12.01.2014 23:06



Reglur Húnvetnsku liðakeppninnar 2014

Sjötta mótaröðin að hefjast í Húnvetnsku liðakeppninni. Mótanefndin ákvað að breyta til í ár, bæði í sambandi við stigagjöfina og liðin. Taka upp stigagjöf sem er að mestu eins og er í KB mótaröðinni í Borgarnesi. Við fengum upplýsingar hjá aðila í mótanefndinni þar og okkur leyst vel á þessa leið. Einnig verður hægt að bæta við fleiri liðum í keppnina ef áhugi er fyrir því, þ.e.a.s ef fólk skipta sér í minni og fleiri lið er það núna möguleiki. En ef það myndast ekki nægilega mörg lið, ætlum við að bjóða upp á lið 1, 2 og 3 eins og þau hafa verið hingað til. Setjum þetta bara í ykkar hendur og sjáum hvernig málin þróast. Bæjarkeppnin verður ef liðin verða bara þrjú en ef liðin verða fleiri og minni þá sleppum við henni.

Reglur:

Liðakeppni:


1) Liðin þurfa að hafa nafn og sérkenni, þannig að liðsmenn þekkist.

2) Lágmark 3 í liði, ótakmarkaður fjöldi.

3) Knapar verða að vera í sama liðinu allt tímabilið, þ.e. bannað að skipta um lið á miðju tímabili. Einnig verður hver og einn knapi að velja sér hvort hann ætlar að keppa í 1. 2. eða 3. flokki í upphafi tímabils.

4) 3 efstu knapar úr forkeppni telja til stiga fyrir hvert lið, stigin eru einkunnir hvers knapa. Hver knapi getur aðeins skilað stigum fyrir sitt lið fyrir 1 hest.

5) 3 efstu knapar sem komast í úrslit í hverju liði telja til stiga.

6) 1 sæti = 10 stig, 2 sæti = 8 stig, 3 sæti = 6 stig, 4 sæti = 4 stig, 5 sæti = 2 stig, 6 sæti = 2 stig (ef B-úrslit), 7-10 = 1 stig

7) Ekki er nauðsynlegt að vera í liði til að taka þátt í mótaröðinni.

8) Flokkar; Barna og unglingaflokkur 17 ára og yngri (börn fædd 1997 og seinna), 3 flokkur, flokkur sem er ætlaður þeim sem eru að byrja að keppa eða hafa litla keppnisreynslu. 2 flokkur = fyrir þá sem hafa nokkra keppnisreynslu en eru ekki að stunda keppni að neinu ráði. 1. flokkur er ætlaður þeim sem eru mikið í keppni.

9) Hver keppandi má keppa á fleiri en einum hesti í hverri grein, en ef keppandi kemst með tvo hesta í úrslit verður hann að velja á milli þeirra og aðeins keppa á öðrum í úrslitum. Ekki hægt að fá aukaknapa til að ríða úrslit fyrir sig.

10) Í skeiði má hver knapi keppa á eins mörgum hrossum og hann vill en getur aðeins fengið stig fyrir einn hest eins og í öðrum greinum.

11) Smalinn: Riðin er braut sem mörkuð er keilum sem ná upp á síður hests. Keilurnar skulu vera þannig útbúnar að þær falli við litla snertingu. Árangurinn ræðst af brautartíma og felldum keilum. Reiknireglur eru þær sömu og í tímabraut torfærunnar. Smalinn er hrein grein í þeirri merkingu að árangurinn er mælanlegur án frávika, þ.e. hann ræðst eingöngu af tíma og felldum keilum en ekki mati dómara. Dómarar eru engu að síður til staðar og meta hvort knapinn fari gegnum öll hlið, telja felldar keilur og hafa eftirlit með reiðmennsku knapa líkt og í öðrum keppnisgreinum.

Stigin telja þannig að knapar raðast í sæti eftir besta tímanum, sá sem er fyrstur fær 300 stig, sá næsti 280, 270 o.s.frv. Við hverja fellda keilu dragast frá 14 stig. Fyrir sleppt hlið eru 28 refsistig. Yfir brúnna er ekki leyft að fara á stökki þ.e.a.s allur annar gangur er í lagi. Ef brúnni er sleppt þá er það 4x28 refsistig Gult spjald= gróf reiðmennska 30 refsistig Rautt spjald= MJÖG gróf reiðmennska ÚR LEIK!
Stigin í smala inn í liðakeppnina í forkeppni eru þannig að 300 stig gefa 6 stig, 290 - 299 stig gefa 5,8 stig, 280 - 289 stig gefa 5,6 stig, 270 - 279 stig gefa 5,4 stig osfrv.

12) Einstaklingskeppni:
1.sæti - 10 stig
2.sæti - 8 stig
3.sæti - 7 stig
4.sæti - 6 stig
5.sæti - 5 stig
6.sæti - 4 stig
7.sæti - 3 stig
8.sæti - 2 stig
9.sæti - 1 stig

13) Skráningargjöld verður að greiða inn á reikning 0159-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst.

Ný lið þarf að tilkynna til mótanefndar í síðasta lagi sunnudaginn 26. jan nk. Á móti skráningum tekur Þórdís á netfang: rettarh6@simnet.is Ef ykkur vantar frekari upplýsingar er hægt að hringja í síma 867-3346, liðin þurfa að hafa nafn og einhvern liðsstjóra.

Dagssetningar fyrir mót vetrarins eru: 8. feb fjórgangur, 22. feb smali/skeið, 15. mars fimmgangur/tölt 5. apríl tölt.

Mótanefndin

Flettingar í dag: 3287
Gestir í dag: 173
Flettingar í gær: 5158
Gestir í gær: 128
Samtals flettingar: 974972
Samtals gestir: 50888
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 19:33:50