28.04.2011 23:29

Tekið til kostannaStórsýningin "Tekið til kostanna" fer fram í reiðhöllinni Svaðastaðir á Sauðárkróki um helgina. Forsala aðgöngumiða er  hafin hjá N1 á Sauðárkróki og er miðaverð er 2500.- krónur.

"Dagskráin hefst á kynbótasýningu á föstudaginn kl. 10 á félagssvæði hestamannafélagsins Léttfeta sem er við reiðhöllinna. Dagskráin á laugardaginn hefst á yfirlitssýningu kynbótahrossa kl. 10.

Að henni lokinni heldur dagskráin áfram inn í reiðhöllinni, kl. 13 er kennslusýning reiðkennarabrautar Háskólans á Hólum þar sem margt mjög athyglisvert verður sýnt og kennt.

Stórsýningin "Tekið til Kostanna" hefst svo kl. 20 (húsið opnar kl. 19). Sýningin verður mjög fjölbreytt og skemmtileg þar sem ungir sem aldnir munu sýna gæðinga sína.

Meðal annars koma fram á sýningunni stórgæðingurinn Kiljan frá Steinnesi, hinar stórgóðu húnvetnsku Dívur, Grettir frá Grafarkoti ásamt dóttur sinni, Fróði frá Staðartungu, kynbótahross, Eyfirsku Gæsirnar, Hrannar frá Flugumýri, Vafi frá Ysta-Mó, afkvæmahópar, ræktunarbúshópar og margt fleira sem auglýst verður síðar.

Eftir sýningu munu stórgóðir skagfirskir skemmtikraftar halda uppi gríðar stemmingu," segir í tilkynningu frá aðstandendum sýningarinnar.

Flettingar í dag: 160
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 557
Gestir í gær: 84
Samtals flettingar: 3880712
Samtals gestir: 470150
Tölur uppfærðar: 30.5.2020 10:59:23