Blogghistorik: 2008 Nästa sida
27.04.2008 20:10
Frá Æskulýðsnefndinni
Hér koma smá fréttir yfir það sem hefur verið í gangi hjá okkur sem af er vetrar. 25 börn hafa verið í reiðþjálfun/námskeiði sem byrjaði í mars og verður fram í maí, Þórir Ísólfsson og Herdís Einarsdóttir hafa séð um þjálfunina sem hefur gengið mjög vel. Sýning var á Blönduósi þann 28 mars sl. og fórum við þangað með þrjú sýningaratriði. Við erum mjög stolt af okkar þátttakendum sem öll stóðu sig mjög vel, enda var búið að leggja mjög hart að sér við æfingar sem voru úti hér og þar í hinum ýmsu veðrum. En nú erum við að æfa á fullu fyrir sýninguna Æskan og hesturinn sem verður á Sauðárkróki 3. maí 2008. Við höfum verið með æfingarnar í nýju Reiðhöllinni á Hvammstanga sem er mjög mikil breyting á aðstöðu hjá okkur, hún er ekki alveg búin en það er búið að loka henni og setja innan á veggina sem sjálfboðaliðar unnu hörðum höndum að til að við gætum haft æfingar þar fyrir sýninguna, takk,takk þetta er alveg æðislegt! Það eru 27 börn og unglingar sem fara á sýninguna á Sauðárkróki. Foreldrar hafa saumað og hannað búninga og fengum við aðstöðu hjá Sauma og prjónastofunni KIDKA hjá þeim Kidda og Irenu og þökkum við þeim kærlega fyrir mjög góða aðstöðu. Sparisjóður Keflavíkur á Hvammstanga styrkir okkur til þessarar ferðar. Hann hefur stutt vel við bakið á æskulýðsstarfinu og þökkum við honum kærlega fyrir því það er kostnaðarsamt að fara á svona sýningu, flutningur á hestum, gisting ofl. Undirbúningur gengur mjög vel, allir leggja sig fram, börn, unglingar, foreldrar og forráðamenn að allt gangi upp því það er margt sem fylgir því að fara á svona sýningu. En við gerum meira en að æfa. Við fórum í útreiðatúr eftir æfingu á miðvikudaginn sl. (23.apríl 08). Haldið var fram að Syðri-Völlum til þeirra Pálma og Ingunnar. Ferðin gekk mjög vel, fóru um 30 börn, unglingar, foreldrar og ömmur ríðandi. Hestarnir voru allir settir inn í hesthús á Syðri-Völlum meðan við stoppuðum. Fengum við afnot af aðstöðunni þar sem kleinum og djús voru gerð góð skil, farið var í einn leik, hlaup í skarðið sem var mikið fjör. Síðan var lagt á og haldið af stað heim og gekk ferðin mjög vel. Við viljum þakka þeim Pálma og Ingunni kærlega fyrir góðar móttökur. En áfram halda æfingarnar fyrir sýninguna og verða þær eins og hér segir:
Næstu æfingar verða: Mánudaginn 28 apríl kl. 17:00 æfing í búningum.
Þriðjudaginn 29 apríl kl. 17:00 (æfing í búningum)
Miðvikudaginn 30 apríl kl.17:00, Senjoritur mæti kl.17:00, aðrir kl.17:30, stutt æfing og farið í leiki eftir æfingu.
Æfingar fara fram í Reiðhöllinni á Hvammstanga.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Æskulýðsnefnd Þyts
skellti inn nokkrum myndum frá starfinu í myndaalbúm
22.04.2008 08:09
Það fer að styttast í LM
20.04.2008 14:57
Frá æskulýðsnefnd.
Æskan og hesturinn Sauðárkróki 3. maí 2008.
Æfingar fyrir sýningunna verða sem hér segir:
Mánudaginn 21 apríl kl. 17:00
Þriðjudaginn 22. apríl kl.17:00
Miðvikudaginn 23. apríl kl.17:00,eftir æfingu verður farið í reiðtúr.(ef veður verður gott)
Æfingar fara fram í nýju Reiðhöllinni okkar á Hvammstanga.
Allir sem ætla að taka þátt verða að mæta.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Kveðja Æskulýðsnefnd Þyts.
18.04.2008 22:07
Vinna vinna vinna...
18.04.2008 11:32
Árgjaldið...
16 ára og yngri (fædd 1992 og yngri) greiða 500
Einstaklingar í félaginu greiða 3.500
Hjón í félaginu greiða 6.000
Reikningurinn er 1105-26-001081 kt. 550180-0499
Stjórnin
17.04.2008 20:39
Vinnukvöld
Vonandi sjá sér fleiri fært að mæta en mættu í dag. En við viljum að sjálfsögðu þakka þeim sem mættu kærlega fyrir.
Stjórnin
17.04.2008 17:08
Auglýsing frá Helluskeifum
Okkur hjá Helluskeifum í Stykkishólmi langar að bjóða ykkur í hestamannafélaginu Þyt að kaupa skeifur beint frá okkur, best væri að félagar tæku sig saman og panta sem mest í einu til að lækka flutningskostnaðinn en það er ekkert mál hjá okkur að senda smátt í einu bara eftir ykkar þörfum. Við sjáum um flutning til Reykjavíkur ef teknir eru 10 gangar og meira. Við getum því miður ekki boðið upp á uppslátt enn sem komið er en það er í vinnslu að fá vél í það. Verðin eru góð hjá okkur, sumargangurinn er á kr. 900 m.vsk. og kr. 1000 m.vsk sé hann pottaður. Annars eru verð og fl. á www.helluskeifur.is
Netfangið hjá okkur er tjaldvagn@simnet.is og síminn 8937050, endilega hafið samband ef þið hafið áhuga eða vantar fleiri upplýsingar.
með kveðju og þökk, Agnar og Svala
16.04.2008 23:49
Hvammstangahöllin
Vonumst til að sjá sem flesta.
Stjórnin
10.04.2008 14:08
Árgjöld Þyts
Árgjald fyrir einstakling er 3.500
Árgjald fyrir hjón er 6.000
Árgjald fyrir börn er 500
Stjórnin
07.04.2008 22:49
Fimmgangsmót og tölt unglinga - Blönduósi
Keppt verður í unglingaflokk í tölti en áhugamanna og opnum flokki í fimmgang. Skráningu sé lokið á fimmtudagskvöldið á netfanginu flaga72@simnet .is eða í síma 8679785 eftir kl. 20:00. Fram þarf að koma nafn knapa, nafn hests, litur og aldur og upp á hvora hönd riðið er.
Röð gangtegunda í fimmgangi verður frjáls.
Skráningargjald hjá fullorðnum er kr. 1000 og kr. 500 hjá unglingum.
Nefndin.
04.04.2008 16:43
Frá æskulýðsnefnd Þyts.
Fundur verður haldinn hjá æskulýðsnefnd Þyts 8.apríl 2008 kl.17.30 í félagshúsi okkar í Kirkjuhvammi
Aðal efni fundarins verður þátttaka okkar félags á sýningunni Æskan og hesturinn sem haldin verður á Sauðárkróki 3.maí 2008.
Mjög áríðandi er að þeir sem ætla að vera með á sýningunni mæti á fundinn eða hafi samband við nefndarmenn.
Boðið verður upp á pylsur og gos.
Vonumst til að sjá sem flesta.
Kveðja
Æskulýðsnefnd Þyts
Aðalheiður S. Einarsdóttir s: 868-8080
Gunnar Leifsson s: 865-2103
Sigurbjörg Þórunn Marteinsdóttir (Tóta) s:869-0353
PS: Ef ekki er mætt á fundinn eða haft samband við nefndarmenn er litið svo á að ekki sé áhugi fyrir þátttöku.
03.04.2008 22:33
YOUTH CUP 2008
Dagana 12.-20. júlí verður haldið YOUTH CUP í Brunnadern í Sviss.
Ísland sendir 8 fulltrúa á mótið, frekari upplýsingar veita æskulýðsfulltrúar hestamannafélagsins.
Það sem þarf að koma fram í umsókninni er nafn knapa, heimilisfang, símanúmer og aldur ásamt upplýsingum um hestamannafélag og keppnisreynslu. Einnig þarf að koma fram enskukunnátta og svo þurfa 2 meðmælendur að skrifa nokkrar línur um viðkomandi. Meðmælendurnir mega ekki vera foreldrar umsækjanda.
Kostnaður vegna þátttöku í mótinu er 620 evrur auk kostnaðar við kaup á flugmiða. Innifalið í kostnaðinum er gisting, fæði, kennsla, hesthúspláss og skráningargjöld fyrir keppendur. Aukagreiðslur eru hugsanlega fyrir flutning á hrossi á mótsstað, leiga á reiðtygjum og dýralækniskostnaður.
Landssamband hestamannafélaga sér alfarið um að útvega keppnishrossin nema ef að þátttakandi hefur aðgang að hrossi þá er það bara hið besta mál og endilega láta það þá koma fram í umsókninni.
Skila þarf inn umsókn til Landssambands hestamannafélaga til og með 7. apríl hvort heldur sem er á tölvupósti: lhsolla@isi.is - símbréfi 5144031 - eða bréfleiðis til okkar að Engjavegi 6, 104 Reykjavík.
- 1