Blogghistorik: 2019 N/A Blog|Month_1
27.01.2019 10:30
ÁFRAM ÞYTUR !!!! Meistaradeild KS í hestaíþróttum
Í liðinu Skoies Prestige í meistaradeild Norðurlands (KS deildinni) eru margir Þytsfélagar.
Liðsstjóri þessa liðs er Skagfirski Húnvetningurinn Elvar Logi Friðriksson tamningamaður, með honum er Fanney Dögg Indriðadóttir reiðkennari, Lækjamótsvíkingurinn Ísólfur Líndal Þórisson, Jóhann B Magússon bóndi á Bessastöðum og þeim til halds og trausts skeiðmeistarinn Svavar Örn Hreiðarsson.
22.01.2019 17:40
Knapamerki komin á fullt
|
21.01.2019 10:44
Norðlenska mótaröðin 2019
Norðlenska mótaröðin 2019 er samstarfverkefni hestamannafélaga í Skagafirði, Austur Húnavatnssýslu og vestur Húnavatnssýslu (Skagfirðings, Neista og Þyts )og haldin verða fjögur reiðhallarmót.
Fyrsta mótið verður haldið 16. febrúar í Þytsheimum á Hvammstanga
Þar verður keppt í fjórgangi, gert er ráð fyrir að það verði keppt í 6.flokkum (börn,unglingar,ungmenni, 1.2.3. flokkur fullorðna)
Annað mótið verður 2.mars í reiðhöllinni Svaðastöðum
Keppt verður í fimmgangi 1.2.3.flokkur og ungmennaflokki
Fjórgangur eða tölt börn og unglingar
Þriðja mótið verður 16.mars Þytsheimum á Hvammstanga
Keppnisgrein tölt, allir flokkar
Fjórða mótið verður 30 mars reiðhöllinni á Svaðastöðum
Keppnisgreinar: Slaktaumatölt og skeið
Tölt eða fjórgangur börn og unglingar
Mótin verða á laugardögum í vetur og byrja þau kl 14:00 og verður stigakeppni milli hestamannafélaga.
15.01.2019 21:18
Þrif í höllinni !!!
15.01.2019 21:10
Þorrablót Þyts 2019
Sjáumst hress og kát !!!
Nefndin
14.01.2019 17:49
Járninganámskeið
Fyrirhugað er að halda járninganámskeið helgina 23.-24. Mars.
Kennari verður íslandsmeistarinn í járningum 2018, Kristján Elvar Gíslason járningameistari og kennari við Háskólann á Hólum.
Um er að ræða tveggja daga námskeið sem hentar bæði fyrir byrjendur í járningum og þá sem eitthvað hafa járnað en vilja auka við færni sína.
Skráningar hjá Hallfríði, s: 8655545 eða á netfangið hallfriduro@hotmail.com .
Mikilvægt að fólk skrái sig sem fyrst svo við sjáum hvort þátttaka sé nóg til að hægt sé að halda áfram með skipulagningu.
Einnig er kannski rétt að geta þess að það er hámarksfjöldi á námskeiðið og verða það þá þeir sem fyrstir panta sem komast að.
13.01.2019 03:40
Reiðnámskeið 2019
08.01.2019 23:18
Þytsferð í Borg Óttans
Liðsmynd síðan í fyrra
Fyrirhugað er að fara í skemmtiferð til Reykjavíkur á fyrsta mót Áhugamannadeildar Spretts
sem haldið verður fimmtudaginn 7.febrúar n.k. til þess að styðja við bakið á Þytsfélögum okkar sem eru að keppa þar.
Áhugasömum er bent á að hafa samband við Nínu Sig. í síma: 895-2564 til að skrá sig ekki seinna en 31.janúar
Hugmyndin er að fara saman í rútu suður, borða saman og hvetja okkar fólk til dáða og heim aftur um kvöldið.
08.01.2019 23:04
Góður félagsfundur var haldinn í kvöld
8. Janúar 2019 - Almennur félagsfundur
Mættir fyrir hönd stjórnar: Pálmi Ríkharðsson formaður, Friðrik Már Sigurðsson ritari, Fanney
Dögg Indriðadóttir aðalmaður, Sofia Krantz aðalmaður.
Mættir: Jónína Sigurðardóttir, Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir, Jóhann Albertsson, Þóranna
Másdóttir, Jónína Lilja Pálmadóttir, Guðmundur Sigurðsson, Tryggvi Rúnar Haukson, Þorgeir
Jóhannesson, Irena Kamp, Eva-Lena Lohli, Steinbjörn Tryggvason, Aðalheiður Einarsdóttir,
Jóhann Birgir Magnússon, Kolbrún Stella Indriðadóttir, Rakel Gígja Ragnarsdóttir, Malin Person
og Herdís Einarsdóttir.
Fundur settur kl. 20:30
Dagskrá:
1. Sameiginleg mótaröð hestamannafélaganna Þyts, Neista og Skagfirðings
2. Kyning á starfi fræðslunefndar
3. Námskeið með Ísólfi Líndal
4. Karlatölt Norðurlands
5. Firmakeppni Þyts
6. Ljósleiðaratenging í reiðhöll
7. Önnur mál
Umræður:
1. Pálmi fer yfir aðdraganda þessarar mótaraðar. Fundur fulltrúa stjórnar félaganna fór fram
nýlega og var rætt um að hafa 4 eða 5 mót sem öll færu fram á laugardögum eftir
hádegi. Keppt yrði í fjórgangi þann 16. febrúar, fimmgangi 2. mars , tölti 16. mars ,
skeiði og slaktaumatölti 30. mars og svo yrði mögulega haldið ísmót, þó eftir veðurfari
og aðstæðum. Fjórgangur og tölt yrði haldið á vegum Þyts á Hvammstanga.
Fimmgangur og skeið og slaktaumatölt yrðu haldin á Sauðárkróki. Mögulegt ísmót yrði
haldið á vegum Neista. Almenn ánægja hjá fundarmönnum með þessa tilhögun en
sérstök mótanefnd félaganna sjái um nánari útfærslu mótaraðarinnar. Jónína Lilja
Pálmadóttir, Jóhann Birgir Magnússon, Elvar Logi Friðriksson sjái um skipulag ásamt
fleirum.
2. Sofia Krantz kynnir starf fræðslunefndar. Á döfinni eru tvenn námskeið, skeiðnámskeið
með Þorsteini Björnssyni reiðkennara á Hólum og járninganámskeið með Kristjáni Elvari
Gíslasyni líklega 23.-24. mars. Einnig voru reifaðar hugmyndir varðandi frekara
námskeiðahald á svæðinu, s.s. þjálfun í upphafi vetrar, uppstilling í byggingadómi,
tannheilbrigði og undirbúningur fyrir hestaferðir.
3. Pálmi kynnir fyrirhugað námskeið með Ísólfi Líndal. Reiðtímarnir yrðu með reglulegu
millibili yfir vesturinn. Allt eftir þörfum hvers og eins nemanda. Nú þegar eru 6 búnir að
skrá sig, svo að það eru því allar líkur að af þessu verði.
4. Rætt um Karlatölt Norðurlands í Þytsheimum. Herdís Einarsdóttir hefur séð um
skipulagningu. Möguleg dagsetning er síðasta vetrardag, þann 24. apríl.
5. Aðalheiður Einarsdóttir fór yfir fyrirkomulag firmakeppni Þyts. Þátttaka hefur verið góð og
rætt um að halda hana með svipuðu sniði og áður. Líkleg dagsetning er 9. mars.
6. Pálmi ræðir um að það þurfi að koma nettenginunni í reiðhöllinni í gagnið.Tryggvi Rúnar
bendir á að það eigi eftir að teikna lögnina og málið strandi hjá Mílu. Nauðsynlegt er að
koma einhverri nettenginu á fyrir vetrarmótin.
7. Rætt um að verða með ferð og fjölmenna á Áhugamannadeildina og styðja okkar fólk
sem keppir í henni. Mögulega einnigað skoða sameiginlega ferð á Fáka og fjör í Eyjafirði
í vor. Þá var rætt um að funda fljótlega varðandi málefni reiðhallarinnar. Ljóst er að þörf
er á að koma skipulagi á eftirlit og þrif hallarinnar til framtíðar.
Fundi slitið: 22:05
01.01.2019 23:25
Gleðilegt nýtt ár
Stjórn Þyts vill óskar öllum Þytsfélögum gleðilegs nýs árs
með þökk fyrir allt liðið gamalt og gott........ og vont ;)
01.01.2019 19:20
Félagsfundur
Almennur félagsfundur verður haldinn í Þytsheimum 8. janúar n.k. kl. 20:30
Farið verður yfir starf vetrarins og það sem er framundan hjá okkur.
Kynning á nýrri deild, kennslu, námskeiðum og fl.
Vonumst til að sjá sem flesta.
Stjórnin.
- 1