17.03.2014 22:12

Hvað er að frétta?

Fréttamenn Þyts þær Gerður Rósa og Eydís Ósk, fóru á stúfana og tóku viðtöl við nokkra keppendur á síðasta móti í Húnvetnsku. Hér má sjá brot af þeim.
Ekki amalegt að hafa miðlana á svæðinu til að sýna okkur svona aðeins á bakvið tjöldin í keppninni.


17.03.2014 10:35

KS deildin - fimmgangurmynd af vef Eiðfaxa.

Miðvikudaginn 12. mars fór fram keppni í fimmgangi í KS-deildinni á Sauðárkróki. Að þessu sinni komust tveir knapar frá Þyt í úrslit, Ísólfur og Sólbjartur komu inn í 2. sæti eftir forkeppnina með einkunnina 7,0 en þeir enduðu þriðju eftir úrslitin með einkunnina 7,14. Tryggvi Björns og Villandi frá Feti urðu í 7. sæti með einkunnina 6,79. Fengu einkunnina 6,70 í forkeppni.

A - úrslit

1.Þórarinn Eymundsson - Þeyr frá Prestbæ - 7,48
2.Mette Mannseth - Stjörnustæll frá Dalvík - 7,26
3.Ísólfur Líndal Þórisson - Sólbjartur frá Flekkudal - 7,14
4.Bjarni Jónasson - Dynur frá Dalsmynni - 7,12
5.Elvar E. Einarsson - Gáta frá Ytra-Vallholti -  6,52

B - úrslit

5. Mette Mannseth - Stjörnustæll frá Dalvík - 7,17

6. Líney María Hjálmarsdóttir - Brattur frá Tóftum - 6,90

7. Tryggvi Björnsson - Villandi frá Feti - 6,79

8. Hörður Óli Sæmundarson - Hreinn frá Vatnsleysu - 6,74

9. Sigvaldi Lárus Guðmundsson - Leiftur frá Búðardal - 6,21

10. Viðar Bragason - Þórdís frá Björgum - 6,17

15.03.2014 18:13

Fimmgangi/tölti lokið í Húnvetnsku

Þá er fimmgangi í 1. og 2. flokki og tölti í unglinga og 3ja flokki lokið. Mótið var í dag, laugardaginn 15. mars. Draumaliðið er orðið efst í liðakeppninni. Fimmgangurinn hefur verið sterkari en mörgum reyndist erfitt að leggja á þessu litla svæði, unglingarnir og 3. flokkur voru glæsileg að vanda.

Víðidalurinn sigraði daginn með 45,77 stig, Draumaliðið var í öðru sæti með 44,27, Lið Lísu Sveins í þriðja sæti með 36,63 og í fjórða sæti eftir daginn var 2Good með 36,17.


Liðakeppnin eftir 3 mót stendur þá þannig:

1. Draumaliðið 124,83 stig

2. LiðLísuSveins 118,86 stig

3. 2Good 114,6 stig

4. Víðidalurinn 109,33

Þannig að liðakeppnin er æsispennandi og verður lokamótið hrikalega spennandi.


Einstaklingskeppnin eftir 3 mót stendur þannig:

1. flokkur

1. Ísólfur Líndal Þórisson með 20 stig

2. Elvar Logi Friðriksson með 19 stig

3. Fanney Dögg Indriðadótitr með 17 stig

2. flokkur:

1. Halldór Pálsson með 20 stig

2. Gréta B Karlsdóttir með 14 stig

3. Pálmi Geir Ríkharðsson með 13 stig

3. flokkur:

1. Stine Kragh með 26 stig

2. Óskar Hallgrímsson með 15 stig

3. Agnar Sigurðsson með 11,5 stig

Unglingaflokkur:

1. Eva Dögg Pálsdóttir með 21 stig

2. Nína Guðbjörg Gunnarsdóttir með 17 stig

3. Fríða Björg Jónsdóttir með 16 stig


En úrslit dagsins urðu þannig:


1. flokkur A-úrslit:

1 Ísólfur Líndal Þórisson / Flosi frá Búlandi 6,64 / Víðidalur
2 Vigdís Gunnarsdóttir / Sólbjartur frá Flekkudal 6,43 / Víðidalur
3 Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir / Kolgerður frá Vestri-Leirárgörðum 6,19 /Víðidalur
4 Guðmundur Þór Elíasson / Frigg frá Laugarmýri 5,45 / LiðLísuSveins
5 Elvar Logi Friðriksson / Sóldís frá Sauðadalsá 5,38 / LiðLísuSveins

1.flokkur B-úrslit:

5 Guðmundur Þór Elíasson / Frigg frá Laugarmýri 5,64 / LiðLísuSveins
6 Fanney Dögg Indriðadóttir / Stuðull frá Grafarkoti 5,40 / LiðLísuSveins
7 Jóhanna Friðriksdóttir / Frenja frá Vatni 5,12 / LiðLísuSveins
8 Herdís Einarsdóttir / Æringi frá Grafarkoti 4,55 / 2Good
9 Magnús Ásgeir Elíasson / Elding frá Stóru-Ásgeirsá 4,17 / Víðidalur

2. flokkur A-úrslit:

1 Sveinn Brynjar Friðriksson / Synd frá Varmalæk 5,86 / LiðLísuSveins
2 Sverrir Sigurðsson / Lensa frá Grafarkoti 5,62 / Draumaliðið
3 Halldór Pálsson / Fleygur frá Súluvöllum 5,12 / 2Good
4 Greta Brimrún Karlsdóttir / Sunna frá Áslandi 4,93 / 2Good
5 Jóhann Albertsson / Mynt frá Gauksmýri 4,52 / Víðidalur

2. flokkur B-úrslit:

5 Jóhann Albertsson / Mynt frá Gauksmýri 4,81 / Víðidalur
6  Kristófer Smári Gunnarsson / Kofri frá Efri-Þverá 4,74 / Draumaliðið
7  Pálmi Geir Ríkharðsson / Konráð frá Syðri-Völlum 4,48 / Víðidalur
8  Helga Rún Jóhannsdóttir / Ásgerður frá Seljabrekku 4,19 / 2Good
9  Birna Olivia Ödqvist / Hökull frá Dalbæ 4,00 / 2Good


3. flokkur A - úrslit:

1 Elísa Ýr Sverrisdóttir / Vág frá Höfðabakka 6,92 / Draumaliðið
2 Stine Kragh / Dís frá Gauksmýri 5,75 / Draumaliðið
3 Óskar Einar Hallgrímsson / Leiknir frá Sauðá 5,50 / LiðLísuSveins
4 Sigrún Eva Þórisdóttir / Dropi frá Hvoli 5,42 / Draumaliðið
5 Sigurður Björn Gunnlaugsson / Vænting frá Fremri-Fitjum 5,33 / Draumaliðið

3. flokkur B - úrslit:

5 Óskar Einar Hallgrímsson / Leiknir frá Sauðá 5,42 / LiðLísuSveins
6 Sóley Elsa Magnúsdóttir / Rökkva frá Hóli 5,33 / Draumaliðið
7 Albert Jóhannsson / Carmen frá Hrísum 5,17 / Víðidalur
8 Tómas Örn Daníelsson / Vökull frá Sauðá 5,00 / Draumaliðið
9 Irina Kamp / Glóð frá Þórukoti 4,83 / Draumaliðið

Unglingaflokkur

1 Karítas Aradóttir / Gyðja frá Miklagarði 6,17 / Víðidalur
2 Eva Dögg Pálsdóttir / Glufa frá Grafarkoti 5,50 / 2Good
3 Nína Guðbjörg Gunnarsdóttir / Bassi frá Áslandi 5,44 / 2Good
4 Viktor Jóhannes Kristófersson / Flosi frá Litlu-Brekku 5,00 / Víðidalur
5 Anna Herdís Sigurbjartsdóttir / Gráskeggur frá Hrísum 2 4,17 / LiðLísuSveins


Mótanefnd þakkar öllum sem komu að mótinu kærlega fyrir aðstoðina.

Aðalstyrktaraðili Húnvetnsku liðakeppninnar13.03.2014 14:48

Húnvetnska liðakeppnin fimmgangur/töltMótið verður haldið á laugardaginn nk og hefst kl. 12.00. Skráningargjaldið er 2.000 fyrir fullorðna og 1.000 fyrir unglinga 17 ára og yngri og verður að greiða inn á reikning 0159-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst.

Aðgangseyrir er 1.000 en frítt fyrir 12 ára og yngri.


Dagskrá:

Forkeppni:

Unglingaflokkur

3. flokkur

2. flokkur

Hlé

1.flokkur

Hlé

Úrslit


Ráslistar:

1. flokkur
Nr. Hönd Knapi Hestur Lið
1 V Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir Kolgerður frá Vestri-Leirárgörðum 3
2 V Elvar Logi Friðriksson Katla frá Hrísum 2 L

3 V Magnús Ásgeir Elíasson Elding frá Stóru-Ásgeirsá 3
4 V Guðmundur Þór Elíasson Frigg frá Laugarmýri L
5 V Einar Reynisson Krafla frá Hrísum 2 L
6 V Jóhanna Friðriksdóttir Frenja frá Vatni L
7 V Herdís Einarsdóttir Æringi frá Grafarkoti 2
8 V Ísólfur Líndal Þórisson Flosi frá Búlandi 3
9 V Vigdís Gunnarsdóttir Sólbjartur frá Flekkudal 3
10 V Magnús Ásgeir Elíasson Glenning frá Stóru-Ásgeirsá 3
11 H Elvar Logi Friðriksson Sóldís frá Sauðadalsá L
12 V Fanney Dögg Indriðadóttir Stuðull frá Grafarkoti L
13 V Þóranna Másdóttir Alvara frá Dalbæ 2

14 James Bóas Faulkner Ræll frá Gauksmýri 3

2. flokkur
Holl Hönd Knapi Hestur lið
1 V Halldór Pálsson Straumur frá Súluvöllum 2
1 V Sveinn Brynjar Friðriksson Synd frá Varmalæk L
2 V Sverrir Sigurðsson Frægur frá Fremri-Fitjum 1
2 V Kristófer Smári Gunnarsson Kofri frá Efri-Þverá 1
3 V Elías Guðmundsson Daði frá Stóru-Ásgeirsá 1
3 V Pálmi Geir Ríkharðsson Konráð frá Syðri-Völlum 3
4 V Rósanna Valdimarsdóttir Tangó frá Blönduósi L
4 V Birna Olivia Ödqvist Hökull frá Dalbæ 2
5 V Jóhann Albertsson Mynt frá Gauksmýri 3
5 V Helga Rún Jóhannsdóttir Ásgerður frá Seljabrekku 2
6 V Greta Brimrún Karlsdóttir Sunna frá Áslandi 2
6 V Gerður Rósa Sigurðardóttir Hlekkur frá Kolugili L
7 V Sverrir Sigurðsson Lensa frá Grafarkoti 1
7 V Sveinn Brynjar Friðriksson Glóðafeykir frá Varmalæk 1 L
8 V Khatarina Tetsler Viska frá Djúpadal L
9 H Halldór Pálsson Fleygur frá Súluvöllum 2

Unglingaflokkur
Holl Hönd Knapi Hestur Lið
1 H Viktor Jóhannes Kristófersson Flosi frá Litlu-Brekku 3
1 H Fríða Björg Jónsdóttir Brúnkolla frá Bæ I 1
2 V Mikael Már Unnarsson Silfra frá Stóradal L
2 V Nína Guðbjörg Gunnarsdóttir Bassi frá Áslandi 2
3 H Eva Dögg Pálsdóttir Glufa frá Grafarkoti 2
3 H Anna Herdís Sigurbjartsdóttir Gráskeggur frá Hrísum 2 L
4 H Júlía Guðbrandsdóttir Drápa frá Grafarkoti L
5 V Karítas Aradóttir Gyðja frá Miklagarði 3

3. flokkur
Holl Hönd Knapi Hestur LIÐ
1 H Sigrún Eva Þórisdóttir Hrafn frá Hvoli 1
1 H Stine Kragh Þór frá Stórhóli 1
2 H Albert Jóhannsson Carmen frá Hrísum 3
2 H Elísa Ýr Sverrisdóttir Vág frá Höfðabakka 1
3 H Sóley Elsa Magnúsdóttir Rökkva frá Hóli 1
3 H Alma Lára Hólmsteinsdóttir Frami frá Stóru-Ásgeirsá 1
4 V Tómas Örn Daníelsson Vökull frá Sauðá 1
4 V Óskar Einar Hallgrímsson Leiknir frá Sauðá L
5 V Malin Person Vorrós frá Syðra-Kolugili 3
6 H Fanndís Ósk Pálsdóttir Arfur frá Höfðabakka 1
7 V Sigurður Björn Gunnlaugsson Vænting frá Fremri-Fitjum 1
7 V Stine Kragh Dís frá Gauksmýri 1
8 V Sigurbjörg Þ Marteinsdóttir Hvönn frá Syðri-Völlum 1
8 V Helena Espeland Eldinn frá Votumýri 2 L
9 H Konráð P. Jónsson Kóngur frá Böðvarshólum 2
9 H Sigrún Eva Þórisdóttir Dropi frá Hvoli 1

 Aðalstyrktaraðili Húnvetnsku liðakeppninnar


11.03.2014 11:25

Aðalfundur Þyts

Aðalfundur Þyts verður haldinn þriðjudaginn 25. mars nk í Þytsheimum og hefst kl. 20.30. Tveir núverandi stjórnarmenn gefa ekki kost á sér áfram.

Dagskrá:

1.     Kosning fundarstjóra og fundarritara

2.     Skýrsla stjórnar

3.     Lagðir fram reikningar félagsins

4.     Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga

5.     Árgjald

6.     Kosningar

a.     Kosning stjórnar

b.     Þrír meðstjórnendur til tveggja ára

c.      Tveir varamenn stjórnar til eins árs.

d.     Tveir skoðunarmenn til eins árs

e.     Tveir varamenn skoðunarmanna til eins árs

f.       Sex  fulltrúar á Héraðsþing USVH og sex til vara

g.     Fjórir fulltrúar á LH þing

7.     Önnur mál.

10.03.2014 21:19

KS deildin - fimmgangur


Miðvikudaginn 12.mars fer fram annað mót í KS-Deildinni þar sem keppt verður í fimmgangi. Keppni hefst kl 20:00 í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki.

Í fyrra sigraði Ísólfur á Sólbjarti frá Flekkudal en þeir eru skráðir til leiks nú á miðvikudaginn og ætla sér örugglega að verja titilinn. Jói Magg er skráður á Skyggni frá Bessastöðum, Tryggvi á Villanda frá Feti og Vigdís á Flosa frá Búlandi.


Aðgangseyrir er 1500,- og gildir miðinn sem happdrættismiði. Tveir folatollar eru í verðlaun undir stóðhestana Gretti frá Grafarkoti og Þórálf frá Prestbæ.


Ráslisti;
Gísli Gíslason - Karl frá Torfunesi - Draupnir - Þúfur
Ísólfur Líndal Þórisson - Sólbjartur frá Flekkudal - Laekjamot.is
Sölvi Sigurðarson - Starkarður frá Stóru-Gröf - Laekjamot.is
Sigvaldi Lárus Guðmundsson - Leiftur frá Búðardal - Weierholz
Þorbjörn H. Matthíasson - Freyja frá Akureyri - Björg - Fákasport
Arnar Bjarki Sigurðarson - Engill frá Galtastöðum - Draupnir - Þúfur
Líney María Hjálmarsdóttir - Brattur frá Tóftum - Hrímnir
Jóhann B. Magnússon - Skyggnir frá Bessastöðum - Weierholz
Hörður Óli Sæmundarson - Hreinn frá Vatnsleysu - Hrímnir
Þórarinn Eymundsson - Þeyr frá Prestbæ - Hrímnir
Baldvin Ari Guðlaugsson - Svarta-Meyjan frá Hryggstekk - Top Reiter - Syðra Skörðugil
Tryggvi Björnsson - Villandi frá Feti - Top Reiter - Syðra Skörðugil
Vigdís Gunnarsdóttir - Flosi frá Búlandi - Laekjamot.is
Mette Mannseth - Stjörnustæll frá Dalvík - Draupnir - Þúfur
Hlín C Mainka Jóhannesdóttir - Sísí frá Björgum - Björg - Fákasport
Elvar E. Einarsson - Gáta frá Ytra-Vallholti - Top Reiter - Syðra Skörðugil
Bjarni Jónasson - Dynur frá Dalsmynni - Weierholz
Viðar Bragason - Þórdís frá Björgum - Björg - Fákasport

10.03.2014 21:15

Aðall og Kiljan verða í Húnavatnssýslu í sumar

Stóðhestarnir Aðall frá Nýjabæ og Kiljan frá Steinnesi verða í Húnavatnssýslu í sumar, 2014. Hrossaræktarsamtök Vestur-Húnavatnssýslu hafa tryggt sér Aðal frá Nýjabæ og Samtök hrossabænda í Austur-Húnavatnssýslu hafa tryggt sér Kiljan. Að einhverju leiti verður samvinna með þessa tvo hesta. Húnvetningar munu hafa forgang í að koma sínum hryssum undir þessa hesta, meðan þeir verða á svæðinu.

Aðall frá Nýjabæ er einn eftirsóttasti stóðhestur á Íslandi í dag og hafa vinsældir hans aukist eftir að afkvæmi hans komust á tamningaraldur. Aðall fékk 8,97 fyrir hæfileika á landsmóti sumarið 2006, þar af 9 fyrir tölt og brokk og 9,5 fyrir skeið. Hann hlaut 1. verðlaun fyrir afkvæmi á LM2012 í Reykjavík. Faðir Aðals er Adam frá Meðalfelli og er Aðall hæst dæmda afkvæmi hans. Móðir Aðals er Furða frá Nýjabæ undan Anga frá Laugarvatni. Furða er með 8,06 í kynbótadóm án þess að sýna skeið.

Hæst dæmda afkvæmi Aðals er Skálmar frá Nýjabæ með 8,55 í aðaleinkunn. Synir Aðals: Vaðall frá Akranesi og Nökkvi frá Syðra-Skörðugil vöktu athygli á ísmóti á Svínavatni í Húnavatnsýslu fyrir skemmstu. Þeir kepptu í  B-flokki gæðinga. Nökkvi var í öðru sæti með 8,86 í einkunn og Vaðall var í þriðja sæti með 8,80 í einkunn. Báðir þessir hestar eru með háa kynbótadóma og báðir með 9 fyrir tölt. Hæst dæmda hryssan undan Aðal frá Nýjabæ er Aðaldís frá Syðri Gegnishólum, með 8,47 fyrir hæfileika og 8,32 í aðaleinkunn.

Kiljan frá Steinnesi í Húnavatnssýslu er einn hæst dæmdi stóðhestur landsins með 9,07 fyrir hæfileika, þar af 9,5 fyrir skeið og fegurð í reið. Faðir Kiljans er gæðingafaðirinn Klettur frá Hvammi og móðir hans er Kolfinnsdóttirin Kilja frá Steinnesi með 8,17 í aðaleinkunn, þar af 8,42 fyrir hæfileika.

Aðeins fá afkvæmi Kiljans eru komin á tamningaaldur en 6  þeirra hafa fengið kynbótadóm. Þar af hafa 3 þeirra fengið yfir 8 í aðaleinkunn og eitt er með 7,97. Kiljan er með 126 stig í kynbótamatinu sem gerir hann að einum af efnilegasta afkvæmahestinum í dag. Aðeins örfáir afkvæmahestar eru með hærra kynbótamat.

 

Á síðast ári var stóðhesturinn Sjóður frá Kirkjubæ á vegum Hrossaræktarsamtaka V-Húnavatnssýslu. Einnig hafa margir góðir stóðahestar verið á staðsettir í Húnavatnssýslu. Má þar nefna Gretti frá Grafarkoti, Gamm frá Steinnesi, Brenni frá Efri-Fitjum, Gandálf frá Selfossi, Freyði frá Leysingjastöðum,Vaðal frá Akranesi, Blæ frá Miðsitju og fleiri.

-----------------------------------

Á vef hestafrétta kemur fram að öfugt við það sem sumir voru búnir að spá, þá starfa Hrossaræktarrsamtök víða um land og þjóna enn sínu hlutverki við að útvega félagsmönnum sínum aðgang að góðum stóðhestum. Í dag er samt lítið um að hrossaræktarsambönd séu eigendur af stóðhestum, eins og var.  Ekki virðist mikill áhugi á félagseign á stóðhestum lengur. Eftirsóttir stóðhestar eru dýrir í dag og fjárhagslega áhætta er því mikil.

 

Kiljan

Kiljan frá Steinnesi, knapi Þorvaldur Árni Þorvaldsson

nokkvi

Nökkvi frá Syðra Skörðugili sonur Aðals frá Nýjabæ. Knapi Jakob Sigurðsson

Vaðall frá Akranesi ae. 8,36 ræktaður af Brynjari Atla Kristinssyni sem er mikill aðdándi Adams frá Meðalfelli. Knapi Ísólfur Líndal Ljósm. laekjamot.is

Vaðall frá Akranesi ae. 8,36 undan Aðli frá Nýjabæ 
Knapi Ísólfur Líndal  Ljósm. laekjamot.is

09.03.2014 22:53

Húnvetnska liðakeppnin - fimmgangur/tölt


Næsta mót Húnvetnsku liðakeppninnar er fimmgangur, mótið verður laugardaginn 15. mars nk, mótið hefst kl. 12.00 og verður keppt í fimmgangi í 1. og 2. flokki og tölti T7 í 3. flokki og í tölti T3 í unglingaflokki, fædd 1997 og seinna og verður að vera búið að skrá á miðnætti miðvikudagsins 12. mars. Skráning er á mail: thytur1@gmail.com . Senda þarf kt knapa, IS númer hests, lið og upp á hvora hönd skal byrja.

Í fimmgangi í 1. flokki verður einn og einn inn á í einu og ræður því knapinn sínu prógrammi sjálfur en skeiðið eru tveir sprettir fjær áhorfendum. Í fimmgangi 2. flokki verða tveir inn á í einu og verður stjórnað af þul. Prógrammið er, tölt, brokk, stökk, fet og skeið (skeiðið eru tveir sprettir fjær áhorfendum og einn í einu). Töltið verður einnig stjórnað af þul og er prógrammið í tölti T7 hægt tölt - hægt niður á fet og skipt um hönd og svo frjáls ferð á tölti. Í tölti T3 er prógrammið hægt tölt, hægt niður á fet og skipt um hönd. Hraðabreytingar eða hægt tölt, greinilegur hraðamunur á langhliðum, hægt tölt á skammhliðum og að lokum yfirferðartölt (tekið tillit til þess að hægja þurfi á skammhliðum).

Skráningargjaldið er 2.000 fyrir fullorðna og 1.000 fyrir unglinga 17 ára og yngri og verður að greiða inn á reikning 0159-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst.

Aðgangseyrir er 1.000 en frítt fyrir 12 ára og yngri.

Aðalstyrktaraðili Húnvetnsku liðakeppninnar

05.03.2014 22:59

Reiðhallarsýning Þyts

Reiðhallarsýning Þyts - Hestar fyrir alla verður haldin þann 29. mars næstkomandi.  

Sýningin verður samstarfsverkefni æskulýðsstarfs Þyts og annarra félagsmanna og er von á

vönduðum atriðum meðal félagsmanna á öllum aldri.  

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í sýningunni eru hvattir til að hafa samband við

Malin í s.847-6726 /netfang: kolugil@centrum.is 

Einar Reynis í s. 662-8821 /netfang: einsi79@gmail.com

Þeir krakkar sem vilja vera með í sýningunni láti vita á netfangið

thyturaeska@gmail.com

 

Reiðhallarsýningarnefnd Þyts


Með fréttinni eru myndir frá sýningunni frá því í fyrra.04.03.2014 14:00

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina.
Unglingalandsmótin sem eru vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð þarf vart að kynna.  Mótin eru haldin árlega og ætíð um verslunarmannahelgina.  Mótshaldari í sumar er UMSS en mótið verður haldið á Sauðárkróki.  Öll íþróttaaðstaða er þar til fyrirmyndar og tjaldsvæðið í göngufæri. 

 

Íþróttagreinarnar eru margar en samhliða þeim er boðið upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir alla fjölskylduna.  Keppendur eru á aldrinum 11 - 18 ára og er mótið öllum opið á þeim aldri.  Keppendur greiða eitt keppnisgjald sem er kr. 6.000.-  Frítt er á tjaldsvæðin en rukkað er fyrir afnot af rafmagni.

 

Keppnisgreinar á þessu móti eru: BOGFIMI, DANS, FRJÁLSÍÞRÓTTIR, GLÍMA, GOLF, HESTAÍRÞÓTTIR, KNATTSPYRNA, KÖRFUBOLTI, MOTOCROSS, SIGLINGAR, SKÁK, STAFSETNING, STRANDBLAK, SUND, TÖLVULEIKUR OG UPPLESTUR.  Fötluðum einstaklingum er boðið að keppa í frjálsíþróttum og sundi.

 

Að þessu sinni mun mótið hefjast á fimmtudegi með tveimur keppnisgreinum; dansi og golfi.  Aðrar keppnisgreinar hefjast á föstudagsmorgni eða síðar.   Mótssetningin verður eins og hefð er fyrir á föstudagskvöldið en mótinu verður slitið um miðnætti á sunnudag.

 

Ýmsar upplýsingar er komnar á heimasíðu okkar umfi.is og þær verða síðan uppfærðar jafnt og þétt fram að móti.

 

Það er okkur mikilvægt að þið komið þessum upplýsingum áfram til ykkar eins og kostur er.

 

 

Við hvetjum til þátttöku og hlökkum til að taka á móti ykkur á Sauðárkróki.

 

Frekari upplýsingar gefur:

Ómar Bragi Stefánsson

Gsm:898 1095

Netfang: omar@umfi.is

 

03.03.2014 21:40

Árleg karlareið á Svínavatni (Húnavatnshreppi)


Árleg karlareið á Svínavatni verður laugardaginn 8. mars.


Mæting er við Dalsmynni kl. 14:00.


Riðið verður eftir endilöngu vatninu

sem er liðlega 10 km langt og 1-2 km breitt.

Áð verður á nokkrum stöðum á leiðinni þar sem búið verður að koma fyrir einhverju góðgæti fyrir bæði hross og menn, Veðurspáin er góð og ekkert til fyrirstöðu annað en að skella sér með í þessa einstöku karlareið á Svínavatni


Að ferðinni lokinni verður haldið í Reiðhöllina 
þar verður grillað, sungið og spaugað.
Verð er kr. 2.500 pr.mann og er miðað við að menn sjái 
að mestu um sína drykki sjálfir.

Skráning í ferðina er á brekka26@simnet.is
eða hjá Hirti 861-9816, Hilmari í 848-0033, Guðmundi 848-1775.

Ekki seinna en á fimmtudagskvöld 6.mars.

Allir velkomnir og vonumst til að sjá sem flesta

Nefndin.

03.03.2014 13:43

Grunnskólamót

Fyrsta mót í mótaröðinni sem við köllum grunnskólamót hestamannafélaganna á Norðurlandi vestra verður haldið í Reiðhöllinni Arnargerði á Blönduósi 09. febrúar kl. 13.00
  
Keppnisgreinar eru:
1. - 3. bekkur þrautabraut 
4. - 7. bekkur smali 
8. - 10. bekkur smali og skeið

Brautirnar eru eins og undanfarin ár.
Skráningar þurfa að hafa borist fyrir  miðnætti miðvikudaginn 05. mars  á  netfangið:    thyturaeska@gmail.com.
 Fram þarf að koma: nafn, bekkur og skóli, knapi, nafns hests og uppruni, aldur, litur og keppnisgrein. 
Skráningargjald er 1000 kr. fyrir fyrstu skráningu, 500 kr fyrir næstu skráningar og skal greiða á staðnum áður en mót hefst  (ekki tekið við greiðslukortum).  

Við munum reyna að finna tíma seinna í vikunni fyrir æfingu.
 

 

01.03.2014 20:57

Úrslit á Svínavatni, Tryggvi sigraði A-flokkinn 3 árið í röð!!!


Tryggvi og Þyrla frá Eyri
 

Flottu ísmót lokið og er óhætt að segja að Hans Þór Hilmarsson hafi verið maður mótsins en það var fátt um mótsvör í B flokknum og í töltinu. Hans var á Síbil frá Torfastöðum í báðum greinum og sigraði þær báðar með yfirburðum 9,21 í einkunn í B flokknum og 8.50 í einkunn í tölti. Síbil var valin glæsilegasti hestur mótsins en hún hlaut m.a. 10 fyrir yfirferð í töltinu.

Tryggvi Björnsson sigraði A flokkinn þriðja árið í röð og núna á glæsihryssunni Þyrlu frá Eyri en þau hlutu 8,74 í einkunn.

Veður og færi var eins og best verður á kosið, hestakosturinn magnaður og dagskráin gekk vel og snuðrulaust fyrir sig.

B flokkur úrslit


Sæti Knapi Hestur Samtals

Hans Þór Hilmarsson Síbil frá Torfastöðum 9,21
Jakob Sigurðsson Nökkvi Skörðugili 8,86
Ísólfur Líndal Vaðall frá Akranesi 8,80
Gunnar Arnarsson Frægð frá Auðsholtshjáleigu 8,79
Hlynur Guðmundsson Bliki annar frá Strönd 8,69
Arnar Bjarki Sigurðarson Kaspar frá Kommu 8,66
Sæmundur Þ Sæmundsson Lyfting frá Fyrirbarði 8,60
Magnús Bragi Magnússon Birta frá Laugardal 8,59
Helgi Eyjólfsson Stimpill frá Vatni 8,54

A flokkur úrslit


Kaupfélag V - Húnvetninga

býður upp á A - flokk


 
Sæti Knapi Hestur Samtals

Tryggvi Björnsson Þyrla frá Eyri 8,74
Ísólfur Líndal Gandálfur frá Selfossi 8,57
Elsa Hreggviðsdóttir Mandal Ársól frá Bakkakoti 8,51
Líney María Hjálmarsdóttir Kunningi frá Varmalæk 8,49
Logi Þór Laxdal Vörður frá Árbæ8,40
Jakob Sigurðarson Ægir frá Efri-Hrepp 8,39
Elvar Einarsson Mánadís frá Akureyri 8,30
Gunnar Arnarson Hreggviður frá Auðholtshjáleigu 8,29

Tölt úrslit

Húsherji ehf-Svínavatni
býður upp á töltið:

 
Sæti Knapi Hestur Samtals

Hans Þór Hilmarsson Síbil frá Torfastöðum 8,50
Magnús Bragi Magnússon Óskasteinn frá Íbishóli 7,70
Þór Jónsteinsson Gína Þrastarhóli 7,50
Jakob Sigurðsson Kilja frá Grindavík 7,40
Gunnar Arnarsson Frægð frá Auðsholtshjáleigu 7,13
Tryggvi Björnsson Blær Kálfholti 6,87
Sæmundur Þ Sæmundsson Lyfting frá Fyrirbarði 6,83
Skapti Steinbjörnsson Blálilja frá Hafsteinsstöðum6,63


Styrktaraðilar  :

Geitaskarð-hrossaræktarbú - Kaupfélag Vestur-Húnvetninga - Húsherji ehf-Svínavatni

Gunnar Arnarson ehf - Arionbanki - Export hestar

Gröf Víðidal - Ístex - SAH Afurðir

VÍS Sauðárkróki - Kaupfélag Skagfirðinga - G. Hjálmarsson hf

Lífland - Steypustöðin Hvammstanga - Tveir smiðir,Húnaþingi vestra

Ferðaþjónustan í Hofi
- Fitjar, hrossaræktarbú - Hólabak, hrossaræktarbú

Blönduósbær - N1 Píparinn - Vörumiðlun, Blönduósi

Ferðaþjónustan Dæli
- Kidka ehf - Steinnes, hrossaræktarbú


28.02.2014 22:05

Fyrsta móti í KS deildinni lokið - Ísólfur sigraði !!!

Ísólfur og Kristófer sigruðu fjórganginn á fyrsta móti KS deildarinnar með einkunnina 7,57. Fjórir Þytsfélgar taka þátt í deildinni og á þessu móti komust tvö í úrslit en Vigdís komst einnig í A-úrslit og endaði fimmta á gæðingnum Freyði frá Leysingjastöðum með einkunnina 6,72. Í ár er mótið liðakeppni sem gerir mótið skemmtilegra að margra mati. Efst er lið Hrímnis en í liðinu eru Þórarinn Eymundsson, Líney María Hjálmarsdóttir og Hörður Óli Sæmundsson og í 2. sæti er Lækjamót í því liði eru Ísólfur L Þórisson, Vigdís Gunnarsdóttir og Sölvi Sigurðsson.

Niðurstöður úr A úrslitum:

 1. Ísólfur Líndal Þórisson Kristófer frá Hjaltastaðahvammi Lækjamót.is 7,57 
 2. Bjarni Jónasson Roði frá Garði Weierholz 7,37 
 3. Þórarinn Eymundsson Taktur frá Varmalæk Hrímnir 7,13 
 4. Líney María Hjálmarsdóttir Völsungr frá Húsavík Hrímnir 6,83 
 5. Vigdis Gunnarsdóttir Freyðir frá Leysingjastöðum Lækjamót.is 6,72

Niðurstöður úr B úrslitunum: 

 1. Líney María Hjálmarsdóttir Völsungur frá Húsavík Hrímnir 6,97 
 2. Mette Manseth Trymbill frá Stóra-Ási Draupnir - Þúfur 6,90 
 3. Baldvin Ari Guðlaugsson Öngull frá Efri-Rauðalæk Top Reiter-Syðra Skörðugil6,87
 4. Hörður Óli Sæmundarson Fífill frá Minni-Reykjum Hrímnir 6,57
 5. Arnar Bjarki Sigurðarson Mímir frá Hvoli Draupnir - Þúfur 6,53

Niðurstöður úr forkeppninni;

 1. Ísólfur Líndal Þórisson - Kristófer frá Hjaltastaðarhvammi -7,37
 2. Þórarinn Eymundsson - Taktur frá Varmalæk - 7,03
 3. Vigdís Gunnarsdóttir - Freyðir frá Leysingjastöðum - 7,00
 4. Bjarni Jónasson - Roði frá Garði - 6,97
 5. Líney María Hjálmarsdóttir - Völsungur frá Húsavík - 6,87
 6. Baldvin Ari Guðlaugsson - Öngull frá Efri-Rauðalæk - 6,83
 7. Arnar Bjarki Sigurðarson - Mímir frá Hvoli - 6,63
 8. Hörður Óli Sæmundarson - Fífill frá Minni-Reykjum - 6,60
 9. Mette Manseth   - Trymbill frá Stóra-Ási - 6,60 
 10. Þorbjörn  H. Matthíasson - Kostur frá Ytra-Vallholti - 6,57
 11. Gísli Gíslason - Ljóska frá Borgareyrum -  6,57
 12. Jóhann B. Magnússon - Embla frá Þóreyjarnúpi - 6,53
 13. Elvar E. Einarsson  - Hlekkur frá Lækjamóti - 6,53
 14. Sölvi Sigurðarson - Bjarmi frá Garðarkoti -6,50
 15. Sigvaldi Lárus Guðmundsson - Smyrill frá Hamraendum - 6,40
 16. Viðar Bragason - Björg frá Björgum - 6,23
 17. Tryggvi Björnsson - Þytur frá Húsavík - 6,10
 18. Hlín C Mainka Jóhannesdóttir - Dúkkulýsa frá Þjóðólfshaga - 5,63
Flettingar í dag: 222
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 3008
Gestir í gær: 81
Samtals flettingar: 874839
Samtals gestir: 47848
Tölur uppfærðar: 24.2.2024 06:23:47