15.04.2016 15:58

 
 

12.04.2016 03:20

Fulltrúar Þyts

Eitt mest spennandi mót ársins verður föstudaginn 15.apríl í Samskipahöllinni í Spretti. Meistari meistaranna er nýtt mót þar sem sigurvegarar úr mótaröðum landsins keppa til úrslita og um titilinn Meistari meistaranna 2016 í fjórum greinum.

Keppnisraðirnar eru Meistaradeildin, KS deildin, Uppsveitardeildin,
Húnvetnska liðakeppnin, KB mótaröðin, Kea mótaröðin,
Vesturlandsdeildin og Gluggar og Glerdeild áhugamanna.


Greinarnar eru  fjórgangur, fimmgangur, slaktaumatölt og tölt. Einungis eru riðin úrslit í hverri grein og eru keppendurnir 7-8 í hverri grein.Keppnisrétt hafa þeir sem eru sigurvegarar þessara greina í ofangreindum keppnisröðum.  Ef sigurvegarinn er að keppa í fleiri en
einni grein eða af einhverjum sökum kemst ekki mætir sá knapi og hestur sem voru í öðru sæti.Keppnin fer fram á föstudagskvöldið 15 apríl og hefst kl. 19:00. Aðgangseyrir er kr. 1000 pr mann. Það er alveg ljóst að þetta mót verður eitt mest spennandi mót
vetrarins þar sem saman koma úrvals knapar og hestar af öllu landinu. Miklu verður tjaldað til og í boði verða flottir vinningar ásamt peningaverðlaunum fyrir fyrstu þrjú í hverri grein.

 

Fulltrúar Húnvetnsku liðakeppninnar eru:

Fjórgangur

 

Jessie Huijbers og Hátíð frá Kommu

 

Fimmgangur

Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir  og Kolgerður frá Vestri-Leirárgörðum

 

T2 - Slaktaumatölt 

 

Fanney Dögg Indriðadóttir og Brúney frá Grafarkoti

 

 

Tölt

 

Elvar Logi Friðriksson  og Byr frá Grafarkoti

 

Fyrirhugað er að hafa rútuferð suður til að styðja okkar fólk og hafa gaman saman, þeir sem hafa áhuga eru beðnir um að hafa samband við Guðrúnu 848-3639 eða Kollu 863-7786 sem fyrst ;-) 

07.04.2016 09:48

Karlatölt Norðurlands 2016

 

Karlatölt Norðurlands verður haldið miðvikudagskvöldið 20.04. nk. í Þytsheimum og hefst kl. 19.00. Keppt verður í þremur flokkum, minna vanir (í keppni), meira vanir (í keppni) og opinn flokkur. Minna vanir keppa í T7 en í hinum tveimur flokkunum verður keppt í T3.

Skráningargjaldið er 1.500 og verður að greiða inn á reikning 0159-15-200343 kt. 550180-0499 um leið og skráð er. Keppendur skrá sig í skráningakerfi Sportfengs http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add .

 

Skráningafrestur er til miðnættis laugardagsins 16. apríl.

 

Nánar auglýst þegar nær dregur móti. 

 

Mótanefnd Karlatölts

 

 

06.04.2016 14:11

Úrtaka fyrir LM

 
 
 

Stjórn hestamannafélagsins hefur ákveðið að úrtaka fyrir Landsmót verður haldin á Hólum helgina 11. og 12. júní nk með hestamannafélögunum Skagfirðingi og Neista, úrtakan verður þannig að riðin verður tvöföld umferð. 

 

 
 

Nánar auglýst síðar.

 

Stjórn Þyts

02.04.2016 17:53

Fjólubláaliðið VANN!

Þá er lokamóti Húnvetnsku liðakeppninnar lokið.  Nefndin þakkar kærlega fyrir veturinn og öllum þeim sem hjálpuðu til með einum eða öðrum hætti.

 

Fjólubláliðið sigraði liðakeppnina að þessu sinni en mjög mjótt var á munum.  Úrslit kvöldsins urðu eftirfarandi:

Fjólubláliðið 269,35 stig

Grænaliðið 262,59 stig

Appelsínugulaliðið 253,35 stig

Elvar Logi og Byr frá Grafarkoti unnu 1.flokkinn og hafa því unnið sér inn þáttökurétt á Meistari Meistaranna nú í apríl.

 

Barnaflokkur:

1. Rakel Gígja Ragnarsdóttir og Vídalín frá Grafarkoti - 5,56

2. Guðmar Hólm Ísólfsson og Dagur frá Hjaltastaðahvammi - 5,11

3. Margrét Jóna Þrastardóttir og Frakkur frá Miklaholti - 2,39

4. Arnar Finnbogi Hauksson og Sævar frá Kornsá II - 2,22

5. Dagbjört Jóna Tryggvadóttir og Dropi frá Hvoli - lauk ekki keppni.

 

Unglingaflokkur:

1. Karítas Aradóttir og Björk frá Lækjamóti - 6,28

2. Anna Herdís Sigurbjartsdóttir og Máni frá Melstað - 5,83

3. Eysteinn Tjörvi Kristinsson og Kjarval frá Hjaltastaðahvammi - 5,28

4. Ásta Guðný Unnsteinsdóttir og Mylla frá Hvammstanga - 4,22

 

3.flokkur:

1. Halldór Sigfússon og Seiður frá Breið - 6,00

2. Elín Sif Holm Larsen og Jafet frá Lækjamóti - 5,61 

3. Agnar Sigurðsson og Dís frá Gauksmýri - 5,50

4. Eva-Lena Lohi og Bliki frá Stóru Ásgeirsá - 5,22

5. Sigrún Eva Þórisdóttir og Freisting frá Hvoli - 5,11

 

2.flokkur:


1. Birna Olivia Agnarsdóttir og Kristófer frá Hjaltastaðahvammi - 6,44

2. Þóranna Másdóttir og Ganti frá Dalbæ - 6,39

3. Sverrir Sigurðsson og Frosti frá Höfðabakka - 6,22

4. Kolbrún Stella Indriðadóttir og Grágás frá Grafarkoti - 6,11

5.Pálmi Geir Ríkharðsson og Sigurrós frá Syðri Völlum - Kom úr B-úrslitum - 6,00

6. Eva Dögg Pálsdóttir og Glitri frá Grafarkoti - 5,44

B-úrslit

Pálmi Geir Ríkharðsson og Sigurrós frá Syðri Völlum - 6,00

7. Jóhann Albertsson og Stúdent frá Gauksmýri - 5,67

8. Elías Guðmundsson og Eldfari frá Stóru Ásgeirsá - 5,61

9. Sigrún Þórðardóttir og Blæja frá Fellskoti - 5,33

 

1.flokkur:


1. Elvar Logi Friðriksson og Byr frá Grafarkoti - 7,28

2. Vigdís Gunnarsdóttir og Daníel frá Vatnsleysu - 7,11 

3. Kolbrún Grétarsdóttir og Stapi frá Feti - 6,78 

4. Hörður Óli Sæmundarson og Dáð frá Ási I - 6,78

5. Fanney Dögg Indriðadóttir og Gróska frá Grafarkoti - 6,33

Einstaklingskeppnin:

Barnaflokkur



1. Rakel Gígja Ragnarsdóttir 34,5 stig
2. Guðmar Hólm Ísólfsson 33 stig
3. Dagbjört Jóna Tryggvadóttir 22,5 stig

Unglingaflokkur


1. Karítas Aradóttir 35 stig
2. Anna Herdís Sigurbjartsdóttir 26 stig
3. Ásta Guðný Unnsteinsdóttir 23 stig

3. flokkur


1. Elín Sif Holm Larsen 31 stig
2. Halldór Sigfússon 19 stig
3. Stine Kragh 17 stig

2. flokkur


1. - 2. Sverrir Sigurðsson 23 stig
1. - 2. Birna Olivia Agnarsdóttir 23 stig
3. Þóranna Másdóttir 21 stig

1. flokkur


1. Elvar Logi Friðriksson 33 stig
2. Fanney Dögg Indriðadóttir 29 stig
3. Vigdís Gunnarsdóttir 22 stig.

 
Hér fyrir ofan eru svo framtíðarknaparnir í pollaflokknum.

 

 Ástund Hestavöruverslun gaf sigurvegurum í öllum flokkur verðlaun.

SKVH er aðalstyrktaraðili Húnvetnsku liðakeppninngar 20016.

01.04.2016 14:58

Skeiðinu aflýst!!

Kæru keppendur, mótanefnd hefur ákveðið að aflýsa skeiðinu vegna veðurs.

Stefnt er að því að tölt mótið byrji kl. 18:00 í Þytsheimum.

Fylgist með og deilið áfram.

 

Mótanefnd

01.04.2016 11:02

Óvæntur liðsauki væntanlegur í kvöld.

 

Liðakeppnisnefnd fékk hringingu seint í gærkvöldi.  Svo virðist sem Jóhanni Skúlasyni hafi (líkt og mörgum Þytsfélögum) ekki tekist að klára skráningu sína í gegnum Sportfenginn.  Jói fékk lánaða merina Skímu frá Kvistum sem vann víst eitthvað mót í fyrra....  Þetta verður spennandi að sjá!

 

Hlökkum til að sjá ykkur í kvöld.

Grill og glas - allir hressir!

31.03.2016 14:43

Lokamót Húnvetnsku liðakeppninnar á morgun.

 
 

Eftir síðasta mót var staðan í liðakeppninni mjög jöfn og því spennandi mót framundan.

Fjólubláaliðið - 195,27

Grænaliðið - 191,69

Appelsínugulaliðið - 190,84

 

Veitinganefndin ætlar að sjá til þess að allir verði saddir og sælir og verða þær kjarnakonur með grillmat til sölu á sanngjörnu verði.

Endilega fjölmennum á þetta síðasta mót vetrarins og skemmtun okkur saman.

 

Við byrjum mótið eins og venjulega klukkan 17:30 og í þetta sinn á skeiði.

Nú þegar hafa tveir pollar skráð sig til leiks en það eru:
Indriði Rökkvi og Freyðir – Fjólubláa liðið
Victor Þór og Þokki – Appelsínugula liðið

Hægt er að senda skráningu fyrir pollana á thytur1@gmail.com eða koma upp á loft í Þytsheimum áður en við hefjum keppni og skrá þá þar.

Dagskráin verður sem hér segir:
17:30 - 100 m skeið (uppi á velli)
Pollaflokkur
Börn – forkeppni
Unglingar – forkeppni
Börn – úrslit 
Unglingar – úrslit
Stutt hlé
2.flokkur – forkeppni
Matur
3.flokkur forkeppni 
2.flokkur – b-úrslit
1.flokkur – forkeppni
Stutt hllé
3.flokkur – úrslit
2.flokkur – A úrslit
1.flokkur – úrslit.

Ráslistar eru sem hér segir:

Barnaflokkur:
1.Dagbjört Jóna Tryggvadóttir og Dropi frá Hvoli - A
1.Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal og Dagur frá Hjaltastaðahvammi - F
2.Rakel Gígja Ragnarsdóttir og Vídalín frá Grafarkoti - G
2.Margrét Jóna Þrastardóttir og Frakkur frá Miklaholti - G
3.Arnar Finnbogi Hauksson og Sævar frá Kornsá II - F
3.Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal og Valdís frá Blesastöðum 1A - F
4.Dagbjört Jóna Tryggvadóttir og Diddi frá Þorkelshóli II - A

Unglingaflokkur:
1.Karítas Aradóttir og Björk frá Lækjamóti - G
1.Eysteinn Tjörvi Kristinsson og Kjarval frá Hjaltastaðahvammi - F
2.Ásta Guðný Unnsteinsdóttir og Mylla frá Hvammstanga - G

3.flokkur:
1.Sigrún Eva Þórisdóttir og Freisting frá Hvoli - F
1.Elín Sif Holm Larsen og Jafet frá Lækjamóti - A
2.Gunnlaugur Agnar Sigurðsson og Dís frá Gauksmýri - G
2.Ragnar Smári Helgason og Korði frá Grafarkoti - F
3.Eva-Lena Lohi og Bliki frá Stóru Ásgeirá - A
3.Óskar Einar Hallgrímsson og Glotti frá Grafarkoti - G
4.Elísa Ýr Sverrisdóttir og Valey frá Höfðabakka - A
4.Sigrún Eva Þórisdóttir og Vorrós frá Syðra Kolugili - F
5.Halldór Sigfússon og Seiður frá Breið - G

2.flokkur:
1.Þorgeir Jóhannesson og Sveipur frá Miðhópi - G
1.Magnús Ásgeir Elíasson og Glenning frá Stóru Ásgeirsá - F
2.Jóhann Albertsson og Stúdent frá Gauksmýri - F
2.Lýdía Þorgeirsdóttir og Egó frá Gauksmýri - A
3.Kolbrún Stella Indriðadóttir og Grágás frá Grafarkoti - A
4.Birna Olivia Agnarsdóttir og Kristófer frá Hjaltastaðahvammi - F
4.Pálmi Geir Ríkarðsson og Sigurrós frá Syðri Völlum - A
5.Eydís Anna Kristófersdóttir og Snilld frá Tunguhlíð - G
5.Elías Guðmundsson og Elfari frá Stóru Ásgeirsá - A
6.Halldór P. Sigurðsson og Geilsi frá Efri Þverá - G
6.Þóranna Másdóttir og Ganti frá Dalbæ - F
7.Sverrir Sigurðsson og Frosti frá Höfðabakka - A
7.Sigrún Þórðardóttir og Blæja frá Fellskoti - F
8.Þorgeir Jóhannesson og Stígur frá Reykjum 1 - G
8.Lýdía Þorgeirsdóttir og Smári frá Forsæti - A

1.flokkur:
1.Herdís Einarsdóttir og Griffla frá Grafarkoti - F
1.Kolbrún Grétarsdóttir og Karri frá Gauksmýri - G
2.Vigdís Gunnarsdóttir og Daníel frá Vatnsleysu - G
2.Sonja Líndal Þórisdóttir og Vídd frá Lækjamóti - A
3.Jessie Huijbers og Hátíð frá Kommu - F
3.Hörður Óli Sæmundarson og Dáð frá Ási I - A
4.Elvar Logi Friðriksson og Byr frá Grafarkoti - F
4.Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir og Ræll frá Varmalæk - G
5.Kolbrún Grétarsdóttir og Stapi frá Feti - G
5.Jóhann Magnússon og Mynd frá Bessastöðum - F

6.Fanney Dögg Indriðadóttir og Gróska frá Grafarkoti - A

100 m skeið:
1.Eydís Anna Kristófersdóttir og Hrekkur frá Enni - G
2.Jóhann Magnússon og Knár frá Bessastöðum - F
3.Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir og Hrókur frá Kópavogi - G
4.Elías Guðmundsson og Iðunn frá Stóru Ásgeirsá - A
5.Karítas Aradóttir og Glóey frá Torfunesi - G
6.Pálmi Geir Ríkarðsson og Orka frá Syðri Völlum - A
7.Elvar Logi Friðriksson og Diljá frá Höfðabakka - F
8.Magnús Ásgeir Elíasson og Fjölnir frá Stóru Ásgeirá - F
9.Kristófer Smári Gunnarsson og Korfi frá Efri Þverá - A
10.Elías Guðmundsson og Eldfari frá Stóru Ásgeirá - A
11.Vigdís Gunnarsdóttir og Stygg frá Akureyri - G

 

Ástund Hestavöruverslun gefur sigurvegurum í öllum flokkum verðlaun.

SKVH er aðalstyrktaraðili Húnvetnsku liðakeppninnar.

28.03.2016 13:58

Lokamót Húnvetnsku liðakeppninnar

Þá er komið að því, lokamót Húnvetnsku liðakeppninnar er tölt og skeið og það verður haldið föstudaginn 1. apríl. Keppt verður í tölti T3 í öllum flokkum (tekið tillit til þess að hægja þarf í beygjum á hraða töltinu).

Forkeppni í T3 (2 inná í einu): hægt tölt snúa við - hraðabreytingar - hratt tölt. 

Keppt verður í opnum flokki í skeiði og skráningargjaldið er 1.000 kr. Tilkynnt verður á fimmtudag hvort aðstæður leyfa skeið. En fyrirhugað er að hafa skeiðið úti á skeiðbrautinni.

 

Skráningafrestur er á miðnætti þriðjudagsins 29. mars.

 

Keppendur skrá sig skráningakerfi Sport-fengs. http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add og farið undir mót. ATH. Keppendur í 3. flokki velja minna vanir.
Foreldrar polla sem ætla að skrá sig sendi upplýsingar á thytur1@gmail.com einnig þeir sem eru að keppa í fyrsta skipti verða að senda upplýsingar um í hvaða flokki þeir ætli að keppa á þetta netfang.

 

Skráningargjaldið í töltið er 2.500 fyrir fullorðna og 1.000 fyrir unglinga 17 ára og yngri og verður að greiða inn á reikning 0159-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst. Ef einhver skráir sig eftir að skráningu er lokið er skráningargjaldið 4.000.

 

Hvetjum alla til að mæta á lokamótið í ár og hvetja keppendur til dáða, fá sér grillkjöt á flottu verði hjá frábæru konunum í kaffinefndinni og skola því niður með góðu glasi.

 

Aðgangseyrir er 500 kr. en frítt fyrir 12 ára og yngri.

 

Aðalstyrktaraðili Húnvetnsku liðakeppninnar er SKVH sláturhús.

Ástund hestavöruverslun gefur sigurvegurum í hverjum flokki verðlaun.

 

Athugið: Völlurinn verður settur upp fimmtudagskvöldið 30. mars kl. 20:30 og eftir það verður honum lokað fram að keppni.


Mótanefnd

25.03.2016 10:04

Kennsla mánudaginn 28. mars

Kennsla mánudaginn 28.mars Vegna fyrirspurna ætlum við að kenna keppnisþjálfun og æfa fyrir næsta mót kl 14:00-14:45 og knapamerki BÓKLEGT kl 14:45-15:30

Æskulýðsnefndin

22.03.2016 10:45

Að lokinni sýningu

Sýningin okkar, Hestar fyrir alla, tókst mjög vel. Sýningin var mjög fjölbreytt og margir úr félaginu sem tóku þátt. 7 atriði komu úr æskulýðsstarfinu en það voru hestafimleikar, munsturreið, yngstu knaparnir voru með leikþátt úr Ronju ræningjadóttur, trec og knapamerki. Nokkur ræktunarbú komu fram ásamt knöpum ársins 2015. Einnig tóku 2 hópar sig saman og voru með munsturreið, 1 kvennahópur og 1 karlahópur. Gaman var að sjá hinn almenna hestamann sem ekki er endilega að taka þátt í keppni koma þarna fram og sjá hversu búið var að leggja mikið á sig við æfingar fyrir atriðin. Fjöldi fólks kom á sýninguna og heyrðist á pöllunum aðdáun yfir því hvað krakkarnir voru öruggir með sig á hestum sínum og sýndu af sér prúða reiðmennsku.
Stjórn Þyts þakkar öllum þeim sem tóku þátt og nefndinni fyrir sín störf. Hér má sjá nokkrar myndir af sýningunni en Eydís er að vinna myndirnar og koma þær inn á heimasíðuna fljótlega.

 

 

 
 



20.03.2016 18:21

Reiðkennsla

Nú er komið páskafríi í reiðþjálfun, keppnisþjálfun, knapamerki og trec og byrjum við aftur þriðjudaginn 29. mars þá er reiðþjálfun og trec.

 

Æskulýðsnefnd

17.03.2016 00:39

Hestar fyrir alla

 

 

Hlökkum til að sjá ykkur!

Þeir sem eiga eftir að skila inn tónlist til Dóra endilega drífið í því ;)

16.03.2016 09:56

Upplýsingar og tónlist fyrir sýningu

Jæja ALLIR að senda upplýsingar til Tótu á sigurbjorg.thorunn@gmail.com fyrir sýningarskrá

FYRIR KL.17 Í DAG

og láta vita hvort þið mætið eða ekki á generalprufuna á morgun fimmtudag 17.mars

 

Eins allir að senda tónlist til Dóra Fúsa á dorifusa@gmail.com

best ef lagið sem þið ætlið að nota sé á Spotify :) allavega verið í sambandi við Dóra í DAG

 

kv. Sýningarnefnd

15.03.2016 10:44

Í framhaldi af aðalfundi

Stjórn Þyts þakkar félögum fyrir fínan aðalfund í gærkvöldi og góða umræðu um vallarsvæðið okkar. Stjórnin ákvað í framhaldi af fundi að auglýsa eftir fólki í mannvirkjanefnd. Ef það er einhver sem vill aðstoða okkur í stjórninni við að laga völlinn og gera hann góðan megið þið endilega hafa samband við Kollu í síma 8637786 eða einhvern í stjórninni.

 

Með fyrirfram þökk

 
Stjórn Þyts 
Flettingar í dag: 12328
Gestir í dag: 932
Flettingar í gær: 3375
Gestir í gær: 108
Samtals flettingar: 1180226
Samtals gestir: 64025
Tölur uppfærðar: 27.7.2024 11:28:29