05.03.2021 10:02

Æfing fyrir töltið !!!

Næstkomandi laugardag (06.03.2020) verður æfing fyrir öll börn, unglinga og ungmenni sem hafa áhuga á að keppa í tölti í Skagafirði í næstu viku. Æfingin er frí fyrir Þytsfélaga.
Það má skrá sig hjá Hanifé Mueller-Schoenau, á facebook eða á tölvupóisti haam@mail.holar.is eða í sima 8238653
Fyrirhuguð timasetning er frá kl. 15.00 - 16.00 en nákvæmar tímasetningar fyrir hvern og einn fer eftir fjölda skráninga og verður gefið út seinna.

Hlakka til að sjá ykkur!

19.02.2021 09:33

Æfing fyrir fjórgang í Skagfirsku mótaröðinni

Næstkomandi laugardag (20.02.2020) verður æfing fyrir öll börn, unglinga og ungmenni sem hafa áhuga á að keppa í fjórgangi í Skagafirði í næstu viku. Æfingin er frí fyrir Þytsfélaga.
Það má skrá sig hjá Hanifé Mueller-Schoenau, á facebook eða í tölvupósti haam@mail.holar.is eða í sima 8238653
Fyrirhuguð timasetning er frá kl. 15.00 -16.00 en nákvæmar tímasetningar fyrir hvern og einn fer eftir fjölda skráninga og verður gefið út seinna.

19.01.2021 13:49

Námskeið dagsins !!!

Námskeið dagsins falla niður vegna veðurs.

13.01.2021 21:23

Æskulýðsstarf og knapamerki

Þá fer að styttast í að barnastarfið og knapamerki hefjist. Enn er möguleiki að bæta við nemendum á námskeiðin.

Tímasetningar fyrir æskulýðsstarfið:
Reiðkennsla 1 hefst 19. jan kl 16:30 - 17:10 Ayanna Manuela
Reiðkennsla 2 hefst 19. Jan kl 17:10 - 17:50 Jólin, Svava, Erla Rán, Valdís Freyja

Tímasetningar fyrir knapamerki:
Knapamerki 1 hefst 18. Jan kl 17:15 - 18:15
Knapamerk 3 hefst 18. Jan kl 18:20 - 19:05
Knapamerki 5 hefst 18. Jan kl 19:10 - 19: 50

04.01.2021 22:06

Nýárskveðja !!!


Stjórn Þyts sendir Þytsfélögum sem og öllum Húnvetningum bestu óskir um gleði og gæfuríkt nýtt ár með þökk fyrir samstarf, ánægjuleg samskipti og stuðning á liðnu ári. 

01.01.2021 11:17

Barnastarfið í vetur !!!!

Hestamannafélagið Þytur auglýsir reiðnámskeið veturinn 2021

Æskulýðsnefndin ætlar að bjóða upp á eftirfarandi námskeið í vetur:

  • Reiðkennsla 1, kennt á þriðjudögum frá kl 16:30 - 17:10 og byrjar kennsla þriðjudaginn 19. janúar.
  • Reiðkennsla 2, kennt á þriðjudögum frá kl 17:10 - 17:50 og byrjar kennsla þriðjudaginn 19. janúar
  • Treck/hindrunarstökk kennt á miðvikudögum kl 16:30 og byrjar kennsla miðvikudaginn 20. janúar.

Einnig mun Þytur bjóða upp á knapamerki 1, 2, 3, 4 og 5 ef næg þátttaka fæst. Þau námskeið
sem ekki næst næg þátttaka í munu falla niður. Knapamerkin verða kennd á mánudögum og
hefst kennsla mánudaginn 18. janúar.

Skráning er tölvupóstfangið thyturaeska@gmail.com. Koma þarf fram nafn nemanda, foreldris
og símanúmer. 

Frekari upplýsignar fást hjá Haffí í síma 8668768.

06.12.2020 10:43

Þytsfélagar athugið!!!

Þytsfélagar nú er komið að því að taka saman keppnisárangur ársins vinsamlegast sendið uppl. á palmiri@ismennt.is

Þytsfélagar nú vantar okkur fólk til þess að vinna með okkur m.a. í æskulýðsnefnd og vetrarmótanefnd það segir sig sjálft að hlutirnir gerast ekki af sjálfu sér og ef þú hefur áhuga á að efla félagsstarfið eða koma þínum hugmyndum að þá endilega hafðu sambandi við formann félagsins.

17.11.2020 10:03

Þytsheimar

Hægt er að kaupa kort í höllina og verður það eins og undanfarin ár,  það gildir frá 9. desember 2020 til 10. september 2021.

Gjald Þytsfélaga er 22.000.- og má greiða inn á 0159-05-403351 kt. 550180-0499, annars fá korthafar sendan greiðsluseðil í vetur. 
 
Frekari upplýsingar hjá Ragnari í síma 869-1727 eða Tryggva í síma 660-5825.

Verðskrá vegna notkunar í Þytsheima er eftirfarandi: 
Kort fyrir meðlimi Þyts 22.000 kr
Kort fyrir aðra 30.000 kr
Dagpassi 2.000 kr
Einkatími-klukkutími milli 14-16:00 og 19-24:00 5.000 kr
Einkatími-klukkutími milli 9-14 virka daga 3.000 kr
Einkatími-klukkutími um helgar 5.000 kr

Einnig er hægt að leigja, sal, eldhús og kaffiaðstöðu og hljóðkerfi og þarf að borga fyrir það aukalega.

Ekki er opið fyrir einkatíma á milli klukkan 16:00 - 19:00 á virkum dögum.

Stéttarfélagið Samstaða endurgreiðir 50% af íþróttakortum en þó að hámarki 8.000 kr á hvern félagsmann á hverju 12 mánaða tímibili. Einnig eru mörg önnur stéttarfélög að bjóða félagsmönnum sínum einhvers konar endurgreiðslu og því um að gera fyrir alla að kanna sinn rétt.

 

27.10.2020 19:34

Tryggingar fyrir börn

Vátryggingamiðlunin Tryggja býður í samstarfi við Lloyd's tryggingu fyrir börn yngri en 22 ára í leik og starfi. Tryggingin gildir allan sólarhringinn á æfingum, keppnum og frítíma hvar sem er í heiminum. Foreldrar barna í íþróttum sem kaupa þessa tryggingu geta tilgreint íþróttafélagið sem barnið stundar sína íþrótt hjá og þá fær félagið kr. 1.000 af hverri seldri áskrift.

 

LH hvetur hestamannafélög til að kynna þetta tilboð fyrir sínum félagsmönnum en Tryggja mun sjá um alla úrvinnslu og standa skil á greiðslum til félaganna.

 

Um vernda barnatryggingu:

  • Vernda barnatrygging er ódýr sjúkra- og slysatrygging - 1990 kr. á mánuði.
  • Styrkur til íþróttafélags.
  • Ekkert heilsufarsmat.
  • Gildir út um allan heim.
  • Dagpeningar til foreldra við umönnun.
  • Hæstu bætur við örorku.
  • Tryggingin gildir:

við æfingar

í keppni

í frítíma

í leik og starfi

 

Smelltu á meðfylgjandi hlekk til að kaupa tryggingu:

https://www.tryggja.is/vernda-barnatryggingar/sport

 

"Tryggjum börnin okkar sérstaklega, það verðmætasta sem við eigum, alltaf, alls staðar í leik og starfi"

Nánari upplýsingar veitir Ólafur Kjartansson oli@tryggja.is.

 

16.10.2020 14:52

Framkvæmdir

Þytsfélagar athugið 

 

nú styttist í framkvæmdir á vellinum okkar en fyrst verðum við að fjarlægja girðingu umhverfis völlinn.

Ætlum að mæta á sunnudag kl.13:00 og ganga í verkið.

Virðum sóttvarnarreglur og fjarlægðarmörk.

01.09.2020 10:02

Reiðkennarar athugið !!!Þytur auglýsir eftir reiðkennurum til að starfa fyrir félagið í haust og vetur um er að ræða ýmis námskeið bæði fyrir börn og fullorðna m.a. knapamerkin áhugasamir hafi samband við Pálma á messenger eða í síma 8490752

05.08.2020 21:12

Gæðingamóti 2020 frestað !!!!

Kæru félagar

Gæðingamóti Þyts 2020, sem halda átti sunnudaginn 9. Ágúst næstkomandi, hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna aðstæðna í þjóðfélaginu.
Hestamannafélagið Þytur tekur ábyrga afstöðu í þeim aðstæðum sem nú hafa skapast og því þykir ekki rétt að halda viðburð á við þetta mót að svo stöddu.

Mótanefnd

27.07.2020 13:05

Gæðingamót Þyts 2020

Gæðingamót Þyts 2019 verður haldið á Kirkjuhvammsvelli á Hvammstanga sunnudaginn 9. ágúst næstkomandi.
Boðið verður upp á eftirfarandi flokka:
· A-flokk gæðinga
· B-flokk gæðinga
· C - flokk gæðinga (bls 45 í reglunum og í Sportfeng er það undir annað, minna vanir)
· Ungmenni (18-21 árs á keppnisárinu)
· Unglingar (14-17 ára á keppnisárinu)
· Börn (10-13 ára á keppnisárinu)
· Skeið 100m
· Pollar (9 ára og yngri á árinu)
. Stökk og brokkkappreiðar

Skráningar skuli berast fyrir miðnætti miðvikudaginn 5. ágúst inn á skráningakerfi Sportfengs http://skraning.sportfengur.com/
Mótanefnd áskilur sér rétt til að fella niður flokka ef ekki næst næg þáttaka. Skráningargjöld í fullorðinsflokka og ungmennaflokk eru 4.000 kr. og fyrir börn og unglinga 2.000 kr. Í skeiði er skráningargjaldið 2.000 kr á hest en frítt í brokkkappreiðarnar Þeir sem eru með farandbikara mega koma þeim til mótanefndar áður en mótið hefst. Ef einhver skráir sig eftir að skráningu er lokið hækkar skráningargjaldið um 1000 kr.
Skráningargjad skal greiða um leið og skráð er og senda kvittun fyrir greiðslu skráningargjalds á netfangið thytur1@gmail.com.
Kt: 550180-0499
Rnr: 0159 - 15 - 200343

16.06.2020 13:15

Opna íþróttamót Þyts 2020


Opna íþróttamót Þyts verður haldið á Kirkjuhvammsvelli dagana 11. - 12. júlí nk. Skráningar skuli berast fyrir miðnætti miðvikudaginn 8. júlí inn á skráningakerfi Sportfengs http://motafengur.skyrr.is/Skraningkort.aspx?mode=add 
Mótanefnd áskilar sér rétt til að sameina flokka eða fella niður ef ekki næst næg þáttaka. Skráningargjöld í fullorðinsflokka og ungmennaflokk eru 4.000 kr. Fyrir börn og unglinga 2.000 kr. Í skeiði er skráningargjaldið 2.000 kr á hest. Þeir sem eru með farandbikara mega koma þeim til mótanefndar áður en mótið hefst.

Einnig vantar starfsfólk í allar stöður, þul, fótaskoðun, ritara hjá dómurum og í dómpalli. Ef einhver hefur tíma má hafa samband við Jónínu Lilju í síma 846-5284.

Greinar:
4-gangur V2 og tölt T3 1 flokkur
4-gangur V5 og tölt T7 2 flokkur
4-gangur V2 og tölt T3 ungmennaflokkur (18-21 árs á keppnisárinu)
4-gangur V2 og tölt T3 unglingaflokkur (14-17 ára á keppnisárinu)
4-gangur V5 og tölt T7 barnaflokkur (10-13 ára á keppnisárinu)
Pollaflokkur (9 ára og yngri á árinu) Verkefni: 3 til 5 keppendur inn á vellinum í einu. Þulur stjórnar keppni, riðið að lágmarki 3 hringir.
5-gangur 1.flokkur F2
Tölt T2 1.flokkur
gæðingaskeið
100 metra skeið

Mótanefnd
Flettingar í dag: 308
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 3008
Gestir í gær: 81
Samtals flettingar: 874925
Samtals gestir: 47849
Tölur uppfærðar: 24.2.2024 07:27:19