16.02.2014 22:03

Námskeið hjá Fanney um helgina

9 voru skráðir á námskeið hjá Fanney um helgina. Á föstudagskvöldinu var sýniskennsla og spjall. Í dag voru svo hópatímar fyrir hádegi og einkatímar eftir hádegi. Greinilegt að Þytsfélagar eru duglegir að sækja námskeiðin sem fræðslunefndin skipuleggur sem er frábært.

Myndir frá deginum:


15.02.2014 19:16

Úrslit Tjarnartölts 2014


Sólin skein í dag á Gauksmýri en skemmtilegt ísmót var haldið þar í dag, fín skráning var á mótið. Hér fyrir neðan má sjá úrslit mótsins, Þytur og Gauksmýri þakka dómurunum kærlega fyrir vel unnin störf sem og öðru starfsfólki mótsins.

Úrslit:


1 flokkur:
1.sæti Herdís Einarsdóttir og Grettir frá Grafarkoti 6,5
2.sæti Fanney Dögg Indriðadóttir og Brúney frá Grafarkoti 6,0
3.sæti James Bóas Faulkner og Ræll frá Gauksmýri 5,8
4.sæti Hanný Heiler og Adda frá Vatnsleysu 5,3
5.sæti Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir og Kolgerður frá Vestri-Leirárgörðum 5,2


Hedda og Grettir
2 flokkur:

1.sæti Jóhann Albertsson og Carmen frá Hrísum 6,0
2.sæti Stella Guðrún Ellertsdóttir og Líf frá Sauðá 5,8
3.sæti Sverrir Sigurðsson og Frosti frá Höfðabakka 5,6
4.sæti Halldór Pálsson og Fleygur frá Súluvöllum 5,5
5.sæti Sigrún Þórðardóttir og Vág frá Höfðabakka 5,2


Jói og Carmen frá Hrísum
Börn og unglingar:
1.sæti Karítas Aradóttir og Gyðja frá Miklagarði 6,0
2.sæti Sólrún Tinna Grímsdóttir og Hespa frá Reykjum 5,3
3.sæti Lilja Karen Kjartansdóttir og Tangó frá Síðu 5,0
4.- 5. sæti Lilja María Suska og Esja frá Hvammi 4,5
4. - 5.sæti Ásdís Brynja Jónsdóttir og Hvinur frá Efri - Rauðaalæk 4,5

6. sæti Lara Margrét Jónsdóttir og Öfund frá Eystri-Fróðholti 3,7


Karítas og Gyðja

Unghrossakeppni:
1.sæti Jóhann Magnússon og Hugsun frá Bessastöðum
2.sæti Helga Rún Jóhannsdóttir og Ásgerður frá Seljabrekku
3.sæti Lara Margrét Jónsdóttir og Króna frá Hofi
4.sæti Halldór Pálsson og Staumur frá Súluvöllum
5.sæti Sverrir Sigurðsson og Aldur frá Höfðabakka

Jói og Hugsun frá Bessastöðum


Rakel Gígja fékk sérstök knapaverðlaun frá Gauksmýri í dag er hún leysti vel úr erfiðum aðstæðum þegar merin hennar fór á harða stökki út úr braut. Allt fór vel og mikil reynsla fyrir efnilegan knapa. 

 

14.02.2014 22:30

Tjarnartölt 2014
Fín skráning er á Tjarnartöltið á morgun. Mótið hefst klukkan 13.00 á unghrossaflokki.

Dagskrá:

Unghrossaflokkur
15 mín hlé þar sem knapar í unghrossaflokki eru einnig í unglingaflokki
Unglingaflokkur
2. flokkur
1. flokkur

Úrslit í hverjum flokki eru riðin strax á eftir forkeppni.

Verðlaunaafhending og veitingasala verður í veitingasalnum á Gauksmýri að móti loknu.

Ráslistar:                                                  

Unghrossakeppni

Holl Knapi Hestur
1 Halldór Pálsson Straumur frá Súluvöllum
1 Marit Van Schravendijk Kamilla frá Hvammi 2
1 James Bóas Faulkner Sálmur frá Gauksmýri
2 Lara Margrét Jónsdóttir Króna frá Hofi
2 Pálmi Geir Ríkharðsson Gefjun frá Syðri-Völlum
2 Jóhann Magnússon Mynd frá Bessastöðum
3 Sverrir Sigurðsson Aldur frá Höfðabakka
3 Ásdís Brynja Jónsdóttir Vigur frá Hofi
3 Lisa Halterlein Diljá frá Steinnesi

1 flokkur
Holl Knapi Hestur
1 James Faulkner og Ræll frá Gauksmýri
1 Hanný Heiler Adda frá Vatnsleysu
1 Fanney Dögg Indriðadóttir Brúney frá Grafarkoti
2 Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir Kolgerður frá Vestri-Leirárgörðum
2 Herdís Einarsdóttir Grettir frá Grafarkoti
3 Einar Reynisson Muni frá Syðri-Völlum
3 Jóhann Magnússon Skyggnir frá Bessastöðum

2. flokkur
Holl Knapi Hestur
1 Lisa Halterlein Munkur frá Steinnesi
1 Jónína Lilja Pálmadóttir Svipur frá Syðri-Völlum
2 Sonja Suska Feykir frá Stekkjardal
2 Sverrir Sigurðsson Frosti frá Höfðabakka
3 Sigurbjörg Þ Marteinsdóttir Hvönn frá Syðri-Völlum
3 Jóhann Albertsson Carmen frá Hrísum
4 Tómas Örn Daníelsson Vökull frá Sauðá
4 Alma Lára Hólmsteinsdóttir Birtingur frá Stóru-Ásgeirsá
5 Pálmi Geir Ríkharðsson Konráð frá Syðri-Völlum
5 Guðný Helga Björnsdóttir Oddviti frá Bessastöðum
6 Sigrún Þórðardóttir Vág frá Höfðabakka
6 Lisa Halterlein Díva frá frá Steinnesi
7 Halldór Pálsson Fleygur frá Súluvöllum
7 Helga Rún Jóhannsdóttir Ásgerður frá Seljabrekku
8 Stella Guðrún Ellertsdóttir Líf frá Sauðá
8 Þorgeir Jóhannesson Stígur frá Reykjum 1

Unglingaflokkur
Holl Knapi Hestur
1 Lilja Maria Suska Esja frá Hvammi 2
1 Ásdís Freyja Grímsdóttir Nökkvi frá Reykjum
2 Lara Margrét Jónsdóttir Öfund frá Eystra-Fróðholti
2 Karítas Aradóttir Gyðja frá Miklagarði
3 Sólrún Tinna Grímsdóttir Hespa frá Reykjum
3 Rakel Gígja Ragnarsdóttir Æra frá Grafarkoti
4 Eva Dögg Pálsdóttir Brokey frá Grafarkoti
4 Lilja Maria Suska Hamur frá Hamrahlíð
5 Lilja Karen Kjartansdóttir og Tangó frá Síðu
5 Ásdís Brynja Jónsdóttir Hvinur frá Efri-RauðalækHestamannafélagið Þytur og Sveitasetrið Gauksmýri

11.02.2014 09:30

Töltþjálfun fyrir alla

Fimmtudaginn 13. Febrúar verður haldið fræðslukvöld um þjálfun tölts í reiðhöllinni á Hvammstanga. Farið verður yfir grunnatriði tölts, hvernig á að þjálfa það með tilliti til ákveðinna galla í gangtegundinni og hvernig þeir eru lagaðir og einnig hvernig má halda áfram að bæta tölt þó það sé gott.

Fræðslukvöldið er haldið af þremur reiðkennaraefnum Hólaskóla þeim Arnari Bjarki Sigurðarsyni, Hilmari Þór Sigurjónssyni og Petronella Hannula. Kvöldið byrjar á fyrirlestri um tölt og tæknileg atriði við þjálfunina. Þau atriði verða síðan sýnd í í sýnikennslu og hvernig má nota þau til að hjálpa við tölt reið.

Fyrirlesturinn hefst klukkan 19:00

500 kr kostar inn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hilmar og Þrenna frá Hofi I

 

Arnar Bjarki og Kaspar frá Kommu   

            

Petronella og Þjóðhátið frá Snartarstöðum II

10.02.2014 10:13

Tjarnartölt 2014

Frá mótinu í fyrra.

 

Sveitasetrið Gauksmýri og Hestamannafélagið Þytur halda sameiginlega ísmót á Gauksmýrartjörn laugardaginn 15. febrúar nk og hefst mótið kl 13.00.

Takið daginn frá, ekkert skemmtilegra en að ríða út á ís. Hlökkum til að sjá ykkur :)

 

Keppt verður í tölti í 3 flokkum:

1.  1.flokki

2.  2.flokki

3.  Barna og unglingaflokki.

5 keppendur í úrslit í öllum flokkum.

 

Riðið verður ein ferð á hægu tölti, 2 ferðir hraðabreytingar og 1 ferð hratt tölt.
 

Einnig verður keppt í unghrossaflokki ef næg þátttaka næst, en það eru hross fædd á árunum 2008 til 2010 sem eiga þátttökurétt. Þetta verður 4 ferðir (2 fram og til baka), frjáls reið.

 

Skráning  á netfangið thytur1@gmail.com . Lokaskráningardagur er  föstudagurinn 14. febrúar skráningargjald er 1.000.- fyrir fullorðna hver skráning en 500 hver skráning fyrir börn og unglinga. Skráningargjald má leggja inn á 0159-26-001081 kt. 550180-0499.

 

Nánari upplýsingar hjá Jóa í síma 869-7992

Hægt að koma hestum í hús á Gauksmýri meðan húsrúm leyfir.

 

Veitingasala verður í veitingasalnum á Gauksmýri.

 

Ef fella þarf mótið niður vegna veðurs birtist það á heimsíðu Þyts á laugardagsmorgun.

                                                                             

Sveitasetrið Gauksmýri og Hestamannafélagið Þytur

08.02.2014 17:22

Úrslit fyrsta mótsins í Húnvetnsku liðakeppninni - fjórgangur

Þá er fyrsta móti í Húnvetnsku liðakeppnni lokið. Liðakeppnin stendur þannig að 2Good er efst eftir fyrsta mót með 46,63 stig, Draumaliðið er annað með 40,36 stig, Víðidalurinn er þriðji 38,76 stig og LiðLísuSveins er í fjórða með 38,03 stig.
Mótið gekk vel, gaman að fá nýja dómara á svæðið en veðrið hefði vissulega mátt vera betra í dag. Við söknuðum skagfirðinganna sem komust ekki yfir Vatnsskarðið vegna veðurs. En sjáum ykkur vonandi á næsta móti. Úrslit dagsins má sjá hér fyrir neðan:

 
 

A úrslit í 1. flokki


Nafn/hestur/lið Fork/úrslit
1 Ísólfur Líndal Þórisson / Kappi frá Kommu / Víðidalur 5,97/6,75 (sigraði eftir sætaröðun)
2 Fanney Dögg Indriðadóttir / Brúney frá Grafarkoti / LiðLísuSveins 6,83/6,75
3 Vigdís Gunnarsdóttir / Sögn frá Lækjamóti / Víðidalur 6,33/6,67
4 James Bóas Faulkner / Eyvör frá Lækjamóti / Víðidalur 6,33/6,38
5 Herdís Einarsdóttir / Grettir frá Grafarkoti / 2Good 6,37/ 6,08

 
 

B úrslit í 1. flokki


Nafn/hestur/lið Fork/úrslit
5 Ísólfur Líndal Þórisson / Kappi frá Kommu / Víðidalur 5,97/6,70
6 Elvar Logi Friðriksson / Stuðull frá Grafarkoti / LiðLísuSveins 5,73/6,60
7 Jakob Víðir Kristjánsson / Gítar frá Stekkjardal / Draumaliðið 6,30/6,57
8 Ragnhildur Haraldsdóttir / Börkur frá Brekkukoti / Draumaliðið 6,03/6,47
9 Jóhann Magnússon / Mynd frá Bessastöðum / 2Good 5,90/6,20

 
 

3. flokkur Fork/úrslit


1 Sigrún Davíðsdóttir / Drápa frá Grafarkoti / LiðLísuSveins 5,47/6,04
2 Stine Kragh / Þór frá Stórhóli / Draumaliðið 6,03/6,00
3 Magdalena / Lensa frá Grafarkoti / Draumaliðið 5,57/5,83
4-5 Gunnlaugur Agnar Sigurðsson / Hökull frá Dalbæ / 2Good 5,38
4-5 Malin Person / Vorrós frá Syðra-Kolugili / Víðidalur 5,38

 
 

2. flokkur


1 Birna Olivia Ödqvist / Jafet frá Lækjamóti / 2Good 6,03/6,33
2 Greta Brimrún Karlsdóttir / Nepja frá Efri-Fitjum / 2Good 6,23/6,30
3 Helga Rún Jóhannsdóttir / Embla frá Þóreyjarnúpi / 2Good 5,70/6,13
4 Stella Guðrún Ellertsdóttir / Vökull frá Sauðá / Draumaliðið 5,67 / 5,90
5 Halldór Pálsson / Fleygur frá frá Súluvöllum / 2Good 5,57 / 5,77

Unglingaflokkur Fork / úrslit

1 Nína Guðbjörg Gunnarsdóttir / Bassi frá Áslandi / 2Good 6,00 / 6,00
2 Fríða Björg Jónsdóttir / Brúnkolla frá Bæ I / Draumaliðið 4,97 / 5,90
3 Eva Dögg Pálsdóttir / Brokey frá Grafarkoti / 2Good 5,60 / 5,67
4 Sigurður Bjarni Aadnegard / Prinsessa frá Blönduósi / Draumaliðið 5,0 / 5,27
5 Ásdís Brynja Jónsdóttir / Vigur frá Hofi / 2Good 5,20 / 5,07
6 Edda Felicia Agnarsdóttir / Kveðja frá frá Dalbæ / 2Good 4,97 / 4,20

Mótanefnd þakkar starfsfólki mótsins kærlega fyrir daginn. Myndir sem Guðný tók má sjá hér.

06.02.2014 22:36

Ráslisti fyrsta mótsinsmynd frá móti í Húnvetnsku...

Hér koma ráslistar og dagskrá fyrsta mótsins í Húnvetnsku liðakeppninni 2014. Nýtt lið hefur bæst í keppnina en það er Lið Lísu Sveins. Mjög skemmtilegt að fá nýtt lið í keppnina. Einnig eru ekki allir í liði en nýju reglurnar gera það mögulegt. 
Liðin 2014 eru:
Lið L - LiðLísuSveins, liðstjóri Elvar Logi
Lið 1 - Draumaliðið - liðstjóri Guðrún Ósk
Lið 2 - 2 Good - liðstjóri Þóranna Másdóttir
Lið 3 - Víðidalur - liðstjóri James Faulkner

Ein breyting á áður auglýstri dagskrá er að knapar í 1. flokki eru einn og einn inn á í einu og ráða sínu prógrammi sjálfir. Í hinum flokkunum eru tveir inn á í einu og er prógrammið í forkeppni, hægt tölt - fegurðartölt - fet - brokk - stökk og er stjórnað af þul. En úrslit verða riðin eins og venjulega, hægt tölt - brokk - fet - stökk - fegurðartölt.

Skráningargjaldið er 2.000 fyrir fullorðna og 1.000 fyrir unglinga 17 ára og yngri og verður að greiða inn á reikning 0159-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst.

Aðalstyrktaraðili Húnvetnsku liðakeppninnar árið 2014 er SKVH.


Dagskrá:
Mótið hefst kl. 11.00 á forkeppni.

Unglingarflokkur 
3. flokkur
Úrslit unglingaflokkur ( þar sem hluti af hópnum er að keppa á körfuboltamóti á laugardaginn)
Hlé 30 mín
2. flokkur, 
1. flokkur
Hlé 15 mín
b-úrslit í 1. flokki
Úrslit 3. flokkur
Úrslit 2. flokkur
Úrslit 1. flokkur

Ráslisti:
1. flokkur

Holl Hönd Knapi Hestur Lið
1 H James Bóas Faulkner Sálmur frá Gauksmýri 3
2 H Ísólfur Líndal Þórisson Mist frá Torfunesi 3
3 V Guðmundur Þór Elíasson Fáni frá Lækjardal L
4 V Elvar Logi Friðriksson Stuðull frá Grafarkoti L
5 V Þóranna Másdóttir Héðinn frá Dalbæ 2
6 V Jakob Víðir Kristjánsson Gítar frá Stekkjardal 1
7 H Tryggvi Björnsson Heiða Hrings frá Dalvík 1
8 H Herdís Einarsdóttir Grettir frá Grafarkoti 2
9 H Vigdís Gunnarsdóttir Sögn frá Lækjamóti 3
10 H Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir Sómi frá Ragnheiðarstöðum 3
11 V James Bóas Faulkner Eyvör frá Lækjamóti 3
12 V Fanney Dögg Indriðadóttir Brúney frá Grafarkoti L
13 V Ragnhildur Haraldsdóttir Börkur frá Brekkukoti 1
14 V Guðmundur Þór Elíasson Frami frá Stóru-Ásgeirsá L
15 V Magnús Ásgeir Elíasson Elding frá Stóru-Ásgeirsá 3
16 V Einar Reynisson Sigurrós frá Syðri-Völlum 2
17 V Jóhann Magnússon Mynd frá Bessastöðum 2
18 V Ísólfur Líndal Þórisson Kappi frá Kommu 3
19 V Ingólfur Pálmason Orka frá Stóru-Hildisey 2
20 V James Bóas Faulkner Dökkvi frá Leysingjastöðum II 3
21 H Elvar Logi Friðriksson Byr frá Grafarkoti L
22 V Jóhanna Friðriksdóttir Elding frá Votumýri 2 L

2. flokkur:

Hópur Hönd Knapi Hestur Lið
1 H Halldór Pálsson Fífill frá frá Súluvöllum 2
1 H Stella Guðrún Ellertsdóttir Vökull frá Sauðá 1
2 V Greta Brimrún Karlsdóttir Dropi frá Áslandi 2
2 V Pálmi Geir Ríkharðsson Ásjóna frá Syðri-Völlum x
3 V Eline Schriver Leiðsla frá Hofi 2
3 V Þorgeir Jóhannesson Stígur frá Reykjum 1 1
4 V Birna Olivia Ödqvist Jafet frá Lækjamóti 2
4 V Kolbrún Stella Indriðadóttir Glufa frá Grafarkoti 2
5 V Helga Rún Jóhannsdóttir Embla frá Þóreyjarnúpi 2
5 V Kristófer Smári Gunnarsson Óttar frá Efri-Þverá 1
6 H Sverrir Sigurðsson Frosti frá Höfðabakka 1
6 H Halldór Pálsson Fleygur frá frá Súluvöllum 2
7 V Greta Brimrún Karlsdóttir Nepja frá Efri-Fitjum 2
7 V Gerður Rósa Sigurðardóttir Hlekkur frá Kolugili L

3. flokkur:
Hópur Hönd Knapi Hestur Lið
1 V Stine Kragh Þór frá Stórhóli 1
1 V Magdalena Hríð frá frá Blönduósi 1
2 H Irina Kamp Glóð frá Þórukoti 1
2 H Tómas Örn Daníelsson Blær frá Sauðá 1
3 V Malin Person Vorrós frá Syðra-Kolugili 3
3 V Aðalheiður Einarsdóttir Skuggi frá Brekku, Fljótsdal 1
4 V Gunnlaugur Agnar Sigurðsson Hökull frá Dalbæ 2
4 V Manuela Zurcher Gnótt frá frá Sólheimum 1
5 V Sigrún Davíðsdóttir Drápa frá Grafarkoti L
5 V Sigrún Eva Þórisdóttir Dropi frá Hvoli 1
6 V Fanndís Ósk Pálsdóttir Arfur frá Höfðabakka 1
6 V Helene Espeland Silfra frá frá Stóradal L
7 V Stine Kragh Goði frá Súluvöllum ytri 1

Unglingaflokkur:

Hópur Hönd Knapi Hestur Lið
1 V Edda Felicia Agnarsdóttir Kveðja frá frá Dalbæ 2
1 V Anna Herdís Sigurbjartsdóttir Kvörn frá Hrísum 2 L
2 V Sigurður Bjarni Aadnegard Prinsessa frá Blönduósi 1
2 V Fríða Björg Jónsdóttir Brúnkolla frá Bæ I 1
3 V Lara Margrét Jónsdóttir Öfund frá Eystra-Fróðholti 2
3 V Ásdís Brynja Jónsdóttir Vigur frá Hofi 2
4 V Eva Dögg Pálsdóttir Brokey frá Grafarkoti 2
5 H Ásta Guðný Unnsteinsdóttir Flótti frá Leysingjastöðum II 1
5 H Nína Guðbjörg Gunnarsdóttir Bassi frá Áslandi 2

Mótanefnd Húnvetnsku liðakeppninnar


01.02.2014 22:08

Styttist í fyrsta mót í Húnvetnsku liðakeppninni

Þá fer að styttast í fyrsta mót Húnvetnsku liðakeppninnar en það verður laugardaginn nk, 8. febrúar, og verður að vera búið að skrá á miðnætti miðvikudagsins 5. febrúar. Skráning er á mailið: thytur1@gmail.com  Keppt verður í fjórgangi í 1. flokki, 2. flokki, 3. flokki og flokki 17. ára og yngri (fædd 1997 og seinna) Það sem koma þarf fram er nafn og kennitala knapa, lið, hestur, IS númer og upp á hvora hönd á að ríða. Það verða tveir inn á í einu og er prógrammið í forkeppni, hægt tölt - fegurðartölt - fet - brokk - stökk og er stjórnað af þul. En úrslit verða riðin eins og venjulega, hægt tölt - brokk - fet - stökk - fegurðartölt.

Skráningargjaldið er 2.000 fyrir fullorðna og 1.000 fyrir unglinga 17 ára og yngri og verður að greiða inn á reikning 0159-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst.

Hægt verður að skrá ný lið til leiks fram að miðnætti miðvikudagsins 5. febrúar.

Reglur liðakeppninnar má sjá hér.

Mótið hefst kl. 11.00 á forkeppni í unglingaflokki
Dagskrá.
Unglingaflokkur
3.flokkur
2.flokkur
1. flokkur
úrslit

Aðgangseyrir er 1.000 en frítt fyrir 12 ára og yngri.

Mótanefnd

31.01.2014 23:20

Svínavatn 2014

Laugardaginn 1. mars  verður mótið haldið á Svínavatni í A-Hún.

Keppt  verður í A og B flokki gæðinga og opnum flokki í tölti. Fyrirkomulag með svipuðu sniði og verið hefur undanfarin ár og verða nánari upplýsingar birtar þegar nær dregur á hestanetmiðlum og á heimasíðu mótsins. 

27.01.2014 10:34

Fundur
Fundur um Húnvetnsku liðakeppnina, fimmtudagskvöldið 30. janúar kl. 21.00 í félagshúsi Þyts. Farið verður yfir nýjar reglur keppninnar og fleira. Vonandi sjáum við sem flesta.


Mótanefnd Húnvetnsku liðakeppninnar

aðalstyrktaraðili Þyts

24.01.2014 23:13

Tjarnartölti frestað


 

Ákveðið hefur verið að fresta ísmótinu sem halda átti á morgun 25. janúar vegna dræmrar þátttöku. Mótið verður haldið laugardaginn 15. febrúar í staðin kl. 13.00.
 

Takið daginn frá, ekkert skemmtilegra en að ríða út á ís. Hlökkum til að sjá ykkur :)

22.01.2014 22:46

Meistaradeildin!

Eins og flestir vita hefst Meistaradeildin í hestaíþróttum fimmtudagskvöldið 23.1.2014 en þar er Ísólfur okkar að keppa. 

Af þessu tilefni ætlar Kaffi Sveitó í Dæli að sýna frá meistaradeildinni frá klukkan 19:00. 

Komum nú saman og styðjum okkar mann!

20.01.2014 15:42

Tjarnartölt 2014

Frá mótinu í fyrra.

 

Sveitasetrið Gauksmýri og Hestamannafélagið Þytur halda sameiginlega ísmót á Gauksmýrartjörn laugardaginn 25. janúar nk og hefst mótið kl 12:30. Ísinn er spegilsléttur að sögn Jóhanns  svo nú er um að gera að skrá á fyrsta mót ársins.

 

Keppt verður í tölti í 3 flokkum:

1.  1.flokki

2.  2.flokki

3.  Barna og unglingaflokki.

5 keppendur í úrslit í öllum flokkum.

 

Riðið verður ein ferð á hægu tölti, 2 ferðir hraðabreytingar og 1 ferð hratt tölt.
 

Einnig verður keppt í unghrossaflokki ef næg þátttaka næst, en það eru hross fædd á árunum 2008 til 2010 sem eiga þátttökurétt. Þetta verður 4 ferðir (2 fram og til baka), frjáls reið.

 


Skráning  á netfangið thytur1@gmail.com . Lokaskráningardagur er  föstudagurinn 24. janúar, skráningargjald er 1.000.- fyrir fullorðna hver skráning en 500 hver skráning fyrir börn og unglinga. Skráningargjald má leggja inn á 0159-26-001081 kt. 550180-0499.

 

Nánari upplýsingar hjá Jóa í síma 869-7992

Hægt að koma hestum í hús á Gauksmýri meðan húsrúm leyfir.

 

Veitingasala verður í veitingasalnum á Gauksmýri.


 


Ef fella þarf mótið niður vegna veðurs birtist það á heimsíðu Þyts á laugardagsmorgun.

                                                                             

Sveitasetrið Gauksmýri og Hestamannafélagið Þytur

18.01.2014 15:36

Námskeið!

Helgarnámskeið 14.-15. Febrúar 2014

Almennt reiðnámskeið - Taumsamband - Áseta og stjórnun.

Staðsetning: Reiðhöllin á Hvammstanga

Sýnikennsla og spjall föstudagskvöldið 14. febrúar Kl. 20:00

Laugardagur: byrjar kl. 09:30. Hóptími, 3-4 saman fyrir hádegi í 50 mín. (fer eftir fjölda á námskeiði).

Einkatími 30 mín, byrjað kl. 13:00. Öllum sem eru á námskeiðinu heimilt að fylgjast með hvort öðru.

Verð: 10.000 kr. á mann

Kennari: Fanney Dögg Indriðadóttir reiðkennari.

Skráning og nánari upplýsingar hjá Maríönnu (mareva@simnet.is) í síma 896 3130 og Öldu í síma 847 8842, fyrir miðvikudaginn 12.febrúar.

 

Ef áhugi er fyrir hendi  getum við einnig boðið upp á frumtamningarnámskeið eins og var í desember síðastliðnum,  í umsjón Þóris Ísólfssonar reiðkennara.  Námskeiðið er 12 tímar; 2 bóklegir og 10 verklegir. Verð: 30.000 kr.  Hafið bara samband við okkur og þegar nægur fjöldi er kominn þá skellum við því í gang. smiley

 

12.01.2014 23:06Reglur Húnvetnsku liðakeppninnar 2014

Sjötta mótaröðin að hefjast í Húnvetnsku liðakeppninni. Mótanefndin ákvað að breyta til í ár, bæði í sambandi við stigagjöfina og liðin. Taka upp stigagjöf sem er að mestu eins og er í KB mótaröðinni í Borgarnesi. Við fengum upplýsingar hjá aðila í mótanefndinni þar og okkur leyst vel á þessa leið. Einnig verður hægt að bæta við fleiri liðum í keppnina ef áhugi er fyrir því, þ.e.a.s ef fólk skipta sér í minni og fleiri lið er það núna möguleiki. En ef það myndast ekki nægilega mörg lið, ætlum við að bjóða upp á lið 1, 2 og 3 eins og þau hafa verið hingað til. Setjum þetta bara í ykkar hendur og sjáum hvernig málin þróast. Bæjarkeppnin verður ef liðin verða bara þrjú en ef liðin verða fleiri og minni þá sleppum við henni.

Reglur:

Liðakeppni:


1) Liðin þurfa að hafa nafn og sérkenni, þannig að liðsmenn þekkist.

2) Lágmark 3 í liði, ótakmarkaður fjöldi.

3) Knapar verða að vera í sama liðinu allt tímabilið, þ.e. bannað að skipta um lið á miðju tímabili. Einnig verður hver og einn knapi að velja sér hvort hann ætlar að keppa í 1. 2. eða 3. flokki í upphafi tímabils.

4) 3 efstu knapar úr forkeppni telja til stiga fyrir hvert lið, stigin eru einkunnir hvers knapa. Hver knapi getur aðeins skilað stigum fyrir sitt lið fyrir 1 hest.

5) 3 efstu knapar sem komast í úrslit í hverju liði telja til stiga.

6) 1 sæti = 10 stig, 2 sæti = 8 stig, 3 sæti = 6 stig, 4 sæti = 4 stig, 5 sæti = 2 stig, 6 sæti = 2 stig (ef B-úrslit), 7-10 = 1 stig

7) Ekki er nauðsynlegt að vera í liði til að taka þátt í mótaröðinni.

8) Flokkar; Barna og unglingaflokkur 17 ára og yngri (börn fædd 1997 og seinna), 3 flokkur, flokkur sem er ætlaður þeim sem eru að byrja að keppa eða hafa litla keppnisreynslu. 2 flokkur = fyrir þá sem hafa nokkra keppnisreynslu en eru ekki að stunda keppni að neinu ráði. 1. flokkur er ætlaður þeim sem eru mikið í keppni.

9) Hver keppandi má keppa á fleiri en einum hesti í hverri grein, en ef keppandi kemst með tvo hesta í úrslit verður hann að velja á milli þeirra og aðeins keppa á öðrum í úrslitum. Ekki hægt að fá aukaknapa til að ríða úrslit fyrir sig.

10) Í skeiði má hver knapi keppa á eins mörgum hrossum og hann vill en getur aðeins fengið stig fyrir einn hest eins og í öðrum greinum.

11) Smalinn: Riðin er braut sem mörkuð er keilum sem ná upp á síður hests. Keilurnar skulu vera þannig útbúnar að þær falli við litla snertingu. Árangurinn ræðst af brautartíma og felldum keilum. Reiknireglur eru þær sömu og í tímabraut torfærunnar. Smalinn er hrein grein í þeirri merkingu að árangurinn er mælanlegur án frávika, þ.e. hann ræðst eingöngu af tíma og felldum keilum en ekki mati dómara. Dómarar eru engu að síður til staðar og meta hvort knapinn fari gegnum öll hlið, telja felldar keilur og hafa eftirlit með reiðmennsku knapa líkt og í öðrum keppnisgreinum.

Stigin telja þannig að knapar raðast í sæti eftir besta tímanum, sá sem er fyrstur fær 300 stig, sá næsti 280, 270 o.s.frv. Við hverja fellda keilu dragast frá 14 stig. Fyrir sleppt hlið eru 28 refsistig. Yfir brúnna er ekki leyft að fara á stökki þ.e.a.s allur annar gangur er í lagi. Ef brúnni er sleppt þá er það 4x28 refsistig Gult spjald= gróf reiðmennska 30 refsistig Rautt spjald= MJÖG gróf reiðmennska ÚR LEIK!
Stigin í smala inn í liðakeppnina í forkeppni eru þannig að 300 stig gefa 6 stig, 290 - 299 stig gefa 5,8 stig, 280 - 289 stig gefa 5,6 stig, 270 - 279 stig gefa 5,4 stig osfrv.

12) Einstaklingskeppni:
1.sæti - 10 stig
2.sæti - 8 stig
3.sæti - 7 stig
4.sæti - 6 stig
5.sæti - 5 stig
6.sæti - 4 stig
7.sæti - 3 stig
8.sæti - 2 stig
9.sæti - 1 stig

13) Skráningargjöld verður að greiða inn á reikning 0159-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst.

Ný lið þarf að tilkynna til mótanefndar í síðasta lagi sunnudaginn 26. jan nk. Á móti skráningum tekur Þórdís á netfang: rettarh6@simnet.is Ef ykkur vantar frekari upplýsingar er hægt að hringja í síma 867-3346, liðin þurfa að hafa nafn og einhvern liðsstjóra.

Dagssetningar fyrir mót vetrarins eru: 8. feb fjórgangur, 22. feb smali/skeið, 15. mars fimmgangur/tölt 5. apríl tölt.

Mótanefndin

Flettingar í dag: 199
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 441
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 1160027
Samtals gestir: 62885
Tölur uppfærðar: 24.7.2024 07:05:36