17.01.2024 08:53

Krakkahópur Heiðu

 

Almennt reiðnámskeið fyrir krakka 8 - 13 ára. 

Kennari er Heiða Heiler.

Þetta eru samtals 10 skipti

Verð: 8.500 kr.

Heiða er ekki með hesta sjálf í vetur. 

Áhugasamir mega hafa samband á email: heidaheiler@hotmail.com

16.01.2024 12:10

Almennur félagsfundur Þyts - fundargerð

Almennur félagsfundur haldinn í Þytsheimum 11. janúar 2024 kl. 20:00.
Mættir 17 félagsmenn.


Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Byrjaði á að þakka þeim fyrir sem tóku þátt í að þrífa og taka til í reiðhöllinni síðustu
daga.


Búið er að setja upp mótor við hurðina, verið að vinna í að finna hvaða
aðgangsstýring er best. Rafvirki er að vinna í að laga tengla í kaffistofunni í
reiðhöllinni og lýsingu.


Greindi frá verkefninu Félagshesthús sem félagið er að hleypa af stokkunum í vetur.
7 börn eru skráð. Búið er að fá stíur í hesthúsinu hjá Láru og Gunnari, verkefnið
kostar nokkuð og börnin greiða mjög lágt þátttökugjald. Búið að sækja um styrki á
nokkrum stöðum.


Nefndi að námskeiðið Reiðmaðurinn væri í gangi og mikil stemning þar.
Sagði að Heiða myndi hjálpa krökkunum í Félagshesthúsinu af stað. Bað um að fólk í
hesthúsahverfinu myndi vera duglegt við að líta til með þessu nýja unga hestafólki.
Jessie verður með knapamerki fyrir yngra starfið.


Fanney fór yfir innanhúsmótaröðina, búið er að setja dagssetningar inn á Þytssíðuna.
Endað verður á smalakeppni, en mikil steming var á mótinu í fyrra.
Þórdís nefndi að gott væri að félagsmenn væru duglegir við að hjálpa til við mótin.

Nína nefndi að það væru hér kassar með fullt af flottum búningum. Það þyrfti að finna
tækifæri til að nota þessa búninga.


Hvatt var til þess að vera með þorrablót. Formaður tók undir það, stungið var upp á
föstudeginum 26. janúar. Hvatti hann þá sem myndu mæta að auglýsa það.
Nína sagðist ætla að vera í sjoppunni á fyrsta mótinu og brutust út mikil fagnaðarlæti
við þær fréttir. Spannst upp umræða um hversu erfitt væri að fá fólk til að vinna fyrir
félagið, fólk þarf að athuga að það er ekki bara hægt að þiggja, það þarf líka að gefa
af sér til að félagsstarf geti verið blómlegt.


Fundi slitið kl 21:10

09.01.2024 13:05

Almennur félagsfundur

Almennur félagsfundur í Þytsheimum fimmtudaginn 11.01 kl. 20:00

05.01.2024 10:17

Hallarþrif

 

Ætlum við að byrja þrif í reiðhöllinni sunnudaginn kl. 10.30, margar hendur vinna létt verk. Ef þú kemst bara í hálftíma, þá er það bara frábært !!!

04.01.2024 09:56

Mótaröð Þyts 2024

                                                                 
 

Innanhúsmótanefnd hefur sett upp drög að dagsetningum fyrir mót vetrarins. Dagsetningarnar voru auglýstar inn á facebookhópnum Áfram Þytur og eftir ábendingar er niðurstaðan þessi: 

Föstudagskvöld 2. febrúar

Laugardagur 24. febrúar

Föstudagskvöld 1. mars

Laugardagur 30. mars (páskadagur daginn eftir)

 

 

11.12.2023 09:59

Frétt af Eidfaxa.is um heimsókn Þyts til Geysis

 

Nú í haust hafa staðið yfir æfingar í hestafimleikum hjá Hestamannafélaginu Geysi. Hestafimleikarnir fóru af stað af frumkvæði reiðkennarans Jónínu Lilju Pálmadóttur sem sjálf lærði hestafimleika hjá Hestamannafélaginu Þyt á Hvammstanga sem hingað til hefur verið eina Hestamannafélagið sem boðið hefur uppá hestafimleika. Nú eru þau tvö.

Gríðarlegur áhugi var strax á hestafimleikum og hafa um 40 börn stundað hestafimleika vikulega síðustu vikurnar. Hestafimleikar eru töluvert ólíkir öðru sem boðið hefur verið uppá að því leyti að nemendur mæta ekki með eigin hest heldur er hestur á staðnum, það gerir því mun fleirum kleift að stunda hestamennsku.

Síðastliðna helgi kom hópur frá Hestamannafélaginu Þyt en þar hafa verið stundaðir hestafimleikar síðustu 15 ár undir leiðsögn Kathrin Schmitt. Hópurinn æfði í Rangárhöllinni á laugardag. Á Sunnudag héldu Þyts félagar glæsilega Hestafimleikasýningu og í framhaldi æfðu hóparnir saman. Geysir þakkar Þyt fyrir virkilega skemmtilega heimsókn og vonandi koma þau aftur til okkar fljótlega.

 

Þar sem þátttakendur eru gríðarlega margir er alltaf sett upp þrautabraut og farið í leiki á meðan beðið er eftir því að geta farið á bak.

Flottur hópur frá Hestamannafélagi Þyt.

Kennarar í hestafimleikum hjá Geysi.

 

Þrautabrautin er ansi vinsæl en þar fara krakkar líka í gegnum ýmsar æfingar sem nýtast þegar komið er á bak.

Færni Þyts krakkana er orðin ansi mikil.

Sameiginleg upphitun í upphaf dags.

Svipur er eins og fæddur í hlutverkið þó hann hafi ekki verið kallað til fyrr en nú á efri árum.

 

Það eru líka gerðar æfingar á hesti sem hreyfir sig ekki.

 

05.12.2023 09:38

Félagshesthús Þyts

 

Hestamannafélagið Þytur ætlar að bjóða börnum og unglingum sem ekki hafa  aðgengi að hesti að leigja hest í vetur.   Þetta er tilraunaverkefni hjá okkur og við rennum því blint í sjóinn með hversu margir hefðu áhuga á þessu.  Reikna má með að þeir sem hafi áhuga þurfi að deila hesti og greiða þarf einhvert gjald fyrir hvert skipt sem farið er á bak. Gjaldið verður ekki mikið og þeir sem vilja vera með þurfa líka að taka þátt í umhirðu hestanna.  Umsjónaraðili myndi leiðbeina og hafa yfirumsjón með bæði hestum og knöpum. Byrjum fljótlega eftir áramót.  Þeir sem hafa áhuga á því að taka þátt í þessu verkefni eru beðnir um að senda póst til Pálma á netfangið palmiri@ismennt.is  með uppl. um nafn barns eða unglings og aldur og nöfn foreldra.

 

Kveðja stjórn Þyts.

14.11.2023 08:37

Knapar ársins 2023 hjá Þyt

Á Uppskeruhátíð Þyts og Hrossaræktarsamtaka V-Hún voru veittar viðurkenningar til knapa ársins í hverjum flokki. 

 

Knapi ársins í unglingaflokki var Guðmar Hólm Ísólfsson.

 

Knapi ársins í ungmennaflokki var Eysteinn Kristinsson

 

Knapi ársins í 2. flokki var Ásta Guðný Unnsteinsdóttir

 

Knapi ársins í 1. flokki var Birna Olivia Agnarsdóttir

 

Knapi ársins í meistaraflokki var Jóhann Magnússon.

 

09.11.2023 19:53

Reiðmaðurinn í höllinni um helgina

                                                                        
 

Um helgina verður höllin mikið upptekin en í gangi verður kennsluhelgi í Reiðmanninum. 

Föstudagur: Reiðmaðurinn frá kl. 15.00 - 19.40

Laugardagur: Reiðmaðurinn frá kl. 08.00 - 18.00 (matarhlé er 12.40 - 13.20)

Sunnudagur: Reiðmaðurinn frá kl. 08.00 - 18.00 (matarhlé er 12.40 - 13.20)

 

Þær helgar sem verða uppteknar í vetur eru: 

8. - 10. desember, 12. - 14. janúar, 16. - 18. febrúar, 15. - 17. mars og 12. - 14. apríl 

01.11.2023 09:32

Uppskeruhátíð barna og unglinga

 
 

Stjórn og æskulýðsnefnd hafa ákveðið að bíða með uppskeruhátíð barna og unglinga fram á veturinn og tengja hátíðina við viðburð í reiðhöllinni, með því viljum við gefa hátíðinni meira vægi og gera meira úr henni en bara hittast og drekka kaffi og borða. Gerum hátíðina veglegri, skemmtilegri og eftirminnilegri fyrir börnin og unglingana.

06.10.2023 10:22

Keppnisárangur 2023

                                                                                              
                                                                                                                    Mynd: Facebook Guðmar
 

 

 

Keppendur eru beðnir að senda keppnisárangur ársins vegna knapaverðlauna á palmiri@ismennt.is 

11.09.2023 10:48

4. nóvember - takið kvöldið frá !!!

Uppskeruhátíð Þyts og Hrossaræktarsamtaka V-Hún verður haldin laugardaginn 4. nóvember

 

Skemmtinefndin

22.08.2023 14:45

Íþróttamóti aflýst

Vegna fárra skráninga er búið að fresta íþróttamóti Þyts sem átti að vera um helgina. Endurgreiðsla á skráningargjöldum fara í gegnum Kolbrúnu Grétarsdóttur í síma 

16.08.2023 08:16

Opið íþróttamót Þyts 2023

KOMA SVO !!!!!

Opna íþróttamót Þyts verður haldið á Kirkjuhvammsvelli dagana 25. og 26. ágúst nk. Skráningar skuli berast fyrir miðnætti mánudaginn 21. ágúst nk inn á skráningakerfi Sportfengs http://motafengur.skyrr.is/Skraningkort.aspx?mode=add

Mótanefnd áskilar sér rétt til að sameina flokka eða fella niður ef ekki næst næg þáttaka. Skráningargjöld í fullorðinsflokka og ungmennaflokk eru 4.500 kr. Fyrir börn og unglinga 2.500 kr. Í skeiði er skráningargjaldið 4.000 kr á hest. Þeir sem eru með farandbikara mega koma þeim til mótanefndar áður en mótið hefst.


Einnig vantar starfsfólk í allar stöður, þul, fótaskoðun, ritara hjá dómurum og í dómpalli. Ef einhver hefur tíma má hafa samband við Fanney í síma 865-8174, Kollu í síma 863-7786 eða Pálma í síma 849-0752

Greinar:
4-gangur V2 og tölt T3 1. flokkur
4-gangur V5 og tölt T7 2. flokkur
4-gangur V2 og tölt T3 ungmennaflokkur (18-21 árs á keppnisárinu)
4-gangur V2 og tölt T3 unglingaflokkur (14-17 ára á keppnisárinu)
4-gangur V5 og tölt T7 barnaflokkur (10-13 ára á keppnisárinu)
Pollaflokkur (9 ára og yngri á árinu) Verkefni: 3 til 5 keppendur inn á vellinum í einu. Þulur stjórnar keppni, riðið að lágmarki 3 hringir.
5-gangur 1. flokkur F2
Tölt T4 (einn flokkur)
gæðingaskeið
100 metra skeið

Flettingar í dag: 314
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 441
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 1160142
Samtals gestir: 62887
Tölur uppfærðar: 24.7.2024 08:10:00