24.05.2016 22:44

Styttist í úrtöku fyrir LM


Þá fer að styttast í úrtöku fyrir landsmótið en hún verður haldin eins og áður var auglýst á Hólum í Hjaltadal 11. og 12. júní nk. Nánar auglýst þegar nær dregur. 
En ef það eru einhver börn, unglingar eða ungmenni sem vantar aðstoð fyrir úrtökuna endilega hafið samband við Kollu í síma 863-7786 eða Pálma í síma 849-0752.

20.05.2016 10:09

Þátttökuréttur á LM2016


Hversu mörg hross/knapar frá hestamannafélögunum hafa þátttökurétt á Landsmóti?

Fjöldi skráðra félagsmanna í hverju hestamannafélagi fyrir sig segir til um þann fjölda hrossa sem öðlast þátttökurétt á Landmóti. 

Miðað er við fjölda skráðra félaga á félagaskrá hestamannafélaga 15. apríl 2016 en þá er skiladagur ársskýrslu og félagafjölda til ÍSÍ í gegnum skráningarkerfið FELIX. 


Þátttökuréttur félaga í LH:


Félag Alls Fj. fulltrúa

Hestamannafélagið Adam 60 1

Hestamannafélagið Blær 95 1

Hestamannafélagið Brimfaxi 155 2

Hestamannafélagið Dreyri 246 2

Hestamannafélagið Fákur 1379 12

Hestamannafélagið Faxi 265 3

Hestamannafélagið Feykir 64 1

Hestamannafélagið Freyfaxi 201 2

Hestamannafélagið Funi 155 2

Hestamannafélagið Geysir 649 6

Hestamannafélagið Glaður 152 2

Hestamannafélagið Glæsir 72 1

Hestamannafélagið Glófaxi 62 1

Hestamannafélagið Gnýfari 25 1

Hestamannafélagið Grani 128 2

Hestamannafélagið Háfeti 69 1

Hestamannafélagið Hending 32 1

Hestamannafélagið Hörður 776 7

Hestamannafélagið Hornfirðingur 158 2

Hestamannafélagið Hringur 130 2

Hestamannafélagið Kópur 87 1

Hestamannafélagið Léttir 460 4

Hestamannafélagið Ljúfur 126 2

Hestamannafélagið Logi 205 2

Hestamannafélagið Máni 333 3

Hestamannafélagið Neisti 182 2

Hestamannafélagið Sindri 133 2

Hestamannafélagið Skagfirðingur 643 6 fulltrúar

Hestamannafélagið Skuggi 278 3

Hestamannafélagið Sleipnir 592 5

Hestamannafélagið Smári 306 3

Hestamannafélagið Snæfaxi 75 1

Hestamannafélagið Snæfellingur 254 3

Hestamannafélagið Sörli 757 7

Hestamannafélagið Sóti 132 2

Hestamannafélagið Sprettur 1117 9

Hestamannafélagið Stormur 93 1

Hestamannafélagið Þjálfi 138 2

Hestamannafélagið Þráinn 90 1

Hestamannafélagið Þytur 296 3

Hestamannafélagið Trausti 131 2

Samtals fulltrúar á LM 116

19.05.2016 12:52

Til félaga í Landsambandi hestamannafélaga og Félagi hrossabænda

Mast | Heim

Áhættumiðaðar smitvarnir í hestamennsku 

Til að efla forvarnir og beina þeim þangað sem þörfin er mest hefur Matvælastofnun metið 
hættuna á að ólíkir hópar hestamanna og annara ferðamanna beri áður óþekkta smitsjúkdóma 
í íslenska hrossastofninn. Mest áhætta fylgir íslenskum atvinnumönnum í greininni sem starfa 
að einhverju leyti erlendis. Atvinnumenn búsettir erlendis sem hafa eða tengjast starfsemi hér 
á landi koma þar á eftir. Mestar líkur eru á að þessir hópar fólks umgangist hross hér á landi 
innan tveggja sólarhringa frá því þeir voru í umhverfi hrossa erlendis. Ferðir þeirra - og þá 
einkum íslenskra atvinnumanna - eru gjarnan skipulagðar þannig að lítill tími gefst til fullnægjandi 
hreinsunar og sótthreinsunar á fatnaði og skóm fyrir komuna til Íslands. Þá eru þeir líklegastir 
til að vera í hestafatnaði eða með hann með sér og til að flytja með sér annan notaðan búnað, 
þó hið síðarnefnda sé með öllu bannað. Þrátt fyrir að þeir sem hafa atvinnu af hestamennsku 
eigi í raun mest undir heilbrigði hrossastofnsins, vantar töluvert upp á að þeir fylgi settum reglum 
um smitvarnir. Þetta endurspeglast að nokkru leyti í því að möguleiki á fatahreinsun sem komið 
var á í Leifsstöð, eftir að faraldur smitandi hósta reið yfir landið, er lítið sem ekkert notaður. 
Alltof margir freistast til að setja sér eigin reglur sem eru ekki fullnægjandi og brjóta í bága við 
lög um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Atvinnumenn í greininni bera ekki bara ábyrgð á 
sjálfum sér. Þeir þurfa stöðugt að uppfræða viðskiptavina sína um gildandi reglur um smitvarnir 
enda eru viðskiptavinirnir öðrum líklegri til að koma til landsins sem "hestaferðamenn" eða til að 
prófa hesta. Sömuleiðis bera þeir sem stunda hestatengda starfsemi ábyrgð á að vinnufólk 
erlendis frá og samstarfsaðilar fylgi settum reglum. Forsvarsmenn fyrirtækja í ferðaþjónustu og 
hrossaræktendur þurfa að sjá til þess að þeirra viðskiptavinir fái reglur um smitvarnir strax 
við bókun ferða og annara heimsókna. Það er of seint að ætla sér að ná til þeirra eftir að þeir eru 
lagðir af stað í ferðalagið. Þrátt fyrir góðan vilja tollvarða og reglulega fræðslufundi um þetta efni, 
er ekki hægt að treysta á að þeir nái að stöðva alla farþega með óhreinan fatnað eða annan búnað 
úr umhverfi hesta erlendis. Samstillt átak allra sem hafa atvinnu af hestum eða hestamennsku er 
nauðsynlegt til að standa vörð um heilbrigði íslenska hrossastofnsins. Reglur um smitvarnir eru 
aðgengilegar á rafrænu formi á heimasíðu Matvælastofnunar: www.mast.is undir flipanum 
upplýsingar fyrir hestamenn. Þar er einnig að finnan rafrænan bækling á ensku og þýsku sem hægt 
er að sækja og senda viðskiptavinum. Þá ætti bæklingurinn að vera á áberandi stað á heimasíðum 
allra fyrirtækja og einstaklinga í hestatengdri starfsemi. 

Virðingarfyllst f.h. Matvælastofnunar 
Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma

Áhættuflokkun: 
1. Íslenskir atvinnumenn sem starfa að einhverju leyti erlendis 
a. Reiðkennarar 
b. Sýningaknapar, þjálfarar 
c. Járningamenn, dýralæknar, dómarar o.fl. 
d. Hrossaræktendur, markaðsmenn 

2. Erlendir atvinnumenn sem starfa eða tengjast starfsemi hér á landi 
a. Hrossakaupmenn 
b. Reiðkennarar 
c. Járningamenn, dýralæknar, dómarar o.fl. 
d. Starfsmenn á íslenskum hrossabúum, hestaleigum o.fl. 

3. Erlendir hestaferðamenn 
a. Landsmót, önnur mót 
b. Hestaleigur, reiðskólar 
c. Sveita ferðamennska 

4. Íslenskir hestaferðamenn 
a. Heimsmeistaramót og önnur mót erlendis 
b. Heimsóknir á hestabúgarða erlendis 

5. Almennir ferðamenn 
a. Íslenskir 
b. Erlendir

Reglur um smitvarnir 
Reiðfatnaður og reiðtygi
 
Vegna landfræðilegrar einangrunar og strangra innflutningsreglna hefur Ísland 
sloppið að mestu við alvarlega smitsjúkdóma í dýrum. Það er skylda okkar 
að standa vörð um góða sjúkdómastöðu og leita allra leiða til að hindra að 
varhugaverð smitefni berist til landsins. 
Þegar ferðast er milli landa er nauðsynlegt að gæta ítrustu smitvarna! 
? Óheimilt er að flytja til landsins: 
Notuð reiðtygi, s.s. hnakka, beisli, múla, hlífar, dýnur, yfirbreiðslur, píska o.s.frv. 
Notaða reiðhanska 
? Þvottur og sótthreinsun: 
Notaðan reiðfatnað skal þvo í þvottavél eða þurrhreinsa í efnalaug áður en komið er til landsins 
Notaðan reiðfatnað sem ekki er hægt að þvo í þvottavél eða þurrhreinsa í efnalaug, 
skal hreinsa og sótthreinsa með eftirfarandi hætti: 
Þvo mjög vel með sápuvatni 
Þurrka 
Úða með 1% VirkonS® (10g í hvern lítra af vatni) 
Geyma í a.m.k. 5 daga áður en búnaðurinn er notaður í umhverfi hesta hér á landi 
? Hestamenn sem ekki eru í aðstöðu til að þrífa og sótthreinsa notaðan reiðfatnað 
áður en komið er til landsins geta framvísað óhreinan reiðfatnað í "rauða hliðinu" 
í tollinum í lokuðum plastpokum. (Með reiðfatnaði er átt við reiðbuxur hverskonar, 
reiðjakka, -úlpur, -skó, -stígvél og -hjálma en þessa þjónustu má einnig nýta fyrir 
annan fatnað og skófatnað sem notaður hefur verið í umhverfi hesta erlendis . 
Ekki er þó tekið við leður- og vaxjökkum.) Viðkomandi hestamenn skulu gera vart 
við sig í "rauða hliðinu" í flugstöðinni og framvísa fatnaðinum þar til tollvarða. 
Tollverðir sjá til þess að fatnaðurinn, ásamt upplýsingum um eiganda, fari í sérstaka 
kassa sem þeir hafa í sinni vörslu þar til þeir eru sóttir af fatahreinsuninni. 
Að lokinni hreinsun verður fatnaðurinn sendur í póstkröfu til eiganda. 

Komi farþegar með óhreinan reiðfatnað í græna hliðið við tollgæslu á Keflavíkurflugvelli 
eða verði vísir að því að vera með óhreinan reiðfatnað við tollskoðun í græna hliðinu, 
verður litið á slíkt sem smygl. Varningurinn er þá gerður upptækur og viðkomandi kærður. 
Sama á við um sendingar sem innihalda óhreinan reiðfatnað og koma til landsins með pósti, 
skipa- eða flugfrakt. 

Ráðstöfun þessi tekur ekki til notaðra reiðtygja, reiðhanska eða annars búnaðar 
sem notaður hefur verið í hestamennsku enda er innflutningur á slíkum varningi óheimill.

09.05.2016 10:56

JakkapöntunVantar einhverjum Þytsfélaga úlpu fyrir LM? Lokapöntun á jökkum framundan, síðasti pöntunardagur 19. maí nk. Ekki verða mátunarjakkar á svæðinu en það eiga orðið mjög margir Þytsfélagar svona jakka svo vonandi er hægt að fá að máta hjá einhverjum.

Pantanir hjá Elísu í síma 847-8397.


04.05.2016 19:49

Sjálfboðaliðar á LM 2016

Landsmót hestamanna hafa í áranna rás verið borin uppi af óeigingjörnu framlagi sjálfboðaliða úr hestamannafélögum landsins. Sami eldmóður og hugsjón einkenna starfið í dag og í upphafi og margir sjálfboðaliðar gefa vinnu sína ár eftir ár. Gífurlegur undirbúningur liggur í að skipuleggja Landsmót og til að mæta kröfum nútímans um aðbúnað og skipulag reisum við heilt þorp fyrir allt að 15.000 manns. Framlag sjálfboðaliða er því gríðarlega mikilvægt og skiptir höfuðmáli til að gera umgjörð mótsins sem glæsilegasta.

Sjálfboðaliðar sem taka þátt í Landsmóti vinna a.m.k. þrjár vaktir á meðan á mótinu stendur. Þeir sem eru áhugasamir geta þó að sjálfsögðu tekið að sér fleiri vaktir því verkefnin eru næg. Hver vakt varir í 6 klukkustundir og er sjálfboðaliðum skipt niður í hópa sem fá síðan úthlutað ákveðið ábyrgðarsvið eða verkefni.

Nánari upplýsingar um sjálfboðaliðastarfið má finna hér 

Til að sækja um þarf að fylla út umsókn og senda góða andlitsmynd með umsókninni á johanna@landsmot.is

Umsóknarfrestur er 15. maí 2016!

 

01.05.2016 23:15

Frá æskulýðsstarfinu

 

Öllum þeim krökkum sem hafa tekið þátt í æskulýðsstarfinu í vetur er boðið í lokahóf hjá okkur 4. Maí kl 17:30 - 18:30 í

reiðhöllinni.

Ekki þarf að koma með hesta þar sem við ætlum að fara í leiki og hafa gaman saman ??

23.04.2016 09:19

KARLATÖLT NORÐURLANDS - ÚRSLIT

 

Velheppnuðu Karlatölti Norðurlands lokið. Var það samróma álit allra að mótið hefði verið hið glæsilegasta og sé algjörlega komið til þess að vera um ókomna tíð. Nefndin vil koma innilegu þakklæti til allra þeirra fyrirtækja, einstaklinga og hrossaræktarbúa sem styrktu kvöldið með gjöfum og fjárframlögum. Mótið hefði aldrei orðið eins veglegt og raun bar vitni nema með hjálp ykkar. Í höllinni var góð stemming og skemmtu allir sér vel við að fylgjast með flottum körlum á glæsilegum hestum. Þulurinn sá um að halda stemmingunni léttri og var almenn ánægja með dómarana. Ekki leiðinlegt að slíta vetrinum með svona skemmtilegu kvöldi.

 

Styrktaraðilar mótsins voru:

KIDKA gaf ábreiður.

Kaupfélag vestur Húnvetninga gaf sigurvegurum stallmúla, reiðvettlinga og kamba.

Sveitasetrið Gauksmýri gaf sigurvegurum gjafabréf fyrir tvo á þeirra margrómaða grillhlaðborð.

Sláturhús SKVH gaf öllum keppendum í úrslitum grillkjöt.

Kolbrún Grétarsdóttir gaf sigurvegurum fallegt dagatal prítt myndum af íslenska hestinum.

Leirhús Grétur gaf fallega hönnun.

Lagður gaf sérlega flottan púða með mynd af íslenskum hestum sem var veittur heitasta pari kvöldsins.

Þau fyrirtæki sem styrktu okkur með fjárframlögum eru einnig veittar miklar þakkir en þau eru:

 

Landsbankinn

Steypustöðin Hvammstanga

Hótel Hvammstangi

Hótel Laugarbakki

Helguhvammsthangikjöt

Kola ehf

Sindrastaðir

Lækjamót

Tjarnarkot

Grafarkot

Bessastaðir

Stóra Ásgeirsá 

Dæli

Ásland

Höfðabakki

FL hestar

Hrossarækt Svenna og Línu

Tamningastöðin Gröf

Hrossaræktarbúið Gröf

Efri-Fitjar

Lindarberg

 

Þær voru glæsilegar vinkonurnar Sigrún og Herdís við verðlaunaafhendinguna.

 

Hér fyrir neðan má sjá úrslit mótsins.

 

3.flokkur.

 

 

1.Kristinn Rúnar Víglundsson og Hökull frá Þorkelshóli 2 - 6,17

Kristinn og Hökull voru einnig valdir af áhorfendum sem heitasta par mótsins. Það er óhætt að segja að Kristinn hafi komið skemmtilega á óvart þegar hann sást í hnakknum, enda þekktari fyrir að fylgja konu sinni á mót.

2.Sigfús Ívarsson og Blær frá Hvoli - 5,92 (vann sig upp úr B-úrslitum)

3.-4.Gunnlaugur Agnar Sigurðsson og Dís frá Gauksmýri - 5,75

3.-4.Óskar Einar Hallgrímsson og Valey frá Höfðabakka - 5,75

 

B-úrslit

5.Guðmundur Sigurðsson og Sól frá Sólheimum 1 - 5,58

6.Jón Ingi Björgvinsson og Álfur frá Álfhólahjáleigu - 5,25

7.Tómar Örn Daníelsson og Axel frá Sauðá - 4,83

8.Már Hermannsson og Bliki frá Stóru-Ásgeirsá - 4,50

 

 

2.flokkur.

 

 

 
 
 

 

1.Sverrir Sigurðsson og Frosti frá Höfðabakka - 6,67 (vann sig upp úr B-úrslitum)

2.Pálmi Geir Ríkharðsson - Sigurrós frá Syðri-Völlum - 6,39

3.Eiríkur Steinarsson og Hrannar frá Galtanesi - 6,17

4.Halldór Pálsson og Fleigur frá Súluvöllum - 6,06

5.Jóhann Albertsson og Stúdent frá Gauksmýri - 6,00

6.Halldór Sigfússon og Seiður frá Breið - 5,89

 

B-úrslit

7.Ragnar Smári Helgason og Vídalín frá Grafarkoti - 5,83

8.-9. Halldór P. Sigurðsson og Geisli frá Efri-Þverá - 5,78

8.-9. Elías Guðmundsson og Eldfari frá Stóru-Ásgeirsá - 5,78

10.Þorgeir Jóhannesson og Stígur frá Reykjum 1 - 5,72

 

1.flokkur.

 
 

 

1.Elvar Logi Friðriksson og Táta frá Grafarkoti - 6,89 (vann sætaröðun hjá dómurum)

2.Ísólfur Líndal Þórisson og Gulltoppur frá Þjóðólfshaga - 6,89

3.Friðrik Már Sigurðsson og Vídd frá Lækjamóti - 6,72

4.Einar Reynisson og Hvönn frá Syðri-Völlum - 6,17

 

 

 

 

19.04.2016 08:41

Dagskrá Karlatölts Norðurlands 2016

 
mynd úr safni, spurning hvort dressið verði svona annaðkvöld hjá sumum? :)

Karlatöltið hefst kl 19.00 á forkeppni:

 
Minna vanir (í keppni)
Meira vanir (í keppni)
Opinn flokkur
 
Hlé 
 
Úrslit
b úrslit í Meira vanir
A úrslit í Minna vanir
A úrslit í Opnum flokki
A úrslit í Meira vanir
 
Styrktaraðilar mótsins eru:
Leirhús Grétu
Steypustöðin Hvammstanga
Kolbrún Grétarsdóttir - Ljósmyndir
Hótel Laugarbakki
Helguhvammsthangikjöt
Kola ehf
Tjarnarkot
Stóra Ásgeirsá 
Ásland
Höfðabakki
Hrossarækt Svenna og Línu
Tamningastöðin Gröf
Hrossaræktarbúið Gröf
Efri-Fitjar
 
 

18.04.2016 00:54

Sólon frá Skáney

 

Sólon frá Skáney verður til afnota í löngu gangmáli á Þingeyrum á vegum Hrossaræktarsamtaka Vestur-Hún og Austur-Hún.

Tollurinn kostar 115.000  m/VSK fyrir félagsmenn og 125.000 m/VSK fyrir utanfélagsmenn. Innifalið í verðinu er hagagjald og ein sónarskoðun.

lon kemur í kringum 20.júní. Nánari upplýsingar hjá Magnúsi í Steinnesi í síma: 897 3486.

Sólon á 16 afkvæmi í 1.verðlaunum og hæst dæmda afkvæmi hans er Skýr frá Skálakoti en hann hefur hlotið 8,48 fyrir sköpulag, 8,85 fyrir kosti og aðaleinkunn 8,70. Sólon er undan Spegli frá Sauðárkróki og Nútíð frá Skáney, hann er með 119 í kynbótamati. 

 
  Dómsorð

 

  Sólon gefur vel stór hross. Höfuð er svipgott með beina neflínu. Hálsinn er reistur, vel settur og mjúkur en nokkuð sver. Yfirlínan er úrvals góð, bakið breitt og vöðvað og lendin jöfn og öflug. Afkvæmin eru hlutfallarétt og fótahá en ekki létt á bolinn. Fætur eru prúðir og sterklegir en nágengni alltíð að aftan. Hófar eru efnisþykkir en nokkuð hælalágir. Prúðleiki er afbrags góður. Sólon gefur rúmt og taktgott tölt með góðri fótlyftu, brokkið er síðra heldur ferðlítið og ójafnt. Flest afkvæmin eru alhliðageng og er skeiðgeta efnileg. Afkvæmin hafa þjálan reiðvilja, góðan höfuðburð og prýðilegan fótaburð. Sólon gefur stór og myndarleg hross með úrvals bak og lend. Gangur er alhliða, töltið best með ágætum fótaburði. Sólon hlýtur fyrstuverðlaun fyrir afkvæmi og sjöunda sætið.

 

Hann hlaut sinn hæsta dóm 2006

Sköpulag
Höfuð 8
Háls/herðar/bógar 8
Bak og lend 9.5
Samræmi 8
Fótagerð 8.5
Réttleiki 7
Hófar 8.5
Prúðleiki 9.5
Sköpulag 8.24
Kostir
Tölt 9
Brokk 9
Skeið 8
Stökk 8
Vilji og geðslag 9
Fegurð í reið 8.5
Fet 7
Hæfileikar 8.64
Hægt tölt 9
Hægt stökk 7.5
Aðaleinkunn 8.48
 

 

 

15.04.2016 15:58

 
 

12.04.2016 03:20

Fulltrúar Þyts

Eitt mest spennandi mót ársins verður föstudaginn 15.apríl í Samskipahöllinni í Spretti. Meistari meistaranna er nýtt mót þar sem sigurvegarar úr mótaröðum landsins keppa til úrslita og um titilinn Meistari meistaranna 2016 í fjórum greinum.

Keppnisraðirnar eru Meistaradeildin, KS deildin, Uppsveitardeildin,
Húnvetnska liðakeppnin, KB mótaröðin, Kea mótaröðin,
Vesturlandsdeildin og Gluggar og Glerdeild áhugamanna.


Greinarnar eru  fjórgangur, fimmgangur, slaktaumatölt og tölt. Einungis eru riðin úrslit í hverri grein og eru keppendurnir 7-8 í hverri grein.Keppnisrétt hafa þeir sem eru sigurvegarar þessara greina í ofangreindum keppnisröðum.  Ef sigurvegarinn er að keppa í fleiri en
einni grein eða af einhverjum sökum kemst ekki mætir sá knapi og hestur sem voru í öðru sæti.Keppnin fer fram á föstudagskvöldið 15 apríl og hefst kl. 19:00. Aðgangseyrir er kr. 1000 pr mann. Það er alveg ljóst að þetta mót verður eitt mest spennandi mót
vetrarins þar sem saman koma úrvals knapar og hestar af öllu landinu. Miklu verður tjaldað til og í boði verða flottir vinningar ásamt peningaverðlaunum fyrir fyrstu þrjú í hverri grein.

 

Fulltrúar Húnvetnsku liðakeppninnar eru:

Fjórgangur

 

Jessie Huijbers og Hátíð frá Kommu

 

Fimmgangur

Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir  og Kolgerður frá Vestri-Leirárgörðum

 

T2 - Slaktaumatölt 

 

Fanney Dögg Indriðadóttir og Brúney frá Grafarkoti

 

 

Tölt

 

Elvar Logi Friðriksson  og Byr frá Grafarkoti

 

Fyrirhugað er að hafa rútuferð suður til að styðja okkar fólk og hafa gaman saman, þeir sem hafa áhuga eru beðnir um að hafa samband við Guðrúnu 848-3639 eða Kollu 863-7786 sem fyrst ;-) 

07.04.2016 09:48

Karlatölt Norðurlands 2016

 

Karlatölt Norðurlands verður haldið miðvikudagskvöldið 20.04. nk. í Þytsheimum og hefst kl. 19.00. Keppt verður í þremur flokkum, minna vanir (í keppni), meira vanir (í keppni) og opinn flokkur. Minna vanir keppa í T7 en í hinum tveimur flokkunum verður keppt í T3.

Skráningargjaldið er 1.500 og verður að greiða inn á reikning 0159-15-200343 kt. 550180-0499 um leið og skráð er. Keppendur skrá sig í skráningakerfi Sportfengs http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add .

 

Skráningafrestur er til miðnættis laugardagsins 16. apríl.

 

Nánar auglýst þegar nær dregur móti. 

 

Mótanefnd Karlatölts

 

 

06.04.2016 14:11

Úrtaka fyrir LM

 
 
 

Stjórn hestamannafélagsins hefur ákveðið að úrtaka fyrir Landsmót verður haldin á Hólum helgina 11. og 12. júní nk með hestamannafélögunum Skagfirðingi og Neista, úrtakan verður þannig að riðin verður tvöföld umferð. 

 

 
 

Nánar auglýst síðar.

 

Stjórn Þyts

02.04.2016 17:53

Fjólubláaliðið VANN!

Þá er lokamóti Húnvetnsku liðakeppninnar lokið.  Nefndin þakkar kærlega fyrir veturinn og öllum þeim sem hjálpuðu til með einum eða öðrum hætti.

 

Fjólubláliðið sigraði liðakeppnina að þessu sinni en mjög mjótt var á munum.  Úrslit kvöldsins urðu eftirfarandi:

Fjólubláliðið 269,35 stig

Grænaliðið 262,59 stig

Appelsínugulaliðið 253,35 stig

Elvar Logi og Byr frá Grafarkoti unnu 1.flokkinn og hafa því unnið sér inn þáttökurétt á Meistari Meistaranna nú í apríl.

 

Barnaflokkur:

1. Rakel Gígja Ragnarsdóttir og Vídalín frá Grafarkoti - 5,56

2. Guðmar Hólm Ísólfsson og Dagur frá Hjaltastaðahvammi - 5,11

3. Margrét Jóna Þrastardóttir og Frakkur frá Miklaholti - 2,39

4. Arnar Finnbogi Hauksson og Sævar frá Kornsá II - 2,22

5. Dagbjört Jóna Tryggvadóttir og Dropi frá Hvoli - lauk ekki keppni.

 

Unglingaflokkur:

1. Karítas Aradóttir og Björk frá Lækjamóti - 6,28

2. Anna Herdís Sigurbjartsdóttir og Máni frá Melstað - 5,83

3. Eysteinn Tjörvi Kristinsson og Kjarval frá Hjaltastaðahvammi - 5,28

4. Ásta Guðný Unnsteinsdóttir og Mylla frá Hvammstanga - 4,22

 

3.flokkur:

1. Halldór Sigfússon og Seiður frá Breið - 6,00

2. Elín Sif Holm Larsen og Jafet frá Lækjamóti - 5,61 

3. Agnar Sigurðsson og Dís frá Gauksmýri - 5,50

4. Eva-Lena Lohi og Bliki frá Stóru Ásgeirsá - 5,22

5. Sigrún Eva Þórisdóttir og Freisting frá Hvoli - 5,11

 

2.flokkur:


1. Birna Olivia Agnarsdóttir og Kristófer frá Hjaltastaðahvammi - 6,44

2. Þóranna Másdóttir og Ganti frá Dalbæ - 6,39

3. Sverrir Sigurðsson og Frosti frá Höfðabakka - 6,22

4. Kolbrún Stella Indriðadóttir og Grágás frá Grafarkoti - 6,11

5.Pálmi Geir Ríkharðsson og Sigurrós frá Syðri Völlum - Kom úr B-úrslitum - 6,00

6. Eva Dögg Pálsdóttir og Glitri frá Grafarkoti - 5,44

B-úrslit

Pálmi Geir Ríkharðsson og Sigurrós frá Syðri Völlum - 6,00

7. Jóhann Albertsson og Stúdent frá Gauksmýri - 5,67

8. Elías Guðmundsson og Eldfari frá Stóru Ásgeirsá - 5,61

9. Sigrún Þórðardóttir og Blæja frá Fellskoti - 5,33

 

1.flokkur:


1. Elvar Logi Friðriksson og Byr frá Grafarkoti - 7,28

2. Vigdís Gunnarsdóttir og Daníel frá Vatnsleysu - 7,11 

3. Kolbrún Grétarsdóttir og Stapi frá Feti - 6,78 

4. Hörður Óli Sæmundarson og Dáð frá Ási I - 6,78

5. Fanney Dögg Indriðadóttir og Gróska frá Grafarkoti - 6,33

Einstaklingskeppnin:

Barnaflokkur1. Rakel Gígja Ragnarsdóttir 34,5 stig
2. Guðmar Hólm Ísólfsson 33 stig
3. Dagbjört Jóna Tryggvadóttir 22,5 stig

Unglingaflokkur


1. Karítas Aradóttir 35 stig
2. Anna Herdís Sigurbjartsdóttir 26 stig
3. Ásta Guðný Unnsteinsdóttir 23 stig

3. flokkur


1. Elín Sif Holm Larsen 31 stig
2. Halldór Sigfússon 19 stig
3. Stine Kragh 17 stig

2. flokkur


1. - 2. Sverrir Sigurðsson 23 stig
1. - 2. Birna Olivia Agnarsdóttir 23 stig
3. Þóranna Másdóttir 21 stig

1. flokkur


1. Elvar Logi Friðriksson 33 stig
2. Fanney Dögg Indriðadóttir 29 stig
3. Vigdís Gunnarsdóttir 22 stig.

 
Hér fyrir ofan eru svo framtíðarknaparnir í pollaflokknum.

 

 Ástund Hestavöruverslun gaf sigurvegurum í öllum flokkur verðlaun.

SKVH er aðalstyrktaraðili Húnvetnsku liðakeppninngar 20016.

01.04.2016 14:58

Skeiðinu aflýst!!

Kæru keppendur, mótanefnd hefur ákveðið að aflýsa skeiðinu vegna veðurs.

Stefnt er að því að tölt mótið byrji kl. 18:00 í Þytsheimum.

Fylgist með og deilið áfram.

 

Mótanefnd

Flettingar í dag: 192
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 3008
Gestir í gær: 81
Samtals flettingar: 874809
Samtals gestir: 47847
Tölur uppfærðar: 24.2.2024 06:01:57