24.10.2012 10:52

Dagatal Þyts 2013

Kæru félagsmenn og aðrir. 

Dagatals Þyts 2013 er nú í vinnslu og óskum við eftir myndum til að skreyta dagatalið. Dagatalið er mikilvægur þáttur í fjáröflun 

fyrir félagið okkar og væri gaman að hafa sem fjölbreyttastar myndir í því. 

Vinsamlegast sendið á isolfur@laekjamot.is.

 

 

 

23.10.2012 08:25

Landsþing Hestamanna hvetur hestamenn að gera athugasemd við frumvarpsdrög að umferðarlögum.

Ekkert varðandi réttarstöðu hestamanna  er í frumvarpi til nýrra umferðarlaga

Afar ötult starf hefur verið unnið í Samgöngunefnd LH undanfarið og skilaði hún af sér veglegri skýrslu samgöngunefndar fyrir árin 2010 og 2012 má m.a. finna samskipti formanns nefndarinnar, Halldór Halldórsson, við alþingismenn vegna reiðvegamál og um óskiljanlega ástæðu að skilgreining á reiðvegi sé dottin úr umferðalögum. 

Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til nýrra umferðalaga og þar er ekki að finna neitt er varðar réttarstöðu ríðandi umferðar á skilgreindum reiðvegum. Halldór benti á þetta á Landsfundi LH og vakti athygi á því að frestur til að gera athugasemd við frumvarpið rennur út næstkomandi miðvikudag, 24. október.

Í kvöld barst hvatning til allra sem vilja láta sér málið varða um að gera athugasemd við hið nýja frumvarp. Til glöggvunar hefur verið skrifað skjal sem hægt er að nota við gerð athugasemdarinnar.  Þar sem er feitletrað í textanum breytir fólk í Við ef fleiri en einn eru um póstinn, ekki gleyma að setja undir nafn / nöfn og kennitölu / kennitölur. "Sýnum nú einu sinni mátt okkar hestamanna," segir í pósti frá Halldóri.

Uppkastið fylgir hér með og er ekki úr vegi að hvetja alla hestamenn að sýna samstöðu. Athugasemdum þarf að skila inn til Nefndarsvið Alþingis fyrir 24. október nk.

______________________________________________________________________________________________________________________

Nefndasvið Alþingis
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis
nefndasvid@althingi.is

Frumvarp til umferðarlaga 179. mál.

Í frumvarpi til nýrra umferðalaga er ekki að finna skilgreiningu á reiðvegum eða neitt er varðar réttarstöðu ríðandi umferðar á skilgreindum reiðvegum, stígum eða slóðum og geri ég undirritaður alvarlegar athugasemdir við að svo sé ekki.

Það verður að rúmast í nýjum umferðarlögum ákvæði þess efnis að akstur vélknúinna ökutækja sé óheimill á skilgreindum reiðstígum og slóðum.

Virðingarfyllst

Nafn:

Kt:

_____________________________________________________________________________________________________________________ 


Hestamenn! Ég  hvet ykkur til að senda inn athugasemdina hér að ofan. Hestamenn eru sagðir vera "lélegur þrýstihópur" af embættismönnum, stjórnmálamönnum og sveitarstjórnarfólki, vegna þess hve okkur gengur illa að standa saman að málum.  En nú skulum við öll senda inn athugasemd því það er með öllu óþolandi að  reiðvegir og réttarstaða hestamanna á reiðvegum sé ekki skilgreind í umferðarlögum. Göngustígar og hjólastígar eru hins vegar skilgreindir í þessum frumvarpsdrögum.
Og koma svo!! senda inn athugasemd fyrir miðvikudaginn 24. október.!!
Með kveðju
Ása Hólmarsdóttir, Dreyra og landsþingsfulltrúi í ferða- og umhverfisnefnd 2012.

09.10.2012 10:51

Tillögur birtar fyrir Landsþing

 

44 tillögur liggja fyrir 58. Landsþingi LH sem haldið verður á Reykjavík Natura dagana 19. og 20. október næstkomandi. Tillögurnar hafa nú verið birtar á vef LH sem og dagskrá þingsins. Dagskráin er þó birt með fyrirvara um örlitlar breytingar.

Hestamenn og þingfulltrúar eru hvattir til að kynna sér tillögurnar vel.

Smellið hér til að skoða tillögurnar eða hér til að skoða dagskrána.

04.10.2012 21:24

Uppskeruhátíð Þyts og Hrossaræktarsamtaka V-Hún

 

 

Það styttist gott fólk.............

Hátíðin verður haldin laugardaginn 27. október nk. í félagsheimilinu á Hvammstanga. Þessi frábæra skemmtun hefst kl. 20:00 en húsið opnar kl. 19:30. Okkar ástsæli Þórhallur Magnús Sverrisson sér um að fóðra mannskapinn. Og hljómsveitin Klaufar sjá um að halda uppi stuðinu fram á nótt. Skemmtiatriðin verða á sínum stað eins og vant er :)

Matseðill og miðaverð verða auglýst nánar síðar....

 

TAKIÐ KVÖLDIÐ FRÁ

SKEMMTINEFNDIN

 

04.10.2012 11:40

Uppskeruhátíð barna og unglinga

 

 Laugardaginn 27. október kl. 13-15 verður Æskulýðsnefndin með uppskeruhátíð fyrir börn og unglinga sem tóku þátt í starfinu hjá Þyti síðastliðinn vetur og sumar.

Veittar verðar viðurkenningar fyrir þátttökuna í starfinu, greint frá því hvað verður framundan og tekið við skráningum í námskeið vetrarins. Að venju munum við svo gæða okkur á kræsingum og munum við enn og aftur leita til frábærra foreldra og aðstandenda barnanna um að hjálpa okkur með að gera borðið sem girnilegast. Við getum seint þakkað frábær viðbrögð foreldra og forráðamanna við hvers konar aðstoð sem þeir eru fúsir að veita í æskulýðsstarfinu.

Vonumst til að sjá sem flesta sem tóku þátt í hestafimleikunum, reiðþjálfun, Knapamerkjum, sýningum, keppnum og öðru skemmtilegu sem við gerðum á árinu. Bæði börnin og unglingana og aðstandendur þeirra.

Nefndin

03.10.2012 10:14

Þytsmerki og bindi

 

 

Hægt er að kaupa merki félagsins og bindi hjá Kollu. Merkið kostar 2.300 og bindið 2.500.

24.09.2012 15:16

Uppskeruhátíð 2012

    

Uppskeruhátíð Þyts og Hrossaræktarsamtaka V-Hún verður haldin laugardaginn 27. október nk, TAKIÐ KVÖLDIÐ FRÁ...

nánar auglýst síðar...


Skemmtinefndin

 

19.09.2012 09:37

Húnavatnssýslur bætast við KortasjánaTil viðbótar við reiðleiðir í kortasjánni, sem voru 5586 km af reiðleiðum á suður- og vesturlandi, eru
komnir 1278 km af reiðleiðum í Húnavatnssýslum. Um er að ræða flestar stofn- og héraðsleiðir í sýslunum. Alls eru því 6864 km af reiðleiðum skráðir í kortasjána. Næst verður farið í skráningu á reiðleiðum í Skagafjarðar- og Eyjafjarðarsýslum og er ráðgert að þær verði komnar inn fyrir áramót.

Allar ábendingar um hvað eina sem betur má fara við skráninguna eru vel þegnar og sendist á undirritaðan bilamalunh@simnet.is eða á Sæmund Eiríksson klopp@simnet.is

http://www.lhhestar.is/is/moya/news/hunavatnssyslur-baetast-vid

Halldór H. Halldórsson
Samgöngunefnd LH.

30.08.2012 12:16

Söluhross.


Elka Guðmundsdóttir verður á ferð um miðjan september til að taka upp myndband af söluhrossum. Sem síðan birtast á sölusíðunum www.icehorse.is og www.hest.is

Áhugasamir hafi samband við Elku í netfangið elka@simnet.is eða í síma 8638813.


Samtök hrossabænda.

27.08.2012 15:20

Réttir 2012Hér fyrir neðan má sjá réttardagsetningar í Húnaþingi vestra 2012:

Fjárréttir
7. september - Valdarásrétt.
8. september - Miðfjarðarrétt og Hrútatungurétt.
8. september - Víðidalstungurétt.
15. september - Þverárrétt, Hamarsrétt.
15. september - Bæjarhreppur fyrrverandi, Hvalsá.

Stóðréttir
29. september - Þverárrétt.
6. október - Víðidalstungurétt.

26.08.2012 20:09

Myndir úr kvennareiðinni 2012Komnar nokkrar myndir úr kvennareiðinni inn í myndaalbúm.

19.08.2012 23:08

Úrslit Opna íþróttamóts Þyts 2012Skemmtilegu móti lokið þar sem veðrið lék við knapa, hesta og áhorfendur. Mette Mannseth varð stigahæsti knapi mótsins annað árið í röð og samanlagður sigurvegari í fimmgangsgreinum. Mótið var sterkt eins og sjá má á tölum efstu hrossa. Nokkrar myndir frá mótinu eru komnar inn í myndaalbúm en það munu koma fleiri á næstu dögum. Hér fyrir neðan má sjá úrslit dagsins.

Fimmgangssigurvegari:

Mette Mannseth

Fjórgangssigurvegari í 1. flokki

Sonja Líndal Þórisdóttir

Fjórgangssigurvegari í 2. flokki

Kolbrún Stella Indriðadóttir

Fjórgangssigurvegari í unglingaflokki

Finnbogi Bjarnason

Fjórgangssigurvegari í barnaflokki

Sara Lind Sigurðardóttir

Stigahæsti knapi

Mette Mannseth

Úrslit:


Fimmgangur 1. flokkur

1 Bjarni Jónasson / Djásn frá Hnjúki 6,86
2 Mette Mannseth / Háttur frá Þúfum 6,83
3 James Bóas Faulkner / Flugar frá Barkarstöðum 6,43
4 Tryggvi Björnsson / Kafteinn frá Kommu 5,98
5 Gunnar Reynisson / Kveikur frá Sigmundarstöðum 3,07 hætti keppni

Tölt 1. flokkur


1 Mette Mannseth / Hnokki frá Þúfum 7,56
2 Bjarni Jónasson / Eik frá Narfastöðum 7,28
3 Sonja Líndal Þórisdóttir / Kvaran frá Lækjamóti 6,89
4 James Bóas Faulkner / Vígtýr frá Lækjamóti 6,56
5 Ægir Sigurgeirsson / Gítar frá Stekkjardal 6,50
6 Jóhann Magnússon / Oddviti frá Bessastöðum 6,39

Tölt 2. flokkur

1 Jónína Lilja Pálmadóttir / Svipur frá Syðri-Völlum 6,89
2 Kolbrún Stella Indriðadóttir / Vottur frá Grafarkoti 6,83
3 Laufey Rún Sveinsdóttir / Ótti frá Ólafsfirði 6,22
4 Ragnar Smári Helgason / Kóði frá Grafarkoti 6,06
5 Theódóra Dröfn Skarphéðinsdóttir / Spyrna frá Syðri-Reykjum 5,67

Tölt unglingaflokkur

1 Finnbogi Bjarnason / Svala frá Garði 7,00
2 Helga Rún Jóhannsdóttir / Logadís frá Múla 6,44
3 Aron Orri Tryggvason / Stúdent frá Gauksmýri 6,39
4 Lilja Karen Kjartansdóttir / Tangó frá Síðu 6,17
5 Kristófer Smári Gunnarsson / Krapi frá Efri-Þverá 5,44

Tölt barna

1 Viktor Jóhannes Kristófersson / Flosi frá Litlu-Brekku 5,94
2 Karítas Aradóttir / Gyðja frá Miklagarði 5,78
3 Anna Herdís Sigurbjartsdóttir / Fjöður frá Grund 5,56
4 Sara Lind Sigurðardóttir / Hvönn frá Syðri-Völlum 5,33
5 Edda Felicia Agnarsdóttir / Faktor frá Dalbæ 4,56

Tölt T2

1 Mette Mannseth / Háttur frá Þúfum 7,13
2 Friðrik Már Sigurðsson / Björk frá Lækjamóti 6,21
3 Anna Herdís Sigurbjartsdóttir / Funi frá Fremri-Fitjum 5,46
4 Sverrir Sigurðsson / Kasper frá Höfðabakka 5,00

Fjórgangur 1. flokkur

1 Helga Thoroddsen / Fylkir frá Þingeyrum 6,73
2-3 Sonja Líndal Þórisdóttir / Kvaran frá Lækjamóti 6,53
2-3 Bjarni Jónasson / Spölur frá Njarðvík 6,53
4 James Bóas Faulkner / Sómi frá Ragnheiðarstöðum 6,13
5 Herdís Einarsdóttir / Brúney frá Grafarkoti 6,07

Fjórgangur 2. flokkur

1 Jónína Lilja Pálmadóttir / Svipur frá Syðri-Völlum 6,87
2 Kolbrún Stella Indriðadóttir / Vottur frá Grafarkoti 6,40
3 Ægir Sigurgeirsson / Hrókur frá Grænuhlíð 6,17
4 Þorgeir Jóhannesson / Bassi frá Áslandi 5,67
5 Theódóra Dröfn Skarphéðinsdóttir / Spyrna frá Syðri-Reykjum 5,17

Fjórgangur unglingaflokkur

1 Finnbogi Bjarnason / Svala frá Garði 6,53
2 Helga Rún Jóhannsdóttir / Prins frá Hesti 6,03
3 Eva Dögg Pálsdóttir / Brokey frá Grafarkoti 5,80
4 Hanna Ægisdóttir / Penni frá Stekkjardal 5,57
5 Friðrún Fanný Guðmundsdóttir / Demantur frá Blönduósi 5,50

Fjórgangur barna

1 Sara Lind Sigurðardóttir / Hvönn frá Syðri-Völlum 5,83
2 Viktor Jóhannes Kristófersson / Flosi frá Litlu-Brekku 5,53
3 Karítas Aradóttir / Gyðja frá Miklagarði 5,50
4 Edda Felicia Agnarsdóttir / Faktor frá Dalbæ 5,23
5 Anna Herdís Sigurbjartsdóttir / Fjöður frá Grund 5,20

Gæðingaskeið

1 James Bóas Faulkner, Flugar frá Barkarstöðum 6,46
Umferð 1 4,50 6,50 7,00 9,70 7,00 6,08
Umferð 2 6,00 6,50 7,00 9,20 7,50 6,83
2 Mette Mannseth, Hnokki frá Þúfum 6,38
Umferð 1 7,00 7,00 7,00 9,50 7,00 6,75
Umferð 2 6,50 6,50 7,00 10,20 7,00 6,00
3 Kristófer Smári Gunnarsson, Kofri frá Efri-Þverá 6,00
Umferð 1 6,00 6,50 6,50 9,90 5,00 5,75
Umferð 2 6,50 7,00 7,00 9,90 6,50 6,25
4 Sonja Líndal Þórisdóttir, Návist frá Lækjamóti 4,38
Umferð 1 5,50 5,50 5,50 11,70 7,00 4,17
Umferð 2 5,50 5,50 5,50 10,90 5,50 4,58
5 Jóhann Magnússon, Skyggnir frá Bessastöðum 3,08
Umferð 1 5,50 6,00 6,00 9,60 7,50 6,17
Umferð 2 0,00 0,00 0,00 0,00 0,00 0,00


18.08.2012 20:13

Úrslit í kappreiðum og staðan eftir forkeppni

vantar myndir frá kvöldinu en hér má sjá skemmtilega mynd frá kappreiðunum 2011 ;)


Úrslit í kappreiðum og staðan eftir forkeppni á opna íþróttamóti Þyts 2012. Skemmtilegum degi lokið í Kirkjuhvamminum þar sem opna íþróttamót Þyts er í gangi. Þáttakan er góð, flott hross, hressir knapar og mjög gott veður. Úrslit fara fram á morgun og byrja kl. 10.00 í fyrramálið á fjórgangi barna.
Í kvöld voru kappreiðar og var mikið fjör í stökkkappreiðunum og áhorfendur voru duglegir að hvetja keppendur, peningaverðlaun voru fyrir fyrstu 3 sætin, gefendur voru L-Ásgeirsá, Kola ehf og Diskódísir. Einnig voru sér verðlaun fyrir besta tímann í 100 metra skeiðinu, en það voru þær Mette og Þúsöld sem áttu besta tíma kvöldsins og hlaut Mette gjafabréf fyrir tvo í Selasiglinu á Hvammstanga.

Úrslit og staða eftir forkeppni má sjá hér fyrir neðan:

200 m stökk
 Siggi stoltur eigandi Vins tók við verðlaununum fyrir 1. sætið.

1 " Kristófer Smári Gunnarsson
Vinur frá Nípukoti
" 17,09
2 " Viktor Jóhannes Kristófersson
Flosi frá Litlu-Brekku
" 17,16
3 " Helga Rós Níelsdóttir
Natan frá Kambi
" 17,37
4 " Laufey Rún Sveinsdóttir
Blær frá Íbishóli
" 17,66
5 " Anna Herdís Sigurbjartsdóttir
Funi frá Fremri-Fitjum
" 17,70
6 " Jónína Lilja Pálmadóttir
Þáttur frá Seljabrekku
" 18,03

100 m skeið

1 " Mette Mannseth
Þúsöld frá Hólum
" 7,82
2 " Jóhann Magnússon
Hvirfill frá Bessastöðum
" 8,28
3 " Kristófer Smári Gunnarsson
Kofri frá Efri-Þverá
" 8,50
4 " Tryggvi Björnsson
Skuggadís frá Blönduósi
" 8,63
5 " Gunnar Reynisson
Nn frá Syðri-Völlum
" 0,00
6 " Bergrún Ingólfsdóttir
Eldur frá Vallanesi
" 0,00

Fimmgangur 1. flokkur
1 Mette Mannseth / Háttur frá Þúfum 6,97
2 Bjarni Jónasson / Djásn frá Hnjúki 6,80
3 Tryggvi Björnsson / Kafteinn frá Kommu 6,73
4 Mette Mannseth / Hnokki frá Þúfum 6,67
5 Bjarni Jónasson / Ljóri frá Sauðárkróki 6,27
6 James Bóas Faulkner / Flugar frá Barkarstöðum 6,17
7 Gunnar Reynisson / Kveikur frá Sigmundarstöðum 5,63
8 Jóhann Magnússon / Skyggnir frá Bessastöðum 5,60
9 Bergrún Ingólfsdóttir / Adam frá Efri-Skálateigi 1 5,57
10 Sonja Líndal Þórisdóttir / Návist frá Lækjamóti 5,27
11 Sverrir Sigurðsson / Dröfn frá Höfðabakka 4,70

Tölt 1. flokkur
1 Mette Mannseth / Hnokki frá Þúfum 7,10
2-3 Bjarni Jónasson / Eik frá Narfastöðum 6,67
2-3 Mette Mannseth / Friður frá Þúfum 6,67
4-5 Sonja Líndal Þórisdóttir / Kvaran frá Lækjamóti 6,43
4-5 Ægir Sigurgeirsson / Gítar frá Stekkjardal 6,43
6-7 James Bóas Faulkner / Vígtýr frá Lækjamóti 6,33
6-7 Jóhann Magnússon / Oddviti frá Bessastöðum 6,33
8 Herdís Einarsdóttir / Brúney frá Grafarkoti 6,17
9 Einar Reynisson / Sigurrós frá Syðri-Völlum 5,93
10 Gunnar Reynisson / Kveikur frá Sigmundarstöðum 5,80
11 Sverrir Sigurðsson / Vág frá Höfðabakka 5,77
12 Þóranna Másdóttir / Kynning frá Dalbæ 5,33

Tölt 2. flokkur

1 Kolbrún Stella Indriðadóttir / Vottur frá Grafarkoti 6,30
2 Jónína Lilja Pálmadóttir / Svipur frá Syðri-Völlum 6,07
3 Ragnar Smári Helgason / Kóði frá Grafarkoti 5,83
4 Laufey Rún Sveinsdóttir / Ótti frá Ólafsfirði 5,67
5 Theódóra Dröfn Skarphéðinsdóttir / Spyrna frá Syðri-Reykjum 5,60
6 Sigríður Ása Guðmundsdóttir / Magnea frá Syðri-Völlum 5,53
7 Þorgeir Jóhannesson / Bassi frá Áslandi 5,47
8 Ingveldur Ása Konráðsdóttir / Æsir frá Böðvarshólum 5,30

Tölt unglingaflokkur
1 Finnbogi Bjarnason / Svala frá Garði 6,83
2 Aron Orri Tryggvason / Stúdent frá Gauksmýri 6,33
3 Helga Rún Jóhannsdóttir / Logadís frá Múla 6,17
4 Lilja Karen Kjartansdóttir / Tangó frá Síðu 5,77
5 Kristófer Smári Gunnarsson / Krapi frá Efri-Þverá 5,57
6 Eydís Anna Kristófersdóttir / Bassi frá Heggsstöðum 5,50
7 Hanna Ægisdóttir / Móði frá Stekkjardal 4,97
8 Eva Dögg Pálsdóttir / Karvel frá Grafarkoti 4,83

Tölt börn

1 Viktor Jóhannes Kristófersson / Flosi frá Litlu-Brekku 5,63
2 Sara Lind Sigurðardóttir / Hvönn frá Syðri-Völlum 5,27
3 Anna Herdís Sigurbjartsdóttir / Fjöður frá Grund 5,10
4 Karítas Aradóttir / Gyðja frá Miklagarði 4,90
5 Edda Felicia Agnarsdóttir / Faktor frá Dalbæ

Fjórgangur 1. flokkur

1 Helga Thoroddsen / Fylkir frá Þingeyrum 6,67
2 Bjarni Jónasson / Spölur frá Njarðvík 6,47
3 Sonja Líndal Þórisdóttir / Kvaran frá Lækjamóti 6,30
4 Herdís Einarsdóttir / Brúney frá Grafarkoti 6,23
5-6 James Bóas Faulkner / Sómi frá Ragnheiðarstöðum 6,00
5-6 James Bóas Faulkner / Vígtýr frá Lækjamóti 6,00
7 Tryggvi Björnsson / Stúdent frá Gauksmýri 5,93
8 Þóranna Másdóttir / Kynning frá Dalbæ 5,67
9 Einar Reynisson / Almar frá Syðri-Völlum 5,60
10 Helga Rós Níelsdóttir / Frægur frá Fremri-Fitjum 5,43
11 Einar Reynisson / Sigurrós frá Syðri-Völlum 5,40

Fjórgangur 2. flokkur

1 Jónína Lilja Pálmadóttir / Svipur frá Syðri-Völlum 6,20
2 Kolbrún Stella Indriðadóttir / Vottur frá Grafarkoti 6,13
3 Ægir Sigurgeirsson / Hrókur frá Grænuhlíð 5,80
4 Þorgeir Jóhannesson / Bassi frá Áslandi 5,70
5 Theódóra Dröfn Skarphéðinsdóttir / Spyrna frá Syðri-Reykjum 5,40
6 Sigríður Ása Guðmundsdóttir / Magnea frá Syðri-Völlum 5,33
7 Ingveldur Ása Konráðsdóttir / Fjöður frá Snorrastöðum 4,23

Fjórgangur unglingaflokkur

1 Finnbogi Bjarnason / Svala frá Garði 6,40
2 Helga Rún Jóhannsdóttir / Prins frá Hesti 5,97
3 Eva Dögg Pálsdóttir / Brokey frá Grafarkoti 5,57
4-5 Friðrún Fanný Guðmundsdóttir / Demantur frá Blönduósi 5,50
4-5 Hanna Ægisdóttir / Penni frá Stekkjardal 5,50

Fjórgangur börn

1 Sara Lind Sigurðardóttir / Hvönn frá Syðri-Völlum 5,57
2 Karítas Aradóttir / Gyðja frá Miklagarði 5,27
3 Anna Herdís Sigurbjartsdóttir / Fjöður frá Grund 5,03
4 Edda Felicia Agnarsdóttir / Faktor frá Dalbæ
5 Anna Herdís Sigurbjartsdóttir / Frigg frá Fögrubrekku 4,87
6 Viktor Jóhannes Kristófersson / Flosi frá Litlu-Brekku 4,37

Tölt T2

1 Mette Mannseth / Háttur frá Þúfum 7,07
2 Friðrik Már Sigurðsson / Björk frá Lækjamóti 6,10
3 Sverrir Sigurðsson / Kasper frá Höfðabakka 5,67
4 Anna Herdís Sigurbjartsdóttir / Funi frá Fremri-Fitjum 5,03


Mótanefnd og stjórn Þyts vill lýsa eftir Jóa Búbba, hann er vanur að láta sjá sig á öllum hestaviðburðum á Norðurlandi vestra. Jói, hvar ertu eiginlega?
17.08.2012 11:42

Hestamenn athugið !!!
Af gefnu tilefni viljum við ítreka að það er stranglega bannað að fara á hestum inn á fótboltavöllinn og æfingasvæðið (fyrir austan reiðvöllinn) í Hvamminum.
Flettingar í dag: 192
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 3008
Gestir í gær: 81
Samtals flettingar: 874809
Samtals gestir: 47847
Tölur uppfærðar: 24.2.2024 06:01:57