07.05.2013 22:43

Hestaferð í sumar !!!


Nokkrir hafa haft samband og hafa áhuga á að fara ríðandi á Fjórðungsmót. Ef það eru fleiri sem hafa áhuga endilega hafið samband sem fyrst eða fyrir 15. maí því fljótlega þarf að halda fund til að skipuleggja, panta gistingu og fleira.

Eldri frétt hér að neðan:

Undanfarið hefur verið umræða um hvort koma eigi aftur af stað sameiginlegum hestaferðum undir formerkjum félagsins.
Upp hefur komið sú hugmynd að efnt verði til slíkrar ferðar í sumar og er stefnan sett á að fara ríðandi á Fjórðungsmót á Kaldármelum. Ferðin tekur um 4 daga hvor leið og verður þá sameiginleg gisting og matur.
Áður en farið verður af stað í skipulagningu langar okkur til að kanna áhuga fyrir ferðinni.

Ef þú/þið hafið áhuga á að taka þátt vinsamlegast komið áhuga á framfæri eftir neðangreindum boðleiðum:

Dóri ( dorifusa@gmail.com )

Sigga ( S: 847-2684 )

 

Stjórn Þyts

05.05.2013 21:12

Æskan og hesturinnKomnar skemmtilegar myndir inn í myndaalbúmið hérna á síðunni frá atriði unglinganna í Þyt sem fóru á Æskan og hesturinn á Króknum í gær, laugardaginn 04.05.

29.04.2013 08:57

Opið hestaíþróttamót (UMSS) í Skagafirði 10.-12. maí

Opið hestaíþróttamót (UMSS) verður haldið á félagssvæði Léttfeta á  Sauðárkróki dagana 10.-12. maí.
 
Keppt verður í eftirfarandi greinum;
- Pollaflokkur
- Barnaflokkur        T7 Létttölt , V5 Létt fjórgangur
- Unglingaflokkur   T3 Tölt, V3 Fjórgangur
- Ungmennaflokkur T3 Tölt,  V2 Fjórgangur, F2 Fimmgangur
- Opinn flokkur       T1 Tölt, V1 Fjórgangur,  F1 Fimmgangur, T2 Slaktaumatölt  
                                 PP1 Gæðingaskeið ,  P2 100m skeið.

(sbr. FIPO - ww.hidi.is og http://www.lhhestar.is/static/files/HIDI/FIPO_2011_isl.pdf)

 

Við skráningu þarf að gefa upp:
nafn og kennitölu knapa  -  nafn og fæðingarnúmer hests (IS) -  keppnisgrein -  uppá hvaða hönd keppandinn vill riða (ekki fullorðnir).

 

Skráning berist á itrottamot@gmail.com. Skráningu lýkur mánudaginn  6. maí kl 23.00.
Skráningargjald er 3.000 kr fyrir fyrstu skráningu en 1.500 kr á næstu skráningar hjá sama knapa. Leggja skal inn á reikning UMSS: 310 - 26 - 2690 Kt: 670269-0359 og staðfesting sendist á itrottamot@gmail.com.


Reiknað er með að mótið hefjist kl 19:00 föstudagskvöldið 10 maí á forkeppni í tölti.
 

Hestaíþróttaráð Skagafjarðar

UMSS

25.04.2013 09:41

Ísólfur sigrar KS deildina 2013

mynd: www.123.is/laekjamot
 

Ísólfur sigraði einstaklingskeppnina í KS deildinni með 38,5 stig en lokamótið í deildinni var í gærkvöldi og keppt var í slaktaumatölti og skeiði. Tveir Þytsfélagar komust í úrslit en Ísólfur komst beint inn í A-úrslit og endaði í 5. sæti á Gulltopp frá Þjóðólfshaga með einkunnina 7,46. Tryggvi Björnsson komst í B-úrslit á Vág frá Höfðabakka og enduðu þau í 7. sæti með einkunnina 7,29.

Í skeiðinu varð Ísólfur fjórði á Korða frá Kanastöðum á tímanum 5,07. En það var glæsilegur árangur hjá Ísólfi í vetur í deildinni og því vel að sigrinum kominn, innilega til hamingju !!!! í öðru sæti varð Bjarni Jónasson með 35 stig og þriðji Þórarinn Eymundsson með 28 stig.

Hér að neðan eru A og B-úrslitin úr slaktaumatöltinu, ásamt úrslitunum í skeiði.

Slaktaumatölt - úrslit

A - úrslit
1. Hekla Katharína Kristinsdóttir og Vaki frá Hólum - 7,96
2. Þórarinn Eymundsson og Taktur frá Varmalæk - 7,83
3. Teitur Árnason og Baldvin frá Stangarholti - 7,67
4. Bjarni Jónasson og Roði frá Garði - 7,63
5. Ísólfur Líndal Þórisson og Gulltoppur frá Þjóðólfshaga - 7,46

B - úrslit
5. Hekla Katharína Kristinsdóttir og Vaki frá Hólum - 7,63
6. Mette Mannseth og Stjörnustæll frá Bakka - 7,33
7. Tryggvi Björnsson og Vág frá Höfðabakka - 7,29
8. Þorsteinn Björnsson og Björk frá Lækjarmóti - 7,25
9. Líney María Hjálmarsdóttir og Þytur frá Húsavík - 7,17

Skeið - úrslit

1. Þórarinn Eymundsson og Bragur frá Bjarnastöðum - 4,95
2. Teitur Árnason og Jökull frá Efri-Rauðalæk - 5,04
3. Bjarni Jónasson og Hrappur frá Sauðárkróki - 5,05
4. Ísólfur Líndal Þórisson og Korði frá Kanastöðum - 5,07
5. Mette Mannseth og Þúsöld frá Hólum - 5,12

6. Tryggvi Björnsson     Blær frá Miðsitju       5,25

7. Jóhann Magnússon     Hvirfill frá Bessastöðum        5,25

8. Sölvi Sigurðarson       Steinn frá Bakkakoti  5,33

9. Þorbjörn H Matthíasson         Djásn frá Tungu         5,36

10. James Bóas Faulkner  Flugar frá Barkarstöðum        5,38

 11. Elvar Einarsson         Segull frá Halldórsstöðum     5,4

12. Líney María Hjálmarsdóttir   Gola frá Ólafsfirði      5,43

13. Hörður Óli Sæmundarson      Stígur frá E Þverá       5,43

14. Viðar Bragason          Sísí frá Björgum         5,77

15. Baldvin Ari Guðlaugsson      Ísafold frá E-Rauðalæk        6,19

16. Þorsteinn Björnsson   Stygg frá Akureyri     0

 17. Hekla Katarína Kristinsdóttir           Þrándur frá Hólum     0

18. Bergrún Ingólfsdóttir             Eldur frá Vallanesi     0

 

Forkeppni í slaktaumatölti:

Teitur Árnason           Baldvin frá Stangarholti        7,53

Þórarinn Eymundsson            Taktur frá Varmalæk 7,47

Bjarni Jónasson          Roði frá Garði            7,43

Ísólfur Líndal Þórisson          Gulltoppur frá Þjóðólfshaga 7,37

Mette Mannseth         Stjörnustæll frá Bakka           7,30

Líney María Hjálmarsdóttir   Þytur frá Húsavík       6,97

Hekla Katarína Kristinsdóttir            Vaki frá Hólum          6,97

Þorsteinn Björnsson   Björk frá Lækjarmóti 6,93

Tryggvi Björnsson      Vág frá Höfðabrekku 6,77

Viðar Bragason          Björg frá Björgum      6,70

Hörður Óli Sæmundarson      Daníel frá Vatnsleysu 6,60

Þorbjörn H Matthíasson         Hekla frá Hólshúsum 6,57

Sölvi Sigurðarson       Stapi frá Feti   6,53

Elvar Einarsson          Lárus frá S-Skörðugili           6,37

James Bóas Faulkner Kardináli frá Síðu       5,83

Baldvin Ari Guðlaugsson      Orka frá E-Rauðalæk             5,43

Bergrún Ingólfsdóttir Koldimm frá Miðási   5,07

Jóhann Magnússon     Mynd frá Bessastöðum          4,63

 

24.04.2013 20:00

Frá æfingum til afkasta

-Yfirferð þriggja ára háskólanáms í reiðmennsku-

 

Laugardaginn 27. April 2013

Reiðhöllin Svaðastöðum á Sauðárkróki

Kl: 13:00 – 15:00

Þriðja árs nemar í BS námi í reiðmennsku og reiðkennslu við Háskólann á Hólum ættla að slá til kennslusýningar um helstu verklegu þætti námsins. Sýningin mun innihalda þjálfun knapa og reiðhests frá æfingum til afkasta. Farið verður yfir sætisæfingar, yfirferðarþjálfun, frumtamningar, grunnþjálfun/gangsetningu, þjálfun hins alhliða gæðings o.fl. en auk þess verður fjallað um nýjungar námsins það er skeiðþjálfun og þjálfun kynbótahrossa.

Aðgangur ókeypis !

Hlökkum til að sjá sem flesta

Nemendur 3.árs í BS í reiðmennsku og reiðkennslu við Háskólann á Hólum

24.04.2013 09:18

Afmælissýning Neista


Afmælissýning Neista
í Reiðhöllinni Arnargerði 28. april kl. 14.00


Hestamannafélagið Neisti var stofnað í Dalsmynni 1943 og er því 70 ára í ár.

Í tilefni afmælisins verða Neistafélagar með sýningu í Reiðhöllinni Arnargerði þar sem taka munu þátt knáir knapar á aldrinum 2 til 67 ára. Hestakosturinn i sýningunni verður allt frá þægum og góðum barnahestum til margreyndra keppnisgæðinga.

Að sýningu lokinni verður afmæliskaffi i boði félagsins.

22.04.2013 15:04

Hestaferð !

 

 

Undanfarið hefur verið umræða um hvort koma eigi aftur af stað sameiginlegum hestaferðum undir formerkjum félagsins.
Upp hefur komið sú hugmynd að efnt verði til slíkrar ferðar í sumar og er stefnan sett á að fara ríðandi á Fjórðungsmót á Kaldármelum. Ferðin tekur um 4 daga hvor leið og verður þá sameiginleg gisting og matur.
Áður en farið verður af stað í skipulagningu langar okkur til að kanna áhuga fyrir ferðinni.

Ef þú/þið hafið áhuga á að taka þátt vinsamlegast komið áhuga á framfæri eftir neðangreindum boðleiðum:

Dóri ( dorifusa@gmail.com )

Sigga ( S: 847-2684 )

 

Stjórn Þyts

22.04.2013 11:18

Lokamót KS deildarinnar

Lokamótið í KS deildinni verður miðvikudaginn nk og hefst mótið kl. 20.00. Keppt verður í slaktaumatölti og skeiði. Hér fyrir neðan má sjá ráslista kvöldsins.

Slaktaumatölt. 

 1. Ísólfur Líndal Þórisson og Gulltoppur frá Þjóðólfshaga
 2. Mette Mannseth og Stjörnustæll frá Bakka
 3. Viðar Bragason og Björg frá Björgum
 4. Jóhann Magnússon og Mynd frá Bessastöðum
 5. Teitur Árnason og Kristall frá Hvítarnesi
 6. James Bóas Faulkner og Kardináli frá Síðu
 7. Hörður Óli Sæmundarson og Daníel frá Vatnsleysu
 8. Tryggvi Björnsson og Gammur frá Steinnesi
 9. Sölvi Sigurðarson og Stapi frá Feti
 10. Þorsteinn Björnsson og Björk frá Lækjarmóti
 11. Bjarni Jónasson og Roði frá Garði
 12. Líney María Hjálmarsdóttir og Þytur frá Húsavík
 13. Þórarinn Eymundsson og Taktur frá Varmalæk
 14. Hekla Katarína Kristinsdóttir og Vaki frá Hólum
 15. Elvar Einarsson og Lárus frá S-Skörðugili
 16. Bergrún Ingólfsdóttir og Koldimm frá Miðási
 17. Baldvin Ari Guðlaugsson og Orka frá E-Rauðalæk
 18. Þorbjörn H Matthíasson og Hekla frá Hólshúsum

 

Skeið

 1. James Bóas Faulkner og Flugar frá Barkarstöðum
 2. Þórarinn Eymundsson og Bragur frá Bjarnastöðum
 3. Líney María Hjálmarsdóttir og Gola frá Ólafsfirði
 4. Þorsteinn Björnsson og Hrókur frá Kópavogi
 5. Hekla Katarína Kristinsdóttir og Þrándur frá Hólum
 6. Teitur Árnason og Jökull frá E-Rauðalæk
 7. Ísólfur Líndal Þórisson og Korði frá Kanastöðum
 8. Sölvi Sigurðarson og Steinn frá Bakkakoti
 9. Baldvin Ari Guðlaugsson og Ísafold frá E-Rauðalæk
 10. Tryggvi Björnsson og Blær frá Miðsitju
 11. Bergrún Ingólfsdóttir og Eldur frá Vallanesi
 12. Jóhann Magnússon og Hvirfill frá Bessastöðum
 13. Elvar Einarsson og Segull frá Halldórsstöðum
 14. Hörður Óli Sæmundarson og Hraðsuðuketill frá Borgarnesi
 15. Mette Mannseth og Þúsöld frá Hólum
 16. Þorbjörn H Matthíasson og Djásn frá Tungu
 17. Bjarni Jónasson og Hrappur frá Sauðárkróki
 18. Viðar Bragason og Súsí frá Björgum

21.04.2013 19:53

Það má enginn mjólka á meðan !

 


 
Ofurfólkið er búið að vera á fullu upp í félagshúsi að breyta veitingaraðstöðunni, laga gólfið og setja opnanleg fög. Ómetanlegt að eiga svona orkubolta að í félaginu :)

 

 

19.04.2013 10:31

Síðasta Grunnskólamótið

Þriðja og síðasta Grunnskólamót hestamannafélaganna á Norðurlandi vestra, árið 2013, fer fram í reiðhöllinni Svaðastaðir föstudaginn 19. apríl og hefst mótið kl. 18:00

 

Skráningargjald er 1000 krónur fyrir fyrstu skráningu og 500 krónur fyrir næstu skráningar og skal greiða á mótsstað – með peningum – kort ekki tekin - áður en mót hefst.

 

Ráslisti á föstudaginn  !!

 

Fegurðarreið

Nafn bekkur skóli hestur nafn og uppruni

 Þórgunnur Þórarinsdóttir 1 Árskóla Gola f. Yzta Gerði

 Einar Pétursson 3 Húnavallaskóla Brák f. Hjallalandi

 Inga Rós Suska 1 Húnavallaskóla Neisti f. Bolungarvík

Tvígangur

Nafn bekkur skóli hestur nafn og uppruni

1 Stefanía Sigfúsdóttir 5 Árskóla Hrönn f. Síðu

2 Lilja Maria Suska 6 Húnavallaskóla Hamur f. Hamrahlið

2 Lara Margrét Jónsdóttir 6 Húnavallaskóla Öfund frá Eystra-Fróðholti

3 Kristín Haraldsdóttir 7 Húnavallaskóla Hnakkur f. Reykjum

3 Ása Sóley Ásgeirsdóttir 7 Varmahlíðarskóli Jarpblesa f. Djúpadal

4 Lara Margrét Jónsdóttir 6 Húnavallaskóla Auðlind f. Kommu

4 Jón Hjálmar Ingimarsson 4 Varmahlíðarskóli Flæsa f. Fjalli

5 Lilja Maria Suska 6 Húnavallaskóla Feykir f. Stekkjardal

5 Stefanía Sigfúsdóttir 5 Árskóla Ljómi f. Tungu

6 Hólmar Björn Birgisson 6 Gr.sk. austan Vatna Tangó frá Reykjum

Þrígangur

Nafn bekkur skóli hestur nafn og uppruni

1 Ásdís Freyja Grímsdóttir 5 Húnavallaskóla Hespa f. Reykjum

1 Guðmar Freyr Magnússon 7 Árskóla Björgun f. Ásgeirsbrekku

2 Karitas Aradóttir 7 Grsk. Húnaþ. vestra Gylmir f. Enni

2 Stormur Jón Kormáku Grsk. austan Vatna Glotti f. Glæsibæ

3 Freyja Sól Bessadóttir 7 Varmahlíðarskóla Blesi f. Litlu-Tungu II

3 Guðný Rúna Vésteinsdóttir 5 Varmahlíðarskóla Mökkur f. Hofstaðaseli

4 Edda Felicia Agnarsdóttir 7 Grsk. Húnaþ. vestra Ganti frá Dalbæ

4 Guðmar Freyr Magnússon 7 Árskóla Hrannar f. Gýgjarhóli

5 Ásdís Freyja Grímsdóttir 5 Húnavallaskóla Hrókur f. Laugabóli

5 Júlía Kristín Pálsdóttir 4 Varmahlíðarskóla Valur f. Ólafsvík

6 Sólrún Tinna Grímsdóttir 7 Húnavallaskóla Gjá f. Hæli

6 Karitas Aradóttir 7 Grsk. Húnaþ. vestra Gyðja f. Miklagarði

Fjórgangur

Nafn bekkur skóli hestur nafn og uppruni

1 Ásdís Brynja Jónsdóttir 8 Húnavallaskóli Hvinur f. Efri-Rauðalæk

1 Leon Paul Suska 8 Húnavallaskóli Feykir f. Stekkjardal

2 Hjördís Jónsdóttir 10 Húnavallaskóli Dynur f. Leysingjastöðum

2 Ásdís Ósk Elvarsdóttir 9 Varmahlíðarskóli Gjöf f. Sjávarborg

3 Sigurður Bjarni Aadnegard 8 Blönduskóla Prinsessa f. Blönduósi

3 Viktoría Eik Elvarsdóttir 8 Varmahlíðarskóli Máni f. Fremri-Hvestu

4 Magnea Rut Gunnarsdóttir 8 Húnavallaskóli Freyja f. Litla-Dal

4 Helgi Fannar Gestsson 8 Varmahlíðarskóli Dís f. Höskuldsstöðum

5 Thelma Rán Brynjarsdóttir 10 Gr.sk. austan Vatna Glóð f. Sléttu

5 Ragna Vigdís Vésteinsdóttir 10 Varmahlíðarskóli Glymur f. Hofsstaðaseli

6 Þórdís Ingi Pálsdóttir 9 Varmahlíðarskóli Kjarval f. Blönduósi

6 Eva Dögg Pálsdóttir 9 Grsk. Húnaþ. vestra Brokey f. Grafarkoti

7 Ásdís Brynja Jónsdóttir 8 Húnavallaskóli Leiðsla f. Hofi

7 Anna Baldvina Vagnsdóttir 9 Varmahlíðarskóli Móalingur f. Leirubakka

8 Rakel Eir Ingimarsdóttir 8 Varmahlíðarskóli Snör f. Flugumýri

8 Viktoría Eik Elvarsdóttir 8 Varmahlíðarskóli Signý f. Enni

9 Leon Paul Suska 8 Húnavallaskóli Eldborg f. Leysingjastöðum

9 Anna Herdís Sigurbjartsdóttir 8 Grsk. Húnaþ. vestra Héðinn f. Dalbæ

10 Ásdís Ósk Elvarsdóttir 9 Varmahlíðarskóli Lárus f. Syðra-Skörðugili

10 Fríða Björg Jónsdóttir 9 Grsk. Húnaþ. vestra Skuggi f. Brekku

11 Magnea Rut Gunnarsdóttir 8 Húnavallaskóli Gjá f. Hæli

11 Viktor Jóhannes Kristófersson 8 Grsk. Húnaþ. vestra Kola f. Minni Völlum

12 Kristófer Orri Hlynsson 9 Gr.sk. austan Vatna Snörp f. Melstað

12 Hjördís Jónsdóttir 10 Húnavallaskóli Funi f. Leysingjastöðum

Skeið

Nafn bekkur skóli hestur nafn og uppruni

1 Leon Paul Suska 8 Húnavallaskóla Flugar f. Eyrarbakka

2 Sigurður Bjarni Aadnegard 8 Blönduskóla Steina f. Nykhóli

3 Rakel Eir Ingimarsdóttir 8 Varmahlíðarskóla Alvar f. Hala

4 Magnea Rut Gunnarsdóttir 8 Húnavallaskóla Hnakkur f. Reykjum

5 Viktoría Eik Elvarsdóttir 8 Varmahlíðarskóla Hrappur f. Sauðárkróki

6 Leon Paul Suska 8 Húnavallaskóla Tinna f. Hvammi 2

7 Ásdís Ósk Elvarsdóttir 9 Varmahlíðarskóla Guðfinna f. Kirkjubæ

8 Hjördís Jónsdóttir 10 Húnavallaskóla Næla f. Skúfslæk

9 Ásdís Brynja Jónsdóttir 8 Húnavallaskóla Hvinur f. Efri Rauðalæk

10 Viktor Jóhannes Kristófersson 8 Grsk. Húnaþ. vestra Erpur frá Efri-Þverá

13.04.2013 22:14

Síðasta Grunnskólamótið í vetur

Grunnskólamót hestamannafélaganna á Norðurlandi vestra verður haldið

í reiðhöllinni Svaðastaðir á Sauðárkóki 19. apríl

 

Grunnskólamótinu sem halda átti sunnudaginn 21. apríl í reiðhöllinni Svaðastaðir,  hefur verið flýtt vegna annar viðburða sem koma inn á sunnudaginn og laugardaginn. Ákveðið hefur verið að halda það föstudaginn 19. apríl og byrja kl. 18:00.   Þetta er þriðja og síðasta mótið í vetur og því spennandi að sjá hvaða skóli fer heim með bikarinn til varðveislu næsta árið!

 

Keppt verður í :

Fegurðarreið 1. – 3. bekkur    —-   Tvígangur 4. – 7. bekkur   —   Þrígangur  4. – 7. bekkur   —

Fjórgangur 8. – 10. bekkur  —   Skeið 8. – 10. bekkur

 

Skráningar þurfa að berast fyrir miðnætti á miðvikudaginn 17. apríl.  Við skráningu þarf að koma fram nafn keppanda – bekkur – skóli – nafn hests,  uppruni og litur – upp á hvora hönd er riðið.  Skráningar sendist á thyturaeska@gmail.com

 

 

Skráningargjald er 1000 krónur fyrir fyrstu skráningu og 500 krónur fyrir næstu skráningar og skal greiða á mótsstað (með peningum – kort ekki tekin) áður en mót hefst.

 

Úr reglum keppninnar :

Fegurðarreið      1. – 3. bekkur.  Þar eru riðnir 2 hringir og látið fara fallega dæmt skal eftir stjórnun og þokka. 2 – 3 keppendur inná í einu.

Tvígangur            4. – 7. bekkur.  Riðnir tveir hringir á annað hvort brokki eða tölti og fet ½ hringur. Áseta og stjórnun dæmd.

Þrígangur            4. – 7. bekkur.  Riðið einn hringur brokk, einn hringur tölt og fet ½ hringur.  Áseta og stjórnun dæmd.

Fjórgangur          8. – 10. bekkur.  Venjuleg íþróttakeppni, riðnir fjórir og hálfur hringur.  Einn hringur hægt tölt, einn hringur fegurðar tölt,  ½ hringur fet , einn hringur brokk og einn hringur stökk.

Skeið                   8. – 10. bekkur mega keppa í skeiði og skal tímataka vera samkvæmt venju á hverjum stað.  Fara skal 2 spretti og betri tíminn gildir.

xx     Keppni í skeiði er með fyrirvara um veður og aðstæður á hverjum stað.

*  Gult spjald má sýna ef knapi sýnir grófa reiðmennsku og jafnvel víkja keppanda úr sýningu.

     —————

3.    Keppandi má koma með hest hvaðan sem er, hesturinn/hesteigandi þarf ekki að vera í hestamannafélagi viðkomandi skólahverfis.

4.    Heimilt er að sami hestur sé skráður í 2  greinar.

5.    Foreldrar mega ekki vera inn á keppnisvellinum meðan á keppni stendur

6.    Keppendur í  tví- og þrígangi í 4. – 7. bekk,  verða að velja annað hvort tvígang eða þrígang að keppa í. Óheimilt að sami keppandi keppi í báðum greinum.

7.    Í tölti, tví-, þrí- og fjórgangi mega keppendur keppa á fleiri en einum hesti, en í úrslitum verður einungis einn hestur frá hverjum knapa.

8.    Ef tveir eru jafnir í 5. og 6. sæti skulu báðir mæta í úrslit og verðlauna bæði sætin sem 5. sæti.

9.    Járningar, 10 mm skeifur og 250 gr. hlífar eða 8 mm og botnar.

10.  Í smala er ekki leyft að ríða við stangir, annars gilda almennar íþróttakeppnisreglur.

11.  Í Tölti 4. – 7. og 8. – 10. bekk og Fjórgangi 8. – 10. bekk skulu riðin B og A úrslit ef keppendur eru fleiri en 16

11.04.2013 08:24

Úrslit tölts í KS deildinniTveir Þytsfélagar voru í úrslitum í gærkvöldi á töltmóti KS deildarinnar, Ísólfur fór beint inn á A-úrslit á Freyði frá Leysingjastöðum og Jóhann Magnússon í B-úrslit á Oddvita frá Bessastöðum. Jói endaði í 8. sæti með einkunnina 6,94 og Ísólfur endaði í 2-3 sæti með einkunnina 7,61. Til hamingju með þetta strákar :)
En það var Bjarni Jónasson sem sigraði á Randalín frá Efri Rauðalæk með 8,22 í einkunn.

 

 

Stigakeppnin lítur þá svona út eftir 3 greinar:
Ísólfur Líndal 27,5 stig
Bjarni Jónasson 22 stig
Viðar Bragason 14 stig
Mette Mannseth 13,5 stig
Elvar Einarsson 11 stig
 
Úrslitin urðu þessi:
A úrslit
1. Bjarni Jónasson Randalín frá Efri Rauðalæk 8,22
2. Mette Mannseth Trymbill frá Stóra Ási 7,61
3. Ísólfur Líndal Þórisson Freyðir frá Leysingjastöðum 7,61
4. Teitur Árnason Ormur frá Sigmundarstöðum 7,56
5. Hekla Katarína Kristinnsdóttir Vígar frá Skarði 7,50
B úrslit
 Mette Mannseth Trymbill frá Stóra Ási 7,67 (upp í A-úrslit)
6. Þórarinn Eymundsson Taktur frá Varmalandi 7,50
7. Líney María Hjálmarsdóttir Sprunga frá Bringu 7,22
8. Jóhann Magnússon Oddviti frá Bessastöðum 6,94
9. Þorbjörn Hreinn Mathíasson Hekla frá Hólshúsum 6,89

 

08.04.2013 15:41

Tölt í KS deildinni á miðvikudag

Nú er komið að þriðja mótinu í KS-deildinni sem er tölt. Töltið verður miðvikudaginn 10. apríl kl: 20:00 í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki. Hart verður barist og eru mjög góð hross skráð til leiks eins og ráslisti sýnir. Fyrir þetta mót er Ísólfur Líndal Þórisson efstur í stigakeppni knapa.

Ráslisti:

1. Tryggvi Björnsson - Birta frá Efri-Fitjum

2. Bergrún Ingólfsdóttir - Kolfinnur frá Efri-Gegnishólum

3. Þórarinn Eymundsson - Taktur frá Varmalæk

4. Elvar Einarsson - Hlekkur frá Lækjamóti

5. Líney María Hjálmarsdóttir - Sprunga frá Bringu

6. Mette Mannseth - Trymbill frá Stóra-Ási

7. Hekla Katarína Kristinsdóttir - Vígar frá Skarði

8. Viðar Bragason - Björg frá Björgum

9. Bjarni Jónasson - Randalín frá Efri-Rauðalæk

10. Þorbjörn H. Matthíasson - Hekla frá Hólshúsum

11. Baldvin Ari Guðlaugsson - Orka frá Efri-Rauðalæk

12. Þorsteinn Björnsson - Króna frá Hólum

13. James Faulkner - Jafet frá Lækjamóti

14. Ísólfur Líndal Þórisson - Freyðir frá Leysingjastöðum 1

15. Hörður Óli Sæmundarson - Rá frá Naustanesi

16. Teitur Árnason - Ormur frá Sigmundarstöðum

17. Sölvi Sigurðarson - Starkarður frá Stóru-Gröf ytri

18. Jóhann Magnússon - Oddviti frá Bessastöðum

07.04.2013 15:09

Nýr íslenskur reglupakki gefinn út 1. apríl

Hér fyrir eru nýjustu breytingar á reglum sem varða keppni í hestaíþróttum og gæðingakeppni. Mótanefnd Húnvetnsku liðakeppninnar ákvað að klára keppnistímabilið mv eldri reglur. En núna er þetta komið í gildi og gott fyrir knapa að fara yfir.

Keppnisnefnd LH hefur tekið saman helstu breytingar sem gerðar hafa verið fyrir keppnistímabilið 2013 og varða keppni í hestaíþróttum og gæðingakeppni. Einnig er hnykkt á atriðum sem komið hafa upp. Á þingi LH í Reykjavík í haust voru eftirfarandi breytingar samþykktar;

 • Breytingar á aldursmörkum barnaflokks. Barnaflokkurinn er nú fjögur ár, eins og unglinga og ungmennaflokkur. Börn mega ríða barnaflokk 10 ára til og með 13 ára. Mælst er til þess að yngri börn ríði pollaflokka og að félögin bjóði upp á keppni í keppnisgreinum fyirr svonefnda polla, 9 ára og yngri. Þetta á við bæði gæðinga og íþróttakeppni.
 • Samþykkt var að dæma ætti knapa úr leik sem tekur baug eða snýr við, eftir að hafa verið kallaður fram til keppni í gæðingaskeiði og 100 m skeiði. (Á þingi FEIF lagði Ísland fram samhljóða breytingu sem samþykkt var í sportnefnd og verður þá í framhaldinu samþykkt á næsta þingi 2014 og tekur þá gildi erlendis einnig)
 • Samþykkt var að afskrá þyrfti úr forkeppni a.m.k. klukkustund fyrir upphaf greinar. Vanræksla á því orsakar rautt spjald og mögulegt keppnisbann. Ítrekað skal að bannað er að skipta um hest í grein. Þarf þá að afskrá skráðan hest og nýskrá þann nýja sem fer þá fremst í rásröð.
 • Frá og með árinu 2013 skal sannreyna með aflestri örmerkis að réttur hestur mæti til keppni.
 • Lágmörk í Meistaraflokki falla niður þannig að hverjum sem þar langar að keppa er það heimilt.
 • Undanfarið hefur verið mikil umfjöllun um flokkaskiptingu í íþróttakeppni. Keppnisnefnd lagði til á þinginu, í stað þess að bæta við enn einum flokki, að benda mótshöldurum á að nota í auknum mæli léttari keppnisgreinar til að hvetja byrjendur í keppni til að mæta í keppni. Í framhaldi af því mun uppröðun á keppnisgreinum verða breytt í íslenska reglupakkanum þannig að auðveldara sé fyrir mótshaldara og keppendur á að átta sig á þessum greinum og nota þær. Keppnisnefnd áætlar að standa að enn frekari kynningu á þessu fyrirkomulagi með vorinu.
 • Í sérstakri samþykkt var á Landsþingi LH reynt að skýra frekar hvernig skal enda keppni í gæðingakeppni á svokölluðum Þ velli, sjá grein 7.4.3.
 • Ennfremur var samþykkt að á Lands og fjórðungsmótum væri það hesturinn sem ynni sér keppnisrétt í skeiðgreinum en ekki parið eins og að öðru leyti gildir.
 • Á Landsþingi LH var skorað á keppnisnefnd að beita sér fyrir því að breyting á halla í beygjum sem gerð var á FEIF þingi 2012 yrði afturkölluð. Þetta gerði keppnisnefnd og var það samþykkt þar að halli mætti vera allt að 7.5% eins og áður var. Þetta þarf samt sem áður að fara fyrir FEIF þing 2014. Ítrekað skal samt að þetta á einungis við nýja velli, gamlir vellir eru löglegir eins og þeir eru.
 • Samþykkt var á þingi LH að dæma knapa úr leik sem tvisvar sinnum eða oftar gerir sýningu viljandi ógilda, sjá nánar í reglum. Grein 2.7.4.4.
 • Mótshaldarar skulu sækja um dómara til dómarafélagana (HÍDÍ/GDLH) að lágmarki fjórum vikum fyrir mót til að mótin séu lögleg og fái skráningu í Sportfeng. Dómarfélögin bera ábyrgð á að manna öll lögleg mót sem haldin eru. Dómarafélögum ber að vera í sambandi við mótshaldara og ber dómurum að tilkynna forföll til dómarafélaga.
 • Dómarar sem án gildrar ástæðu mæta ekki til starfa og tilkynna ekki forföll eiga á hættu að missa dómararéttindin í allt að sex mánuði. Sama gildir ef dómar sýni vítaverða framkomu gagnvart keppendum, starfsmönnum eða áhorfendum. Dómarar skulu tilkynna forföll með amk 3 sólarhringa fyrirvara til dómarafélaganna.
 • Keppnisréttur í tölti á Landsmóti skal vinnast í T1, þ.e. ekki er hægt að ná þátttökurétti í T3.
 • Bætt er við ákvæði um innanhússmót, að þau þar gildi ekki reglur um vallarstærð, að öðru leyti gilda allar almennar keppnisreglur sbr lagagrein um innanhússmót.
 • Á þingi FEIF í Strassbourg var eftirfarandi samþykkt:
 • Gengur í gildi 2013: Heimild til að breyta gangtegundaröð í úrslitum í fjór og fimmgangi er felld niður, þ.e. ríða skal í t.d. fjórgangi: tölt, brokk, fet, stökk og greitt tölt og í fimmgangi: tölt, brokk, fet, stökk og skeið. Þessi heimild hefur nánast aldrei verið notuð og er því felld úr gildi.
 • Gengur í gildi 2013: Þá var sett inn regla um að sá knapi sem hefur besta tímann megi velja sér bás í startbásum í kappreiðum.
 • Skal prófað 2013: Samþykkt var að gera tilraun í T3 með að ríða hraðabreytingar, einn og einn í einu eftir þul á sömu langhliðinni, álíka og í skeiði nema ekki er ætlast til að keppendur stöðvi hesta sína á milli hraðabreytinga. Svo mótshöldurum er bent á að prófa þetta. Þetta er tilraun til að auka samræmi í dómum á hraðabreytingum sem oft verða misjafnir þar sem dómarar dæma sitthvora hraðabreytinguna og sjá aldrei allt í einu.
 • Fara til samþykktar og í gildi 2014 erlendis: Samþykktar voru allar tillögur sem komu frá Íslandi, sbr að ofan með að dæmt skuli úr leik fari knapi baug eða snúi við, eftir að hafa verið kallaður í braut í gæðingaskeiði og/eða 100 m skeiði, gefið skal rautt spjald og keppnisbann tilkynni keppendur ekki forföll amk klukkustund fyrir upphaf forkeppni sem og tillögur okkar um að heimila aftur allt að 7.5% halla í beygjum á hringvöllum.
 • Fara til samþykktar og í gildi 2014: Knapi í ungmennaflokki sem verður heimsmeistari hefur rétt á að koma og verja titil sinn á næsta HM, að því tilskilduu að hann sé ennþá í ungemmanflokki. Sé keppandi kominn í fullorðinsflokk fellur rétturinn niður.
 • Fara til samþykktar og í gildi 2014: Á World Ranking mótum skulu 3 dómarar vera alþjóðlegir, þar af 1 búsettur í öðru landi (voru 2)

Almennt:

AF GEFNU TILEFNI skal einnig ítrekað að við upptöku FIPO á Íslandi var sú undantekning samþykkt að knapar mættu ekki keppa bæði í A og B úrslitum í sömu grein á sama móti á sitthvorum hestinum. Sjá grein: 8.4.8. bls 67 í útgáfu 2011-1. "(hafi knapi komið fleiri en einum hesti í úrslit, A eða B úrslit, skal hann ákveða á hvorum/hvaða hesti/um hann hefur keppni í úrslitum. Laus sæti í þeim úrslitum má fylla með næstu keppendum. Ef einn eða tveir eru jafnir í næsta sæti skulu þeir alilr færast í þau úrslit)" Svo þetta er eftir sem áður ekki heimilt á Íslandi. Einnig var samþykkt á FEIF þinginu að frá og með 2014 verði þetta einnig með þessun hætti erlendis.

Keppnisnefnd áætlar að kynna hinar léttari keppnisgreinar betur fyrir vorið. Vakni spurnignar má hafa samband í hestvit@hestvit.is.


Flettingar í dag: 222
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 3008
Gestir í gær: 81
Samtals flettingar: 874839
Samtals gestir: 47848
Tölur uppfærðar: 24.2.2024 06:23:47