20.04.2021 10:54

Aðalfundur Hrossaræktarsamtaka V-Hún.

verður haldinn mánudaginn 26. apríl kl. 20:00 .
Vegna Covid aðstæðna verður fundurinn haldinn á Zoom. Slóð á fundinn verður kynnt á facebook síðu samtakanna samdægurs, en þeir sem vilja fá slóðina senda í tölvupósti geta sent ósk um það til Sonju Líndal, t.d. í tölvupósti sonjalindal@gmail.com.
Félagsmenn sem ekki hafa fengið fundarboð sent í tölvupósti eru beðnir um að senda upplýsingar um netfang sitt til Guðnýjar Helgu í netfangið: bessast@simnet.is.
Nýir félagar ávalt velkomnir. Beiðni um inngöngu í samtökin sendist til Guðnýjar Helgu í netfangið bessast@simnet.is, eða til einhvers annars í stjórninni.
Dagskrá aðalfundar:
1. Skýrsla stjórnar og reikningar.
2. Hugmyndir að breytingum á félagskerfi bænda kynntar.
Fyrir aukaaðalfundi Félags hrossabænda 2. maí 2020 liggur að leggja þær fram til samþykktar eða synjunar og þurfa umræður að fara fram í undirfélögunum fyrir þann tíma.
3. Kosningar,
Tveir fulltrúar í stjórn til þriggja ára. Annar þeirra gefur ekki kost á sér áfram í stjórn, áhugasamir eru hvattir til að gefa kost á sér á fundinum.
3 varamenn í stjórn
2 fulltúar á aðalfund FH
2 fulltúrar á aðalfund BHS
2 skoðunarmenn til eins árs
2 varaskoðunarmenn til eins árs
4. Endurskoðun á Reglum HSVH um val á ræktunarbúi ársins.
Stjórn gerir sér grein fyrir að erfitt er að vera með miklar umræður á zoom fundi, en á þessum fundi verður vinna stjórnar við endurskoðun á reglunum kynnt og óskað eftir hugmyndum félagsmanna. Haldinn verður aukaaðalfundur þegar samkomureglur rýmkast.
5. Önnur mál.
f.h. stjórnar
Malin Person formaður
Björn Bjarnason
Sonja Líndal Þórisdóttir
Guðný Helga Björnsdóttir
Magnús Ásgeir Elíasson
Flettingar í dag: 2322
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 4666
Gestir í gær: 49
Samtals flettingar: 937650
Samtals gestir: 49497
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 21:51:34