20.04.2021 10:54
Aðalfundur Hrossaræktarsamtaka V-Hún.
verður haldinn mánudaginn 26. apríl kl. 20:00 .
Vegna Covid aðstæðna verður fundurinn haldinn á Zoom. Slóð á fundinn verður kynnt á facebook síðu samtakanna samdægurs, en þeir sem vilja fá slóðina senda í tölvupósti geta sent ósk um það til Sonju Líndal, t.d. í tölvupósti sonjalindal@gmail.com.
Félagsmenn sem ekki hafa fengið fundarboð sent í tölvupósti eru beðnir um að senda upplýsingar um netfang sitt til Guðnýjar Helgu í netfangið: bessast@simnet.is.
Nýir félagar ávalt velkomnir. Beiðni um inngöngu í samtökin sendist til Guðnýjar Helgu í netfangið bessast@simnet.is, eða til einhvers annars í stjórninni.
Dagskrá aðalfundar:
1. Skýrsla stjórnar og reikningar.
2. Hugmyndir að breytingum á félagskerfi bænda kynntar.
Fyrir aukaaðalfundi Félags hrossabænda 2. maí 2020 liggur að leggja þær fram til samþykktar eða synjunar og þurfa umræður að fara fram í undirfélögunum fyrir þann tíma.
3. Kosningar,
Tveir fulltrúar í stjórn til þriggja ára. Annar þeirra gefur ekki kost á sér áfram í stjórn, áhugasamir eru hvattir til að gefa kost á sér á fundinum.
3 varamenn í stjórn
2 fulltúar á aðalfund FH
2 fulltúrar á aðalfund BHS
2 skoðunarmenn til eins árs
2 varaskoðunarmenn til eins árs
4. Endurskoðun á Reglum HSVH um val á ræktunarbúi ársins.
Stjórn gerir sér grein fyrir að erfitt er að vera með miklar umræður á zoom fundi, en á þessum fundi verður vinna stjórnar við endurskoðun á reglunum kynnt og óskað eftir hugmyndum félagsmanna. Haldinn verður aukaaðalfundur þegar samkomureglur rýmkast.
5. Önnur mál.
f.h. stjórnar
Malin Person formaður
Björn Bjarnason
Sonja Líndal Þórisdóttir
Guðný Helga Björnsdóttir
Magnús Ásgeir Elíasson
Skrifað af Kolla
19.04.2021 08:03
Aðalfundur Þyts
Stefnt er að því að halda aðalfund Þyts sunnudaginn 25. apríl.
Nánar auglýst í vikunni.
Skrifað af Kolla
18.04.2021 08:15
Karlatölti Norðurlands aflýst.
Vegna samkomutakmarkana höfum við með trega ákveðið að aflýsa fyrirhuguðu móti. Við sjáum ekki fram á að geta haldið mótið með þeirri stemmningu og gleði sem hefur þar ráðið ríkjum með þeim takmörkunum sem okkur eru settar. Við stefnum því að enn glæsilegra og skemmtilegra móti að ári.
Hlökkum til að sjá ykkur öll á Karlatölti Norðurlands á næsta ári.
Skrifað af Kolla
24.03.2021 20:31
Aðalfundi frestað
Vegna nýrra sóttvarnaraðgerða er aðalfundi Þyts frestað um óákveðinn tíma.
Stjórn Þyts
Skrifað af Kolla
22.03.2021 22:38
Mótaröð Þyts 2021
Fyrsta mót verður sunnudaginn 28.mars nk og hefst kl 13.00
Skráning verður í gegnum skráningakerfi Sportfengs og lýkur föstudaginn 26. mars kl. 20.00
Í boði verður:
Pollaflokkur
Barnaflokkur V5: forkeppnin er riðin skv. stjórn þular: Frjáls ferð á tölti - Hægt til milliferðar
brokk - Meðalfet - Hægt til milliferðar stökk
Unglingaflokkur V3: Hægt tölt -Hægt- til milliferðar brokk - Meðalfet - Hægt til milliferðarstökk - Milliferðar til yfirferðartölt
Ungmenaflokkur V3: Hægt tölt -Hægt- til milliferðar brokk - Meðalfet - Hægt til milliferðarstökk - Milliferðar til yfirferðartölt
Meistaraflokkur V1: Einn keppir í einu. Sýna má greinina upp á hvora hönd sem er. Knapar hafa fjóra og hálfan hring til umráða til að sýna eftirfarandi gangtegundir í þeirri röð sem þeir sjálfir kjósa: 1. Hægt tölt 2. Hægt- til milliferðar brokk 3. Meðalfet 4. Hægt til milliferðarstökk 5. Yfirferðartölt
1.flokkur V3: Hægt tölt -Hægt- til milliferðar brokk - Meðalfet - Hægt til milliferðarstökk - Milliferðar til yfirferðartölt
2. flokkur V5: forkeppnin er riðin skv. stjórn þular: Frjáls ferð á tölti - Hægt til milliferðar
brokk - Meðalfet - Hægt til milliferðar stökk
3. flokkur V5: er fyrir 50+ , forkeppnin er riðin skv. stjórn þular: Frjáls ferð á tölti - Hægt til milliferðar brokk - Meðalfet - Hægt til milliferðar stökk
Pollaflokkur
Barnaflokkur V5: forkeppnin er riðin skv. stjórn þular: Frjáls ferð á tölti - Hægt til milliferðar
brokk - Meðalfet - Hægt til milliferðar stökk
Unglingaflokkur V3: Hægt tölt -Hægt- til milliferðar brokk - Meðalfet - Hægt til milliferðarstökk - Milliferðar til yfirferðartölt
Ungmenaflokkur V3: Hægt tölt -Hægt- til milliferðar brokk - Meðalfet - Hægt til milliferðarstökk - Milliferðar til yfirferðartölt
Meistaraflokkur V1: Einn keppir í einu. Sýna má greinina upp á hvora hönd sem er. Knapar hafa fjóra og hálfan hring til umráða til að sýna eftirfarandi gangtegundir í þeirri röð sem þeir sjálfir kjósa: 1. Hægt tölt 2. Hægt- til milliferðar brokk 3. Meðalfet 4. Hægt til milliferðarstökk 5. Yfirferðartölt
1.flokkur V3: Hægt tölt -Hægt- til milliferðar brokk - Meðalfet - Hægt til milliferðarstökk - Milliferðar til yfirferðartölt
2. flokkur V5: forkeppnin er riðin skv. stjórn þular: Frjáls ferð á tölti - Hægt til milliferðar
brokk - Meðalfet - Hægt til milliferðar stökk
3. flokkur V5: er fyrir 50+ , forkeppnin er riðin skv. stjórn þular: Frjáls ferð á tölti - Hægt til milliferðar brokk - Meðalfet - Hægt til milliferðar stökk
Fimmgangur F2: Hægt til milliferðar tölt- Hægt til milliferðar brokk -Meðalfet- Hægt til milliferðar stökk- Skeið
Skráning í gegnum Sportfeng:
http://skraning.sportfengur.com/ og farið undir mót.
http://skraning.sportfengur.com/ og farið undir mót.
Skráningargjöld verður að millifæra svo skráning sé tekin gild.
Skráning í Pollaflokk fer einnig fram í gegnum Sportfeng.
Ef einhver skráir sig eftir að skráningu er lokið er skráningargjaldið 4.000 kr.
Skráningargjald skal greiða um leið og skráð er.
kt: 550180-0499
Rnr: 0159-15-200343
Senda skal kvittun fyrir greiðslu skráningargjalds á netfangið thytur1@gmail.com
Knapar eru beðnir að yfirfara skráningar vel og skila breytingum inn fyrir klukkan 12:00 á laugardaginn á netfangið thytur1@gmail.com.
Mótanefnd áskilar sér rétt til að sameina flokka eða fella niður ef ekki næst næg þáttaka.
Skrifað af Kolla
21.03.2021 09:55
Aðalfundir
Aðalfundur Þyts og Hrossaræktarsamtaka Vestur Húnavatnssýslu verða haldnir sunnudaginn 28. mars. nánar auglýst síðar á heimasíðu Þyts.
Skrifað af Kolla
05.03.2021 10:02
Æfing fyrir töltið !!!
Næstkomandi laugardag (06.03.2020) verður æfing fyrir öll börn, unglinga og ungmenni sem hafa áhuga á að keppa í tölti í Skagafirði í næstu viku. Æfingin er frí fyrir Þytsfélaga.
Það má skrá sig hjá Hanifé Mueller-Schoenau, á facebook eða á tölvupóisti haam@mail.holar.is eða í sima 8238653
Fyrirhuguð timasetning er frá kl. 15.00 - 16.00 en nákvæmar tímasetningar fyrir hvern og einn fer eftir fjölda skráninga og verður gefið út seinna.
Hlakka til að sjá ykkur!
Það má skrá sig hjá Hanifé Mueller-Schoenau, á facebook eða á tölvupóisti haam@mail.holar.is eða í sima 8238653
Fyrirhuguð timasetning er frá kl. 15.00 - 16.00 en nákvæmar tímasetningar fyrir hvern og einn fer eftir fjölda skráninga og verður gefið út seinna.
Hlakka til að sjá ykkur!
Skrifað af Kolla
19.02.2021 09:33
Æfing fyrir fjórgang í Skagfirsku mótaröðinni
Næstkomandi laugardag (20.02.2020) verður æfing fyrir öll börn, unglinga og ungmenni sem hafa áhuga á að keppa í fjórgangi í Skagafirði í næstu viku. Æfingin er frí fyrir Þytsfélaga.
Það má skrá sig hjá Hanifé Mueller-Schoenau, á facebook eða í tölvupósti haam@mail.holar.is eða í sima 8238653
Fyrirhuguð timasetning er frá kl. 15.00 -16.00 en nákvæmar tímasetningar fyrir hvern og einn fer eftir fjölda skráninga og verður gefið út seinna.
Það má skrá sig hjá Hanifé Mueller-Schoenau, á facebook eða í tölvupósti haam@mail.holar.is eða í sima 8238653
Fyrirhuguð timasetning er frá kl. 15.00 -16.00 en nákvæmar tímasetningar fyrir hvern og einn fer eftir fjölda skráninga og verður gefið út seinna.
Skrifað af Kolla
13.01.2021 21:23
Æskulýðsstarf og knapamerki
Þá fer að styttast í að barnastarfið og knapamerki hefjist. Enn er möguleiki að bæta við nemendum á námskeiðin.
Tímasetningar fyrir æskulýðsstarfið:
Reiðkennsla 1 hefst 19. jan kl 16:30 - 17:10 Ayanna Manuela
Reiðkennsla 2 hefst 19. Jan kl 17:10 - 17:50 Jólin, Svava, Erla Rán, Valdís Freyja
Tímasetningar fyrir knapamerki:
Knapamerki 1 hefst 18. Jan kl 17:15 - 18:15
Knapamerk 3 hefst 18. Jan kl 18:20 - 19:05
Knapamerki 5 hefst 18. Jan kl 19:10 - 19: 50
Tímasetningar fyrir æskulýðsstarfið:
Reiðkennsla 1 hefst 19. jan kl 16:30 - 17:10 Ayanna Manuela
Reiðkennsla 2 hefst 19. Jan kl 17:10 - 17:50 Jólin, Svava, Erla Rán, Valdís Freyja
Tímasetningar fyrir knapamerki:
Knapamerki 1 hefst 18. Jan kl 17:15 - 18:15
Knapamerk 3 hefst 18. Jan kl 18:20 - 19:05
Knapamerki 5 hefst 18. Jan kl 19:10 - 19: 50
04.01.2021 22:06
Nýárskveðja !!!
Stjórn Þyts sendir Þytsfélögum sem og öllum Húnvetningum bestu óskir um gleði og gæfuríkt nýtt ár með þökk fyrir samstarf, ánægjuleg samskipti og stuðning á liðnu ári.
Skrifað af Kolla
01.01.2021 11:17
Barnastarfið í vetur !!!!
Hestamannafélagið Þytur auglýsir reiðnámskeið veturinn 2021
Æskulýðsnefndin ætlar að bjóða upp á eftirfarandi námskeið í vetur:
- Reiðkennsla 1, kennt á þriðjudögum frá kl 16:30 - 17:10 og byrjar kennsla þriðjudaginn 19. janúar.
- Reiðkennsla 2, kennt á þriðjudögum frá kl 17:10 - 17:50 og byrjar kennsla þriðjudaginn 19. janúar
- Treck/hindrunarstökk kennt á miðvikudögum kl 16:30 og byrjar kennsla miðvikudaginn 20. janúar.
Einnig mun Þytur bjóða upp á knapamerki 1, 2, 3, 4 og 5 ef næg þátttaka fæst. Þau námskeið
sem ekki næst næg þátttaka í munu falla niður. Knapamerkin verða kennd á mánudögum og
hefst kennsla mánudaginn 18. janúar.
Skráning er tölvupóstfangið thyturaeska@gmail.com. Koma þarf fram nafn nemanda, foreldris
og símanúmer.
Frekari upplýsignar fást hjá Haffí í síma 8668768.
Skrifað af Kolla
06.12.2020 10:43
Þytsfélagar athugið!!!
Þytsfélagar nú er komið að því að taka saman keppnisárangur ársins vinsamlegast sendið uppl. á palmiri@ismennt.is
Þytsfélagar nú vantar okkur fólk til þess að vinna með okkur m.a. í æskulýðsnefnd og vetrarmótanefnd það segir sig sjálft að hlutirnir gerast ekki af sjálfu sér og ef þú hefur áhuga á að efla félagsstarfið eða koma þínum hugmyndum að þá endilega hafðu sambandi við formann félagsins.
Flettingar í dag: 1180
Gestir í dag: 72
Flettingar í gær: 1986
Gestir í gær: 94
Samtals flettingar: 1537145
Samtals gestir: 79341
Tölur uppfærðar: 23.1.2025 06:56:45