29.11.2022 07:40

Uppskeruhátíð Þyts og Hrossaræktarsamtaka Vestur-Húnavatnssýslu

                                                                 
 
 
 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Uppskeruhátíð Þyts og Hrossaræktarsamtaka Vestur-Húnavatnssýslu var haldin laugardaginn 26 nóvember sl. Skemmtinefndin lét ekki sitt eftir liggja og sýndi leikin skemmtiatriði þar sem farið var yfir síðustu ár hjá Þytsfélögum. Af nógu var að taka því hlé hefur verið á hátíðarhöldum vegna covid takmarkanna. Patrekur Óli sá um matinn og bauð upp á lambalæri með öllu tilheyrandi og köku og kaffi í eftirrétt.  Óhætt er að segja að allir hafi skemmt sér vel, svo vel að Nína Sig dansaði meira að segja upp á sviði. 

Guðný Helga fór yfir árið hjá Hrossaræktarsamtökunum en 27 hross af svæðinu voru sýnd í fullnaðardóm á árinu og það voru 13 bú sem fóru með hross í dóm. Hæst dæmda hryssan eftir aldursleiðréttingu er Þrá frá Lækjamóti, 4 v hryssa ræktuð af Elínu Rannveigu Líndal og Þóri Ísólfssyni. Hæst dæmi stóðhesturinn eftir aldursleiðréttingu er Sindri frá Lækjamóti, 6 vetra. Ræktandi Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal. 

Ný verðlaun á hátíðinni voru að veita hæst dæmda hrossi með 5 fyrir skeið viðurkenningu en það var Hátíð frá Efri-Fitjum, ræktandi Tryggvi Björnsson og Miðsitja ehf. 

Ræktunarbú ársins 2022 hjá Hrossaræktarsamtökum V-Hún er Lækjamót. Þau náðu þeim frábæra árangri á árinu að vera tilnefnd til hrossatæktarbús ársins á landsvísu og er það ekki sjálfgefið. 

Frá Lækjamóti komu til dóms 5 hross í ár, meðalaldur sýndra hrossa 5,8 ár. Meðaleinkunn sýndra hrossa var 8,25, 8,33 aldursleiðrétt. 

Til hamingju Lækjamótsfjölskylda, Þórir, Elín, Ísólfur, Vigdís, Guðmar, Sonja og Friðrik !!!

                                                              
 

Pálmi formaður Þyts fór veitti knöpum ársins hjá Þyt sínar viðurkenningar, í barnaflokki voru þær jafnar Herdís Erla Elvarsdóttir og Ayanna Manúela Alves. Í unglingaflokki er knapi ársins Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal, í ungmennaflokki er knapi ársins Eysteinn Tjörvi Kristinsson, í 2. flokki er knapi ársins Þorgeir Jóhannesson og í knapi ársins í 1. flokki er Helga Una Björnsdóttir. Allt frábærir knapar sem kepptu mikið á árinu með góðum árangri. 

 

 

 

21.11.2022 09:26

Uppskeruhátíð barna og unglinga

 

Uppskeruhátíð barna og unglinga verður haldin föstudaginn 25. nóvember kl. 17 í félagsheimilinu Hvammstanga. 

Öll börn og unglingar sem hafa á einhvern hátt tekið þátt í æskulýðsstarfinu eru velkomin.

Veittar verða viðurkenningar og boðið upp á veitingar.

Hlökkum til að sjá ykkur. 

                                                                                Æskulýðsnefndin. 

17.11.2022 10:52

Uppskeruhátíðin okkar

 

 

Uppskeruhátíð Þyts og Hrossaræktarsamtaka V-Hún verður haldin laugardaginn 26. nóvember í félagheimilinu á Hvammstanga. 

Húsið opnar klukkan 18:30 og hátíðin byrjar klukkan 19:00 og stendur til klukkan 02:00 fyrir þá partýhörðustu.

 

Maturinn verður í höndum Patreks Óla sem mun án efa töfra fram dýrindis veislu.

Miðaverð á hátíðina er 9.000 kr.

Pantanir þurfa að berast eigi síðar en fyrir þriðjudaginn 22. nóvember

Gerður Rósa tekur á móti pöntunum í skilaboðum eða í síma 849-5396.

 

07.11.2022 13:34

Keppnisárangur ársins 2022

 
 

Keppendur eru beðnir að senda keppnisárangur ársins vegna knapaverðlauna á palmiri@ismennt.is 

31.10.2022 14:01

Vetrarstarfið framundan

Hestamannafélagið Þytur auglýsir eftir reiðkennurum fyrir veturinn 2023. Þeir sem hafa áhuga á að kenna unga fólkinu okkar er beðið um að hafa samb. við Pálma.

Einnig vantar okkur einhvern/einhverja til þess að starfa í veitinganefnd.

Til stendur að halda reiðhallarsýningu 29. apríl og þeir sem hafa áhuga á að vera í sýningarnefnd beðnir um að hafa samb. við Kollu Grétars.

Þytur óskar einnig eftir afnotum af hesti sem væri hægt að nota við hestafimleikana (eigandinn fengi þá hestinn hreyfðan x mörgum sinnum í viku til móts við eigandann, einnig tæki félagið þátt í að greiða uppihald á hestinum (þeir sem hafa áhuga hafi samb. við formann)

 

Stjórn Þyts

18.08.2022 09:39

Opna íþróttamóti Þyts aflýst

Ekkert verður af opna íþróttamóti Þyts þetta árið vegna dræmrar þátttöku, því miður er ekki næg þátttaka til að standa undir kostnaði en óvenju fáir hafa skráð sig til leiks.

Mótanefnd leggur til að mótið verði haldið í júní á næsta ári þar sem ekkert stórmót er á árinu 2023.

Þeir sem voru skráðir til leiks og búnir að borga skráningargjaldið mega senda tölvupóst á kolbrunindrida@gmail.com með reikningsupplýsingum svo hægt sé að endurgreiða skráningargjöldin.

10.08.2022 07:32

Opið íþróttamót Þyts 2022

Opna íþróttamót Þyts verður haldið á Kirkjuhvammsvelli dagana 20. - 21. ágúst nk. Skráningar skuli berast fyrir miðnætti miðvikudaginn 17. ágúst inn á skráningakerfi Sportfengs http://motafengur.skyrr.is/Skraningkort.aspx?mode=add
Mótanefnd áskilar sér rétt til að sameina flokka eða fella niður ef ekki næst næg þáttaka. Skráningargjöld í fullorðinsflokka og ungmennaflokk eru 4.000 kr. Fyrir börn og unglinga 2.500 kr. Í skeiði er skráningargjaldið 4.000 kr á hest. Þeir sem eru með farandbikara mega koma þeim til mótanefndar áður en mótið hefst.
Einnig vantar starfsfólk í allar stöður, þul, fótaskoðun, ritara hjá dómurum og í dómpalli. Ef einhver hefur tíma má hafa samband við Kollu í síma 863-7786, Fanney í síma 865-8174 eða senda skilaboð á messenger.

Greinar:
4-gangur V2 og tölt T3 1. flokkur
4-gangur V5 og tölt T7 2. flokkur
4-gangur V2 og tölt T3 ungmennaflokkur (18-21 árs á keppnisárinu)
4-gangur V2 og tölt T3 unglingaflokkur (14-17 ára á keppnisárinu)
4-gangur V5 og tölt T7 barnaflokkur (10-13 ára á keppnisárinu)
Pollaflokkur (9 ára og yngri á árinu) Verkefni: 3 til 5 keppendur inn á vellinum í einu. Þulur stjórnar keppni, riðið að lágmarki 3 hringir.
5-gangur 1.flokkur F2
Tölt T4 (einn flokkur)
gæðingaskeið
100 metra skeið

02.08.2022 05:41

Samantekt frá LM

 
  

Þytsfélagar stóðu sig vel á landsmóti og voru félaginu til mikils sóma, verður að nefna fyrst ofurkonuna Helgu Unu Björnsdóttur en hún fékk reiðmennskuverðlaun FT en reiðmennskuverðlaun FT eru veitt á Lands- og Fjórðungsmótum. Verðlaunað er fyrir framúrskarandi reiðmennsku og framkomu með hesta sína, hvort sem er í keppnisgreinum eða á kynbótasýningum mótsins. Að öll framkoma sé til fyrirmyndar innan sem utan vallar, gagnvart hestum, starfsfólki og keppendum, ásamt því að hestar séu vel uppbyggðir og þjálfaðir.

Umsögn sem fylgdi verðlaununum er eftirfarandi:

„Helga sýndi 12 hross á mótinu í kynbótadómi, þar á meðal efstu hryssurnar í fimm og sex vetra flokkum, þær Hildi frá Fákshólum og Sögn frá Skipaskaga.

Hún tók einnig þátt í íþróttagreinunum með mjög góðum árangri og var meðal annars efst eftir forkeppni í fjórgangi á Hnokka frá Eylandi og reið Flugu frá Hrafnagili í B-úrslitum í tölti T1.

Reiðmennska Helgu einkennist af dirfsku og afköstum, en ekki síst af léttleika, sanngirni og skilningi. Allt lítur út fyrir að vera auðvelt, sjálfsagt og fyrirhafnarlítið fyrir knapann sem er gæðamerki reiðmennskunnar hjá Helgu.

Hestarnir hennar bera þess merki að hafa fengið góða uppbyggingu og vandaða þjálfun sem veldur því að þegar á brautina er komið leggja þau sig fram fyrir knapann sinn. Þau ganga í góðri líkamsbeitingu sem leiðir af sér fasmikla framgöngu án þvingunar.

Framkoma Helgu utan vallar er einnig til fyrirmyndar.

Helga, þú ert meðal okkar alfremstu! Það er unun að sjá þig á baki og í félagsskap hestanna þinna, hvort sem það er við upphitun eða í brautinni. Þú ert til fyrirmyndar! Til hamingju.”

 

Í unglingaflokki kepptu, Aðalbjörg Emma Maack, Guðmar Hólm Ísólfsson og Indriði Rökkvi Ragnarsson og stóðu þau sig öll með prýði. Guðmar og Jökull frá Efri-Rauðalæk komust í milliriðil og enduðu í 16. sæti með eink 8,48.

Í ungmennaflokki kepptu Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson, Margrét Jóna Þrastardóttir og Rakel Gígja Ragnarsdóttir. Eysteinn og Rakel komust áfram í milliriðil og endaði Rakel Gígja og Trygglind frá Grafarkoti í 19. sæti með eink. 8,33 en Eysteinn reið sig í milliriðli beint í A úrslit og enduðu þeir í 7. sæti með eink 8,51

Í B flokki kepptu Hörður Óli Sæmundarson, Jóhann Magnússon og Jakob Svavar Sigurðsson og komst Jakob Svavar á Brynjari frá Syðri-Völlum í milliriðil og þaðan í B úrslit og endaði Brynjar frá Syðri Völlum í 10. sæti með eink 8,71. Knapi í úrslitum var Helga Una Björnsdóttir. 

í A flokki kepptu Hörður Óli á hrossunum Áfanga frá Víðidalstungu og Móa frá Gröf og Jóhann Magnússon á Rauðhettu frá Bessastöðum. Komumst ekki áfram í milliriðil en stóðu sig vel í feikna sterkum A flokki. 

Hér eru myndir sem Kolla Gr tók á mótinu og Eydís Ósk á úrtöku. 

 

                                                

 
 

 
 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 
 
 
 
 

 

 

 

 

21.06.2022 08:51

Fulltrúar Þyts á LM 2022

Fulltrúar Þyts á landsmót 2022

Efstu þrír í hverjum flokki í úrtöku hafa unnið sér inn farmiða á landsmótið á Hellu í sumar og hér fyrir neðan má sjá hverjir hafa unnið sér rétt til þátttöku. 

 

Unglingaflokkur

1. Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal og  Jökull frá Rauðalæk 8,51

2. Indriði Rökkvi Ragnarsson og Sátt frá Sveinatungu 8,35

3. Aðalbjörg Emma Maack og  Jara frá Árbæjarhjáleigu II  8,30

Varaknapi: Jólín Björk Kamp Kristinsdótti  og Kjarval frá Hjaltastaðahvammi 8,22

 

Ungmennaflokkur:

1 Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson og Laukur frá Varmalæk  8,42

2 Rakel Gígja Ragnarsdóttir og Trygglind frá Grafarkoti 8,39

3 Margrét Jóna Þrastardóttir og Grámann frá Grafarkoti  8,19

 

B flokkur

1 Brynjar frá Syðri-Völlum og  Jakob Svavar Sigurðsson 8,72

2 Garri frá Bessastöðum og  Jóhann Magnússon 8,58

3 Eldur frá Bjarghúsum og Hörður Óli Sæmundarson 8,54

Varahestur: Snilld frá Efri-Fitjum og Tryggvi Björnsson 8,50

 

A flokkur

1 Áfangi frá Víðidalstungu II og Hörður Óli Sæmundarson 8,47

2 Mói frá Gröf og Hörður Óli Sæmundarson 8,37

3 Rauðhetta frá Bessastöðum og Jóhann Magnússon 8,32

Varahestur: Eldrós frá Þóreyjarnúpi og  Hörður Óli Sæmundarson 8,31

 

Félagið óskar eftir að fulltrúar taki þátt í hópreið á fimmtudeginum. 

 

Inn á landsmot.is eru upplýsingar fyrir knapa varðandi klár í keppni og hesthúsapláss.

Aðstaða fyrir keppnis og ferðahross

Vert er að geta þess að öll hross á svæðinu eru þar á ábyrgð eigenda sinna, sama hvað kann að koma upp á og ættu því hesteigendur að gera viðeigandi ráðstafanir samkvæmt því. Ekki er reiknað með að keppendur fái hesthúspláss á staðnum. Ekki er hægt að taka við hestaferðahópum á mótsstað.

Grænasvæðið / Knapasvæði

Græna svæði knapa er áætlað í og við Rangárhöllina. Þar hafa knapar aðstöðu til upphitunnar innandyra og einnig er þeirra einka veitingahús í anddyri hallarinnar. Þar verða starfsmenn mótsins í mat og gert er ráð fyrir knapastofu í helming salarins.

Ekki er gert ráð fyrir að hinn almenni mótsgestur eigi aðgang að knapasvæði.

16.06.2022 23:59

Landsmót UMFÍ 50+

Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Borgarnesi 24-26 júní.  Við hvetjum Þytsfélaga til að vera með og taka þátt í mótinu.  Keppt verður í hestaíþróttum sunnudaginn 26. júní.  Allar frekari upp. og skráning á umfi.is.

14.06.2022 09:19

Úrtöku lokið

Nú er úrtöku lokið og hafa 3 efstu hestar í hverjum flokki unnið sér þátttökurétt á landsmóti. Knapar og/eða forráðarmenn eru beðnir um að senda uppl. um hross og knapa til Pálma á netfangið palmiri@ismennt.is (is númer hests og kennitölu knapa og upp á hvora hönd knapi ætlar að ríða í sérstakri forkeppni)

13.06.2022 05:27

Úrslit gæðingamóts Þyts og úrtöku fyrir LM

                                                               
 

                                                                                                                                                                                         mynd: Guðný Helga

Um helgina, 11.-12. júní, var gæðingamót Þyts og úrtaka fyrir Landsmót. Veðrið lék nú ekki við okkur fyrri daginn en allt gekk þetta einhvern veginn. Efstu þrír hestarnir í hverjum flokki í úrtöku hafa unnið sér inn farmiða á Landsmót og óskum við þeim knöpum og eigendum innilega til hamingju.

Einn polli tók þátt en það var hún Gígja Kristín Harðardóttir og stóð hún sig auðvitað með mikilli prýði.

Knapi mótsins var valinn Hörður Óli Sæmundarson og glæsilegasti hestur mótsins var Garri frá Bessastöðum !!!

 

Úrslit urðu eftirfarandi:

 

A flokkur, forkeppni fyrra rennsli

Sæti Hross Knapi Litur Aðildarfélag eiganda Einkunn

1 Mói frá Gröf Hörður Óli Sæmundarson Móálóttur,mósóttur/milli-einlitt Þytur 8,37

2 Eldrós frá Þóreyjarnúpi Hörður Óli Sæmundarson Rauður/milli-stjörnótt Þytur 8,31

3 Áfangi frá Víðidalstungu II Hörður Óli Sæmundarson Jarpur/milli-einlitt Þytur 8,29

4 Rauðhetta frá Bessastöðum Jóhann Magnússon Rauður/milli-skjótt Þytur 8,23

5 Káinn frá Syðri-Völlum Hörður Óli Sæmundarson Rauður/milli-stjörnótt Þytur 8,20

6 Brimdal frá Efri-Fitjum Greta Brimrún Karlsdóttir Brúnn/milli-skjótt Þytur 7,88

7 Muninn frá Hvammstanga Halldór P. Sigurðsson Brúnn/milli-einlitt Þytur 7,83

A úrslit

Sæti Hross Knapi Litur Aðildarfélag eiganda Einkunn

1 Rauðhetta frá Bessastöðum Jóhann Magnússon Rauður/milli-skjótt Þytur 8,55

2 Mói frá Gröf Hörður Óli Sæmundarson Móálóttur,mósóttur/milli-einlitt Þytur 8,44

3 Muninn frá Hvammstanga Halldór P. Sigurðsson Brúnn/milli-einlitt Þytur 7,96

4 Káinn frá Syðri-Völlum Pálmi Geir Ríkharðsson Rauður/milli-stjörnótt Þytur 7,49

 

B flokkur, forkeppni fyrra rennsli

Sæti Hross Knapi Litur Aðildarfélag eiganda Einkunn

1 Eldur frá Bjarghúsum Hörður Óli Sæmundarson Rauður/dökk/dr.stjörnótt Þytur 8,52

2 Garri frá Bessastöðum Jóhann Magnússon Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,46

3 Snilld frá Efri-Fitjum Tryggvi Björnsson Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,42

4 Brynjar frá Syðri-Völlum Jakob Svavar Sigurðsson Brúnn/dökk/sv.einlitt Þytur 8,41

5 Griffla frá Grafarkoti Fanney Dögg Indriðadóttir Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,41

6 Veigar frá Grafarkoti Fanney Dögg Indriðadóttir Rauður/milli-blesótt Þytur 8,31

7 Álfhildur frá Víðidalstungu II Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir Brúnn/milli-skjótt Þytur 8,15

8 Blær frá Syðri-Völlum Jónína Lilja Pálmadóttir Rauður/milli-blesótt Þytur 8,10

9 Birta frá Áslandi Þorgeir Jóhannesson Grár/mósóttureinlitt Þytur 8,05

10 Rökkvi frá Gröf Halldór P. Sigurðsson Jarpur/milli-einlitt Þytur 8,02

11 Meyja frá Hvammstanga Ásta Guðný Unnsteinsdóttir Bleikur/álóttureinlitt Þytur 8,02

A úrslit

Sæti Hross Knapi Litur Aðildarfélag eiganda Einkunn

1 Garri frá Bessastöðum Jóhann Magnússon Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,76

2 Eldur frá Bjarghúsum Hörður Óli Sæmundarson Rauður/dökk/dr.stjörnótt Þytur 8,75

3 Veigar frá Grafarkoti Fanney Dögg Indriðadóttir Rauður/milli-blesótt Þytur 8,27

4 Álfhildur frá Víðidalstungu II Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir Brúnn/milli-skjótt Þytur 8,21

5 Blær frá Syðri-Völlum Jónína Lilja Pálmadóttir Rauður/milli-blesótt Þytur 7,93

 

Unglingaflokkur, forkeppni fyrra rennsli

Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn

1 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Jökull frá Rauðalæk Grár/brúnneinlitt Þytur 8,51

2 Indriði Rökkvi Ragnarsson Sátt frá Sveinatungu Leirljós/Hvítur/milli-stjörnótt Þytur 8,33

3 Indriði Rökkvi Ragnarsson Vídalín frá Grafarkoti Jarpur/milli-einlitt Þytur 8,32

4 Jólín Björk Kamp Kristinsdótti Kjarval frá Hjaltastaðahvammi Rauður/milli-stjörnótt Þytur 8,22

5 Aðalbjörg Emma Maack Jara frá Árbæjarhjáleigu II Brúnn/mó-einlitt Þytur 8,20

6 Dagbjört Jóna Tryggvadóttir Hula frá Fremri-Fitjum Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,19

7 Dagbjört Jóna Tryggvadóttir Hefð frá Fremri-Fitjum Brúnn/milli-einlitt Þytur 7,69

A úrslit

Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn

1 Indriði Rökkvi Ragnarsson Sátt frá Sveinatungu Leirljós/Hvítur/milli-stjörnótt Þytur 8,49

2 Dagbjört Jóna Tryggvadóttir Hula frá Fremri-Fitjum Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,30

 

B flokkur ungmenna, forkeppni

Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn

1 Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson Laukur frá Varmalæk Móálóttur,mósóttur/milli-einlitt Þytur 8,42

2 Rakel Gígja Ragnarsdóttir Trygglind frá Grafarkoti Rauður/milli-skjótt Þytur 8,39

3 Margrét Jóna Þrastardóttir Grámann frá Grafarkoti Grár/rauðureinlitt Þytur 8,19

4 Rakel Gígja Ragnarsdóttir Fleinn frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,08

A úrslit

Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn

1 Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson Laukur frá Varmalæk Móálóttur,mósóttur/milli-einlitt Þytur 8,57

2 Rakel Gígja Ragnarsdóttir Trygglind frá Grafarkoti Rauður/milli-skjótt Þytur 8,56

3 Margrét Jóna Þrastardóttir Grámann frá Grafarkoti Grár/rauðureinlitt Þytur 8,13

 

Gæðingatölt-fullorðinsflokkur, forkeppni

Sæti Hross Knapi Litur Aðildarfélag eiganda Einkunn

1-2 Glitri frá Grafarkoti Ásta Guðný Unnsteinsdóttir Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,48

1-2 Griffla frá Grafarkoti Fanney Dögg Indriðadóttir Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,48

3 Birta frá Áslandi Þorgeir Jóhannesson Grár/mósóttureinlitt Þytur 8,35

4 Grámann frá Grafarkoti Margrét Jóna Þrastardóttir Grár/rauðureinlitt Þytur 8,21

5 Klöpp frá Lækjamóti Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir Rauður/milli-einlitt Þytur 3,33

A úrslit

Sæti Hross Knapi Litur Aðildarfélag eiganda Einkunn

1 Griffla frá Grafarkoti Fanney Dögg Indriðadóttir Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,63

2 Glitri frá Grafarkoti Ásta Guðný Unnsteinsdóttir Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,44

3 Grámann frá Grafarkoti Margrét Jóna Þrastardóttir Grár/rauðureinlitt Þytur 8,39

4 Birta frá Áslandi Þorgeir Jóhannesson Grár/mósóttureinlitt Þytur 8,24

 

Flugskeið 100m P2

Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Tími

1 Jóhann Magnússon Sigur frá Bessastöðum Brúnn/dökk/sv.einlitt Þytur 7,96

2 Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir Uni frá Neðri-Hrepp Grár/bleikurskjótt Þytur 8,37

 

Seinna rennsli – forkeppni

A flokkur

Sæti Hross Knapi Litur Aðildarfélag eiganda Einkunn

1 Áfangi frá Víðidalstungu II Hörður Óli Sæmundarson Jarpur/milli-einlitt Þytur 8,47

2 Rauðhetta frá Bessastöðum Jóhann Magnússon Rauður/milli-skjótt Þytur 8,32

B flokkur

Sæti Hross Knapi Litur Aðildarfélag eiganda Einkunn

1 Brynjar frá Syðri-Völlum Jakob Svavar Sigurðsson Brúnn/dökk/sv.einlitt Þytur 8,72

2 Garri frá Bessastöðum Jóhann Magnússon Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,58

3 Eldur frá Bjarghúsum Hörður Óli Sæmundarson Rauður/dökk/dr.stjörnótt Þytur 8,54

4 Snilld frá Efri-Fitjum Tryggvi Björnsson Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,50

5 Álfhildur frá Víðidalstungu II Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir Brúnn/milli-skjótt Þytur 8,22

Unglingaflokkur

Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn

1 Indriði Rökkvi Ragnarsson Sátt frá Sveinatungu Leirljós/Hvítur/milli-stjörnótt Þytur 8,35

2 Indriði Rökkvi Ragnarsson Vídalín frá Grafarkoti Jarpur/milli-einlitt Þytur 8,31

3 Aðalbjörg Emma Maack Jara frá Árbæjarhjáleigu II Brúnn/mó-einlitt Þytur 8,30

4 Jólín Björk Kamp Kristinsdótti Kjarval frá Hjaltastaðahvammi Rauður/milli-stjörnótt Þytur 8,17

5-6 Dagbjört Jóna Tryggvadóttir Hefð frá Fremri-Fitjum Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,11

5-6 Dagbjört Jóna Tryggvadóttir Hula frá Fremri-Fitjum Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,11

06.06.2022 13:43

Dagskrá og vinnukvöld

 

Tiltektarvika

Við ætlum að laga til og gera fínt nokkur kvöld í þessari viku 7.-10. júní á milli kl. 17:00-19:00. Það þarf að setja bönd í stað plasts á skeiðbrautinni, mála fánastangirnar, plokka og laga til. Við viljum biðja alla sem geta að mæta eitt eða tvö kvöld. Einnig hvetjum við hesteigendafélagið til þess að snyrta í kringum sig í vikunni.

Dagskrá Gæðingamóts Þyts og úrtöku Þyts fyrir Landsmót má sjá hér fyrir neðan.

Boðið verður upp á annað forkeppnisrennsli í öllum flokkum eftir úrslitin á sunnudaginn fyrir þá sem vilja, skráning fyrir seinna rennslið verður á laugardaginn og henni verður að vera lokið fyrir kl. 19:00. Bæði rennslin gilda fyrir úrtökuna á Landsmót, þ.e. efstu þrír knapar eftir bæði rennslin vinna sér inn þátttökurétt á Landsmót. 

Við viljum einnig minna þá knapa sem eru með farandbikara að koma með þá með sér. 

Mótið hefst á knapafundi kl. 09.30 í félagshúsi Þyts. 

Laugardagur

09:30 Knapafundur

10:00 A-flokkur

Ungmennaflokkur

Pollaflokkur

Matarhlé (45 mín)

B-flokkur

Unglingaflokkur

Gæðingatölt

Kaffihlé

Skeið

Sunnudagur

10:00

Seinna rennsli forkeppni

A flokkur

Unglingaflokkur 

Úrslit:

A úrslit B-flokkur

Matarhlé

A- úrslit Ungmennaflokkur

A- úrslit Unglingaflokkur

A- úrslit Gæðingatölt 

A úrslit A – flokkur

 

Seinna rennsli forkeppni 

03.06.2022 09:58

Gæðingamót Þyts og úrtaka fyrir LM

Gæðingamót Þyts og úrtaka fyrir LM verður haldið 11. og 12. júní nk á Kirkjuhvammsvelli á Hvammstanga. 

Boðið verður upp á eftirfarandi flokka:

· A-flokk gæðinga

· B-flokk gæðinga

· C - flokk gæðinga (bls 47 í reglunum)

· Ungmenni (18-21 árs á keppnisárinu) Ungmennaflokkur og A flokkur ungmenna

· Unglingar (14-17 ára á keppnisárinu)

· Börn (10-13 ára á keppnisárinu)

· Skeið 100m

· Pollar (9 ára og yngri á árinu)

. Gæðingatölt

 

Skráningar skuli berast fyrir miðnætti miðvikudaginn 8. júní inn á skráningakerfi Sportfengs http://skraning.sportfengur.com/

Mótanefnd áskilur sér rétt til að fella niður eða sameina flokka ef ekki næst næg þátttaka. Skráningargjöld í fullorðinsflokka og ungmennaflokk eru 4.500 kr. og fyrir börn og unglinga 3.500 kr. Í skeiði er skráningargjaldið 3.500 kr á hest. Þeir sem eru með farandbikara mega koma þeim til mótanefndar áður en mótið hefst.

Skráningargjad skal greiða um leið og skráð er og senda kvittun fyrir greiðslu skráningargjalds á netfangið thytur1@gmail.com.

Kt: 550180-0499

Rnr: 0159 - 15 - 200343

 

Við viljum minna á að þátttaka á mótinu er bundin aðild að hestamannafélaginu Þyt í barna-, unglinga- og ungmennaflokki og hross þurfa einnig að vera í eigu félagsmanna. En í A- og B-flokki þarf eigandi hestsins (keppandans) að vera í Þyt. Fyrir hönd Þyts komast 3 inn í hverjum flokki og eru tveir vara hestar og er það forkeppnin sem gildir með hverjir komast inn á mót.

03.05.2022 10:08

Nefndir félagsins og mót sumarsins

Áætlaðar dagsetningar fyrir mót sumarsins eru.

Gæðingamót og úrtaka fyrir landsmót er 11-12 júní.

Íþróttamót 20-21 ágúst.

 

Ný stjórn félagsins er. 

Pálmi Geir Ríkharðsson formaður

Kolbrún Grétarsdóttir gjaldkeri

Fanney Dögg Indriðadóttir meðstjórnandi

Eva-Lena Lohi meðstjórnandi

Stella Guðrún Ellertsdóttir

 

Varamenn eru Katarina Borg og Sigrún Eva Þórisdóttir.

 

Ný stjórn hestamannafélagsins kom saman á dögunum og skipaði í nefndir á vegum félagsins.  En í 5. gr. laga félagsins segir. Stjórn félagsins skipar starfsnefndir innan mánaðar frá aðalfundi. T.d. Fræðslunefnd, æskulýðsnefnd, reiðveganefnd, mannvirkjanefnd, mótanefnd og aðrar nefndir eftir því sem þurfa þykir.

 

Æskulýðsnefnd. Inga Linda, Katarina Borg, Katharina Ruppel , Hanife Mueller. 

Mótanefnd. Kolbrún Stella Indriðadóttir, Vigdís Gunnarsdóttir, Þórdís Benediktsdóttir, Herdís Einarsdóttir, Stella Guðrún Ellertsdóttir, Helga Rún Jóhannsdóttir, Ásta Guðný Unnsteinsdóttir, Jessie Huijbers, Elvar Logi Friðriksson, Fanney Dögg Indriðadóttir. 

Fræðslunefnd. Malin Maria Persson, Sofia Krantz, Hanifé Mueller, Kolbrún Grétarsdóttir.

Reiðveganefnd. Halldór Sigfússon s. 8916930 og Jóhannes Ingi Björnsson

Mannvirkjanefnd/Vallarnefnd/Þytsheimar.  Jónína Sigurðardóttir, Indriði Karlsson, Halldór Sigurðsson, Steinbjörn Tryggvason, Óskar Hallgrímsson, Valgeir Hannesson, Tryggvi Rúnar Hauksson, Ragnar Smári Helgason.

Skemmtinefnd.  Gerður Rósa Sigurðardóttir, Fanney Dögg Indriðadóttir, Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir o.fl.

 

Flettingar í dag: 308
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 3008
Gestir í gær: 81
Samtals flettingar: 874925
Samtals gestir: 47849
Tölur uppfærðar: 24.2.2024 07:27:19