaþ.Vestra
7 Eysteinn Tjörvi Kristinsson 5 Gr.Húnaþ.Vestra
8 Edda Felicia Agnarsdóttir 7 Gr.Húnaþ.Vestra
9 Ásdís Freyja Grímsdóttir 5 Húnavallaskóli
Smali 8. - 10. bekkur

Anna Baldvina, Hjördís, Magnea Rut, Leon Paul og Ásdís Brynja
Eva Dögg, Lilja, Anna Herdís og Ragna VigdísNafn bekkur Skóli
1 Ásdís Brynja Jónsdóttir 8 Húnavallaskóli
2 Leon Paul Suska 8 Húnavallaskóli
3 Magnea Rut Gunnarsdóttir 8 Húnavallaskóli
4 Hjördís Jónsdóttir 10 Húnavallaskóli
5 Anna Baldvina Vagnsdóttir 9 Varmahlíðarskóli
6 Ragna Vigdís Vésteinsdóttir 10 Varmahlíðarskóli
7 Anna Herdís Sigurbjartsdóttir 8 Gr.Húnaþ.Vestra
8 Lilja Þorkelsdóttir 8 Varmahlíðarskóli
9 Eva Dögg Pálsdóttir 9 Gr.Húnaþ.Vestra

Skeiðnr. Nafn bekkur Skóli
1 Ásdís Ósk Elvarsdóttir 9 Varmahlíðarskóli
2 Sigurður Bjarni Aadnegard 8 Blönduskóli
3 Viktor Jóhannes Kristófersson 8 Gr.Húnaþ.Vestra
4 Rakel Eir Ingimarsdóttir 8 Varmahlíðarskóli
5 Leon Paul Suska 8 HúnavallaskóliHestamannafélagið Neisti og Æskulýðsnefnd Neista vill þakka öllum keppendum, starfsmönnum, foreldrum og áhorfendum kærlega fyrir skemmtunina og hjálpina og fyrir frábæran dag. 

17.02.2013 22:01

Húnvetnska liðakeppnin - Smali og skeið

SMALI/SKEIÐ er næsta mót liðakeppninnar, mótið verður haldið laugardaginn 23. febrúar nk og hefst kl. 13.00

Skráning er á netfang kolbruni@simnet.is fyrir miðnætti miðvikudagskvöld 20. febrúar. Fram þarf að koma nafn og kennitala knapa, flokkur, hestur, IS númer, litur, aldur og hvaða liði keppandinn er. Skráningargjöld eru 1.500 kr í smala fyrir fullorðna en 500 fyrir unglinga. Skráningargjöld í skeið eru 1.000 kr.  Greiða þarf skráningargjöld áður en mót hefst inná reikning Þyts 0159-15-200343 kt. 550180-0499.

Keppt verður í unglingaflokki (fædd 1996 og seinna), 3. flokki, 2. flokki og 1. flokki. Í 1. og 2. flokki fá 9 hestar að fara brautina aftur en 5 hestar fara brautina aftur í úrslitum í 3. flokki og unglingaflokki.

Skeið:

Í skeiði má hver knapi keppa á eins mörgum hrossum og hann vill en getur aðeins fengið stig fyrir einn hest eins og í öðrum greinum. Þessi keppni gefur mismunandi stig í liðakeppninni og
einstaklingskeppninni. Aðeins keppt í einum flokki og stig eftirfarandi:

            Liðakeppni: einstaklingskeppni:

1.sæti - 10 stig         5 stig
2.sæti - 8 stig           4 stig
3.sæti - 7 stig           3 stig
4.sæti - 6 stig           2 stig
5.sæti - 5 stig           1 stig
6.sæti - 4 stig           1 stig
7.sæti - 3 stig           1 stig
8.sæti - 2 stig           1 stig
9.sæti - 1 stig           1 stig

Bæjarkeppnin er eins út allar keppnina, stigin eru frá 9 og niður í 1 í öllum flokkum.


Smalinn:

Reglur smalans:


Smalinn dregur nafn sitt af einu mikilvægasta hlutverki íslenska hestsins frá örófi alda. Eiginleikar sem prýða góðan smala og smalahest eru nauðsynlegir ef árangur á að nást, þetta eru þættir eins og hraði, kjarkur, fimi og snerpa.

Riðin er braut sem mörkuð er keilum sem ná upp á síður hests. Keilurnar skulu vera þannig útbúnar að þær falli við litla snertingu. Árangurinn ræðst af brautartíma og felldum keilum. Reiknireglur eru þær sömu og í tímabraut torfærunnar. Smalinn er hrein grein í þeirri merkingu að árangurinn er mælanlegur án frávika, þ.e. hann ræðst eingöngu af tíma og felldum keilum en ekki mati dómara. Dómarar eru engu að síður til staðar og meta hvort knapinn fari gegnum öll hlið, telja felldar keilur og hafa eftirlit með reiðmennsku knapa líkt og í öðrum keppnisgreinum.

Stigin telja þannig að knapar raðast í sæti eftir besta tímanum, sá sem er fyrstur fær 300 stig, sá næsti 280, 270 o.s.frv. Við hverja fellda keilu dragast frá 14 stig. Fyrir sleppt hlið eru 28 refsistig. Yfir brúnna er ekki leyft að fara á stökki þ.e.a.s allur annar gangur er í lagi. Ef brúnni er sleppt þá er það 4x28 refsistig Gult spjald= gróf reiðmennska 30 refsistig Rautt spjald= MJÖG gróf reiðmennska ÚR LEIK!

Brautin verður eins og í fyrra nema við síðustu tunnu sem er í horninu fyrir lokaferðina, þar verður veifa ofan á tunnunni sem knapar þurfa að ná og taka með sér í mark.

Aðgangseyrir er 500 kr og frítt inn fyrir 12 ára og yngri.

Smá upprifjun frá smalakeppnum sem Eydís tók saman:
Mótanefnd Húnvetnsku liðakeppninnar

Flettingar í dag: 230
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 441
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 1160058
Samtals gestir: 62886
Tölur uppfærðar: 24.7.2024 07:26:51