Blogghistorik: 2025 Författad av
30.09.2025 17:05
Hestafimleikanámskeið fyrir fullorðna
![]() |
Það er aldrei of seint að byrja í fimleikum.
Námskeið fyrir fullorðna verður haldið laugardaginn 4.okt og 11. okt kl 13.30-14.30 í íþrottahúsinu á Hvammstanga. Þetta verða 60 mínútna léttar og skemmtilegar æfingar sem ALLIR geta gert. Markmiðið okkar er að finna eitthvað fyrir hvern og einn sem er bæði heilsubætandi og sjálfstrausteflandi. Okkur langar að þessi tími bjóði uppá að prófa eitthvað nýtt, skemmta sér og líða betur á eftir! Hugmyndin er sú að hafa þessa 2 tíma í okt. í salnum og svo 2 tíma í nóvember í reiðhöllinni.
Námskeiðið er á vegum Þyts og kostar 8.000 kr fyrir félagsmenn. Skráning hjá Kathrin Schmitt eða hér.
Við bætum kannski við aukatímum ef fólk vill koma seinna inn.
16.09.2025 14:55
Barna/unglingastarf í vetur.
Góðan daginn, nú langar okkur í stjórn og æskulýðsnefnd að kanna áhuga á námskeiðum í vetur, okkar draumur er að geta boðið upp á nokkur námskeið fyrir krakka sem eru komin misjafnlega langt. Þá er fyrst pollaflokkur og svo koll af kolli.
Eins langar okkur að kanna áhuga á félagshesthúsi, þar sem börn sem ekki hafa tækifæri til að geta verið með eigin hross komi og fái að sjá um og nota hesta á vegum hestamannafélgsins og fara með þá í reiðþjálfun og kennslu.
Áhugasamir endilega hafi samband við Ingu á kolugil@gmail.com
04.09.2025 13:22
Þytsheimar 2025/2026
Hægt er að kaupa kort í höllina og verður það eins og undanfarin ár, það gildir frá 1. nóvember 2025 til 1. september 2026. Höllin er því lokuð út október. Stjórn lætur vita ef gjaldskrá breytist fyrir 01.12.2025
Gjald Þytsfélaga er 25.000.- og má greiða inn á 0159-05-403351 kt. 550180-0499, annars fá korthafar sendan greiðsluseðil í vetur.
Frekari upplýsingar hjá Ragnari í síma 869-1727, Jóhann í síma 869-7992 eða Halldór í síma 894-7440
Verðskrá vegna notkunar í Þytsheima er eftirfarandi:
Kort fyrir meðlimi Þyts 25.000 kr
Kort fyrir aðra 30.000 kr
Dagpassi 2.000 kr
Einkatími-klukkutími milli 14.00 -16:00 og 19.00 - 24:00 5.000 kr
Einkatími-klukkutími milli 9-14 virka daga 3.000 kr
Einkatími-klukkutími um helgar 5.000 kr
Einnig er hægt að leigja, sal, eldhús og kaffiaðstöðu og hljóðkerfi og þarf að borga fyrir það aukalega.
Ekki er opið fyrir einkatíma á milli klukkan 16:00 - 19:00 á virkum dögum.
Mörg stéttarfélög að bjóða félagsmönnum sínum einhvers konar endurgreiðslu á íþróttakortum og því um að gera fyrir alla að kanna sinn rétt.
04.09.2025 11:54
Frumtamningarnámskeið á vegum fræðslunefndar Þyts
![]() |
Fræðslunefnd Þyts stefnir á að halda frumtamningarnámskeið undir Þóris Ísólfssonar, reynds og öflugs tamningamanns. Á námskeiðinu verður farið yfir grunnvinnu við tamningu ungra hesta, með áherslu á traust, þolinmæði og góðan grunn fyrir áframhaldandi þjálfun.
Dagsetning er ekki ákveðin enn, en við viljum kanna áhuga meðal félagsmanna áður en nánari skipulag tekur við.
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt, vinsamlegast láttu okkur vita sem fyrst – það hjálpar okkur að móta námskeiðið og velja hentugan tíma.
Allar fyrirspurnir og skráningar má senda á jehu@mail.holar.is
![]() |
- 1