09.11.2013 02:04

Hvað segir fjárbóndinn?


Nepja og Jóhannes á LM 2012
Nafn: Jóhannes Geir Gunnarsson
Skóli: Ég er í háskólanum hjá Indriða í Grafarkoti
Uppáhaldsmatur: sviðahausar og slátur.
Uppáhaldsdrykkur: ísköld mjólk með slátrinu.
Hvenær ætlar þú að taka inn? Ætli lömbin verði ekki tekinn inn og rúin svona í lok mánaðarins (okt).
Hvað finnst þér vera það besta við hestamennskuna: Að smala íslensku sauðkindinni á góðum hesti.
Hver er skemmtilegasti hestur sem þú hefur þjálfað og af hverju? Ætli það sé ekki þau Þróttur og Nepja þau er algjörir gæðingar sem hafa kennt mér mikið.
Hefur þú áhuga á ræktun? Ef svo er hver er uppáhalds stóðhesturinn þinn og af hverju? Ég er nú meira fyrir hrútaskránna. En annars hef ég mikinn áhuga á ræktun. Þeir eru nú margir góðir, en ætli Stáli frá Kjarri sé ekki í mestu uppáhaldi núna, mér finnst hann gef mikla töffara og mjög góð hross. Til dæmis mun ég seint gleyma sýninguni á Móniku frá Miðfelli 5 á LM12 í Reykjavík
stórglæsileg hryssa.
Hvað er skemmtilegasta atriði sem þú hefur tekið þátt í á sýningum með Þytsfélögum? Mjallhvít og dvergarnir sjö 1972, einstaklega vel heppnuð sýning.
Finnst þér gaman að keppa? Einhver árangur sem stendur upp úr? Já það er alltaf gaman að keppa ef vel gengur. Ætli það sé ekki B-úrslit í ungmennaflokki á Fjórðungsmótinu í sumar á henni Nepju, já svo stendur það líka upp úr fyrsta skiptið sem ég keppti í fimmgangi í vetur þegar ég vann mig upp úr B-úrslitum og endaði fjórði í A.
Hver er helsta fyrirmyndin þín í hestamennskunni: ég hef nú mikið litið upp til ásetunnar hjá honum föður mínum
Eitthvað sem mætti bæta við æskulýðsstarfið? Innleiða hjálmaskyldu í hestafimleikunum.


Við Eydís í atriði hjá Þyt og Nepja upprennandi ræktunarhryssan mín
Flettingar í dag: 590
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 1141
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 986016
Samtals gestir: 51213
Tölur uppfærðar: 4.5.2024 16:50:14