10.07.2014 14:11

Íslandsmót 2014

Íslandsmótið í hestaíþróttum verður haldið á félagssvæði Fáks í Reykjavík dagana 22. - 27. júlí. Mótið verður óvenju viðamikið því allir flokkar (börn, unglingar, ungmenni og fullorðnir) munu etja kappi þessa daga. Verið er að semja við veðurguðina þessa dagana og ganga þær viðræður mjög vel ;)Margt annað verður gert til að mótið verði gott og skemmtilegt s.s. verður Reiðhöllin undirlögð af leiktækjum frá Skemmtigarðinum. Mikið verður gert fyrir keppendur og áhorfendur á mótinu svo við ætlum að eiga saman skemmtilegt Íslandsmót.

Öll forkeppni verður keyrð á tveimur völlum samtímis til að koma allri dagskráinni fyrir en reiknað er með miklum fjölda skráninga. Skráningafrestur er til miðnættis á fimmtudeginum 10. júlí og þurfa keppendur að skráð á sportfeng (mót - Fákur osfrv.).  Skráningargjald er kr. 4.000 í barna og unglingaflokki 3.500 í skeiðgreinar (nema gæðingaskeið) og 5.500 í fullorðinsflokkum (skráning staðfest með greiðslu, annað ekki tekið til greina). Einnig verður hægt að skrá sig til miðnættis sunnudaginn 13. júlí en þá eru skráningargjöldin 2.000 kr. hærri á hverja grein. Keppendur athugið að það er einn keppandi inn á vellinum í einu nema í fjórgangi barnaflokki, en þar verða 3 inn á í einu og riðið eftir þul.

Tjaldstæði og hesthús á svæðinu.

Við hvetjum knapa til að fylgjast vel með upplýsingum á heimasíðu Fáks sem og facebooksíðu Fáks ("læka" facebooksíðuna á heimasíðunni og stofnaður sér hópur fyrir þátttakendur, endilega gangið í þann hóp).

Keppnisnefnd L gefur á hverju ári út þær lágmarkseinkunnir sem par þarf að hafa náð til að skrá sig í keppnisgreinar á Íslandsmóti fullorðinna. Engin lágmörk eru í barna, unglinga og ungmennaflokki og er öllum heimilt að skrá sig þar en fullorðnir þurfa að hafa náð eftirtöldum árangri með hestinn á keppnistímabilinu 2014 eða 2013:

Tölt: 6,5

Fjórgangur: 6,2

Fimmgangur: 6,0

Slaktaumatölt: 6,2

Gæðingaskeið: 6,5

250 m skeið: 26,0 sek.

150 m skeið: 17,0 sek

100 m skeið: 9,0 sek.

Opið punktamót verður í Fáki á laugardaginn.

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Kveðja frá mótanefnd

08.07.2014 00:13

Kristófer frá Hjaltastaðahvammi og Ísólfur fimmtu í tölti á Landsmóti

mynd: Vigdís Gunnarsdóttir

Þá er landsmóti lokið, veðrið setti aldeilis strik í reikninginn þetta árið og var bara ótrúlegt að sjá hvað knapar stóðu sig vel mv aðstæður. Hestakosturinn var auðvitað frábær og er eins og alltaf sé hægt að toppa hann milli móta. Einu úrslitin sem á eftir að segja frá hér á síðunni eru töltúrslitin en Ísólfur og Kristófer enduðu fimmtu í tölti á Landsmótinu með 7,5 í einkunn. Til hamingju Ísólfur.

5. Ísólfur Líndal Þórisson / Kristófer frá Hjaltastaðahvammi
Hægt tölt: 7,5
Hraðabreytingar: 7,5
Yfirferð: 7,5
Aðaleinkunn: 7,5

05.07.2014 12:13

Hópreið á LM

Unga fólkið okkar tók þátt í hópreiðinni. Voru auðvitað flottust :)

 

 

Myndband af krökkunum má sjá hér.

 

05.07.2014 11:54

Meira af LM

mynd: Vigdís Gunnarsdóttir

 

Eftir milliriðla og b-úrslit er staðan þannig að Helga Una og Vág frá Höfðabakka enduðu í 9 sæti í tölti í gærkvöldi í b-úrslitunum með 7,72 í einkunn.  Ísólfur og Gandálfur voru einnig í b-úrslitum í gær í A-flokki en hættu keppni. Í b-flokki í  b-úrslitum hlaut Kristófer 8, 60 og 14.sæti.  Í kvöld keppa svo Ísólfur og Kristófer í A-úrslitum í tölti.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

01.07.2014 22:10

Forkeppni lokið á LM


Ingvar Óli í barnaflokki

Við getum verið stolt af okkar fólki á landsmótinu, forkeppni lokið og öllum gengið nokkuð vel. Yngra fólkinu okkar gekk öllum mjög vel mv aðstæður, hross og reynslu. Ísólfur er með 3 hesta í milliriðli, 2 í B-flokki, þá Freyði og Kristófer og Gandálf í A-flokki. Eina sýningin sem mistókst var að Blær frá Miðsitju skeiðaði ekki. En veðrið hefur verið mjög vont, rok og rigning og bara ótrúlegt hvað hefur gengið eins og aðstæðurnar eru. Fleiri myndir koma inn á síðuna næstu daga.

Í barnaflokki stóð Ingvar Óli sig best á hryssunni Væntingu frá Fremri-Fitjum þau fengu einkunnina 8,20 og urðu í 39. sæti.
Hér er árangur barnanna:
39 Ingvar Óli Sigurðsson / Vænting frá Fremri-Fitjum 8,2
54 Rakel Gígja Ragnarsdóttir / Æra frá Grafarkoti 8,052
59 Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson / Glóð frá Þórukoti 7,992

Í unglingaflokki stóð Eva hæst af Þytsfélögunum og aðeins 2 kommum frá milliriðl, enduðu í 35, sæti með einkunnina 8,36
Árangur unglinga:
35 Eva Dögg Pálsdóttir / Glufa frá Grafarkoti 8,358
46-48 Edda Felicia Agnarsdóttir / Alvara frá Dalbæ 8,292
65 Karítas Aradóttir / Gyðja frá Miklagarði 8,218

Í ungmennaflokki voru Birna og Jafet mjög nálægt milliriðli, fengu 8,35 í einkunn. Hér fyrir neðan má sjá árangur ungmennanna:
36 Birna Olivia Ödqvist / Jafet frá Lækjamóti 8,348
64-68 Helga Rún Jóhannsdóttir / Mynd frá Bessastöðum 8,172
72 Kristófer Smári Gunnarsson / Frosti frá Höfðabakka 8,160

Árangur í B-flokki:

24 Freyðir frá Leysingjastöðum II / Ísólfur Líndal Þórisson 8,558
27 Kristófer frá Hjaltastaðahvammi / Ísólfur Líndal Þórisson 8,546
38-39 Vaðall frá Akranesi / Ísólfur Líndal Þórisson 8,514 

Árangur í A-flokki:
Gandálfur frá Selfossi / Ísólfur L Þórisson 8,48
Frabín frá Fornusöndum / Jóhann Magnússon  8,38
Blær frá MIðsitju / Viðar Ingólfsson 7,44 ( skeiðaði ekki)



Gandálfur frá Selfossi


30.06.2014 22:51

Myndir af æfingu


Lillý tók myndir af sameiginlegri æfingu Þyts, Neista og Kobba Sig. Náðust ekki myndir af öllum en komnar skemmtilegar myndir inn á myndasíðuna.




24.06.2014 09:34

Styttist í LM

Vegna mikils fjölda kynbótahrossa hefur verið ákveðið að hefja dóma kynbótahrossa á sunnudaginn, en upphafleg dagskrá gerði ráð fyrir því að dagskrá hefðist með dómu elstu hryssna á mánudaginn.

Alls náðu rétt tæp 290 hross lágmörkum inn á mót en það er metfjöldi. Mestur hefur fjöldinn verið um 250 hross. Þetta er útkoma vorsýninganna þrátt fyrir að um 300 færri hross mættu til dóms í vor samanborðið við vorið fyrir Landsmótið í Reykjavík.

Þessi breyting er gerð til þess að halda dagskrá en á sunnudaginn verða dómar hryssna 7 vetra og eldri auk nokkurra 6 vetra hryssna.

Dagskránna má sjá Hér

07.06.2014 20:14

Úrslit Gæðingamóts Þyts og úrtöku fyrir LM 2014

Í dag var Gæðingamót Þyts og úrtaka fyrir LM haldið á Hvammstanga, mótshöldurum leist ekki á blikuna í morgun þegar þokan lá yfir svæðinu en rétt eftir að mótið byrjaði létti til og var frábært veður í allan dag. Mótið gekk því mjög vel og fara flottir fulltrúar frá Þyt á LM á Hellu í ár. Hæst dæmda hryssa mótsins var Brúney frá Grafarkoti setin af Fanney Dögg Indriðadóttur, glæsilegasti hestur mótsins var valinn af dómurum og var Freyðir frá Leysingjastöðum og knapi mótsins var valinn af dómurum og var Jóhann Magnússon.

 
Úrslit urðu eftirfarandi:

A flokkur
Sæti Keppandi
1 Frabín frá Fornusöndum / Jóhann Magnússon 8,50
2 Skyggnir frá Bessastöðum / James Bóas Faulkner (Jóhann Magnússon forkeppni)   8,48
3 Stuðull frá Grafarkoti / Fanney Dögg Indriðadóttir 8,30
4 Lykill frá Syðri-Völlum / Einar Reynisson 8,17
5 Sólbjartur frá Flekkudal / Ísólfur Líndal Þórisson 8,12
 
B flokkur

Sæti Keppandi
1 Vaðall frá Akranesi / Ísólfur Líndal Þórisson 8,68
2 Grettir frá Grafarkoti / Herdís Einarsdóttir 8,62
3 Brúney frá Grafarkoti / Fanney Dögg Indriðadóttir 8,45
4 Svipur frá Syðri-Völlum / Jónína Lilja Pálmadóttir 8,29
5 Kvaran frá Lækjamóti / Sonja Líndal Þórisdóttir 8,25
 
B flokkur áhugamanna

1. Stígur frá Reykjum / Þorgeir Jóhannesson 8,28
2. Vídalín frá Grafarkoti / Eydís Ósk Indriðadóttir 8,17
3. Dropi frá Hvoli / Sigrún Eva Þórisdóttir 8,06
4. Rökkva frá Hóli / Sóley Elsa Magnúsdóttir 7,89
 
Ungmennaflokkur

Sæti Keppandi
1 Kristófer Smári Gunnarsson / Frosti frá Höfðabakka 8,35
2 Birna Olivia Ödqvist / Jafet frá Lækjamóti 8,34
3 Helga Rún Jóhannsdóttir / Mynd frá Bessastöðum 8,32 
 
Unglingaflokkur

Sæti Keppandi
1 Eva Dögg Pálsdóttir / Glufa frá Grafarkoti 8,43
2 Karítas Aradóttir / Gyðja frá Miklagarði 8,42
3 Edda Felicia Agnarsdóttir / Alvara frá Dalbæ 8,11
4 Anna Herdís Sigurbjartsdóttir / Sóldís frá Sauðadalsá 8,08
5 Viktor Jóhannes Kristófersson / Viður frá Syðri-Reykjum 7,93

Barnaflokkur

Sæti Keppandi
1 Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson / Glóð frá Þórukoti 8,40
2 Ingvar Óli Sigurðsson / Vænting frá Fremri-Fitjum 8,28
3 Rakel Gígja Ragnarsdóttir / Æra frá Grafarkoti 8,23
 
Tölt úrslit

Sæti Keppandi
1 Einar Reynisson / Sigurrós frá Syðri-Völlum 6,44
2 Þóranna Másdóttir / Héðinn frá Dalbæ 5,39
3-4 Sigríður Ása Guðmundsdóttir / Gjóska frá Ásgarði 5,22
3-4 Stella Guðrún Ellertsdóttir / Líf frá Sauðá 5,22
 
100 m skeið
1 " Ísólfur Líndal Þórisson
Blær frá Torfunesi
" 8,59 8,56 
2 " Leifur George Gunnarssonn
Kofri frá Efri-Þverá
" 8,84 8,84 
3 " Jóhann Magnússon
Skyggnir frá Bessastöðum
" 9,00 9,00 
4 " Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir
Hrókur frá Kópavogi
" 9,65 9,65 
5 " Haukur Marian Suska
Tinna frá Hvammi 2
" 10,78 10,78
 
Pollaflokkur

Pollarnir stóðu sig að vanda vel og sýndu við hverju við megum búast í framtíðinni.
 
Dagbjört Jóna Tryggvadóttir og Þokki frá Hvoli
Indriði Rökkvi Ragnarsson og Freyðir frá Grafarkoti
Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal og Rökkvi frá Dalsmynni
Jakob F Líndal og Dagur frá Hjaltastaðahvammi
 
FORKEPPNI
Tölt
Sæti Keppandi
1 Herdís Einarsdóttir / Grettir frá Grafarkoti 7,10
2 Einar Reynisson / Sigurrós frá Syðri-Völlum 6,33
3 Stella Guðrún Ellertsdóttir / Líf frá Sauðá 5,33
4 Þóranna Másdóttir / Héðinn frá Dalbæ 4,97
5 Sigríður Ása Guðmundsdóttir / Gjóska frá Ásgarði 4,77
6 Stella Guðrún Ellertsdóttir / Vökull frá Sauðá 4,23 
 
B flokkur
Sæti Keppandi
1 Freyðir frá Leysingjastöðum II / Ísólfur Líndal Þórisson 8,74
2 Vaðall frá Akranesi / Ísólfur Líndal Þórisson 8,58
3 Kristófer frá Hjaltastaðahvammi / Ísólfur Líndal Þórisson 8,55
4 Grettir frá Grafarkoti / Herdís Einarsdóttir 8,50
5 Brúney frá Grafarkoti / Fanney Dögg Indriðadóttir 8,37
6 Kvaran frá Lækjamóti / Sonja Líndal Þórisdóttir 8,34
7 Svipur frá Syðri-Völlum / Jónína Lilja Pálmadóttir 8,25
8 Stígur frá Reykjum 1 / Þorgeir Jóhannesson 8,20
9 Frægur frá Fremri-Fitjum / Helga Rós Níelsdóttir 8,03
10 Muni frá Syðri-Völlum / Einar Reynisson 8,01
11 Vídalín frá Grafarkoti / Eydís Ósk Indriðadóttir 7,97
12 Dropi frá Hvoli / Sigrún Eva Þórisdóttir 7,83
13 Rökkva frá Hóli / Sóley Elsa Magnúsdóttir 7,68

   
A flokkur
Sæti Keppandi
1 Sólbjartur frá Flekkudal / Ísólfur Líndal Þórisson 8,49
2 Frabín frá Fornusöndum / Jóhann Magnússon 8,47
3 Gandálfur frá Selfossi / Ísólfur Líndal Þórisson 8,45
4 Blær frá Miðsitju / Viðar Ingólfsson 8,44
5 Stuðull frá Grafarkoti / Fanney Dögg Indriðadóttir 8,24
6 Skyggnir frá Bessastöðum / Jóhann Magnússon 8,18
7 Lykill frá Syðri-Völlum / Einar Reynisson 8,08
8 Djásn frá Fremri-Fitjum / Helga Rós Níelsdóttir 7,83
9 Glóey frá Torfunesi / Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir 7,80
10 Sjóður frá Bessastöðum / Jóhann Magnússon 7,65

Mótanefnd vill þakka veitinganefnd sem og öllum þeim mörgu sjálfboðaliðum sem komu að mótinu í dag.
 
Landsbankinn er aðalstyrktaraðili Þyts
 

06.06.2014 17:04

Ráslistar fyrir Gæðingamót Þyts og úrtöku fyrir LM 2014

Ráslisti
A flokkur

Nr Hestur Knapi
1 Skyggnir frá Bessastöðum Jóhann Magnússon
2 Gandálfur frá Selfossi Ísólfur Líndal Þórisson
3 Blær frá Miðsitju Viðar Ingólfsson
4 Djásn frá Fremri-Fitjum Helga Rós Níelsdóttir
5 Frabín frá Fornusöndum Jóhann Magnússon
6 Stuðull frá Grafarkoti Fanney Dögg Indriðadóttir
7 Glóey frá Torfunesi Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir
8 Sólbjartur frá Flekkudal Ísólfur Líndal Þórisson
9 Sjóður frá Bessastöðum Jóhann Magnússon
10 Lykill frá Syðri-Völlum Einar Reynisson

Pollaflokkur

Nr Knapi Hestur
1 Indriði Rökkvi Ragnarsson Freyðir frá Grafarkoti
2 Dagbjört Jóna Tryggvadóttir Þokki frá Hvoli
3 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Rökkvi frá Dalsmynni
4 Jakob F Líndal Dagur frá Hjaltastaðahvammi

B flokkur ( B flokkur + áhugamenn B. flokkur)
Nr Hestur Knapi
1 Freyðir frá Leysingjastöðum II Ísólfur Líndal Þórisson
2 Svipur frá Syðri-Völlum Jónína Lilja Pálmadóttir
3 Muni frá Syðri-Völlum Einar Reynisson
4 Valey frá Höfðabakka Sverrir Sigurðsson (áhugamannaflokki)
5 Dropi frá Hvoli Sigrún Eva Þórisdóttir (áhugamannaflokki)
6 Stígur frá Reykjum 1 Þorgeir Jóhannesson (áhugamannaflokki)
7 Kvaran frá Lækjamóti Sonja Líndal Þórisdóttir
8 Vídalín frá Grafarkoti Eydís Ósk Indriðadóttir (áhugamannaflokki)
9 Brúney frá Grafarkoti Fanney Dögg Indriðadóttir
10 Vaðall frá Akranesi Ísólfur Líndal Þórisson
11 Grettir frá Grafarkoti Herdís Einarsdóttir
12 Magni frá Höfðabakka Sverrir Sigurðsson (áhugamannaflokki)
13 Frægur frá Fremri-Fitjum Helga Rós Níelsdóttir
14 Sigurrós frá Syðri-Völlum Einar Reynisson
15 Kristófer frá Hjaltastaðahvammi Ísólfur Líndal Þórisson
16 Rökkva frá Hóli Sóley Elsa Magnúsdóttir (áhugamannaflokki)

Barnaflokkur
Nr Knapi Hestur
1 Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson Glóð frá Þórukoti
2 Ingvar Óli Sigurðsson Vænting frá Fremri-Fitjum
3 Rakel Gígja Ragnarsdóttir Æra frá Grafarkoti

Skeið 100m (flugskeið)
Nr Knapi Hestur
1 Haukur Marian Suska Tinna frá Hvammi 2
2 Leifur George Gunnarssonn Kofri frá Efri-Þverá
3 Jóhann Magnússon Skyggnir frá Bessastöðum
4 Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir Hrókur frá Kópavogi
5 Ísólfur Líndal Þórisson Blær frá Torfunesi

Tölt T1
Nr Knapi Hestur
1 Stella Guðrún Ellertsdóttir Vökull frá Sauðá
2 Mette Mannseth Hnokki frá Þúfum
3 Gísli Gíslason Trymbill frá Stóra-Ási
4 Sigríður Ása Guðmundsdóttir Gjóska frá Ásgarði
5 Einar Reynisson Sigurrós frá Syðri-Völlum
6 Þóranna Másdóttir Héðinn frá Dalbæ
7 Mette Mannseth Eldur frá Torfunesi
8 Herdís Einarsdóttir Grettir frá Grafarkoti
9 Stella Guðrún Ellertsdóttir Líf frá Sauðá

Unglingaflokkur
Nr Knapi Hestur
1 Karítas Aradóttir Gyðja frá Miklagarði
2 Edda Felicia Agnarsdóttir Alvara frá Dalbæ
3 Anna Herdís Sigurbjartsdóttir Sóldís frá Sauðadalsá
4 Ásta Guðný Unnsteinsdóttir Flótti frá Leysingjastöðum II
5 Viktor Jóhannes Kristófersson Viður frá Syðri-Reykjum
6 Eva Dögg Pálsdóttir Glufa frá Grafarkoti
7 Nína Guðbjörg Gunnarsdóttir Bassi frá Áslandi

Ungmennaflokkur
Nr Knapi Hestur
1 Helga Rún Jóhannsdóttir Oddviti frá Bessastöðum
2 Birna Olivia Ödqvist Jafet frá Lækjamóti
3 Fríða Marý Halldórsdóttir Garpur frá Efri-Þverá
4 Kristófer Smári Gunnarsson Frosti frá Höfðabakka
5 Helga Rún Jóhannsdóttir Mynd frá Bessastöðum
6 Birna Olivia Ödqvist Sögn frá Lækjamóti

05.06.2014 22:13

Gæðingamót Þyts 2014 - dagsskrá

Dagskrá

Mótið hefst kl. 09.15 á laugardeginum á forkeppni og úrslit verða riðin að henni lokinni.

Knapafundur verður í félagshúsinu kl 08.30

Forkeppni:

A-flokkur

Unglingaflokkur

B-flokkur (bæði B-flokkur + áhugamenn)

pollaflokkur

Hádegishlé (ca 1 klst )

barnaflokkur

Ungmennaflokkur

Tölt

Skeið

úrslit í barnaflokki

úrslit í ungmennaflokki

úrslit í B flokkur

Kaffihlé (30 min)

Úrslit í unglingaflokki

Úrslit í A flokki

Úrslit í b flokki áhugamanna

Úrslit í tölti

Mótslok ca 18:00 :)

30.05.2014 10:30

Reiðnámskeið á Þingeyrum


 

Dagana 7 og 8 júní næstkomandi verður haldið reiðnámskeið fyrir börn og

unglinga á Þingeyrum. Námskeiðið er ætlað aðeins vönum krökkum/unglingum á

aldrinum 6 - 14 ára. Reiknað er með að þátttakendur mæti með eigin hesta en

þó verður hægt að útvega nokkra þæga hesta sé þess óskað.

Kennari verður Christina Mai, Reiðkennari frá Háskólanum á Hólum.

Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðunni: www.thingeyrar.is

27.05.2014 20:19

Gæðingamót Þyts 2014

 

Gæðingamót Þyts og úrtaka fyrir LM 2014, verður haldið á Kirkjuhvammsvelli 7. júní nk

Boðið verður upp á eftirfarandi flokka:

? A-flokk gæðinga

? A-flokk gæðinga áhugamenn

? B-flokk gæðinga

? B- flokk gæðinga áhugamenn

? Ungmenni (18-21 árs á keppnisárinu)

? Unglingar (14-17 ára á keppnisárinu)

? Börn (10-13 ára á keppnisárinu)

? Skeið 100m

? Pollar (9 ára og yngri á árinu)

? Tölt opinn flokkur

Á gæðingamótinu verður boðið upp á sérstakan flokk fyrir polla. Pollum er ekki sætaraðað en allir frá þátttökuverðlaun. Pollum er ekki heimilt að mæta á stóðhestum.

Skráningar skuli berast fyrir miðnætti þriðjudaginn 3.júní á netfangið thytur1@gmail.com. Það sem koma þarf fram í skráningu er IS-númer hests, kt. knapa og í hvaða grein er keppt í. Mótanefnd áskilar sér rétt til að sameina flokka eða fella niður ef ekki næst næg þáttaka. Skráningargjöld í fullorðinsflokka og ungmennaflokk eru 3.000 kr. Fyrir börn og unglinga 2.000 kr. og 500 kr. fyrir pollana. Skráningargjöld greiðast inn á reikning 0159-26-001081 kt. 550180-0499 í síðasta lagi fyrir kl 21:00 fimmtudaginn 5. Júní annars ógildist skráningin og viðkomandi fer ekki á ráslista Einnig eru þeir sem eru með farandbikara beðnir um að koma þeim til mótanefndar fyrir mót.

Vinsamlega veitið því athygli að í gæðingakeppni þarf hesturinn að vera í eigu Þytsfélaga. Keppendur eru beðnir að skoða vel reglur LH sem gilda um þátttöku í gæðingakeppni.

Mótanefnd auglýsir eftir aðstoð við ýmis störf á mótinu, en framgangur mótsins veltur alfarið á góðum stuðningi félagsmanna.

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Mótanefnd

 

 

 

22.05.2014 11:22

Gæðingamót Þyts og úrtaka fyrir landsmót



Verður haldið 7. júní n.k. á félagssvæði Þyts. Skráning fer fram á thytur1@gmail.com og henni lýkur á miðnætti 3. júní.

Sjá nánar allt um keppnisgreinar og aðrar upplýsingar hér á heimasíðu Þyts:http://thytur.123.is/ þegar nær dregur.


Mótanefnd

22.05.2014 11:15

FEIF Youth Cup Hólar - Iceland 11. - 20.7.2014

 


Reykjavík maí 2014

 

 

Ágæti hesteigandi,

 

Nú í sumar mun Æskulýðsnefnd Landssambands hestamannafélaga í samstarfi við FEIF alþjóðasamtök íslenska hestsins, halda hér á landi æskulýðsmót fyrir unglinga á aldrinum 14  - 17 ára. Mótið er haldið að Hólum í Hjaltadal dagana 11. - 20. júlí næstkomandi. Mótið sækja unglingar frá öllum aðildarlöndum FEIF og er haldið annað hvert ár í einhverju aðildarlandanna. Alls hafa 78 unglingar þátttökurétt og keppa þau sem koma erlendis frá á lánshestum.

 

Fyrstu tvo dagana eru keppendur að kynnast hestunum, síðan njóta þau tilsagnar þekktra þjálfara í þrjá daga, þá er farið í dagsferð um Skagafjörðinn og síðustu þrjá dagana keppa þau á hestunum, bæði í einstaklings og liðakeppni.

 

Okkur í æskulýðsnefndinni er mjög í mun að mótið takist sem allra best og höfum lagt vinnu í það að fá til liðs við okkur þekkta einstaklinga úr hestaheiminum til að þjálfa keppendur.

 

Með þessu bréfi viljum við athuga hvort þú búir svo vel að geta lánað/leigt okkur hest til að hafa á mótinu fyrir erlendu gestina okkar. Þátttakendurnir greiða að hámarki 150 ? í leigu fyrir hestinn.

 

Hesturinn þarf að vera heilbrigður, örmerktur og skráður í Worldfeng. Þeir hestar sem henta í verkefnið þurfa að vera hreingengir, hlýðnir og tiltölulega auðveldir. Keppt er í hringvallagreinum, tölti, fjór- og fimmgangi ásamt skeiði, þrautabraut, víðavangshlaupi, fimi og fánakappreið. Hestarnir þurfa ekki að vera hágengir en að sjálfsögðu hjálpar það.

 

Þeir hesteigendur sem hafa hesta í verkefnið eru beðnir að senda upplýsingar á netfangið lh@lhhestar.is með smá lýsingu á hestinum og ISnúmer hans fyrir 30. maí nk. Við munum svo hafa samband með frekari upplýsingum.

Einnig er hægt að hafa samband við nefndarmenn æskulýðsnefndar LH en nöfn þeirra eru á heimasíðu LH www.lhhestar.is undir Æskan.

 

Með von um jákvæð viðbrögð.

 

Virðingarfyllst,

f.h æskulýðsnefndar LH

Helga B. Helgadóttir

formaður

 

 

20.05.2014 09:13

Aðstoð fyrir Gæðingamót

Ef það eru einhver börn, unglingar eða ungmenni sem vilja aðstoð fyrir Gæðingamótið í júní nk., sem einnig er úrtaka fyrir Landsmót  hestamanna, vinsamlega sendið tölvupóst á thyturaeska@gmail.com

Flettingar í dag: 1875
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 3375
Gestir í gær: 108
Samtals flettingar: 1169773
Samtals gestir: 63125
Tölur uppfærðar: 27.7.2024 04:25:16