21.04.2013 19:53

Það má enginn mjólka á meðan !

 


 




Ofurfólkið er búið að vera á fullu upp í félagshúsi að breyta veitingaraðstöðunni, laga gólfið og setja opnanleg fög. Ómetanlegt að eiga svona orkubolta að í félaginu :)

 

 

19.04.2013 10:31

Síðasta Grunnskólamótið

Þriðja og síðasta Grunnskólamót hestamannafélaganna á Norðurlandi vestra, árið 2013, fer fram í reiðhöllinni Svaðastaðir föstudaginn 19. apríl og hefst mótið kl. 18:00

 

Skráningargjald er 1000 krónur fyrir fyrstu skráningu og 500 krónur fyrir næstu skráningar og skal greiða á mótsstað – með peningum – kort ekki tekin - áður en mót hefst.

 

Ráslisti á föstudaginn  !!

 

Fegurðarreið

Nafn bekkur skóli hestur nafn og uppruni

 Þórgunnur Þórarinsdóttir 1 Árskóla Gola f. Yzta Gerði

 Einar Pétursson 3 Húnavallaskóla Brák f. Hjallalandi

 Inga Rós Suska 1 Húnavallaskóla Neisti f. Bolungarvík

Tvígangur

Nafn bekkur skóli hestur nafn og uppruni

1 Stefanía Sigfúsdóttir 5 Árskóla Hrönn f. Síðu

2 Lilja Maria Suska 6 Húnavallaskóla Hamur f. Hamrahlið

2 Lara Margrét Jónsdóttir 6 Húnavallaskóla Öfund frá Eystra-Fróðholti

3 Kristín Haraldsdóttir 7 Húnavallaskóla Hnakkur f. Reykjum

3 Ása Sóley Ásgeirsdóttir 7 Varmahlíðarskóli Jarpblesa f. Djúpadal

4 Lara Margrét Jónsdóttir 6 Húnavallaskóla Auðlind f. Kommu

4 Jón Hjálmar Ingimarsson 4 Varmahlíðarskóli Flæsa f. Fjalli

5 Lilja Maria Suska 6 Húnavallaskóla Feykir f. Stekkjardal

5 Stefanía Sigfúsdóttir 5 Árskóla Ljómi f. Tungu

6 Hólmar Björn Birgisson 6 Gr.sk. austan Vatna Tangó frá Reykjum

Þrígangur

Nafn bekkur skóli hestur nafn og uppruni

1 Ásdís Freyja Grímsdóttir 5 Húnavallaskóla Hespa f. Reykjum

1 Guðmar Freyr Magnússon 7 Árskóla Björgun f. Ásgeirsbrekku

2 Karitas Aradóttir 7 Grsk. Húnaþ. vestra Gylmir f. Enni

2 Stormur Jón Kormáku Grsk. austan Vatna Glotti f. Glæsibæ

3 Freyja Sól Bessadóttir 7 Varmahlíðarskóla Blesi f. Litlu-Tungu II

3 Guðný Rúna Vésteinsdóttir 5 Varmahlíðarskóla Mökkur f. Hofstaðaseli

4 Edda Felicia Agnarsdóttir 7 Grsk. Húnaþ. vestra Ganti frá Dalbæ

4 Guðmar Freyr Magnússon 7 Árskóla Hrannar f. Gýgjarhóli

5 Ásdís Freyja Grímsdóttir 5 Húnavallaskóla Hrókur f. Laugabóli

5 Júlía Kristín Pálsdóttir 4 Varmahlíðarskóla Valur f. Ólafsvík

6 Sólrún Tinna Grímsdóttir 7 Húnavallaskóla Gjá f. Hæli

6 Karitas Aradóttir 7 Grsk. Húnaþ. vestra Gyðja f. Miklagarði

Fjórgangur

Nafn bekkur skóli hestur nafn og uppruni

1 Ásdís Brynja Jónsdóttir 8 Húnavallaskóli Hvinur f. Efri-Rauðalæk

1 Leon Paul Suska 8 Húnavallaskóli Feykir f. Stekkjardal

2 Hjördís Jónsdóttir 10 Húnavallaskóli Dynur f. Leysingjastöðum

2 Ásdís Ósk Elvarsdóttir 9 Varmahlíðarskóli Gjöf f. Sjávarborg

3 Sigurður Bjarni Aadnegard 8 Blönduskóla Prinsessa f. Blönduósi

3 Viktoría Eik Elvarsdóttir 8 Varmahlíðarskóli Máni f. Fremri-Hvestu

4 Magnea Rut Gunnarsdóttir 8 Húnavallaskóli Freyja f. Litla-Dal

4 Helgi Fannar Gestsson 8 Varmahlíðarskóli Dís f. Höskuldsstöðum

5 Thelma Rán Brynjarsdóttir 10 Gr.sk. austan Vatna Glóð f. Sléttu

5 Ragna Vigdís Vésteinsdóttir 10 Varmahlíðarskóli Glymur f. Hofsstaðaseli

6 Þórdís Ingi Pálsdóttir 9 Varmahlíðarskóli Kjarval f. Blönduósi

6 Eva Dögg Pálsdóttir 9 Grsk. Húnaþ. vestra Brokey f. Grafarkoti

7 Ásdís Brynja Jónsdóttir 8 Húnavallaskóli Leiðsla f. Hofi

7 Anna Baldvina Vagnsdóttir 9 Varmahlíðarskóli Móalingur f. Leirubakka

8 Rakel Eir Ingimarsdóttir 8 Varmahlíðarskóli Snör f. Flugumýri

8 Viktoría Eik Elvarsdóttir 8 Varmahlíðarskóli Signý f. Enni

9 Leon Paul Suska 8 Húnavallaskóli Eldborg f. Leysingjastöðum

9 Anna Herdís Sigurbjartsdóttir 8 Grsk. Húnaþ. vestra Héðinn f. Dalbæ

10 Ásdís Ósk Elvarsdóttir 9 Varmahlíðarskóli Lárus f. Syðra-Skörðugili

10 Fríða Björg Jónsdóttir 9 Grsk. Húnaþ. vestra Skuggi f. Brekku

11 Magnea Rut Gunnarsdóttir 8 Húnavallaskóli Gjá f. Hæli

11 Viktor Jóhannes Kristófersson 8 Grsk. Húnaþ. vestra Kola f. Minni Völlum

12 Kristófer Orri Hlynsson 9 Gr.sk. austan Vatna Snörp f. Melstað

12 Hjördís Jónsdóttir 10 Húnavallaskóli Funi f. Leysingjastöðum

Skeið

Nafn bekkur skóli hestur nafn og uppruni

1 Leon Paul Suska 8 Húnavallaskóla Flugar f. Eyrarbakka

2 Sigurður Bjarni Aadnegard 8 Blönduskóla Steina f. Nykhóli

3 Rakel Eir Ingimarsdóttir 8 Varmahlíðarskóla Alvar f. Hala

4 Magnea Rut Gunnarsdóttir 8 Húnavallaskóla Hnakkur f. Reykjum

5 Viktoría Eik Elvarsdóttir 8 Varmahlíðarskóla Hrappur f. Sauðárkróki

6 Leon Paul Suska 8 Húnavallaskóla Tinna f. Hvammi 2

7 Ásdís Ósk Elvarsdóttir 9 Varmahlíðarskóla Guðfinna f. Kirkjubæ

8 Hjördís Jónsdóttir 10 Húnavallaskóla Næla f. Skúfslæk

9 Ásdís Brynja Jónsdóttir 8 Húnavallaskóla Hvinur f. Efri Rauðalæk

10 Viktor Jóhannes Kristófersson 8 Grsk. Húnaþ. vestra Erpur frá Efri-Þverá

13.04.2013 22:14

Síðasta Grunnskólamótið í vetur

Grunnskólamót hestamannafélaganna á Norðurlandi vestra verður haldið

í reiðhöllinni Svaðastaðir á Sauðárkóki 19. apríl

 

Grunnskólamótinu sem halda átti sunnudaginn 21. apríl í reiðhöllinni Svaðastaðir,  hefur verið flýtt vegna annar viðburða sem koma inn á sunnudaginn og laugardaginn. Ákveðið hefur verið að halda það föstudaginn 19. apríl og byrja kl. 18:00.   Þetta er þriðja og síðasta mótið í vetur og því spennandi að sjá hvaða skóli fer heim með bikarinn til varðveislu næsta árið!

 

Keppt verður í :

Fegurðarreið 1. – 3. bekkur    —-   Tvígangur 4. – 7. bekkur   —   Þrígangur  4. – 7. bekkur   —

Fjórgangur 8. – 10. bekkur  —   Skeið 8. – 10. bekkur

 

Skráningar þurfa að berast fyrir miðnætti á miðvikudaginn 17. apríl.  Við skráningu þarf að koma fram nafn keppanda – bekkur – skóli – nafn hests,  uppruni og litur – upp á hvora hönd er riðið.  Skráningar sendist á thyturaeska@gmail.com

 

 

Skráningargjald er 1000 krónur fyrir fyrstu skráningu og 500 krónur fyrir næstu skráningar og skal greiða á mótsstað (með peningum – kort ekki tekin) áður en mót hefst.

 

Úr reglum keppninnar :

Fegurðarreið      1. – 3. bekkur.  Þar eru riðnir 2 hringir og látið fara fallega dæmt skal eftir stjórnun og þokka. 2 – 3 keppendur inná í einu.

Tvígangur            4. – 7. bekkur.  Riðnir tveir hringir á annað hvort brokki eða tölti og fet ½ hringur. Áseta og stjórnun dæmd.

Þrígangur            4. – 7. bekkur.  Riðið einn hringur brokk, einn hringur tölt og fet ½ hringur.  Áseta og stjórnun dæmd.

Fjórgangur          8. – 10. bekkur.  Venjuleg íþróttakeppni, riðnir fjórir og hálfur hringur.  Einn hringur hægt tölt, einn hringur fegurðar tölt,  ½ hringur fet , einn hringur brokk og einn hringur stökk.

Skeið                   8. – 10. bekkur mega keppa í skeiði og skal tímataka vera samkvæmt venju á hverjum stað.  Fara skal 2 spretti og betri tíminn gildir.

xx     Keppni í skeiði er með fyrirvara um veður og aðstæður á hverjum stað.

*  Gult spjald má sýna ef knapi sýnir grófa reiðmennsku og jafnvel víkja keppanda úr sýningu.

     —————

3.    Keppandi má koma með hest hvaðan sem er, hesturinn/hesteigandi þarf ekki að vera í hestamannafélagi viðkomandi skólahverfis.

4.    Heimilt er að sami hestur sé skráður í 2  greinar.

5.    Foreldrar mega ekki vera inn á keppnisvellinum meðan á keppni stendur

6.    Keppendur í  tví- og þrígangi í 4. – 7. bekk,  verða að velja annað hvort tvígang eða þrígang að keppa í. Óheimilt að sami keppandi keppi í báðum greinum.

7.    Í tölti, tví-, þrí- og fjórgangi mega keppendur keppa á fleiri en einum hesti, en í úrslitum verður einungis einn hestur frá hverjum knapa.

8.    Ef tveir eru jafnir í 5. og 6. sæti skulu báðir mæta í úrslit og verðlauna bæði sætin sem 5. sæti.

9.    Járningar, 10 mm skeifur og 250 gr. hlífar eða 8 mm og botnar.

10.  Í smala er ekki leyft að ríða við stangir, annars gilda almennar íþróttakeppnisreglur.

11.  Í Tölti 4. – 7. og 8. – 10. bekk og Fjórgangi 8. – 10. bekk skulu riðin B og A úrslit ef keppendur eru fleiri en 16

11.04.2013 08:24

Úrslit tölts í KS deildinni



Tveir Þytsfélagar voru í úrslitum í gærkvöldi á töltmóti KS deildarinnar, Ísólfur fór beint inn á A-úrslit á Freyði frá Leysingjastöðum og Jóhann Magnússon í B-úrslit á Oddvita frá Bessastöðum. Jói endaði í 8. sæti með einkunnina 6,94 og Ísólfur endaði í 2-3 sæti með einkunnina 7,61. Til hamingju með þetta strákar :)
En það var Bjarni Jónasson sem sigraði á Randalín frá Efri Rauðalæk með 8,22 í einkunn.

 

 

Stigakeppnin lítur þá svona út eftir 3 greinar:
Ísólfur Líndal 27,5 stig
Bjarni Jónasson 22 stig
Viðar Bragason 14 stig
Mette Mannseth 13,5 stig
Elvar Einarsson 11 stig
 
Úrslitin urðu þessi:
A úrslit
1. Bjarni Jónasson Randalín frá Efri Rauðalæk 8,22
2. Mette Mannseth Trymbill frá Stóra Ási 7,61
3. Ísólfur Líndal Þórisson Freyðir frá Leysingjastöðum 7,61
4. Teitur Árnason Ormur frá Sigmundarstöðum 7,56
5. Hekla Katarína Kristinnsdóttir Vígar frá Skarði 7,50
B úrslit
 Mette Mannseth Trymbill frá Stóra Ási 7,67 (upp í A-úrslit)
6. Þórarinn Eymundsson Taktur frá Varmalandi 7,50
7. Líney María Hjálmarsdóttir Sprunga frá Bringu 7,22
8. Jóhann Magnússon Oddviti frá Bessastöðum 6,94
9. Þorbjörn Hreinn Mathíasson Hekla frá Hólshúsum 6,89

 

08.04.2013 15:41

Tölt í KS deildinni á miðvikudag

Nú er komið að þriðja mótinu í KS-deildinni sem er tölt. Töltið verður miðvikudaginn 10. apríl kl: 20:00 í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki. Hart verður barist og eru mjög góð hross skráð til leiks eins og ráslisti sýnir. Fyrir þetta mót er Ísólfur Líndal Þórisson efstur í stigakeppni knapa.

Ráslisti:

1. Tryggvi Björnsson - Birta frá Efri-Fitjum

2. Bergrún Ingólfsdóttir - Kolfinnur frá Efri-Gegnishólum

3. Þórarinn Eymundsson - Taktur frá Varmalæk

4. Elvar Einarsson - Hlekkur frá Lækjamóti

5. Líney María Hjálmarsdóttir - Sprunga frá Bringu

6. Mette Mannseth - Trymbill frá Stóra-Ási

7. Hekla Katarína Kristinsdóttir - Vígar frá Skarði

8. Viðar Bragason - Björg frá Björgum

9. Bjarni Jónasson - Randalín frá Efri-Rauðalæk

10. Þorbjörn H. Matthíasson - Hekla frá Hólshúsum

11. Baldvin Ari Guðlaugsson - Orka frá Efri-Rauðalæk

12. Þorsteinn Björnsson - Króna frá Hólum

13. James Faulkner - Jafet frá Lækjamóti

14. Ísólfur Líndal Þórisson - Freyðir frá Leysingjastöðum 1

15. Hörður Óli Sæmundarson - Rá frá Naustanesi

16. Teitur Árnason - Ormur frá Sigmundarstöðum

17. Sölvi Sigurðarson - Starkarður frá Stóru-Gröf ytri

18. Jóhann Magnússon - Oddviti frá Bessastöðum

07.04.2013 15:09

Nýr íslenskur reglupakki gefinn út 1. apríl

Hér fyrir eru nýjustu breytingar á reglum sem varða keppni í hestaíþróttum og gæðingakeppni. Mótanefnd Húnvetnsku liðakeppninnar ákvað að klára keppnistímabilið mv eldri reglur. En núna er þetta komið í gildi og gott fyrir knapa að fara yfir.

Keppnisnefnd LH hefur tekið saman helstu breytingar sem gerðar hafa verið fyrir keppnistímabilið 2013 og varða keppni í hestaíþróttum og gæðingakeppni. Einnig er hnykkt á atriðum sem komið hafa upp. Á þingi LH í Reykjavík í haust voru eftirfarandi breytingar samþykktar;

  • Breytingar á aldursmörkum barnaflokks. Barnaflokkurinn er nú fjögur ár, eins og unglinga og ungmennaflokkur. Börn mega ríða barnaflokk 10 ára til og með 13 ára. Mælst er til þess að yngri börn ríði pollaflokka og að félögin bjóði upp á keppni í keppnisgreinum fyirr svonefnda polla, 9 ára og yngri. Þetta á við bæði gæðinga og íþróttakeppni.
  • Samþykkt var að dæma ætti knapa úr leik sem tekur baug eða snýr við, eftir að hafa verið kallaður fram til keppni í gæðingaskeiði og 100 m skeiði. (Á þingi FEIF lagði Ísland fram samhljóða breytingu sem samþykkt var í sportnefnd og verður þá í framhaldinu samþykkt á næsta þingi 2014 og tekur þá gildi erlendis einnig)
  • Samþykkt var að afskrá þyrfti úr forkeppni a.m.k. klukkustund fyrir upphaf greinar. Vanræksla á því orsakar rautt spjald og mögulegt keppnisbann. Ítrekað skal að bannað er að skipta um hest í grein. Þarf þá að afskrá skráðan hest og nýskrá þann nýja sem fer þá fremst í rásröð.
  • Frá og með árinu 2013 skal sannreyna með aflestri örmerkis að réttur hestur mæti til keppni.
  • Lágmörk í Meistaraflokki falla niður þannig að hverjum sem þar langar að keppa er það heimilt.
  • Undanfarið hefur verið mikil umfjöllun um flokkaskiptingu í íþróttakeppni. Keppnisnefnd lagði til á þinginu, í stað þess að bæta við enn einum flokki, að benda mótshöldurum á að nota í auknum mæli léttari keppnisgreinar til að hvetja byrjendur í keppni til að mæta í keppni. Í framhaldi af því mun uppröðun á keppnisgreinum verða breytt í íslenska reglupakkanum þannig að auðveldara sé fyrir mótshaldara og keppendur á að átta sig á þessum greinum og nota þær. Keppnisnefnd áætlar að standa að enn frekari kynningu á þessu fyrirkomulagi með vorinu.
  • Í sérstakri samþykkt var á Landsþingi LH reynt að skýra frekar hvernig skal enda keppni í gæðingakeppni á svokölluðum Þ velli, sjá grein 7.4.3.
  • Ennfremur var samþykkt að á Lands og fjórðungsmótum væri það hesturinn sem ynni sér keppnisrétt í skeiðgreinum en ekki parið eins og að öðru leyti gildir.
  • Á Landsþingi LH var skorað á keppnisnefnd að beita sér fyrir því að breyting á halla í beygjum sem gerð var á FEIF þingi 2012 yrði afturkölluð. Þetta gerði keppnisnefnd og var það samþykkt þar að halli mætti vera allt að 7.5% eins og áður var. Þetta þarf samt sem áður að fara fyrir FEIF þing 2014. Ítrekað skal samt að þetta á einungis við nýja velli, gamlir vellir eru löglegir eins og þeir eru.
  • Samþykkt var á þingi LH að dæma knapa úr leik sem tvisvar sinnum eða oftar gerir sýningu viljandi ógilda, sjá nánar í reglum. Grein 2.7.4.4.
  • Mótshaldarar skulu sækja um dómara til dómarafélagana (HÍDÍ/GDLH) að lágmarki fjórum vikum fyrir mót til að mótin séu lögleg og fái skráningu í Sportfeng. Dómarfélögin bera ábyrgð á að manna öll lögleg mót sem haldin eru. Dómarafélögum ber að vera í sambandi við mótshaldara og ber dómurum að tilkynna forföll til dómarafélaga.
  • Dómarar sem án gildrar ástæðu mæta ekki til starfa og tilkynna ekki forföll eiga á hættu að missa dómararéttindin í allt að sex mánuði. Sama gildir ef dómar sýni vítaverða framkomu gagnvart keppendum, starfsmönnum eða áhorfendum. Dómarar skulu tilkynna forföll með amk 3 sólarhringa fyrirvara til dómarafélaganna.
  • Keppnisréttur í tölti á Landsmóti skal vinnast í T1, þ.e. ekki er hægt að ná þátttökurétti í T3.
  • Bætt er við ákvæði um innanhússmót, að þau þar gildi ekki reglur um vallarstærð, að öðru leyti gilda allar almennar keppnisreglur sbr lagagrein um innanhússmót.
  • Á þingi FEIF í Strassbourg var eftirfarandi samþykkt:
  • Gengur í gildi 2013: Heimild til að breyta gangtegundaröð í úrslitum í fjór og fimmgangi er felld niður, þ.e. ríða skal í t.d. fjórgangi: tölt, brokk, fet, stökk og greitt tölt og í fimmgangi: tölt, brokk, fet, stökk og skeið. Þessi heimild hefur nánast aldrei verið notuð og er því felld úr gildi.
  • Gengur í gildi 2013: Þá var sett inn regla um að sá knapi sem hefur besta tímann megi velja sér bás í startbásum í kappreiðum.
  • Skal prófað 2013: Samþykkt var að gera tilraun í T3 með að ríða hraðabreytingar, einn og einn í einu eftir þul á sömu langhliðinni, álíka og í skeiði nema ekki er ætlast til að keppendur stöðvi hesta sína á milli hraðabreytinga. Svo mótshöldurum er bent á að prófa þetta. Þetta er tilraun til að auka samræmi í dómum á hraðabreytingum sem oft verða misjafnir þar sem dómarar dæma sitthvora hraðabreytinguna og sjá aldrei allt í einu.
  • Fara til samþykktar og í gildi 2014 erlendis: Samþykktar voru allar tillögur sem komu frá Íslandi, sbr að ofan með að dæmt skuli úr leik fari knapi baug eða snúi við, eftir að hafa verið kallaður í braut í gæðingaskeiði og/eða 100 m skeiði, gefið skal rautt spjald og keppnisbann tilkynni keppendur ekki forföll amk klukkustund fyrir upphaf forkeppni sem og tillögur okkar um að heimila aftur allt að 7.5% halla í beygjum á hringvöllum.
  • Fara til samþykktar og í gildi 2014: Knapi í ungmennaflokki sem verður heimsmeistari hefur rétt á að koma og verja titil sinn á næsta HM, að því tilskilduu að hann sé ennþá í ungemmanflokki. Sé keppandi kominn í fullorðinsflokk fellur rétturinn niður.
  • Fara til samþykktar og í gildi 2014: Á World Ranking mótum skulu 3 dómarar vera alþjóðlegir, þar af 1 búsettur í öðru landi (voru 2)

Almennt:

AF GEFNU TILEFNI skal einnig ítrekað að við upptöku FIPO á Íslandi var sú undantekning samþykkt að knapar mættu ekki keppa bæði í A og B úrslitum í sömu grein á sama móti á sitthvorum hestinum. Sjá grein: 8.4.8. bls 67 í útgáfu 2011-1. "(hafi knapi komið fleiri en einum hesti í úrslit, A eða B úrslit, skal hann ákveða á hvorum/hvaða hesti/um hann hefur keppni í úrslitum. Laus sæti í þeim úrslitum má fylla með næstu keppendum. Ef einn eða tveir eru jafnir í næsta sæti skulu þeir alilr færast í þau úrslit)" Svo þetta er eftir sem áður ekki heimilt á Íslandi. Einnig var samþykkt á FEIF þinginu að frá og með 2014 verði þetta einnig með þessun hætti erlendis.

Keppnisnefnd áætlar að kynna hinar léttari keppnisgreinar betur fyrir vorið. Vakni spurnignar má hafa samband í hestvit@hestvit.is.


06.04.2013 02:03

Úrslit lokamóts Húnvetnsku liðakeppninnar


Fjölmennt lið Draumaliðsins mætt á gólfið að fagna sigri og liðsstjórinn mætt í galadressi :)

Það var lið 1, Draumaliðið, sem sigraði Húnvetnsku liðakeppnina í ár með 282,5 stig. Í öðru sæti varð liði 2, 2Good með 256,5 stig og í þriðja sæti varð lið 3, Víðidalur með 155 stig.


Bæjarkeppnina vann liðið FLESK með 87,5 stig og í 2. sæti varð Grafarkot með 82 stig og í 3. sæti varð Lindarberg með 58,5 stig

Keppnin er auðvitað líka einstaklingskeppni og úrslitin í henni voru:
1. flokkur

1. sæti Líney María Hjálmarsdóttir 46 stig
2. sæti Fanney Dögg Indriðadóttir 36 stig
3. sæti Ísólfur Líndal Þórisson 33 stig

2. flokkur
1. sæti Gréta B Karlsdóttir 26 stig
2. sæti Halldór Pálsson 25 stig
3. sæti Elías Guðmundsson 14,5 stig

3. flokkur

1. sæti Stine Kragh 13 stig

2. sæti Sigrún K Þórðardóttir 11 stig

3. sæti Halldór Sigfússon 9 stig

Unglingaflokkur

1. sæti Sigurður Bjarni Aadnegard 12,5 stig

2. sæti Lilja Karen Kjartansdóttir 9 stig

3. sæti Karítas Aradóttir 8 stig


Hér fyrir neðan má sjá úrslit kvöldsins.


A-úrslit í 1. flokki


1 Herdís Einarsdóttir / Grettir frá Grafarkoti 7,83
2 Líney María Hjálmarsdóttir / Sprunga frá Bringu 7,78
3 Jóhann Magnússon / Oddviti frá Bessastöðum 7,44
4 Ísólfur Líndal Þórisson / Sögn frá Lækjamóti 7,17
5 Fanney Dögg Indriðadóttir / Brúney frá Grafarkoti 7,00

B-úrslit í 1.flokki


5 Ísólfur Líndal Þórisson / Sögn frá Lækjamóti 7,00
6 Sonja Líndal Þórisdóttir / Björk frá Lækjamóti 6,94
7 Vigdís Gunnarsdóttir / Sýn frá Grafarkoti 6,61 
8 Þóranna Másdóttir / Ganti frá Dalbæ 6,61
9 Sæmundur Sæmundsson / Lyfting frá Fyrirbarði 6,56
10 James Bóas Faulkner / Jafet frá Lækjamóti 6,50

 A-úrslit í 2. flokki


1 Pétur Vopni Sigurðsson / Silfurtoppur frá Oddgeirshólum 4 7,33
2 Halldór Pálsson / Alvara frá Stórhól 7,00
3 Hjörtur Karl Einarsson / Syrpa frá Hnjúkahlíð 6,78
4 Stella Guðrún Ellertsdóttir / Líf frá Sauðá 6,61
5 Jakob Víðir Kristjánsson / Hatta frá Akureyri 6,44

B-úrslit í 2. flokki


5 Hjörtur Karl Einarsson / Syrpa frá Hnjúkahlíð 6,83
6 Sverrir Sigurðsson / Staka frá Steinnesi 6,67
7 Ingunn Reynisdóttir / Svipur frá Syðri-Völlum 6,56
8 Sveinn Brynjar Friðriksson / Synd frá Varmalæk 6,33
9 Elías Guðmundsson / Eldfari frá Stóru-Ásgeirsá 6,17

Unglingaflokkur


1 Atli Steinar Ingason / Diðrik frá Grenstanga 6,67
2 Karítas Aradóttir / Gyðja frá Miklagarði 6,56
3 Lilja Karen Kjartansdóttir / Tangó frá Síðu 6,22
4 Sigurður Bjarni Aadnegard / Prinsessa frá Blönduósi 6,11
5 Kristófer Már Tryggvason / Áfangi frá Sauðanesi 6,06
6 Birna Olivia Ödqvist / Kynning frá Dalbæ 5,56

A-úrslit í 3. flokki


1 Sigrún Þórðardóttir / Vág frá Höfðabakka 7,08
2 Halldór Sigfússon / Seiður frá Breið 6,83
3 Malin Person / Vorrós frá Syðra-Kolugili 6,25
4 Elísabet Eir Steinbjörnsdóttir / Kremi frá Galtanesi 6,08
5 Aðalheiður Einarsdóttir / Blær frá Hvoli 5,75

B-úrslit í 3. flokki


5 Elísabet Eir Steinbjörnsdóttir / Kremi frá Galtanesi 6,42
6-7 Þórólfur Óli Aadnegard / Mirian frá Kommu 6,25
6-7 Stine Kragh / Hroki frá Grafarkoti 6,25
8 Johanna Koarrbrand / Stúdent frá Gauksmýri 6,08
9 Sigurbjörg Þ Marteinsdóttir / Konráð frá Syðri-Völlum 5,50



Hedda og Grettir frá Grafarkoti, sigurvegarar í 1. flokki



Mótanefnd Húnvetnsku liðakeppninnar þakkar veitinganefndinni og öllu því frábæra fólki sem hefur komið að keppninni í vetur fyrir vel unnin störf.
 

04.04.2013 00:33

Ráslisti fyrir lokamót Húnvetnsu liðakeppninnar


Hér fyrir neðan má sjá ráslista fyrir lokamót Húnvetnsku liðakeppninnar, en mótið verður á föstudaginn nk og hefst kl. 18.00 á forkeppni í unglingaflokki.

Dagskrá:

Unglingaflokkur
3. flokkur

2. flokkur

1. flokkur

hlé
b úrslit 3. flokkur
b úrslit 2. flokkur
b úrslit 1. flokkur

hlé
a úrslit unglingaflokkur

a úrslit 3. flokkur
a úrslit 2. flokkur

a úrslit 1. flokkur


Þetta verður án efa mikil töltveisla!
Aðgangseyrir er 1.000, einnig verður til sölu grillað kjöt og annað gúmmelaði :)

Ráslisti:
1. flokkur
Holl Hönd Knapi Hestur Lið
1 H James Bóas Faulkner Jafet frá Lækjamóti 3
1 H Ólafur Magnússon Gáski frá Sveinsstöðum 1
2 V Líney María Hjálmarsdóttir Sprunga frá Bringu 1
2 V Sæmundur Sæmundsson Ronia frá Íbishóli 1
3 H Pálmi Geir Ríkharðsson Spyrill frá Syðri-Völlum 2
3 H Tryggvi Björnsson Staka frá Steinnesi 1
4 V Teitur Árnason Ormur frá Sigmundarstöðum 1
4 V Ísólfur Líndal Þórisson Sögn frá Lækjamóti 3
5 H Einar Reynisson Sigurrós frá Syðri-Völlum 2
5 H Vigdís Gunnarsdóttir Sýn frá Grafarkoti 3
6 H Sonja Líndal Þórisdóttir Björk frá Lækjamóti 3
6 H Fanney Dögg Indriðadóttir Brúney frá Grafarkoti 2
7 H Elvar Logi Friðriksson Byr frá Grafarkoti 2
8 V James Bóas Faulkner Carmen frá frá Hrísum 3
8 V Líney María Hjálmarsdóttir Völsungur frá Húsavík 1
9 H Herdís Einarsdóttir Grettir frá Grafarkoti 2
9 H Þóranna Másdóttir Ganti frá Dalbæ 2
10 V Jóhann Magnússon Oddviti frá Bessastöðum 2
10 V Tryggvi Björnsson Kjói frá Steinnesi 1
11 V Sæmundur Sæmundsson Lyfting frá Fyrirbarði 1
11 V James Bóas Faulkner Rispa frá Hólmavík 3

2. flokkur
Holl Hönd Knapi Hestur Lið
1 V Sveinn Brynjar Friðriksson Synd frá Varmalæk 3
1 V Jakob Víðir Kristjánsson Nn frá Akureyri 1
2 H Halldór Pálsson Alvara frá Stórhól 2
2 H Stella Guðrún Ellertsdóttir Djörf frá Sauðá 2
3 V Helena Halldórsdóttir Garpur frá Efri-Þverá 1
3 V Maria Artsen Áldrottning frá Hryggstekk 1
4 H Sverrir Sigurðsson Dröfn frá Höfðabakka 1
4 H Þorgeir Jóhannesson Stígur frá Reykjum 1 1
5 H Jónína Lilja Pálmadóttir Laufi frá Syðri-Völlum 2
5 H Garðar Valur Gíslason Þór frá Stórhóli 3
6 H Pétur Vopni Sigurðsson Silfurtoppur frá Oddgeirshólum 4 1
6 H Ingunn Reynisdóttir Svipur frá Syðri-Völlum 2
7 V Hjörtur Karl Einarsson Syrpa frá Hnjúkahlíð 1
7 V Magnús Ólafsson Dynur frá Sveinsstöðum 1
8 H Kolbrún Stella Indriðadóttir Vottur frá Grafarkoti 2
8 H Helga Rós Níelsdóttir Reykur frá Fremri-Fitjum 1
9 V Sveinn Brynjar Friðriksson Glóðafeykir frá Varmalæk 1 3
9 V Halldór Pálsson Fleygur frá Súluvöllum 2
10 H Ragnar Smári Helgason Kóði frá Grafarkoti 2
10 H Sverrir Sigurðsson Diljá frá Höfðabakka 1
11 H Helena Halldórsdóttir Geisli frá Efri-Þverá 1
11 H Stella Guðrún Ellertsdóttir Líf frá Sauðá 2
12 V Hege Valand Sunna frá Goðdölum 1
13 H Eydís Ósk Indriðadóttir Vídalín frá Grafarkoti 2
13 H Elías Guðmundsson Eldfari frá Stóru-Ásgeirsá 1

Unglingaflokkur
Holl Hönd Knapi Hestur
1 H Atli Steinar Ingason Diðrik frá Grenstanga 1
1 H Karítas Aradóttir Gylmir frá Enni 1
2 V Eva Dögg Pálsdóttir Ekra frá Grafarkoti 2
2 V Birna Olivia Ödqvist Kynning frá Dalbæ 2
3 V Lilja Karen Kjartansdóttir Tangó frá Síðu 1
3 V Kristófer Már Tryggvason Áfangi frá Sauðanesi 1
4 H Fanndís Ósk Pálsdóttir Vænting frá Fremri-Fitjum 1
4 H Sigurður Bjarni Aadnegard Prinsessa frá Blönduósi 1
5 H Viktor Jóhannes Kristófersson Flosi frá Litlu-Brekku
5 H Fríða Björg Jónsdóttir Skuggi frá Brekku, Fljótsdal 1
6 H Kristófer Smári Gunnarsson Óttar frá Efri-Þverá 1
6 H Helga Rún Jóhannsdóttir Elfa frá Kommu 2
7 H Atli Steinar Ingason Atlas frá Tjörn 1
7 H Eva Dögg Pálsdóttir Lensa frá Grafarkoti 2
8 V Karítas Aradóttir Gyðja frá Miklagarði 1

3. flokkur
Holl Hönd Knapi Hestur
1 H Sigurbjörg Þ Marteinsdóttir Konráð frá Syðri-Völlum 2
1 H Sigrún Þórðardóttir Vág frá Höfðabakka 1
2 V Johanna Koarrbrand Sómi frá Ragnheiðarstöðum 2
2 V Aðalheiður Einarsdóttir Blær frá Hvoli 1
3 H Sigrún Eva Þórisdóttir Hrafn frá Hvoli 1
3 H Halldór Sigfússon Seiður frá Breið 1
4 H Maríanna Eva Ragnarsdóttir Tvistur frá Reykjavöllum 3
4 H Gunnlaugur Agnar Sigurðsson Faktor frá Dalbæ 2
5 H Jóhanna Helga Sigtryggsdóttir Birtingur frá Stóru-Ásgeirsá 1
6 V Sóley Elsa Magnúsdóttir Blær frá Sauðá 1
7 V Ellý Rut Halldórsdóttir Mímir frá Syðra-Kolugili 3
7 V Elísabet Eir Steinbjörnsdóttir Kremi frá Galtanesi 1
8 H Stine Kragh Hroki frá Grafarkoti 2
8 H Tómas Örn Daníelsson Kvörn frá Hrísum 2 2
9 V Malin Person Vorrós frá Syðra-Kolugili 3
9 V Johanna Koarrbrand Stúdent frá Gauksmýri 2
10 V Eydís Anna Kristófersdóttir Kola frá Minni-Völlum 1
10 V Þórólfur Óli Aadnegard Mirian frá Kommu 1
 

 

03.04.2013 18:19

Vel heppnuð reiðhallarsýning á Hvammstanga

atriðið "Mjallhvít og dvergarnir 7"

Reiðhallarsýningin "hestar fyrir alla" fór fram 1.apríl á Hvammstanga. Sýningin tókst vel og var mjög vel sótt, fullt út að dyrum og skemmtileg stemming. Sýningin var samstarfsverkefni æskulýðsnefndar og reiðhallarsýningarnefndar og voru alls 18 fjölbreytt atriði sýnd.  Það eru nokkrar myndir komnar í myndaalbúm en bíðum við spennt eftir fleiri myndum á næstu dögum.

Æskulýðsnefnd og reiðhallarsýningarnefnd Þyts þakkar öllum sýnendum, sjálfboðaliðum og áhorfendum fyrir frábæran dag.

30.03.2013 19:28

Dagskrá reiðhallarsýningarinnar "Hestar fyrir alla"

Hér fyrir neðan má sjá dagskrá reiðhallarsýningar Þyts sem haldin verður kl.14:00 mánudaginn 1.apríl nk. í Þytsheimum.

Áhugaverð atriði fyrir alla aldurshópa og alla sem vilja sjá íslenska hestinn í mismunandi hlutverkum.  

aðgangseyrir 1000 kr. fyrir 12 ára og eldri

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest

1. Kaupstaðarferð
2. Menntun er máttur
3. Grín og gaman 
4. Ræktunarbú ársins 2012 Efri-Fitjar  
5. Mjallhvít og dvergarnir 7 
6. HLÉ 10 min
7. Volti-Zirkus 
8. James Bond og gellurnar 
9. Fimm 5 vetra 
10. Pink Ladies 
11. Ræktunarbúið Syðri-Vellir 
12. Kíkt í dýragarðinn 
13. HLÉ 25 min
14. Dívurnar
15. Knapar ársins 2012
16. Þýskt bland í íslenskum poka 
17. Ræktunarbúið Dalbær 
18. Þýskar á hesti
19. 5 og 6 vetra hryssur 
20. Íþróttamaður ársins 

 

 

30.03.2013 18:07

Lokamót Húnvetnsku liðakeppninnar, TÖLT.


Lokamót Húnvetnsku liðakeppninnar er tölt, keppt verður í 1., 2. og unglingaflokki í tölti T1 (fegurðartölt í staðin fyrir yfirferðartölt) og í 3. flokki í tölti T7. Mótið verður föstudaginn 5. apríl og hefst kl. 18.00 og verður að vera búið að skrá á miðnætti þriðjudagsins 2. apríl. Skráning er hjá Kollu á mail: kolbruni@simnet.is. Það verða tveir inn á í einu og verður stjórnað af þul. Prógrammið er, hægt tölt, hraðabreytingar og fegurðartölt í tölti T1.Í ár ætlum við að láta snúa við, svo knapar þurfa að ákv upp á hvora höndina þeir vilja byrja. Prógrammið í tölti T7 er hægt tölt, snúið við og frjáls ferð á tölti.
Við skráningu þarf að koma fram kt knapa, IS númer hests, fyrir hvaða lið knapi keppir og upp á hvora höndina skal riðið.  
Í mótaröðinni mega knapar ekki keppa á sama hesti í sömu grein, td má unglingur ekki keppa í tölti á einu móti og fullorðinn á öðru móti í mótaröðinni, sama á við um tölt T7 osfrv.

Skráningargjaldið er 2.000 fyrir fullorðna og 1.000 fyrir unglinga 17 ára og yngri og verður að greiða inn á reikning 0159-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst.

Aðgangseyrir er 1.000 en frítt fyrir 12 ára og yngri.

Mótanefnd

29.03.2013 01:16

Þytsfélagar komu sáu og sigruðu

Hedda og Grettir frá Grafarkoti sigruðu með glæsibrag

Það er óhætt að segja að vel hafi gengið hjá Þytskonum í kvennatölti Norðurlands en allir þátttakendur frá Þyt komust í úrslit og höfðu sigur bæði í minna keppnisvönum og meira keppnisvönum. Frábært kvöld og frábær árangur.

Úrslit í 21 árs og yngri:

Ásdís ÓSk Elvarsdóttir á Lárusi frá Syðra-Skörðugili 6.83
Laufey Rún Sveinsdóttir á Ótta frá Ólafsfirði 6,22
Elínborg Bessadóttir á Blesa frá Litlu-Tungu 6,22
Ingunn Ingólfsdóttir á Grímhildi frá Tumabrekku 6,22
Karítas Guðrúnardóttir á Sýn frá Gauksstöðum 6,11

Úrslit í Minna vanar:

Sigrún Þórðardóttir á Vág frá Höfðabakka 6,83
Unnur Sveinbjörnsdóttir á Hnokka frá Dýrfinnustöðum 6,33
Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir á Tangó frá Síðu 6,17
Anna Þóra Jónsdóttir á Lótus frá Vatnsleysu 6,06
Sædís Bylgja Jónsdóttir Prins frá Garði 5,89

Opinn Flokkur:

Herdís Einarsdóttir á Gretti frá Grafarkoti 7,78
Vigdís Gunnarsdóttir á Sýn frá Grafarkoti 7,17
Gréta Karlsdóttir á Birtu frá Efri-Fitjum 6,78

Pernille Möller á Sörla frá Hárlaugsstöðum 6,78
Sonja Líndal Þórisdóttir á Björk frá Lækjarmóti 6,78

Þóranna Másdóttir á Ganta frá Dalbæ 6,72
Bergrún Ingólfsdóttir á Kolfinni frá Efri-Gegnishólum 6,72
Hafdís Arnardóttir á Diljá frá Brekku 6,50
Kolbrún Stella Indriðadóttir á Vott frá Grafarkoti 6,44



Sonja reið upp úr B-úrslitum með einkunina 6,94

Hedda sigraðir flokkin meira keppnisvanar, Vigdís varð í 2.sæti og jafnar í 3,4 og 5 sæti urðu Gréta, Pernilla og Sonja

Þóranna varð í 7.sæti og Kolla Stella í 9.sæti í flokknum meira keppnisvanar

 

 

Sigrún sigraði flokkinn minna keppnisvanar og Guðrún Ósk varð í 3.sæti

Sigrún og Vág frá Höfðabakka áttu glæsilegan sigur

27.03.2013 19:59

Kvennatölt Norðurlands


Opinn flokkur

1. Auður Inga Ingimarsdóttir og Fagri frá Reykjum
2. Hafdís Arnardóttir og Diljá frá Brekku
3. Arndís Brynjólfsdóttir og Syrpa frá Vatnsleysu
4. Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir og Kolgerður frá Vestri-Leirárgörðum
5. Ida Maja Baagø Hartmann og Svala frá Vatnsleysu
6. Christina Mai og Vökull frá Sæfelli
7. Stefanie Wermelinger og Njála frá Reykjavík
8. Kolbrún Stella Indriðadóttir og Vottur frá Grafarkoti
9. Vigdís Gunnarsdóttir og Sýn frá Grafarkoti

10. Jessie Huijbers og Dáð frá Ási I
11. Gréta Karlsdóttir og Birta frá Efri-Fitjum
12. Sonja Líndal Þórisdóttir og Björk frá Lækjamóti
13. Gloria Kucel og Skorri frá Herriðarhóli
14. Herdís Einarsdóttir og Grettir frá Grafarkoti
15. Karítas Guðrúnardóttir og Sýn frá Gauksstöðum
16. Pernille Möller og Sörli frá Hárlaugsstöðum
17. Bergrún Ingólfsdóttir og Kolfinnur Efri-Gegnishólum
18. Helga Rósa Pálsdóttir og Gríma frá Hóli
19. Vigdís Gunnarsdóttir og Sögn frá Lækjamóti
20. Þóranna Másdóttir og Ganti frá Dalbæ

21. Hafdís Arnardóttir og Freisting frá Hóli
22. Arndís Brynjólfsdóttir og Albert frá Vatnsleysu
23. Auður Inga Ingimarsdóttir og Kolskeggur frá Laugarbóli
24.Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir og Rán frá Skefilsstöðim

Minna vanar
1.Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir og Öld frá Hjaltastöðum hægri
1.Sædís Bylgja Jónsdóttir og Prins frá Garði hægri
2. Íris Sveinbjörnsdóttir og Eyvör frá Akureyri vinstri
2. Margrét Helgadóttir og Morri frá Hjarðarhaga vinstri
3. Sigurlína Erla Magnúsdóttir og Björgun frá Ásgeirsbrekku hægri
3. Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir og Gammur frá Steinnesi hægri
4. Sigrún Þórðardóttir og Vág frá Höfðabakka vinstri

4. Unnur Sveinbjörnsdóttir og Hnokki frá Dýrfinnustöðum vinstri
5. Birna Magnea Sigurbjörnsdóttir og Lilja frá Ytra-Skörðugili hægri
5. Anna Þóra Jónsdóttir og Lótus frá Vatnsleysu hægri
6. Sædís Bylgja Jónsdóttir og Prins frá Garði hægri
7.Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir og Frostrós frá Hjaltastöðum vinstri

21.árs og yngri

1. Elínborg Bessadóttir og Blesi frá Litlu-Tungu 2 vinstri
1. Viktoría Eik Elvarsdóttir og Garri frá Hóli hægri
2. Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Lárus frá Syðra-Skörðugili hægri
2. Ragnheiður Petra Óladóttir og Píla frá Kirkjuhóli hægri
3.Laufey Rún Sveinsdóttir og Ótti frá Ólafsfirði Vinstri hönd
3. Karítas Guðrúnardóttir og Vænting frá Hrafnagili vinstri
4. Björg Ingólfsdóttir og Silla frá Dýrfinnustöðum vinstri
4. Sonja Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir og Jónas frá Litla-Dal vinstri
5. Úrsúla Ósk Lindudóttir og Glæsir frá Gili hægri
5. Brynja Amble Gísladóttir og Friður frá Þúfum Hægri
6. Steindóra Ólöf og Gátt frá Lóni hægri
6. Elínborg Bessadóttir og Glymur frá Hofsstaðarseli hægri
7. Ingunn Ingólfsdóttir og Grímhildur frá Tumabrekku vinstri
8. Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Gaukur frá Kirkjubæ hægri
8.Viktoría Eik Elvarsdóttir og Signý frá Enni hægri


27.03.2013 08:42

Hestar fyrir alla

 
Reiðhallarsýning Þyts verður annan í páskum, mánudaginn 1. apríl n.k. í Þytsheimum á Hvammstanga kl. 14:00.
 
Mjög fjölbreytt sýning þar sem sjá má hversu fjölhæfur íslenski hesturinn er og hversu stórum hópi fólks hann hæfir.
Knapar allt frá leikskólaaldri upp í fullorðinsár. Knapar frá algerum byrjendum til mikilla reynslubolta í kennslu, þjálfun og keppni.
Krakkar sem sína fimleika á hesti, bæði byrjendur og lengra komnir og einnig þýskir krakkar með reynslu af fimleikum á hesti.
 
Aðgangseyrir kr. 1.000. Frítt fyrir 12 ára og yngri.
 
Hlökkum til að sjá ykkur
Undirbúningsnefndin
 
 

26.03.2013 13:16

Aðalfundur Hestamannafélagsins Þyts haldinn í kvöld í Þytsheimum kl. 20.30

Dagskrá:

1.     Kosning fundarstjóra og fundarritara

2.     Skýrsla stjórnar

3.     Lagðir fram reikningar félagsins

4.     Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga

5.     Árgjald

6.     Kosningar

a.     Kosning stjórnar

-         Formaður til tveggja ára

-         Einn meðstjórnandi til tveggja ára

b.     Tveir varamenn stjórnar til eins árs.

c.      Tveir skoðunarmenn til eins árs

d.     Tveir varamenn skoðunarmanna til eins árs

e.     Sex  fulltrúar á Héraðsþing USVH og sex til vara

7.     Önnur mál.

Flettingar í dag: 12594
Gestir í dag: 942
Flettingar í gær: 3375
Gestir í gær: 108
Samtals flettingar: 1180492
Samtals gestir: 64035
Tölur uppfærðar: 27.7.2024 12:11:21