Færslur: 2018 Desember

11.12.2018 10:31

Æskulýðsstarf Þyts veturinn 2019


Í boði verða eftirfarandi námskeið fyrir börn, unglinga og ungmenni:

·         Reiðþjálfun - hentar vel minna vönum og yngri knöpum, kennd áseta, stjórnun og gangtegundir.  

·         Keppnisþjálfun - hentar vel þeim sem eru farnir að hafa vald á gangtegundum og stefna á keppni

Lagt verður upp með 10 skipti

Kennsla hefst  15.janúar 2019

 

Helgarnámskeið

Í vetur ætlum við að bjóða upp á helgarnámskeið í Trec og hindrunarstökki en það hentar vel fyrir þá sem vilja byggja upp gott samband við hestinn sinn í gengum þrautir og leiki. 

 

Trec verður kennt í febrúar og hindrunarstökk í mars.

 

Ef einhver börnum langar að vera með en eiga ekki hest, endilega hafið samband við Æskulýðsnefndina og við getum hjálpað til við að útvega hesta. 

Skráning á námskeiðin fer fram á e-maili: thyturaeska@gmail.com skráning fyrir 20. des

06.12.2018 13:22

Kort í höllina !!!

Höllin er búin að vera opin síðan í byrjun nóvember og nokkrir farnir að nota hana. Tobbi tók upp gólfið í höllinni og fljótlega verður auglýst þrifkvöld, líklega í næstu viku. 

Hægt er að kaupa kort í höllina og verður það eins og undanfarin ár,  það gildir frá 1. nóvember 2018 til 10. september 2019. 

Gjald Þytsfélaga er 22.000.- og má greiða inn á 0159-05-403351 kt. 550180-0499, annars fá korthafar sendan greiðsluseðil í vetur. 

Frekari upplýsingar hjá Ragnari í síma 869-1727 eða Tryggva í síma 660-5825.

Verðskrá vegna notkunar í Þytsheima er eftirfarandi: 
Kort fyrir meðlimi Þyts 22.000 kr
Kort fyrir aðra 27.000 kr
Dagpassi 2.000 kr
Einkatími-klukkutími milli 14-16:30 og 20-24:00 5.000 kr
Einkatími-klukkutími milli 9-14 virka daga 3.000 kr
Einkatími-klukkutími um helgar 5.000 kr

Einnig er hægt að leigja, sal, eldhús og kaffiaðstöðu og hljóðkerfi og þarf að borga fyrir það aukalega.

Ekki er opið fyrir einkatíma á milli klukkan 16:30 - 20:00 á virkum dögum.

Stéttarfélagið Samstaða endurgreiðir 50% af íþróttakortum en þó að hámarki 8.000 kr á hvern félagsmann á hverju 12 mánaða tímibili. Einnig eru mörg önnur stéttarfélög að bjóða félagsmönnum sínum einhvers konar endurgreiðslu og því um að gera fyrir alla að kanna sinn rétt.

Stjórn hallarinnar !!!
  • 1
Flettingar í dag: 456
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 1186
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 908233
Samtals gestir: 48712
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 12:19:41