03.11.2019 22:33

Uppskeruhátíð 2019

Uppskeruhátíð Þyts og Hrossaræktarsamtaka Húnaþings vestra.

 
 

Verður haldin hátíðlega laugardaginn 9. nóvember í Félagsheimilinu á Hvammstanga.

Frábær matur að hætti Þórhalls Magnúsar Sverrissonar

Á matseðlinum verður nautakjöt, lambakjöt og bernaiessósa með allskonar framandi meðlæti. 

og skemmtun sem endar svo með dúndrandi dansiballi með strákunum úr Kókos og Hrafnhildi Ýr.

 

Húsið opnar kl. 19:30 og hátíðin hefst kl. 20:00 Miðaverð er 7900 kr. 

Einnig verður selt sér inn á dansleikinn kl.23:00 við inngang fyrir litlar 2500 kr. 

Miðasala fer fram dagana 4.-7. nóv. í Söluskálanum (sjoppunni) einungis hægt að borga með reiðufé.

Hægt verður að borga fyrir ósótta miða við inngang Félagsheimilisins á hátíðinni sjálfri.

 

Þau bú sem tilnefnd eru sem ræktunarbú ársins eru:

Bessastaðir - Efri-Þverá - Grafarkot - Höfðabakki - Lækjamót

 

Takið daginn frá og fögnum árinu saman :) 

 

Nefndin

 

30.10.2019 14:01

Keppnisárangur 2019



Við viljum biðja alla keppendur ársins 2019 hjá Þyt að senda inn keppnisárangur sinn á árinu. Koma þarf fram í hvaða flokki keppt var á hverju móti fyrir sig og aðeins eru gefin stig fyrir úrslitasæti. Senda upplýsingar til Pálma á netfangið palmiri@ismennt.is fyrir  5. nóv  nk.

 


Stjórn Þyts

23.10.2019 15:47

Uppskeruhátíð æskunnar 2019

Uppskeruhátíð æskunnar frestast um óákveðinn tíma vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Auglýst um leið og tímasetning er klár. 

Æskulýðsnefnd Þyts


25.09.2019 14:44

Opið bréf frá stjórn hestamanafélagsins Þyts

Kæru félagsmenn, nú er haustið gengið í garð með allri þeirri gleði og vinnu sem haustinu fylgir.  Eins og allir vita þá er reiðhöllin í útleigu eins og er og verður meðan á sláturtíð stendur, við erum þó farin  að skipuleggja vetrarstarfið og leitum því til ykkar með ýmis málefni.  

Hestafimleikarnir eru komnir á fullt og mikill áhugi á því starfi.  Eins og allir vita þá þarf góðan hest í það verkefni og því hefur verið ákveðið að auglýsa eftir hesti í verkefnið.  Átt þú hest sem mögulega gæti hentað fyrir krakkana, hesturinn þarf að vera með gott geðslag, vera mikið og vel taminn með góðar grunngangtegundir (fet,brokk,stökk) og vera aðgengilegur í hesthúsahverfinu á Hvammstanga.  Þú fengir greidda ákveðna upphæð fyrir hvern mánuð auk þess sem hesturinn fengi góða hreyfingu tvisvar í viku.  Er þetta eitthvað sem gæti hentað þér og þínum hesti, vinsamlegast hafðu þá samband við Pálma í síma 8490752.  

Okkur vantar líka reiðkennara með góðar hugmyndir að námskeiðum fyrir börn og fullorðna í félaginu ef þú hefur áhuga á að starfa fyrir okkur þá mátt þú endilega hafa samband. 

Þeir sem hafa áhuga á því að starfa í vetrarmótanefnd mega líka endilega hafa samband við okkur, það vantar nýjar og ferskar hugmyndir, hvernig viljið þið hafa mótahaldið í vetur, á að prófa eitthvað nýtt eða hafa þetta í svipuðum dúr og verið hefur, það er ekki seinna vænna en að fara að skipuleggja og finna styrktaraðila, og munið að hér getið þið haft áhrif og komið ykkar hugmyndum í verk.  

Á næsta ári verður félagið 70 ára, einhverjar hugmyndir eru komnar um það hvernig fagna beri áfanganum en gaman væri ef einhver gæti tekið það að sér að stýra afmælisnefnd sem kæmi að skipulagningu og ákvarðanatöku varðandi afmælið.  

Skemmtinefndin er farin að huga að uppskeruhátíð sem verður haldin þann 9.nóv og því gott að taka daginn frá. 

Eins og fram hefur komið hér á síðunni þá er ætlunin að setja á laggirnar kennsluverkefnið Reiðmanninn í samvinnu við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri næsta haust (2020) allir þeir sem hafa áhuga á að kynna sér verkefnið er bent á heimasíðu landbúnaðarháskólans,  þetta hefur verið vinsælt nám í mörg ár og stendur okkur til boða frá og með næsta hausti eins og fyrr segir og vonum við að af þessu verði því þetta hentar breyðum hópi iðkenda í hestamennsku.  

Stefnum síðan á að halda fund með félagsmönnum seinna í haust.

 

Með kveðju

Stjórnin.

19.09.2019 13:16

Knapamerki 1-5

Bókleg kennsla í haust!

 
 
 
mynd fyrir athygli
 

Knapamerki 1-5 bókleg kennsla fer fram fyrir áramót í Grunnskóla Húnaþings vestra.

Byrjum fersk í fyrstu vikunni í október, bókleg kennsla á miðvikudögum fyrir áramót. Nemendur þurfa að redda sér bók sjálfir, 

best að hringja í skrifstofuna á Hólum og panta bók þar í síma: 455-6380

Skráning og nánari upplýsingar: fanneyindrida@gmail.com

Klárum bóklega prófið í síðustu vikunni í nóvember. 

19.09.2019 11:48

Uppskeruhátíð 2019

 

Uppskeruhátíð Hrossaræktarsamtakanna og Þyts 2019 verður haldin 9. nóvember n.k. 

Endilega takið daginn frá fyrir þessa frábæru skemmtun :) 

 

 

 

 

Nefndin vonast til að sjá þessi andlit og mörg önnur til viðbótar :-) 

 
 
 
 
 
 

 

17.09.2019 14:50

Sumarexem - Þróunarvinna með forvarnarbóluefni að komast á lokastig


Rannsókn á sumarexemi og þróun á bóluefni til forvarnar hefur staðið yfir í fjölda mörg ár eins og þekkt er, en nú er komið að prófun bóluefnisins við raunverulegar aðstæður. Í það verkefni þarf 27 þæga og trausta hesta á aldrinum 6-12 vetra sem munu verða meðhöndlaðir (bólusettir) á Keldum og hefst það ferli í desember á þessu ári, en hestarnir verða síðan fluttir til Sviss í mars 2020. Félag hrossabænda mun hafa umsjón með að finna hross í verkefnið og munu fulltrúar þess um land allt leita til hesteigenda. Miðað er við að greitt verði 200.000 kr. með vsk fyrir hvert hross og að kaupverðið verði greitt 15. mars á næsta ári þegar stefnt er að útflutningi hrossanna.

Þeir hestar sem ætlunin er að flytja út fá hlutverk í reiðskólum en þegar hafa aðilar í Bern gefið kost á sér að koma að rannsókninni með því að fóstra hrossin gegn því að eignast þá í lokin.  Þessi samvinna er mikilvæg og í raun lykilþáttur til að verkefnið klárist en alltaf hefur legið fyrir að mikill kostnaður myndi liggja í uppihaldi og umsjón hrossanna til loka
rannsóknarinnar sem mun taka þrjú ár. Það eru miklir hagsmunir í húfi að þetta verkefni klárist; í fyrsta lagi gagnvart velferð þeirra hrossa sem flutt eru erlendis, og eins eru markaðslegir hagsmunir gagnvart útflutningi á Íslenska hestinum verulegir fyrir alla þá fjölmörgu hagsmunaaðila sem tengjast hestinum.

Tengiliðir eru í öllum landshlutum og eru áhugasamir hvattir til að hafa samband.

Tengiliðir á Norðurlandi: Vignir Sigurðsson netfang litlabrekka@litlabrekka.is sími  896-1838 og Heiðrún Ósk Eymundsdóttir netfang heidrun@saubaer.is  sími 849-5654.
Tengiliðir á Vesturlandi: Eysteinn Leifsson exporthestar@gmail.com  sími 896-5777 og Gunnar Halldórsson gunnar.arnbjorg@gmail.com  sími 898-8134. Tengiliðir á Suðurlandi Erlendur Árnason skidbakki@gmail.com  sími 897-8551 og  Sveinn Steinarsson, netfang sveinnst@bondi.is  sími 892-1661. 
Tengiliður á Austurlandi Einar Ben netfang gleraugun@simnet.is sími 896-5513.

Hrossin þurfa að uppfylla eftirfarandi kröfur:

1. Þægir, tamdir hestar á aldrinum 6-12 vetra sem hægt verður að nota án mikils frekari undirbúnings í reiðskóla eða í svipuð verkefni.
2. Ekki eru gerðar strangar kröfur til ganglags. Klárgengir hestar geta nýst vel í reiðskóla og sömuleiðis skeiðlagnir hestar en auðvitað er æskilegt að þeir búi yfir tölti (eða að hægt verði að styrkja það með þjálfun).

Hestarnir verða prófaðir af fulltrúum Félags hrossabænda áður en þeir verða valdir í verkefnið. Þeir munu undirgangast læknisskoðun með röntgenmyndatöku af hæklum sem kostuð er af verkefninu. Endanlegt val á hestum mun liggja fyrir í nóvember 2019 og verða þeir í framhaldinu fluttir að Keldum til bólusetninga og mun verkefnið kosta og  annast flutninginn.

Þegar kaupin liggja fyrir skal stefna að því að koma hrossunum á Keldur í síðasta lagi 25. nóvember og mun verkefnið kosta og  annast flutninginn.

Eysteinn Leifsson hefur umsjón með vali á hrossunum og eiga tengiliðir að hafa samband við hann; netfang: exporthestar@gmail.com og í síma 896-5777.

06.08.2019 08:04

Reiðmaðurinn !!!

Hestamannafélagið Þytur í samstarfi við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri hafa tekið höndum saman og hafa ákveðið að bjóða félagsmönnum upp á endurmenntunarnámskeiðið Reiðmaðurinn. Reiðmaðurinn er tveggja ára nám ætlað fólki sem vill auka við þekkingu sína og færni í reiðmennsku, hrossarækt og almennu hestahaldi. Reiðmaðurinn er nám ætlað fróðleiksfúsum hestamönnum og áhugafólki um reiðmennsku sem vill auka við þekkingu sína og færni í reiðmennsku, hrossarækt og almennu hestahaldi.


Námskeiðið er byggt upp af námi í reiðmennsku og er megináherslan lögð á það en einnig er þetta almennt bóklegt nám um m.a. sögu og þróun hestsins, fóðrun hans, frjósemi og kynbætur. Reiðmaðurinn er tveggja ára nám og er metið til 33 ECVET-eininga á framhaldsskólastigi.  Sjá nánar á heimasíðu Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri undir endurmennntun.  Lbhi.is


Möguleiki væri að fara af stað í haust ef næg þátttaka næst fljótlega (10-12 manns) og skránig gengur fljótt fyrir sig.  Annars væri stefnan að fara af stað haustið 2020.  Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast hafið samband við Pálma í síma 8490752 eða sendið skilaboða á facebook eða á netfangið palmiri@ismennt.is

04.08.2019 08:07

Kappreiðar úrslit


Á hátíðinni Eldur í Húnaþingi voru haldnar kappreiðar, keppt var í brokki, stökki og skeiði. Skráning hefði mátt vera meiri en alltaf þarf að byrja einhversstaðar og er markmiðið að þessi keppni verði haldin aftur að ári. Svo það er um að gera að fara að þjálfa og finna hesta í þessar skemmtilegu greinar. 

BROKK
1. Eysteinn Tjörvi - Þokki frá Litla Moshvoli 12,30
2. Jóhann Magnússon - Glaumur frá Bessast 13,55
3. Dagbjört Jóna - Gáta f Hvoli 14,6
4. Birna Olivia - Fengur  17,42

STÖKK
1. Óskar - Glotti 7,65 - 7,62
2. Siggi björn - Vinur  8,02 - 8,16

SKEIÐ
1. Elvar Logi - Þyrill f Djúpadal 8,85
2. Jóhann Magnússon - Óskastjarna f Bessast 10,72 9,74
3. Dagbjört Jóna - Málmey f syðri-völlum 10,19


25.07.2019 12:49

Kappreiðar / Horse race



Sunnudaginn 28.07 kl. 15.00 verða kappreiðar á Þytsvellinum. Keppt verður í 100m skeið, brokki og stökki. Hægt að skrá á Þyts emailið: thytur1@gmail.com eða á staðnum. Engin skráningargjöld og geggjuð verðlaun!

15.07.2019 12:14

Niðurstöður opna Gæðingamóts Þyts 2019

Um helgina var Gæðingamót Þyts, mótið var opið mót. Veðrið lék við okkur ótrúlegt en satt. Mótanefnd vill þakka öllum sem komu að mótinu. Knapi mótsins var valinn af dómurum, Jóhann B Magnússon en hann sigraði bæði 100 m skeið og A flokk ásamt því að ná öðru hrossi inn í úrslitin og var með hross í úrslitum í B flokki. Glæsilegasti hestur mótsins var valinn Eldur frá Bjarghúsum sem sigraði B flokk með einkunnina 8,84. Hér má sjá niðurstöður mótsins. 

A flokkur 

A úrslit
Sæti Hross Knapi Litur Aðildarfélag eiganda Einkunn
1 Frelsun frá Bessastöðum Jóhann Magnússon Jarpur/dökk-einlitt Þytur 8,42
2 Kvistur frá Reykjavöllum Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir Rauður/milli-einlitt Þytur 8,36
3 Ganti frá Dalbæ Þóranna Másdóttir Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,27
4 Káinn frá Syðri-Völlum Pálmi Geir Ríkharðsson Rauður/milli-stjörnótt Þytur 8,15
5 Atgeir frá Bessastöðum Jóhann Magnússon Brúnn/dökk/sv.einlitt Þytur 7,90     
Forkeppni
Sæti Hross Knapi Litur Aðildarfélag eiganda Einkunn
1 Frelsun frá Bessastöðum Jóhann Magnússon Jarpur/dökk-einlitt Þytur 8,27
2 Kvistur frá Reykjavöllum Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir Rauður/milli-einlitt Þytur 8,24
3 Ganti frá Dalbæ Þóranna Másdóttir Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,16
4 Atgeir frá Bessastöðum Jóhann Magnússon Brúnn/dökk/sv.einlitt Þytur 8,14
5 Káinn frá Syðri-Völlum Pálmi Geir Ríkharðsson Rauður/milli-stjörnótt Þytur 8,01
6 Trúboði frá Grafarkoti Herdís Einarsdóttir Brúnn/milli-einlitt Þytur 7,99
7 Kyrrð frá Efri-Fitjum Greta Brimrún Karlsdóttir Bleikur/álóttureinlitt Þytur 7,96
8 Prýði frá Dæli Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir Bleikur/álóttureinlitt Þytur 7,87
9 Arða frá Grafarkoti Eva Dögg Pálsdóttir Rauður/milli-nösótt Þytur 7,83
10 Uni frá Neðri-Hrepp Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir Grár/bleikurskjótt Þytur 7,78

B flokkur
A úrslit 


Sæti Hross Knapi Litur Aðildarfélag eiganda Einkunn
1 Eldur frá Bjarghúsum Hörður Óli Sæmundarson Rauður/dökk/dr.stjörnótt Þytur 8,84
2 Ísó frá Grafarkoti Fanney Dögg Indriðadóttir Brúnn-tvístjörnótthringeygt eða glaseygt Þytur 8,48
3 Glaumur frá Bessastöðum Jóhann Magnússon Brúnn/dökk/sv.einlitt Þytur 8,48
4 Gyðja frá Gröf Hörður Óli Sæmundarson Grár/brúnneinlitt Þytur 8,36
5 Grámann frá Grafarkoti Elvar Logi Friðriksson Grár/rauðureinlitt Þytur 8,32
Forkeppni  
Sæti Hross Knapi Litur Aðildarfélag eiganda Einkunn
1 Eldur frá Bjarghúsum Hörður Óli Sæmundarson Rauður/dökk/dr.stjörnótt Þytur 8,51
2 Glaumur frá Bessastöðum Jóhann Magnússon Brúnn/dökk/sv.einlitt Þytur 8,41
3 Grámann frá Grafarkoti Elvar Logi Friðriksson Grár/rauðureinlitt Þytur 8,36
4 Ísó frá Grafarkoti Fanney Dögg Indriðadóttir Brúnn-tvístjörnótthringeygt eða glaseygt Þytur 8,34
5 Gyðja frá Gröf Hörður Óli Sæmundarson Grár/brúnneinlitt Þytur 8,16
6 Smiður frá Ólafsbergi Guðjón Gunnarsson Móálóttur,mósóttur/milli-einlitt Fákur 8,14
7 Sigurrós frá Syðri-Völlum Jónína Lilja Pálmadóttir Rauður/milli-tvístjörnótt Þytur 8,12
8 Griffla frá Grafarkoti Herdís Einarsdóttir Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,08
9 Birta frá Áslandi Þorgeir Jóhannesson Grár/mósóttureinlitt Þytur 8,08
10 Sædís frá Kanastöðum Eydís Anna Kristófersdóttir Rauður/milli-blesótt Þytur 8,06
11 Nína frá Áslandi Þorgerður Gyða Ásmundsdóttir Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,02
12 Herjann frá Syðri-Völlum Pálmi Geir Ríkharðsson Rauður/milli-stjörnótt Þytur 8,01
13 Stígur frá Reykjum 1 Þorgeir Jóhannesson Jarpur/dökk-einlitt Þytur 7,92
14 Draumur frá Áslandi Eyjólfur Sigurðsson Brúnn/milli-einlitt Þytur 7,83
15 Hreyfing frá Áslandi Þorgerður Gyða Ásmundsdóttir Brúnn/milli-einlitt Þytur 7,14

Barnaflokkur      


A úrslit

Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Dagbjört Jóna Tryggvadóttir Freyja frá Brú Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,39 (eftir sætaröðun)
2 Indriði Rökkvi Ragnarsson Vídalín frá Grafarkoti Jarpur/milli-einlitt Þytur 8,39 (eftir sætaröðun)
3 Jólín Björk Kamp Kristinsdótti Kjarval frá Hjaltastaðahvammi Rauður/milli-stjörnótt Þytur 8,26
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Dagbjört Jóna Tryggvadóttir Freyja frá Brú Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,44
2 Indriði Rökkvi Ragnarsson Vídalín frá Grafarkoti Jarpur/milli-einlitt Þytur 8,21
3 Jólín Björk Kamp Kristinsdótti Kjarval frá Hjaltastaðahvammi Rauður/milli-stjörnótt Þytur 8,11
4 Dagbjört Jóna Tryggvadóttir Gáta frá Hvoli Móálóttur,mósóttur/milli-einlitt Þytur 8,02

Unglingaflokkur


A úrslit

Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Rakel Gígja Ragnarsdóttir Trygglind frá Grafarkoti Rauður/milli-skjótt Þytur 8,54 (eftir sætaröðun)
2 Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson Þokki frá Litla-Moshvoli Raublesóttur Þytur 8,54 (eftir sætaröðun)
3 Brynhildur Gígja Ingvarsdóttir Diddi frá Þorkelshóli 2 Rauður/milli-einlitt Sörli 8,33
4 Margrét Jóna Þrastardóttir Smári frá Forsæti Brúnn/mó-einlitt Þytur 8,01
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Rakel Gígja Ragnarsdóttir Trygglind frá Grafarkoti Rauður/milli-skjótt Þytur 8,32
2 Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson Þokki frá Litla-Moshvoli Rauður/ljós-blesótt Þytur 8,28
3 Brynhildur Gígja Ingvarsdóttir Diddi frá Þorkelshóli 2 Rauður/milli-einlitt Sörli 8,20
4 Margrét Jóna Þrastardóttir Smári frá Forsæti Brúnn/mó-einlitt Þytur 7,87
5 Margrét Jóna Þrastardóttir Gáski frá Hafnarfirði Rauður/milli-stjörnótt Þytur 7,76

B flokkur ungmenna
A úrslit

Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Unnur Rún Sigurpálsdóttir Mylla frá Hólum Jarpur/milli-einlitt Skagfirðingur 8,37
2 Ásta Guðný Unnsteinsdóttir Glitri frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,29
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Unnur Rún Sigurpálsdóttir Mylla frá Hólum Jarpur/milli-einlitt Skagfirðingur 8,37
2 Ásta Guðný Unnsteinsdóttir Glitri frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,17

100 m skeið
1. Jóhann B Magnússon og Fröken frá Bessastöðum 7,61 sek
2. Elvar Logi Friðriksson og Þyrill frá Djúpadal 8,21 sek
3. Finnbogi Bjarnason og Kjarnoddur frá Ytra-Vallholti 8,26 sek

100 m brokk 

1. Dagbjört Jóna Tryggvadóttir og Gáta frá Hvoli 14,73 sek
2. Indriði Rökkvi Ragnarsson og Freyðir frá Grafarkoti 17,21 sek
aðrir stukku upp



12.07.2019 14:18

Ráslistar Opna Gæðingamóts Þyts 2019


Nr. Knapi Hestur
A flokkur Gæðingaflokkur
1 Jóhann Magnússon Atgeir frá Bessastöðum
2 Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir Uni frá Neðri-Hrepp
3 Eva Dögg Pálsdóttir Arða frá Grafarkoti
4 Þóranna Másdóttir Ganti frá Dalbæ
5 Greta Brimrún Karlsdóttir Kyrrð frá Efri-Fitjum
6 Jóhann Magnússon Óskastjarna frá Fitjum
7 Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir Kvistur frá Reykjavöllum
8 Pálmi Geir Ríkharðsson Káinn frá Syðri-Völlum
9 Herdís Einarsdóttir Trúboði frá Grafarkoti
10 Hörður Óli Sæmundarson Sálmur frá Gauksmýri
11 Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir Prýði frá Dæli
12 Jóhann Magnússon Frelsun frá Bessastöðum

B flokkur Gæðingaflokkur 
1 Guðjón Gunnarsson Smiður frá Ólafsbergi
2 Þorgerður Gyða Ásmundsdóttir Hreyfing frá Áslandi
3 Hörður Óli Sæmundarson Gyðja frá Gröf
4 Þorgeir Jóhannesson Birta frá Áslandi
5 Elvar Logi Friðriksson Grámann frá Grafarkoti
6 Fanney Dögg Indriðadóttir Ísó frá Grafarkoti
7 Pálmi Geir Ríkharðsson Herjann frá Syðri-Völlum
8 Herdís Einarsdóttir Griffla frá Grafarkoti
9 Eydís Anna Kristófersdóttir Sædís frá Kanastöðum
10 Eyjólfur Sigurðsson Draumur frá Áslandi
11 Jóhann Magnússon Glaumur frá Bessastöðum
12 Þorgerður Gyða Ásmundsdóttir Nína frá Áslandi
13 Hörður Óli Sæmundarson Eldur frá Bjarghúsum
14 Jónína Lilja Pálmadóttir Sigurrós frá Syðri-Völlum
15 Þorgeir Jóhannesson Stígur frá Reykjum 1

B flokkur ungmenna
1 Ásta Guðný Unnsteinsdóttir Glitri frá Grafarkoti
2 Unnur Rún Sigurpálsdóttir Mylla frá Hólum

Unglingaflokkur

1 Margrét Jóna Þrastardóttir Gáski frá Hafnarfirði
2 Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson Þokki frá Litla-Moshvoli
3 Brynhildur Gígja Ingvarsdóttir Diddi frá Þorkelshóli 2
4 Rakel Gígja Ragnarsdóttir Trygglind frá Grafarkoti
5 Margrét Jóna Þrastardóttir Smári frá Forsæti

Barnaflokkur

1 Dagbjört Jóna Tryggvadóttir Freyja frá Brú
2 Indriði Rökkvi Ragnarsson Vídalín frá Grafarkoti
3 Jólín Björk Kamp Kristinsdótti Kjarval frá Hjaltastaðahvammi
4 Dagbjört Jóna Tryggvadóttir Gáta frá Hvoli

Brokk 300m
1 Indriði Rökkvi Ragnarsson Freyðir frá Grafarkoti
2 Ásta Guðný Unnsteinsdóttir Glitri frá Grafarkoti
3 Dagbjört Jóna Tryggvadóttir Gáta frá Hvoli
4 Pálmi Geir Ríkharðsson Hvatning frá Syðri-Völlum
5 Jónína Lilja Pálmadóttir Stella frá Syðri-Völlum

Flugskeið 100m P2 Opinn flokkur
1 Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir Eydís frá Keldudal
2 Pálmi Geir Ríkharðsson Káinn frá Syðri-Völlum
3 Friðrik Már Sigurðsson Bylgja frá Bjarnastöðum
4 Finnbogi Bjarnason Kjarnoddur frá Ytra-Vallholti
5 Elvar Logi Friðriksson Þyrill frá Djúpadal
6 Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson Sigurrós frá Gauksmýri
7 Jóhann Magnússon Atgeir frá Bessastöðum

Pollagæðingakeppni
1 Þorgeir Nói Jóhannsson Andvari frá Þorbergsstöðum
2 Benedikt Nökkvi Jóhannsson Hylling frá Kópavogi
3 Herdís Erla Elvarsdóttir Drangey frá Grafarkoti
4 Ýmir Andri Elvarsson Ísó frá Grafarkoti
5 Helga Hrönn Gunnarsdóttir Freyðir frá Grafarkoti


11.07.2019 15:56

Skráningargjöld

emoticonemoticon

Mótanefnd vill minna keppendur á að greiða skráningargjöldin í dag. Til að komast á ráslista þarf að vera búið að borga skráningargjöldin.



Flettingar í dag: 2398
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 438
Gestir í gær: 49
Samtals flettingar: 870475
Samtals gestir: 47757
Tölur uppfærðar: 22.2.2024 21:52:11