Færslur: 2011 Apríl

28.04.2011 23:29

Tekið til kostanna



Stórsýningin "Tekið til kostanna" fer fram í reiðhöllinni Svaðastaðir á Sauðárkróki um helgina. Forsala aðgöngumiða er  hafin hjá N1 á Sauðárkróki og er miðaverð er 2500.- krónur.

"Dagskráin hefst á kynbótasýningu á föstudaginn kl. 10 á félagssvæði hestamannafélagsins Léttfeta sem er við reiðhöllinna. Dagskráin á laugardaginn hefst á yfirlitssýningu kynbótahrossa kl. 10.

Að henni lokinni heldur dagskráin áfram inn í reiðhöllinni, kl. 13 er kennslusýning reiðkennarabrautar Háskólans á Hólum þar sem margt mjög athyglisvert verður sýnt og kennt.

Stórsýningin "Tekið til Kostanna" hefst svo kl. 20 (húsið opnar kl. 19). Sýningin verður mjög fjölbreytt og skemmtileg þar sem ungir sem aldnir munu sýna gæðinga sína.

Meðal annars koma fram á sýningunni stórgæðingurinn Kiljan frá Steinnesi, hinar stórgóðu húnvetnsku Dívur, Grettir frá Grafarkoti ásamt dóttur sinni, Fróði frá Staðartungu, kynbótahross, Eyfirsku Gæsirnar, Hrannar frá Flugumýri, Vafi frá Ysta-Mó, afkvæmahópar, ræktunarbúshópar og margt fleira sem auglýst verður síðar.

Eftir sýningu munu stórgóðir skagfirskir skemmtikraftar halda uppi gríðar stemmingu," segir í tilkynningu frá aðstandendum sýningarinnar.

28.04.2011 19:45

Folalda og ungfolasýning



Folalda og ungfolasýning verður haldin í Þytsheim
um á Hvammstanga sunnudaginn 1. maí og hefst kl 14.00

Folöld og ungfolar 2-3 vetra verða dæmd en einnig má koma með eldri hesta til kynningar og til að sýna í reið.

Skráningar þurfa að berast í síðasta lagi fimmtudaginn 28. apríl á netfangið kolugil@centrum.is  (Malin 847-6726)

Skráningargjald er 1.000 kr á hross.

Dómari er Eyþór Einarsson kynbótadómari.


Hrossaræktarsamtökin

23.04.2011 08:50

Sýnikennsla



Vantar þig hugmyndir til þess að bæta hestinn þinn?

Komdu þá á sýnikennslu laugardaginn 30. apríl í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki.
Fjallað verður um fjölbreytileika í þjálfun, hindrunarstökk, skeið, töltþjálfun og teymingar svo eitthvað sé nefnt.

Hlökkum til að sjá þig,

Reiðkennaradeild Hólaskóla.

21.04.2011 15:58

Myndbönd af Stórsýningunni

Nú er hluti af atriðunum sem voru á Stórsýningu Þyts 2. apríl komin inn á YouTube. Þeir sem vilja láta setja atriðin sem þeir voru í forsvari fyrir, hafi samband við Guðnýju Helgu,í netfanginu bessast@simnet.is. Atriðin sem komin eru inn eru: Opnunaratriðið, klárhryssur, klárhestar, Höfðabakki, Bessastaðir, Valkyrjur
Hægt er að finna atriðin með því að leita að Stórsýning Þyts á YouTube, eða velja atriðin hér fyrir ofan.

20.04.2011 14:53

Blær frá Hesti



Blær frá Hesti verður til afnota í Gröf í Víðidal í allt sumar. Þeir sem vilja nýta sér það vinsamlegast hafið samband við Tryggva í síma 898-1057.

F; Gustur frá Hóli

M; Blíð frá Hesti

Aðaleinkunn 8,50, þar af 9,5 fyrir skeið og 9,0 fyrir vilja og geðslag. 8,5 fyrir tölt, brokk og fegurð í reið.

Verð pr folatoll 85.000.-

19.04.2011 13:08

Sláturhúsmótið


Keppendur ATH. það verður bara einn knapi inná í einu í fjórgang og prógramið eftirfarandi :

1.hringur tölt (keppandi ræður á hvaða hraða hann ríður töltið )

1.hringur Brokk

½ hringur fet

1.hringur stökk.

16.04.2011 20:48

Keppnissvæði Þyts

Kæru félagar, við viljum koma því á framfæri að bannað er að ríða á keppnisvellinum okkar þessa dagana. Þar sem það skemmir völlinn, verðum að bíða eftir að svæðið þorni.

með fyrirfram þökk

Mannvirkjanefnd

15.04.2011 15:10

Forsala framlengd til 15. maí

Forsala aðgöngumiða á Landsmót verður til 15. maí og hefur því verið framlengd um tvær vikur en upphaflega átti forsalan að standa til 1.maí. Það er því enn nægur tími til að tryggja sér miða á verulegum afslætti en eftir 15.maí hækkar miðaverðið um 20% og því um að gera að versla sér miða í tæka tíð.

Við minnum einnig á sérstök vildarkjör til LH og BÍ félaga, sem og N1 kortið, en með kortinu er hægt að styrkja hestamannafélag að eigin vild, ásamt því að fá aðgöngumiðann á LM ódýrari. Miðasalan fer vel af stað, hjólhýsastæði með rafmagni rjúka út og því viljum við benda fólki á að ganga frá kaupum á stæðum tímanlega, því líkur eru á að uppselt verði í stæðin fljótlega.

 

Þess má geta að hafi kvittun fyrir kaupum ekki borist á tölvupósti til kaupenda, þá hefur salan ekki farið í gegn.

Nánari upplýsingar gefa starfsmenn Landsmóts á netfanginu: landsmot@landsmot.is


14.04.2011 21:08

Æskulýðssýning


Æskulýðssýning Þyts verður haldin Þriðjudaginn 19.apríl n.k klukkan 18:00 í Þytsheimum.
Endilega komið og sjáið okkar frábæru börn og unglinga sýna m.a fimleika á hesti, munsturreið, hindrunarstökk og fleira. Frítt inn 

14.04.2011 15:00

Sláturhúsmót

Seinna sláturhúsmótið verður haldið í Þytsheimum miðvikudaginn 20.apríl og hefst kl: 19:00. Keppt verður í eftifarandi greinum.


Börn: tölt  W7 (hægt tölt einn hringur-Fegurðartölt einn hringur)

Unglingar : fjórgangur W5  (Einn hringur tölt frjáls hraði-einn hringur brokk-hálfur hringur fet-einn hringur stökk )

2.flokkur Meira vanir : Fjórgangur W5

2.flokkur Minna vanir : Fjórgangur W5

Plankatölt : Einn flokkur fyrir alla.(riðið tölt á planka bundið fyrir augu dómara þeir dæma aðeins takt vita ekkert hver er í braut )


Skráningum þarf að vera lokið fyrir miðnætti sunnudaginn 17.apríl.
Skráning sendist á netfangið sigrun@skvh.is skráningargjald er 1.000,- fyrir hverja grein. Vinsamlega greiðið inn á reikning : 1105-05-403163 kt:540507-1040.


Aðgangseyrir 1.000,-


Eftir forkeppni verður seldur grillmatur.


ATH ENGIN POSI Á STAÐNUM.

13.04.2011 22:10

Aðalfundur Hrossaræktarsamtakanna



Aðalfundur Hrossaræktarsamtaka Vestur-Húnavatnssýslu verður á Gauksmýri annaðkvöld, 14. apríl kl. 20:30

Venjuleg aðalfundarstörf

Stjórnin

08.04.2011 23:47

Sparisjóðs - liðakeppnin úrslit




Rosalegu kvöldi lokið í liðakeppninni, þvílík stemming á pöllunum og aldrei hefur töltmótið verið jafnt sterkt. Það er greinilega rétt það sem hefur verið í fréttum undanfarið að húnvetningar eigi heimsmet í fjölda hrossa á hvern íbúa en 104 keppendur voru skráðir til leiks. Lið 3 Víðidalur sigraði Sparisjóðs-liðakeppnina 2011 (Húnvetnsku liðakeppnin) með yfirburðum eða 212,5 stigum, í 2. sæti varð lið 2 með 173 stig, í 3. sæti varð lið 1 með 128 stig og lið 4 í 4. sæti með 87,5 stig.


Úrslit urðu eftirfarandi:

1. flokkur
A-úrslit
eink fork/úrslit


1 Ólafur Magnússon / Gáski frá Sveinsstöðum 7,57 / 8,22
2 Fanney Dögg Indriðadóttir / Grettir frá Grafarkoti 7,33 / 7,78
3 Elvar Einarsson / Lárus frá Syðra-Skörðugili 7,13 / 7,67
4 Reynir Aðalsteinsson / Sikill frá Sigmundarstöðum 6,77 / 7,28 (sigraði B-úrslit)
5 Pétur Vopni Sigurðsson / Silfurtoppur frá Oddgeirshólum 4 6,97 / 7,00

B - úrslit


5 Reynir Aðalsteinsson / Sikill frá Sigmundarstöðum 6,77 / 7,33
6 James Bóas Faulkner / Brimar frá Margrétarhofi 6,93 / 7,17
7 Ísólfur Líndal Þórisson / Freymóður frá Feti 6,83 / 7,06
8 Þórir Ísólfsson / Kvaran frá Lækjamóti 6,77 / 6,83
9 Jóhann Magnússon / Punktur frá Varmalæk 6,80 / 6,72

2. flokkur
A-úrslit
eink fork/úrslit


1 Þóranna Másdóttir / Gátt frá Dalbæ 6,57 / 7,00
2 Vigdís Gunnarsdóttir / Freyðir frá Leysingjastöðum II 6,13 / 6,67
3 Herdís Rútsdóttir / Taktur frá Hestasýn 6,30 / 6,61
4 Ingunn Reynisdóttir / Heimir frá Sigmundarstöðum 6,43 / 6,39
5 Kolbrún Stella Indriðadóttir / Vottur frá Grafarkoti 6,17 / 6,22

B-úrslit eink fork/úrslit


5 Vigdís Gunnarsdóttir / Freyðir frá Leysingjastöðum II 6,13 / 6,61
6 Halldór Sigfússon / Seiður frá Breið 6,10 / 6,44
7-8 Alma Gulla Matthíasdóttir / Drottning frá Tunguhálsi II 6,00 / 6,33
7-8 Paula Tillonen / Sif frá frá Söguey 6,13 / 6,33
9 Pálmi Geir Ríkharðsson / Greipur frá Syðri-Völlum 6,00 / 6,28

3. flokkur
eink fork/úrslit


1 Selma H Svavarsdóttir / Hátíð frá Blönduósi 5,93 / 6,39
2 Rúnar Örn Guðmundsson / Kasper frá Blönduósi 5,67 / 6,39
3 Jón Ragnar Gíslason / Bleikur frá Bjarnastaðahlíð 5,77 / 6,28
4 Sigrún Þórðardóttir / Kolbrá frá Hafnarfirði 6,00 / 6,22
5 Ragnar Smári Helgason / Gæska frá Grafarkoti 5,60 / 5,83

Unglingaflokkur
eink fork/úrslit


1 Ásdís Ósk Elvarsdóttir / Ópera frá Brautarholti 6,07 / 6,78
2 Helga Rún Jóhannsdóttir / Lávarður frá Þóreyjarnúpi 5,77 / 6,17
3 Guðmar Freyr Magnússun / Frami frá Íbishóli 5,37 / 6,00
4 Valdimar Sigurðsson / Berserkur frá Breiðabólsstað 5,33 / 5,83
5 Birna Olivia Ödqvist / Djákni frá Höfðabakka 5,2 / 5,72

EINSTAKLINGSKEPPNIN:

1. flokkur


1. sæti Tryggvi Björnsson með 26 stig
2. sæti Elvar Einarsson með 24 stig
3. sæti Reynir Aðalsteinsson með 23 stig

2. flokkur

1. sæti Vigdís Gunnarsdóttir með 17 stig
2. sæti Þóranna Másdóttir með 15 stig
3. sæti Halldór Pálsson með 14 stig

3. flokkur


1. sæti Selma Svavarsdóttir með 5,5 stig
2. sæti Ragnar Smári Helgason með 5,5 stig
3. sæti Sigrún Þórðardóttir með 3,5 stig

Unglingaflokkur


1. sæti Ásdís Ósk Elvarsdóttir með 13 stig
2. sæti Jóhannes Geir Gunnarsson með 8 stig
3. sæti Fríða Marý Halldórsdóttir með 5,5 stig


Mótanefnd þakkar starfsfólki mótaraðarinnar kærlega fyrir að gera mótið svona skemmtilegt, án ykkar væri þetta ekki hægt. Guðný tók fullt af myndum og setti hérna inn á síðuna.



08.04.2011 10:38

Stórsýning Þyts

Fimleikarnir vekja alltaf jafn mikla hrifningu.

Það gátu allir fundið eitthvað við sitt hæfi sl. laugardagskvöld þegarvstórskemmtileg reiðhallarsýning Þyts var haldin í Þytsheimum. Atriðinvsem voru 24 talsins gengu vel fyrir sig og vöktu hrifningu áhorfenda. Það var unga kynslóðin sem opnaði sýninguna með glæsibrag og svo tók við fjölbreytt dagskrá þar sem til að mynda var sýnt hvernig láta á hest leggjast, efnilegir stóðhestar og flottar unghryssur komu fram og ræktunarbú mættu á svæðið. Línudans nokkra kvenna úr sýslunni birtist óvænt og vakti mikla hrifningu áhorfenda. Sýndar voru þrjár skrautsýningar, hestafimleikar, gæðingafimi og grínatriði voru á boðstólnum þar sem eftirhermum tókst á eftirminnilegan hátt að leika eftir knapana Tryggva Björnsson, Herdísi Einarsdóttur, Ísólfur Líndal, Jóhann Albertsson, Þórir Ísólfsson og Elvar Loga. Það er ljóst að í Vestur-Húnavatnssýslu eru góð hross og metnaðarfullir knapar sem eiga ekki í vandræðum með að halda reiðhallarsýningu sem þessa með glæsibrag. 
Nokkur atriði úr sýningunni eru komin inn á YouTube. Með því að leita undir stórsýning þyts þar þá koma slóðirnar upp. Hestamannafélagið Þytur þakkar skipuleggjendum, starfsfólki sýningar, sýnendum og áhorfendum fyrir eftirminnilega kvöldstund.

07.04.2011 00:29

Sparisjóðs-liðakeppnin ráslistar í tölti


Mótið hefst kl. 17.00 og er dagskráin eftirfarandi:

Unglingaflokkur

3. flokkur
10 mín. hlé
2. flokkur
10 mín. hlé
1. flokkur
20 mín. hlé 
b úrslit 2. flokkur
b úrslit 1. flokkur
a úrslit unglingaflokkur
15 mín hlé
a úrslit 3. flokkur
a úrslit 2. flokkur
a úrslit 1. flokkur



Tölt - 1. flokkur

Holl Hönd Knapi Hestur Lið
1 V Einar Reynisson Glæta frá frá Sveinatungu - 2
1 V Ingólfur Pálmason Höfði frá Sauðárkróki - 1
2 V Magnús Bragi Magnússon Bylgja frá Dísarstöðum 2 - 2
2 V Helga Rós Níelsdóttir Glaðværð frá Fremri-Fitjum - 1
3 V Ísólfur Líndal Þórisson Freymóður frá Feti - 3
3 V Aðalsteinn Reynisson Magnea frá Syðri-Völlum - 2
4 V Líney María Hjálmarsdóttir Þerna frá Miðsitju - 3
4 V Ólafur Magnússon Gáski frá Sveinsstöðum - 4
5 H Sæmundur Þ Sæmundsson Baugur frá frá Tunguhálsi 2 - 3
5 H Jóhann Magnússon Neisti frá Skeggsstöðum - 2
6 H Þórir Ísólfsson Kvaran frá Lækjamóti - 3
6 H Herdís Einarsdóttir Drápa frá Grafarkoti - 2
7 V Ninnii Kullberg Sóldögg frá Efri-Fitjum - 1
7 V Reynir Aðalsteinsson Sikill frá Sigmundarstöðum - 2
8 H Helga Una Björnsdóttir Adama frá Búrfelli - 1
8 H Pétur Vopni Sigurðsson Silfurtoppur frá Oddgeirshólum 4 - 1
9 V Líney María Hjálmarsdóttir Hekla frá Tunguhálsi II - 3
9 V Fanney Dögg Indriðadóttir Grettir frá Grafarkoti - 3
10 V Magnús Ásgeir Elíasson Daði frá Stóru-Ásgeirsá - 3
10 V James Bóas Faulkner Brimar frá Margrétarhofi - 3
11 V Elvar Einarsson Lárus frá Syðra-Skörðugili - 3
11 V Elvar Logi Friðriksson Stuðull frá Grafarkoti - 3
12 V Sæmundur Þ Sæmundsson Frikka frá frá Fyrirbarði - 3
12 V Einar Reynisson Hvönn frá frá Syðri-Völlum - 2
13 V Magnús Bragi Magnússon Punktur frá Varmalæk - 2
14 H Helga Rós Níelsdóttir Mísla frá Fremri-Fitjum - 1
14 H Ísólfur Líndal Þórisson Borgar frá Strandarhjáleigu - 3

Tölt - 2. flokkur

Holl Hönd Knapi Hestur Lið
1 V Kolbrún Stella Indriðadóttir Kóði frá Grafarkoti - 2
1 V Jóhanna Stella Jóhannsdóttir Hnakkur frá Reykjum - 4
2 H Pétur H. Guðbjörnsson Gantur frá Oddgeirshólum - 1
2 H Greta Brimrún Karlsdóttir Orka frá Sauðá - 3
3 H Alma Gulla Matthíasdóttir Drottning frá Tunguhálsi II - 3
3 H Unnsteinn Andrésson Persóna frá Grafarkoti - 1
4 V Pálmi Geir Ríkharðsson Greipur frá Syðri-Völlum - 2
4 V Valur Valsson Bylgja frá Vatnsdalshólum - 4
5 H Þóranna Másdóttir Gátt frá Dalbæ - 2
5 H Petronella Hannula Heilladís frá frá Sveinsstöðum - 4
6 H Jóhann Albertsson Carmen frá Hrísum - 2
6 H Sveinn Brynjar Friðriksson Synd frá Varmalæk - 3
7 H Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir Dreyri frá Hóli - 1
7 H Halldór Sigfússon Seiður frá Breið - 1
8 V Halldór Pálsson Rispa frá frá Ragnheiðarstöðum - 2
8 V Guðný Helga Björnsdóttir Þór frá Saurbæ - 2
9 V Anna-Lena Aldenhoff Dorrit frá frá Gauksmýri - 2
9 V Vigdís Gunnarsdóttir Freyðir frá Leysingjastöðum II - 3
10 V Þórólfur Óli Aadnegard Þokki frá Blönduósi - 4
10 V Elías Guðmundsson Birtingur frá Stóru-Ásgeirsá - 3
11 V Kolbrún Stella Indriðadóttir Skugga-Sveinn frá Grafarkoti - 2
11 V Steinbjörn Tryggvason Þráður frá Þorkelshóli 2 - 1
12 V Herdís Rútsdóttir Taktur frá Hestasýn - 3
12 V Hjörtur Karl Einarsson Syrpa frá Hnjúkahlíð - 4
13 V Barbara Dittmar Vordís frá frá Finnstungu - 4
13 V Halldór P. Sigurðsson Geisli frá Efri-Þverá - 1
14 H Steinbjörn Tryggvason Elegant frá Austvaðsholti 1 - 1
14 H Greta Brimrún Karlsdóttir Blæja frá Laugarmýri - 3
15 V Paula Tillonen Sif frá frá Söguey - 1
15 V Ingveldur Ása Konráðsdóttir Hrefna frá Dalbæ - 2
16 V Ingunn Reynisdóttir Heimir frá Sigmundarstöðum - 2 
16 V Hjördís Ósk Óskarsdóttir Ímynd frá Gröf - 3
17 V Petronella Hannula Óseseifur frá frá Möðrufelli - 4 
17 V Gerður Rósa Sigurðardóttir Katarína frá Tjarnarlandi - 3 
18 V Malin Maria Person Mímir frá frá Syðra-Kolugili - 3
18 V Elías Guðmundsson Dimma frá Stóru-Ásgeirsá - 3
19 V Guðmundur Sigfússon Kjarkur frá Flögu - 4
19 V Sigtryggur Sigurvaldason Máni frá Helguhvammi II - 3
20 H Halldór Pálsson Goði frá frá Súluvöllum - 2
20 H Kolbrún Stella Indriðadóttir Vottur frá Grafarkoti - 2
21 H Pétur H. Guðbjörnsson Klerkur frá Keflavík - 1


Tölt - 3. flokkur

Hópur Hönd Knapi Hestur Lið
1 V Lena Marie Pettersson Fjöður frá frá Grund - 1
1 V Ragnar Smári Helgason Loki frá Grafarkoti - 2
2 V Jóhanna Helga Sigtryggsdóttir Blær frá Hvoli - 1
2 V Jón Ragnar Gíslason Bleikur frá Bjarnastaðahlíð - 2 
3 H Stella Guðrún Ellertsdóttir Blær frá Sauðá - 2
3 H Sigrún Þórðardóttir Kolbrá frá Hafnarfirði - 1
4 H Selma H Svavarsdóttir Hátíð frá Blönduósi - 4
4 H Rúnar Örn Guðmundsson Kasper frá Blönduósi - 4 
5 V Sigríður Alda Björnsdóttir Setning frá Breiðabólsstað - 2 
5 V Sigríður Ólafsdóttir Gletta frá Víðidalstungu - 3
6 V Gunnar Þorgeirsson Hvinur frá Sólheimum - 3
6 V Sigurbjörg Þ Marteinsdóttir Bassi frá Áslandi - 1
7 H Dalrós Gottschalk Funi frá frá Fremri-Fitjum - 1
7 H Jón Benedikts Sigurðsson Tvistur frá Hraunbæ - 2
8 H Höskuldur B Erlingsson Fjalar frá Vogsósum 2 - 4
8 H Kjartan Sveinsson Tangó frá Síðu - 1
9 H Jón Árni Magnússon Gleypnir frá Steinnesi - 4
9 H Elísabet Eir Steinbjörnsdóttir Óvissa frá Galtanesi - 1
10 V Sigurbjörg Þ Jónsdóttir Fróði frá Litladal - 4
10 V Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir Sverta frá Ósabakka 2 - 1
11 V Ragnar Smári Helgason Gæska frá Grafarkoti - 2
11 V Jón Ragnar Gíslason Víma frá Garðakoti - 2
12 H Jóhanna Helga Sigtryggsdóttir Freyr frá Litlu-Ásgeirsá - 1
12 H Theódóra Dröfn Skarphéðinsdóttir Gósi frá Miðhópi - 3

Tölt - unglingaflokkur

Holl Hönd Knapi Hestur Lið
1 V Róbert Arnar Sigurðsson Leiknir frá Löngumýri 1 - 1
1 V Hákon Ari Grímsson Gleði frá Sveinsstöðum - 4
2 H Telma Rún Magnúsdóttir Hrafn frá frá Hvoli - 1
2 H Birna Olivia Ödqvist Djákni frá Höfðabakka - 3
3 V Ásdís Ósk Elvarsdóttir Ópera frá Brautarholti - 3
3 V Eydís Anna Kristófersdóttir Hula frá frá Efri-Fitjum - 3 
4 H Anna Herdís Sigurbjartsdóttir Stjarni frá - 1
5 V Jóhannes Geir Gunnarsson Þróttur frá Húsavík - 3 
5 V Valdimar Sigurðsson Berserkur frá Breiðabólsstað - 2 
6 V Viktor Jóhannes Kristófersson Flosi frá Litlu-Brekku - 3
6 V Guðmar Freyr Magnússun Frami frá Íbishóli - 2
7 H Kristófer Már Tryggvason Gammur frá Steinnesi - 1 
7 H Kristófer Smári Gunnarsson Krapi frá Efri-Þverá - 1
8 H Lilja Karen Kjartansdóttir Glóðar frá Hólabaki - 1
8 H Telma Rún Magnúsdóttir Efling frá Hvoli - 1
9 V Helga Rún Jóhannsdóttir Lávarður frá Þóreyjarnúpi - 2 
9 V Viktoría Eik Elvarsdóttir Máni frá Fremri-Hvestu - 3

05.04.2011 10:05

Lokaskráningardagur í dag...



Lokamót Sparisjóðs-liðakeppninnar er tölt. Keppt verður í 1. 2. 3. og unglingaflokki. Mótið verður haldið í Þytsheimum Hvammstanga föstudaginn 8. apríl nk. Það verða tveir inn á í einu og verður stjórnað af þul. Prógrammið er hægt tölt, hraðabreytingar og fegurðartölt og verður ekki snúið við.

Skráning sendist á email kolbruni@simnet.is og lokaskráningardagur er þriðjudagurinn 5. apríl. Fram þarf að koma kennitala knapa, flokkur, IS númer hests og í hvaða liði keppandinn er. Einnig þarf að koma fram upp á hvaða hönd skal riðið.

Skráningargjald er 2.000.- fyrir fullorðna en 1.000 fyrir unglinga 17 ára og yngri. Skráningargjöld verður að greiða inn á reikning 1105-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst.

Aðgangseyrir er 1.000.- og frítt fyrir 12 ára og yngri.

Mótanefnd
Flettingar í dag: 442
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 1186
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 908219
Samtals gestir: 48712
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 11:58:18