14.10.2013 13:01

Hvað er að frétta !!!

Ritarinn ákvað að heyra hljóðið í unga fólkinu í félaginu. Spurði nokkra hressa unglinga og ungmenni spurninga um hesta og fleira tengt þeim. Svo næstu daga munu svörin frá þeim koma hérna inn á síðuna, vonandi hafa allir gaman af því að  heyra hvað unga fólkinu okkar finnst. emoticon
Hér kemur svo fyrsta viðtalið en það er Fríða Marý sem ríður á vaðið...

Fríða og Glúmur í reiðtúr seinasta vetur hér fyrir sunnan.

Nafn: Fríða Marý
Fríða og Eydís á balli :)

Skóli: Tækniskólinn - Hársnyrtiskólinn

Uppáhaldsdrykkur: Fanta, alveg klárlega emoticon

Uppáhaldsmatur: Vá, ég get ekki valið, það er svo margt sem mér þykir gott!

Hvenær ætlar þú að taka inn? Það eru nú hestar inni heima eins og stendur sem pabbi er að þjálfa en ætli ég taki ekki hross hingað suður eftir áramót bara emoticon

Hvað finnst þér vera það besta við hestamennskuna: Þetta er bara svo gaman, æðislegur félagsskapur í kringum þetta, gaman þegar hrossin eru skemmtileg og góð og bara allt!

Hver er skemmtilegasti hestur sem þú hefur þjálfað og af hverju? Ætli ég verði ekki að segja Sómi, sem kemur kannski engum á óvart. Það er þannig af því að ég þjálfaði hann að mestu leyti sjálf, frá byrjun, fór með hann á ýmis námskeið, knapamerki og keppti á honum með góðum árangri og svo var hann bara svo ótrúlega skemmtilegur og glaður hestur.

Hefur þú áhuga á ræktun? Ef svo er hver er uppáhalds stóðhesturinn þinn og af hverju? Já ég hef alveg áhuga á ræktun en ég er búin að læra mikið undanfarna vetur að það snýst ekki allt um keppnishesta og keppnir. Mest finnst mér þetta eiga að vera traustir og góðir hestar og ef hægt er að keppa á þeim er það bara plús. En auðvitað er líka hægt að hafa bæði. Ef ég ætti að velja einn uppáhalds stóðhest þá myndi ég segja að Nökkvi frá Syðra-Skörðugili heillaði mig mikið í sumar en svo finnst mér Sveinn Hervar frá Þúfu alltaf pínu flottur.

Hvað er skemmtilegasta atriði sem þú hefur tekið þátt í á sýningum með Þytsfélögum? Ég get eigilega ekki valið úr eitthvað eitt því mér finnst gaman af öllu sem ég geri með félaginu hvort sem það eru sýningar eða keppnir. En það var alltaf gaman þegar ég var að sýna með stelpunum já og krökkunum bara yfir höfuð á æskulýðssýningunum. Mér fannst til dæmis rosa gaman þegar ég og Eydís leiddum hópinn á Æskunni og hestinum í Víðidalnum eitt vorið.

Finnst þér gaman að keppa? Einhver árangur sem stendur upp úr? Já mér finnst rosa gaman að keppa ? Árangurinn sem stendur mest upp úr hjá mér er Fjórðungsmótið'09 þegar við Sómi vorum önnur í tölti 17 ára og yngri.

Hver er helsta fyrirmyndin þín í hestamennskunni: Það eru til margir góðir knapar og ég myndi segja að ég reyni að læra sitt lítið af hverju frá hinum og þessum einstaklingum en auðvitað hefur pabbi kannski kennt mér mest frá byrjun og ég síðan mótað sjálfa mig sem knapa út frá því.

Eitthvað sem mætti bæta við æskulýðsstarfið? Ég hef svo lítið verið í kringum æskulýðsstarfið síðastliðin ár svo ég get eigilega ekki svarað neinu um það.


Fjörið í fánareiðinni á FM 2013.

13.10.2013 09:55

Vinna hafin austan við höllina



Ási Ben er byrjaður á ýtunni austan við höllina. En gera á svæðið þannig að hægt sé að leggja í gegn. Í sumar drenuðu síðan duglegir Þytsfélagar austan og norðan við höllina svo vonandi verður veturinn auðveldari í sambandi keppnis- og mótahald inn í höllinni þegar nota þarf skeiðbraut.

09.10.2013 21:41

Sýnikennsla með Iben Andersen



Fyrsti dagurinn á námskeiðinu hjá Iben var í dag, fullt er á námskeiðinu og var kominn biðlisti á það.


Sýnikennsla verður síðan haldin á Gauksmýri, sunnudaginn nk, 13. október kl. 16.00, reiknað er með að sýningin taki um það bil 3 tíma.

Iben hefur starfað víða við tamningar og þjálfun hrossa, á Íslandi, Þýskalandi, Noregi, Danmörku og hjá andfætlingunum í Ástralíu. Í Ástralíu lærði hún aðferðir við frumtamningar sem eru mjög ólíkar þeim sem tíðkast hér á landi. Iben hefur þróað sínar eigin aðferðir við frumtamningar sem vakið hafa talsverða athygli og margir sótt námskeiðin hennar. Sjón er sögu ríkari !


Allir velkomnir
Verð er 1.500 kr.
Posi á staðnum.

http://www.ibenhestar.dk/


Hér má sjá 3 myndir frá deginum:


08.10.2013 12:37

Meistaradeild Norðurlands



Nú liggja fyrir dagssetningar á mótadögum  Meistaradeildar Norðurlands (KS-deildin) veturinn 2014.  Keppnin fer fram á miðvikudagskvöldum og byrjar klukkan 20:00 hvert kvöld.

Það er Kaupfélag Skagfirðinga sem er okkar styrktaraðili eins og undanfarin ár.

Keppnisdagar eru þessir

29. janúar úrtaka um þau sæti sem laus eru í deildinni.

26. febrúar fjórgangur

12. mars fimmgangur

26. mars Tölt

9. apríl slaktaumatölt og skeið

Ákveðið hefur verið að keyra liðakeppni samhliða einstaklingskeppninni. Fyrirkomulag liðakeppninnar verður kynnt þegar nær dregur.

07.10.2013 09:26

03.10.2013 11:36

Uppskeruhátíð Þyts

 
 

 

 

 

 

Uppskeruhátíð Hrossaræktarsamtaka Vestur-Húnavatnssýslu og hestamannafélagsins Þyts verður haldin laugardagskvöldið 26.október n.k. 

 

Matur - Verðlaunaafhendingar - Skemmtiatriði - Ball

 

Takið kvöldið frá

                                                                                                                                 Skemmtinefndin

 

26.09.2013 12:07

Frumtamningarnámskeið og sýnikennsla með Iben Andersen

 

Dagana 9. - 13. október verður haldið námskeið með tamningakonunni Iben Andersen, námskeiðið verður haldið á Gauksmýri. Iben hefur vakið athygli með nýstárlegum aðferðum við frumtamningar og við að leysa vandamál með erfið og spennt hross. Örfá pláss laus. Nánari upplýsingar hjá Tryggva Björnssyni í síma 898-1057.

Sýnikennsla verður síðan haldin sunnudaginn 13. október kl. 16.00 á Gauksmýri, reiknað er með að sýningin taki um það bil 3 tíma.

Allir velkomnir
Verð er 1.500 kr.
Athugið að enginn posi er á staðnum.

http://www.ibenhestar.dk/

25.09.2013 09:06

Stóðrétt og stóðsmölun í Víðidal



Það styttist í eina stærstu stóðrétt landsins en föstudaginn 4. október n.k. verður stóði af Víðidalstunguheiði smalað til byggða. Það er mögnuð sjón að sjá stóðið renna heim í sveitina síðdegis á föstudeginum og eru allir velkomnir að upplifa þessa stemmningu með heimamönnum.

Kaffisala verður í skemmunni á Kolugili milli kl 14 og 17.
Í réttarskúrnum er svo hægt að fá kjötsúpu frá kl 17.Kl. 20:30 verður opið hús í reiðhöllinni á Gauksmýri en þar er verið að vígja nýja aðstöðu.Réttarstörf hefjast svo kl. 10 laugardaginn 5. október þegar stóðið verður rekið er til réttar. Í Víðidalstungurétt má jafnan sjá fjölda efnilegra unghrossa.

Í réttinni á laugardaginn verður uppboð á gæðingsefnum og happdrætti þar sem 1. vinningur er folald. Miði í happdrættinu fæst með því að versla veitingar í réttarskúrnum.

Bændur á Stóru Ásgeirsá bjóða gesti velkomna í hesthúsið milli kl. 15 og 17 á laugardag.

Réttardansleikur í Víðihlíð verður svo á laugardagskvöld.

23.09.2013 09:31

Kennarar fyrir æskulýðsstarf Þyts í vetur.

Nú er verið að skipuleggja vetrarstarfið hjá æskulýðsnefnd Þyts. Það er ljóst að við verðum með kennslu í Knapamerki 3 en okkur vantar fleiri þátttakendur til að geta haft Knapamerki 1 og 2. Einnig stefnum við að því að vera með reiðnámskeið fyrir alla aldurshópa. Mjög gott væri að áhugasamir sendu okkur tölvupóst á thyturaeska@gmail.com og tilgreindu hvernig námskeið þeir vildu helst fá, þannig að við getum skipulagt starfið eins og hentar flestum.

Við erum svo heppin hér í félaginu að hafa mikið af reiðkennurum. Nú langar okkur að fá tilboð frá þeim reiðkennurum sem hafa tök á að aðstoða okkur við æskulýðsstarfið, bæði hvað varðar hugmyndir um hvað er hægt að gera fyrir alla aldurshópa í æskulýðsstarfinu og svo fyrir Knapamerki 3 og hugsanlega Knapamerki 1 ef næg þátttaka fæst þar. Endilega hafið samband við Guðnýju í síma 893 7981 eða sendið tölvupóst á thyturaeska@gmail.com.

20.09.2013 09:48

Nýtt smyrsli - markaðskönnun

Urðaköttur ehf, staðsett á Syðra-Skörðugili í Skagafirði, er fyrirtæki sem á og rekur minkabú. Um 12 tonn af minkafitu falla til við vinnslu minkaskinna árlega og fram til þessa hefur minkafitunni verið fargað með tilheyrandi kostnaði og umhverfisálagi. Á Syðra-Skörðugili hefur einnig verið stunduð hrossarækt, tamningar og þjálfun hesta um áratuga skeið. Ábúendur á Syðra-Skörðugili ákváðu að samtvinna þekkingu sína í þessum tveimur búgreinum og þróa smyrsl úr minkafitu til meðhöndlunar á útbrotum og smásárum á hrossum, t.d. múkki, og einnig leðurfeiti til að setja á reiðtygi.

Markaðskönnun þessi var búin til til þess að átta sig betur á neytendavenjum hestamanna og þörfum.  Biðjum við ykkur um að gefa ykkur nokkrar mínútur til þess að svara könnuninni.

Með fyrirfram þökk, eigendur Urðarkattar ehf.

Slóð inná könnun:

http://tinyurl.com/q4lelbn


11.09.2013 13:01

Vatnsnesvegur 711



Verið er að leggja í dag og á morgun klæðningu út Vatnsnesveginn frá Sláturhúsinu og út að Ytri-Kárstöðum. Það má alls ekki fara á hesti inn á malbikið fyrr en í fyrsta lagi eftir helgi.

03.09.2013 22:38

Hestafimleikar !!!


Nú eru hestafimleikarnir að byrja aftur.
Stefnt er á að hafa fyrstu æfingu á föstudag 6. sept. í íþróttahúsinu á Laugarbakka
kl 14:30 - 15:30
Nokkur pláss eru laus og viljum við biðja áhugasama að hafa samband við Irinu í
síma 897 1960 sem gefur allar nánari upplýsingar.
 
Skemmtileg íþrótt fyrir stráka og stelpur.
 
Bestu kveðjur
Irina og Kathrin

27.08.2013 13:41

Haustverkin

Nú þegar hausta tekur er mikilvægt fyrir hesteigendur að hafa nokkra hluti í huga. Flest hross eru í haga á haustin og mikilvægt er að hlúa vel að þeim til að fyrirbyggja að ekki þurfi að eyða tíma og fjármunum í að bata þau þegar þau eru tekin á hús.

Gott er að hafa eftirfarandi í huga:

  • Ormalyf: Nauðsynlegt er að gefa hrossum reglulega ormalyf, en flestir gefa hrossum inn tvisvar til þrisvar á ári oftast að vori og hausti. Mælt er með því að gefa hrossum ormalyf þegar þau skipta um haga og áður en þeim er sleppt.
  • Draga undan: Góð hófhirða er mikilvæg og ekki síst er mikilvægt að draga rétt undan hrossum og klippa rétt. Sé þetta ekki gert rétt er hætta á aflöguðum hófum og jafnvel hófsperru.
  • Eftirlit: Mikilvægt er að fylgjast vel með hrossum á haustin, en holdarfar þeirra og heilbrigði getur breyst mikið á stuttum tíma. Falli hross hratt að hausti eru miklar líkur á holdhnjóskum, en svo virðist sem vætutíð fari sérstaklega illa í hross.
  • Skipta í fóðrunarhópa: Mikilvægt er að skipta stærri stóðum í hópa eftir holdafari, því hvorki er gott að hross verði of feit eða of mögur. Gott er t.d. að hafa folaldshryssur og tryppi aðskilin frá geldhrossum því fóðurþörf þeirra er mjög misjöfn.
  • Aðgangur að vatni: Öll hross eiga að hafa tryggt aðgengi að vatni og rétt er að hesteigendur gangi úr skugga um að svo sé.
  • Skjól: Gott skjól sparar fóður því að hross sem hýma úti án skjóls þurfa meira fóður, en í reglugerð um aðbúnað hrossa segir að öll hross eigi að hafa aðgengi að skjóli, ýmist manngerðu eða náttúrulegu.

Ráðunautar RML og fulltrúar Matvælastofnunar veita nánari upplýsingar um reglur um aðbúnað og fóðrun hrossa, en hér fyrir neðan er reglugerðin um aðbúnað hrossa:

Reglugerð

21.08.2013 10:40

Réttardagsetningar 2013


Réttardagsetningar haustsins má sjá hér að neðan:

6. september 2013
Valdarásrétt (fjárréttir)

7. september 2013
Hrútafjarðarrétt (fjárréttir)
Miðfjarðarrétt (stóðréttir, fjárréttir)
Víðidalstungurétt (fjárréttir)

14. september 2013
Hamarsrétt (fjárréttir)
Hvalsá (fjárréttir)
Þverárrétt (fjárréttir)

28. september 2013
Þverárrétt (stóðréttir)

5. október 2013
Víðidalstungurétt (stóðréttir)

18.08.2013 16:51

Úrslit frá opnu íþróttamóti Þyts 2013

Þá er lokið opnu íþróttamóti Þyts sem haldið var um helgina á Kirkjuhvammsvelli.  Mótið fór vel fram fyrir utan röskun á dagskrá í dag og biður mótanefnd afsökunar á þeim óþægindum sem af því hlutust.  

Hér má svo lesa úrslit mótsins.

Samanlagðir sigurvegarar:

Samanlagður sigurvegari í fjórgangsgreinum í 1.flokk var Ísólfur Líndal og var hann einnig stigahæsti knapi mótsins. Samanlagður fimmgangssigurvegari í 1.flokk var Jóhann Magnússon. Samanlagður sigurvegari í Fjórgangsgreinum ungmenna var Jónína Lilja Pálmadóttir. Samanlagður sigurvegari í fjórgangsgreinum unglinga var Birna Olivia Ödqvist.  Samanlagður sigurvegari í fjórgangsgreinum barna var Karítas Aradóttir.

 

 

Pollarnir okkar riðu sína keppni í gær og stóðu sig öll mjög vel.  Þau fengu öll verðlaun fyrr þátttöku.

 

 

Fjórgangur - börn

1. Karías Aradóttir og Gylmir frá Enni 5,93

2. Edda Felicia Ödqvist og Stæll frá Víðidalstungu II 4,23

 

 

Fjórgangur - unglingaflokkur

1. Eva Dögg Pálsdóttir og Stuðull frá Grafarkoti 5,93 (eftir sætaröðun frá dómurum)

2. Birna Olivia Ödqvist og Hökull frá Dalbæ 5,93 (eftir sætaröðun frá dómurum)

3. Kristófer Smári Gunnarsson og Krapi frá Efri-Þverá 5,60

4. Anna Herdís Sigurbjartsdóttir og Lensa frá Grafarkoti 5,47

5. Helga Rún Jóhannsdóttir og Elfa frá Kommu 5,37

 

Fjórgangur ungmennaflokkur

1. Jónína Lilja Pálmadóttir og Svipur frá Syðri Völlum 6,30

 

Fjórgangur 2.flokkur

1. Bryndís Snorradóttir og Vigdís frá Hafnarfirði 6,40

2. Johanna Karrbrand og Stúdent frá Gauksmýri 6,17

3. Þorgeir Jóhannesson og Stígur frá Reykjum I 6,07

4. Eydís Ósk Indriðadóttir og Vídalín frá Grafarkoti 5,57

5. Sigrún Eva Þórisdóttir og Dropi frá Hvoli 5,33

 

Fjórgangur 1.flokkur A-úrslit

1. Ísólfur Líndal Þórisson og Kristófer frá Hjaltastaðahvammi 7,30

2. Vigdís Gunnarsdóttir og Sögn frá Lækjamóti 7,10

3. Fanney Dögg Indriðadóttir og Brúney frá Grafarkoti 6,80

4. Ragnhildur Haraldsdóttir og Börkur frá Brekkukoti 6,77 (upp úr B-úrslitum)

5. Sonja Líndal Þórisdóttir og Kvaran frá Lækjamóti 6,63

6. Gréta Brimrún Karlsdóttir og Nepja frá Efri-Fitjum 6,20

 

Fjórgangur 1.flokkur B-úrslit

 Ragnhildur Haraldsdóttir og Börkur frá Brekkukoti 6,67

7. Jakob Víðir Kristjánsson og Gítar frá Stekkjadal 6,57

8. Helga Thoroddsen og Fylkir frá Þingeyrum 6,27

9. Kolbrún Stella Indriðadóttir og Vottur frá Grafarkoti 5,87

 

Tölt barnaflokkur

1. Karítas Aradóttir og Gyðja frá Miklagarði 5,89

2. Eysteinn Tjörvi Kristinsson og Goði frá Hvolsvelli 4,83

3. Edda Felicia Ödqvist og Stæll frá Víðidalstungu II 4,44

 

Tölt unglingaflokkur

1. Birna Olivia Ödqvist og Jafet frá Lækjamóti 6,67

2. Eva Dögg Pálsdóttir og Stuðull frá Grafarkoti 6,22

3. Nína Guðbjörg Gunnarsdóttir og Hula frá Efri-Fitjum 6,06

4. Kristófer Smári Gunnarsson og Krapi frá Efri-Þverá 5,78

5. Helga Rún Jóhannsdóttir g Elfa frá Kommu 5,61

 

Tölt ungmennaflokkur

1.Jónína Lilja Pálmadóttir og Svipur frá Syðri-Völlum 6,39

 

Tölt 2.flokkur

1. Johanna Karrbrand og Stúdent frá Gauksmýri 6,33

2. Þorgeir Jóhannesson og Stígur frá Reykjum I 6,22

3. Anna Lena Aldenhoff og Kreppa frá Stórhóli 5,67 (vann á hlutkesti)

4. Eydís Ósk Indriðadóttir og Vídalín frá Grafarkoti 5,67

5. Sigurbjörg Þórunn Marteinsdóttir og Hálf Blesa frá Böðvarshólum 5,11

 

Tölt 1.flokkur A-úrslit

1. Ísólfur Líndal Þórisson og Kristófer frá Hjaltastaðahvammi 7,78

2. Herdís Einarsdóttir og Grettir frá Grafarkoti 7,17

3. Vigdís Gunnarsdóttir og Sögn frá Lækjamóti 7,11

4. Jakob Víðir Kristjánsson og Gítar frá Stekkjadal 6,89

5. Gréta Brimrún Karlsdóttir og Nepja frá Efri-Fitjum 6,61

6. Jóhann Magnússon og Skyggnir frá Bessastöðum 6,50 (upp úr B-úrslitum)

 

Tölt 1.flokkur B-úrslit

Jóhann Magnússon og Skyggnir frá Besstastöðum 6,72

7. Fanney Dögg Indriðadóttir og Brúney frá Grafarkoti 6,67

8. James Bóas Faulkner og Hlynur frá Ragnheiðarstöðum 6,50

 

Tölt T2 1.flokkur

1. Ísólfur Líndal Þórisson og Gulltoppur frá Þjóðólfshaga I 7,42

2. Vigdís Gunnarsdóttir og Björk frá Lækjamóti 6,75

3. James Bóas Faulkner og Ræll frá Gauksmýri 6,00

4. Kristófer Smári Gunnarsson og Óttar frá Efri Þverá 3,88

 

Fimmgangur 1.flokkur A-úrslit

1. Ísólfur Líndal Þórisson og Gandálfur frá Selfossi 7,12

2. Vigdís Gunnarsdóttir og Sólbjartur frá Flekkudal 7,05 (upp úr B-úrslitum)

3. Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir og Kolgerður frá Vestri-Leirárgörðum 6,86

4. Sigvaldi Lárus Guðmundsson og Leiftur frá Búðardal 6,79

5. Jóhann Magnússon og Frabín frá Fornusöndum 6,69

6. Tryggvi Björnsson og Lukka frá Miðsitju 6,36

 

Fimmgangur B-úrslit

Vigdís Gunnarsdóttir og Sólbjartur frá Flekkudal 7,14

7. James Bóas Faulkner og Ræll frá Gauksmýri 6,60

8. Finnur Bessi Svavarsson og Gosi frá Staðartungu 6,33

9. Helga Thoroddsen og Vökull frá Sæfelli 5,93

10. Gréta Brimrún Karlsdóttir og Kátína frá Efri-Fitjum 2,74

 

Gæðingaskeið

1.Tryggvi Björnsson og Dúkka frá Steinnesi 7,54

2. Finnur Bessi Svavarsson og Gosi frá Staðartungu 7,04

3. Kristófer Smári Gunnarsson og Kofri frá Efri-Þverá 6,79

 

 

100 metra flugskeið

1. Tryggvi Björnsson og Dúkka frá Steinnesi 8,34 sek

2. Kristófer Smári Gunnarsson og Kofri frá Efri-Þverá 8,63 sek

3. Magnús Ásgeir Elíasson og Dimma frá Stóru-Ásgeirsá 8,90 sek

 

 

 

 

Flettingar í dag: 1103
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 1986
Gestir í gær: 94
Samtals flettingar: 1537068
Samtals gestir: 79335
Tölur uppfærðar: 23.1.2025 06:35:27