Færslur: 2010 Febrúar

28.02.2010 15:56

Afmælisdagurinn


Það má með sanni segja að gærdagurinn hafi verið frábær og sýningin vel heppnuð. Stjórn Þyts vill þakka öllum sem komu að hátíðinni en knapar sýningarinnar voru 84 og ætli það hafi ekki komið um 120 manns að sýningunni í heild.

Hátíðin byrjaði á fánareið og ræðuhöldum. Sigrún formaður hélt ræðu um tilurð félagsins og byggingu reiðhallarinnar sem fékk nafnið Þytsheimar. Séra Magnús Magnússon blessaði húsið og má segja að hann hafi náð sambandi við veðurguðina því um kl 14:00 var leiðindaveður, norðaustan hríð, en um 15:00 þegar hátíðin var að hefjast og Magnús búinn að blessa húsið þá birti til. Guðný Helga oddviti Húnaþings vestra fór með vísu sem hún orti um hestamannafélagið og reiðhöllina. Anna María gaf hestamannafélaginu skeiðklukkur frá Ungmennasambandinu og formaður LH Haraldur Þórarinsson tók einnig til máls. Guðmundur Sigurðsson var gerður að heiðursfélaga eða Gúndi eins og við þekkjum hann. Hann hefur unnið óeigingjarnt starf í þágu félagsins til fjölda fjölda ára. Síðan kom hvert flotta atriðið á fætur öðru. Í hléi var síðan þvílík kökuveisla í boði félagsmanna.

Hér að neðan má sjá video Palla sem eru inn á 
Hvammstangablogginu en hann tók líka upp alla sýninguna í gær. Takk kærlega Palli.

Hægt er að sjá tvö atriði frá sýningunni á YouTube.
Það eru atriðin "
Svörtu folarnir" og "Dívurnar".

Myndir koma svo inn á heimasíðu Þyts innan tíðar.

26.02.2010 14:57

Þytur 60 ára í dag !!!

emoticon  Við eigum afmæli í dag,
emoticon við eigum afmæli í dag,
   emoticon við eigum afmæli ÞYTUR,
   emoticon við eigum afmæli í dag emoticon

26.02.2010 11:17

Forsala aðgöngumiða hafin á LM 2010



- 20-25% afsláttur -


Forsala aðgöngumiða er hafin á Landsmót hestamanna 2010, sem fer fram á Vindheimamelum í Skagafirði dagana 27.júní - 4.júlí. Forsalan fer fram rafrænt á slóðinni www.landsmot.is. Söluferlið er einfalt og er væntanlegur landsmótsgestur  leiddur í gegnum ferlið skref fyrir skref.

Frábær vildarkjör eru í boði fyrir félaga í aðildarfélögum Landssambands hestamannafélaga og Bændasamtökum Íslands og verulegur afsláttur veittur sé miði keyptur í forsölu. Afsláttur af fullu miðaverði í forsölu er allt að 25% og að auki fá félagar í LH og Bí 25% afslátt. Með þessu móti er hægt að lækka verð á vikupassa um þúsundir króna. Hver félagi í LH og BÍ getur keypt 5 miða að hámarki á vildarkjörum.

Unnt er að kaupa vikupassa og helgarpassa í forsölu. Lægra gjald er greitt fyrir unglinga 14 - 17 ára og ekkert fyrir börn 13 ára og yngri. Einnig er hægt að kaupa stúkusæti og hjólhýsastæði með aðgangi að rafmagni í forsölu. Með því að kaupa miða fyrirfram er hægt að spara bæði fé og fyrirhöfn.

Forsölunni lýkur 1.maí 2010 og eftir það hækkar miðaverð. Hver miði sem keyptur er í forsölu gildir einnig sem miði í happdrættispotti  Landsmóts og samstarfsaðila. Um hver mánaðarmót verður dregið um veglega vinninga, sem eru til að mynda tveir vikupassar á Landsmót, leikhúsmiðar fyrir tvo í boði VÍS, beisli og DVD diskar frá versluninni LÍFLAND.

26.02.2010 10:25

Youth CUP



Æskulýðsnefnd LH minnir áhugasama á að skila inn umsóknum á Youth Cup sem verður haldið 10.- 18. júlí nk. Mótið er haldið í Kalo í Damörku. Útvegaðir verða hestar ef óskað er. Skilyrði fyrir þátttöku: Reynsla í hestamennsku, enskukunnátta, keppnisreynsla í íþróttakeppni, sjálfstæði, geta unnið í hóp og reglusemi.

Með umsókn þurfa að fylgja upplýsingar um reynslu í hestamennsku, mynd, keppnisárangur og upplýsingar um önnur skilyrði þátttöku.
Nánari upplýsingar fást á heimasíðu LH undir æskulýðsmál og hjá æskulýðsfulltrúum LH og félaganna.
Umsóknir þurfa að hafa borist skrifstofu LH, Engjavegi 6, 104 Reykjavík fyrir 1. mars nk.

Sjá nánari upplýsingar undir ÆSKULÝÐSMÁL á heimasíðunni www.lhhestar.is

25.02.2010 11:22

Ís-landsmótið



Skráningar berist til Guðbjargar á netfangið
gudinga@ismennt.is
 síðasta lagi þriðjudaginn 2. mars. Ekki verður tekið við skráningum eftir þann tíma. Eftirtalið þarf að koma fram: Keppnisgrein, nafn knapa,  nafn, og IS númer hests. Keppnisgreinar eru A-flokkur, B-flokkur og tölt. Skráningargjald eru 3.000. kr. á skráningu. Greiðist inn á reikning 0307 - 13 - 110496, kt. 480269-7139 í síðasta lagi fimmtudaginn 4. mars. Sendið kvittun á neisti.net@simnet.is  þar sem fram þarf að koma fyrir hvaða knapa og hest er verið að borga.

Aðal styrktaraðilar

Það er ánægjulegt að greina frá því að aðalstyrktaraðilar mótsins eru:

 

Hrossaræktarbúið Sunnaholt í Þýskalandi, sem býður upp á töltkeppnina.

 

Landsvirkjun sem býður upp á A flokkinn.

 

Húsherji ehf. Svínavatni Húnavatnshreppi sem  býður upp á B flokkinn.

Fleiri upplýsingar um mótið má sjá hér á
heimasíðu þess.

24.02.2010 13:38

Miðar fyrir sýninguna


Hægt er að kaupa miða á sýninguna í forsölu í Söluskálanum á Hvammstanga eða panta hjá Indriða í síma 860-2056.


Undirbúningsnefndin

24.02.2010 08:50

Opið töltmót á Hnjúkatjörn

Fyrirhugað er að halda opið töltmót á Hnjúkatjörn við Blönduós  sunnudaginn 28. febrúar kl. 13.00.

Keppt verður í 1. flokki, 2. flokki, unglinaflokki og barnaflokki. Skráning er hjá Óla Magg á netfangið: sveinsstadir@simnet.is fyrir miðnætti fimmtudag 25. febrúar.

Nánar á Neisti.is

23.02.2010 19:29

Reiðþjálfun á morgun FELLUR NIÐUR

Vegna mikillar vinnu í reiðhöllinni verður að fella niður reiðþjálfunina sem átti að vera á morgun 24.febrúar hjá Þóri. Við komum til með að bæta börnunum þetta upp með auka tíma í lokinn í staðinn.
Við sendum póst á alla sem eiga að vera í þjálfun en endilega látið þetta berast ef tölvukerfið klikkar eitthvað ;)
ef einhverjar spurningar vakna endilega hafið samband við okkur í síma 869-0353 eða með tölvupósti á thyturaeska@gmail.com

kveðja æskulýðsnefnd Þyts

22.02.2010 16:37

General fyrir sýninguna

Knapar afmælissýningar athugið, generalæfing verður á föstudagskvöldið, 26. febrúar nk kl. 19.30.

Allir að mæta...


Viljum einnig minna umsjónaraðila atriða að koma tónlist til Dóra Fúsa í síðasta lagi miðvikudagskvöldið nk.


Undirbúningsnefndin.

21.02.2010 20:13

Folaldasýning

Í dag var haldin folaldasýning í reiðhöllinni á Hvammstanga, dómari var Eyþór Einarsson. 29 folöld voru skráð til leiks. Eigandi hæst stigaðasta hestfolaldsins fékk folatoll undir Braga frá Kópavogi. Gefendur voru Tryggvi Björnsson og Magnús Jósefsson. Eigandi hæst stigaðasta merfolaldsins fékk folatoll undir Gretti frá Grafarkoti. Gefendur voru Indriði Karlsson og Herdís Einarsdóttir
Fimm folöld komumst í úrslit í hvorum flokki.

Merfolöld úrslit:
1. sæti

Viktoría frá Skagaströnd rauð glófext blesótt
F. Þröstur frá Hvammi
M. Sól frá Litla-Kambi
Rækt/eig. Þorlákur Sveinsson

2. sæti
Mánadís frá Syðri-Völlum bleikstjörnótt
F. Stáli frá Kjarri
M. Hekla frá Syðri-Völlum
Rækt/eig. Elke Veit

3. sæti
Áróra frá Grafarkoti rauðskjótt
F. Álfur frá Selfossi
M. Glæta frá Grafarkoti
Rækt/eig. Kolbrún Stella Indriðadóttir

4.-5 sæti
Björk frá Syðri-Völlum brún
F. Hófur frá Varmalæk
M. Rakel frá Sigmundarstöðum
Rækt/Eig. Ingunn Reynisdóttir

4.-5. sæti
Tálsýn frá Grafarkoti jarpskjótt
F. Álfur frá Selfossi
M. Tign frá Grafarkoti
Rækt/eig. Indriði Karlsson og Herdís Einarsdóttir

Hestfolöld úrslit:

1. sæti

Eyfjörð frá Skagaströnd jarpur
F. Kompás frá Skagaströnd
M. Kolhríma frá Efra-Seli
Rækt/eig. Þorlákur Sveinsson

2. sæti
Styrmir frá Skagaströnd brúnn
F. Sólon frá Skáney
M. Þjóð frá Skagaströnd
Rækt/eig. Þorlákur Sveinsson

3. sæti
Karri frá Gauksmýri rauðhöttóttur blesóttur
F. Álfur frá Selfossi
M. Svikamylla frá Gauksmýri
Rækt/eig. Sigríður Lárusdóttir

4. sæti
Brandur frá Hrísum II steingrár
F. Roði frá Múla
M. Brana frá Laugardal
Rækt/eig. Elvar Logi Friðriksson og Fanney Dögg Indriðadóttir

5. sæti
Herjan frá Syðra-Kolugili fífilbleikstjörnóttur
F. Grettir frá Grafarkoti
M. Hel frá Syðra-Kolugili
Ræktandi: Malin Person
Eigandi: Helena Halldórsdóttir



21.02.2010 19:32

60 ára afmælishátíð Þyts og vígsla reiðhallarinnar



Fram koma:

Fjölmörg ræktunarbú úr héraðinu. Sýningar barna- og unglinga. Munsturreið karla og kvenna.

Fimleikar á hestum og margt margt fleira.

Sýningin hefst kl. 15:00 laugardaginn 27. febrúar

Aðgangseyrir: 2.000 kr. fullorðnir, 1.000 kr. 7 - 12 ára.

Frítt fyrir 6 ára og yngri.

Innifalið í verði er afmæliskaffi í hléi.

Klukkan 19.00 er svo grillveisla í boði Þyts og smá húllum hæ





                                                                                  

20.02.2010 00:30

Húnvetnska liðakeppnin - úrslit smalans

Þá er annað mót Húnvetnsku liðakeppninnar lokið, keppt var í Smala á Blönduósi. Lið 4 fór með sigur af hólmi í kvöld með 43 stig. Lið 3 kom svo skammt á eftir með 35 stig. Eftir mótið kom það í ljós að tveir keppendur notuðu sama hestinn í keppninni, þeir Pétur Guðbjörnsson sem keppir fyrir lið 1 í 2. flokki og Jóhann Magnússon sem keppir fyrir lið 2 í 1. flokki, niðurstaðan í því máli er að þetta er bannað og verða öll stig tekin af þessum tveimur keppendum og aðrir keppendur færast upp um eitt sæti en Jóhann Magnússon sigraði 1. flokkinn og missir því 12 stig.

Lið 1 (Hvammstangi, Hrútafjörður og Miðfjörður) eru efst í liðakeppninni með 64,5 stig.


Hér að neðan má sjá stöðu liðakeppninnar eftir mótið:
1. sæti: Lið 1 (Hvammstangi, Hrútafjörður og Miðfjörður) með 64,5 stig
2. sæti: Lið 2 (Vatnsnes og Vesturhóp) með 58,5 stig
3. sæti Lið 3 (Víðidalur) með 52 stig
4. sæti Lið 4 (Austur-Húnavatnssýsla) með 47 stig

Einstaklingskeppnin stendur þannig:
1. flokkur (10 efstu)

1. sæti Tryggvi Björnsson með 17 stig
2. sæti Eline Manon Schrijver með 12 stig
3. sæti Elvar Logi Friðriksson með 11 stig
4.- 6. sæti Helga Unga Björnsdóttir með 10 stig
4.-6. sæti Reynir Aðalsteinsson með 10 stig
4.-6. sæti Ólafur Magnússon með 10 stig
7.-8. sæti Herdís Einarsdóttir með 9 stig
7.-8 sæti Einar Reynisson með 9 stig
9-10. sæti Ragnar Stefánsson með 8 stig
9.-10. sæti Agnar Þór Magnússon með 8 stig

2. flokkur (10 efstu)
1.-2. sæti Halldór Pálsson með 8 stig
1.-2. sæti Ninni Kulberg með 8 stig
3.-5. sæti Patrik Snær Bjarnason með 6 stig
3.-5. sæti Garðar Valur Gíslason með 6 stig
3.-5. sæti Sveinn Brynjar Friðriksson með 6. stig
6.-7. sæti Kolbrún Stella Indriðadóttir með 5 stig
6.-7. sæti Gréta B Karlsdóttir með 5 stig
8. sæti Elín Rósa Bjarnadóttir með 4 stig
9-10. sæti Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir með 3 stig
9-10. sæti Elín Íris Jónasdóttir með 3 stig.

Unglingaflokkur ( 5 efstu)
1.-3. sæti Sigrún Rós Helgadóttir með 5 stig
1.-3. sæti Jóhannes Geir Gunnarsson með 5 stig
1.-3. sæti Viktor J Kristófersson með 5 stig
4.-5. sæti Elín Hulda Harðardóttir með 4 stig
4.-5. sæti Stefán Logi Grímsson með 4 stig


Úrslit SMALANS: (Tími - refstig)

 
1. Flokkur

1. Eline Manon Schrijver og Ör frá Hvammi 270 stig
2. Elvar Logi Friðriksson og Ófeigur frá Tunguhlíð 224 stig
3. Einar Reynisson og Auður frá Sigmundarstöðum 216 stig
4. Ragnar Stefánsson og Vafi frá Hlíðskógum 212 stig
5. Ólafur Magnússon og Stjönrudís frá Sveinsstöðum 208 stig
6. Tryggvi Björnsson og Óðinn frá Hvítárholti 196 stig
7. Elvar Einarsson og Glódís frá Hafsteinsstöðum 190 stig
8. Reynir Aðalssteinsson og Alda frá Syðri Völlum 172 stig
9. Guðmundur Þór Elíasson og Eðall frá Sveinsstöðum 150 stig
10. Matthildur Hjálmarsdóttir og Vending frá Bergsstöðum


2. Flokkur
1. Halldór Pálsson og Lyfting frá Súluvöllum 286 stig
2. Garðar Valur Gíslason og Skildingur frá Sauðárkróki 266 stig
3. Sveinn Brynjar Friðriksson og Keikó frá Varmalæk 1 242 stig
4. Elín Rósa Bjarnadóttir og Brúða frá Húnsstöðum 232 stig
5. Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir og Óvissa frá Galtanesi 226 stig
6. Haukur Suska-Garðarsson og Neisti frá Bolungarvík 216 stig
7. Stella Guðrún Ellertsdóttir og Lukka frá Sauðá 186 stig
8. Konráð Pétur Jónsson og Gibson frá Böðvarshólum 182 stig
9. Kolbrún Stella Indriðadóttir og Kátur frá Grafarkoti 178 stig
10. Rúnar Guðmundsson og Silja frá Ingólfshvoli 166 stig

 
Unglingaflokkur
1. Viktor J. Kristófersson og Flosi frá Litlu-Brekku 300 stig
2. Stefán Logi Grímsson og Galdur frá Gilá 280 stig
3. Haukur Marian Suska og Laufi frá Röðli 260 stig
4. Jóhannes Geir Gunnarsson og Auður frá Grafarkoti 256 stig
5. Pétur Gunnarsson og Gáta frá Bergsstöðum 236 stig
6. Fríða Marý Halldórsdóttir og Sómi frá Böðvarshólum 226 stig
7. Kristófer Smári Gunnarsson og Kofri frá Efri-Þverá 196 stig
8. Leon Paul Suska og Daniel frá Hvammi 2 192 stig
9. Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Hrappur frá Sauðarákróki 160 stig
10. Sigurður Bjarni Aadnegard og Óviss frá Reykjum 158 stig

Myndir  og fleiri á heimasíðu Neista.

18.02.2010 11:51

Húnvetnska liðakeppnin - SMALI ráslistar

Mótið hefst klukkan 19.00.

Skráningargjald 1.500 fyrir fullorðna en 500 fyrir unglinga 17 ára og yngri og 
verður að greiða þau inn á reikning 0307-26-055624 kt. 480269-7139 og senda kvittun á netfang Neista neisti.net@simnet.is áður en mót hefst. Aðgangseyrir er 1.000 en frítt fyrir 12 ára og yngri.

Unglingaflokkur
nr. Nafn Hestur lið
1 Ásdís Ósk Elvarsdóttir Hrappur frá Sauðárkróki 3
2 Friðrún F. Guðmundsdóttir Neisti frá Bergsstöðum 4
3 Viktor J. Kristófersson Flos frá Litlu-Brekku 3
4 Lara Margrét Jónsdóttir Póstur frá Hofi 4
5 Lilja Maria Suska Ljúfur frá Hvammi 2 4
6 Jóhannes Geir Gunnarsson Auður frá Grafarkoti 3
7 Sólrún Tinna Grímsdóttir Perla frá Reykjum 4
8 Rósanna Valdimarsdóttir Stígur frá Kríthóli 3
9 Leon Paul Suska Daniel frá Hvammi 2 4
10 Stefán Logi Grímsson Galdur frá Gilá 4
11 Helga Rún Jóhannsdóttir Siggi frá Vatni 2
12 Ásdís Brynja Jónsdóttir Penni frá Hofi 4
13 Kristófer Smári Gunnarsson Kofri frá Efri-Þverá 1
14 Eydís A. Kristófersdóttir Diljá frá Reykjum 3
15 Sigurður Bjarni Aadnedard Óvís frá Reykjum 4
16 Pétur Gunnarsson Gáta frá Bergsstöðum 2
17 Haukur Marian Suska Laufi frá Röðli 4
18 Fríða Marý Halldórsdóttir Von 1
2. flokkur
nr. Nafn Hestur lið
1 Ditte Clausen Mána frá Syðra-Skörðugili 3
2 Garðar Valur Gíslason Skildingur frá Sauðárkróki 3
3 Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir Óvissa frá Galtanesi 1
4 Magnús Ólafsson Sædís frá Sveinsstöðum 4
5 Sigurbjörg Þ Marteinsdóttir Bjarma frá Hvoli 1
6 Kolbrún Stella Indriðadóttir Kátur frá Grafarkoti 2
7 Pétur Guðbjörnsson Álfur  1
8 Stella Guðrún Ellertsdóttir Lukka frá Sauðá 2
9 Ninni Kulberg Sóldögg frá Efri-Fitjum 1
10 Rúnar Guðmundsson Silja frá Ingólfshvoli 4
11 Greta Brimrún Karlsdóttir Pjakkur frá Rauðuvík 3
12 Þorgeir Jóhannesson Stínóla frá Áslandi 3
13 Elías Guðmundsson Pjakkur frá Stóru-Ásgeirsá 3
14 Katarina Borg Krummi frá Vatnshóli 2
15 Steinbjörn Tryggvason Þinur frá Þorkelshóli 2 1
16 Malin Persson Skuggi frá Bakka 3
17 Elín Rósa Bjarnadóttir Brúða frá Húnsstöðum 4
18 Sveinn Brynjar Friðriksson Keikó frá Varmalæk 1 3
19 Ingveldur Á Konráðsdóttir Dama frá Böðvarshólum  2
20 Hjálmar Þór Aadnegard  Þokki frá Blönduósi 4
21 Jón Benedikt Sigurðsson Dorit frá Gauksmýri 2
22 Haukur Suska-Garðarsson Neisti frá Bolungarvík 4
23 Guðný Helga Björnsdóttir Andreyja frá Vatni 2
24 Jónína Lilja Pálmadóttir Djarfur frá Sigmundarstöðum 2
25 Þórólfur Óli Aadnegard Hugrún frá Réttarhóli 4
26 Patrik Snær Bjarnason Þokki frá Víðinesi 1
27 Magnús Ólafsson Gjöf frá Sveinsstöðum 4
28 Ragnar Smári Helgason Gautur frá Gröf 2
29 Konráð Pétur Jónsson Gibson frá Böðvarshólum 2
30 Þórarinn Óli Rafnsson Funi frá Fremri-Fitjum 1
31 Halldór Pálsson Segull frá Súluvöllum 2
32 Rúnar Guðmundsson Dynjandi frá Húnsstöðum 4
1. flokkur
nr. Nafn Hestur lið
1 Elvar Einarsson Glódís frá Hafsteinsstöðum 3
2 Ólafur Magnússon Eðall frá Sveinsstöðum 4
3 Reynir Aðalsteinsson Alda frá Syðri Völlum 2
4 Guðmundur Þór Elíasson Kola frá Eyjakoti 3
5 Tryggvi Björnsson Óðinn frá Hvítárholti  1
6 Fanney Dögg Indriðadóttir Brimrún frá Efri-Fitum 3
7 Herdís Einarsdóttir Kasper frá Grafarkoti 2
8 James Faulkner Úlfur frá Fjalli 3
9 Eðvarð Ingi Friðriksson Vinur frá Víðinesi 3
10 Jóhanna H Friðriksdóttir Snilld frá Steinnesi 3
11 Elvar Logi Friðriksson Ófeigur frá Tunguhlíð 3
12 Jóhann B. Magnússon Leifur heppni frá Þóreyjarnúpi 2
13 Ragnar Stefánsson Vafi frá Hlíðskógum 4
14 Ingunn Reynisdóttir  Auður frá Sigmundarstöðum 2
15 Pálmi Geir Ríkharðsson Heimir frá Sigmundarstöðum 2
16 Eline Manon Schrijver Ör frá Hvammi  4
17 Birna Tryggvadóttir Elva frá Miklagarði 1
18 Agnar Þór Magnússon Díva frá Steinnesi 1
19 Matthildur Hjálmarsdóttir Vending frá Bergsstöðum 2
20 Björn Einarsson Bruni frá Akureyri 1
21 Ólafur Magnússon Stjörnudís frá Sveinsstöðum 4
22 Einar Reynisson Þáttur frá Seljabrekku 2
23 Halldór P. Sigurðsson Geisli 1

18.02.2010 08:54

KS - deildin úrslit fjórgangur


Verðlaunahafar í A úrslitum

Í gærkvöldi var  ein alsterkasta fjórgangskeppni sem haldin hefur verið í Svaðastaðahöllinni.  Hart var barist í A og B úrslitum og hrossin á heimsmælikvarða. Margt var um manninn í höllinni og skemmtu sér vel yfir frábærri keppni. Úrslitin eru eftirfarandi
A úrslit:
1. Mette Manseth og Happadís frá Stangarholti                      7.87
2. Ólafur Magnússon og Gáski frá Sveinsstöðum                      7.83
3. Bjarni Jónasson og Komma frá Garði                                  7.63
4. Elvar E. Einarsson og Mön frá Lækjamóti                            7.37
5. Ísólfur Líndal Þórisson og Sindri frá Leysingjarst 2           7.17
6. Þórarinn Eymundsson og Fylkir frá Þingeyrum                      7.13

B úrslit:
Upp í A úrslit Elvar E. Einarsson og Mön frá Lækjamóti              7.33
7. Sölvi Sigurðarson og Nanna frá Halldórsstöðum                   7.23
8. Magnús Bragi  Magnússon og Farsæll frá Íbishóli                  7.20
9. Líney María Hjálmarsdóttir og Þytur frá Húsavík                   6.80


Lýsingar Einars Reynissonar á úrslitunum hér að neðan:

Góð stemmning var á pöllunum og var Þorsteinn Björnsson með sérstaklega öfluga stuðningssveit Hólanema en því miður var það ekki nóg til að hjálpa honum inn í úrslit. Einungis fjórir hestar voru í B-úrslitum vegna þess að Þórarinn og Ísólfur voru jafnir í fjórða og fimmta sæti og fóru þeir því báðir beint í A-úrslit. Líney og Þytur enduðu í níunda sæti og Magnús og Farsæll höfnuðu í áttunda sæti eftir sérlega kröftuga og skemmtilega sýningu í forkeppni. Sölvi og Elvar börðust svo um sæti í A-úrslitum. Þeir skiptust á að ná forystunni og voru svo hnífjafnir fyrir yfirferðina þar sem Elvar hafði að lokum sigur eftir mjög góða sýningu og átti hann eftir klífa töfluna frekar.

A-úrslitin voru ekki síður spennandi. Þórarinn og Fylkir höfnuðu í sjötta sæti, Ísólfur og Sindri urðu fimmtu en Sindri var ekki alltaf sérlega sáttur þegar hann fór framhjá áhorfendastúkunni. Elvar og Mön komust upp í fjórða sæti og Bjarni og Komma náðu þriðja sætinu en það gæti verið að þetta keppnisfyrirkomulag henti Kommu síður en Gæðingakeppni. Ólafur og Mette börðust svo um sigurinn og hafði Mette betur með sáralitlum mun. Ólafur og Gáski áttu stórgóða sýningu og fengu hæstu einkunn fyrir hægt tölt, brokk og yfirferðartölt en Mette og Happadís voru aldrei langt undan og höfðu sigurinn með yfirburða stökksýningu.     

VIDEO

17.02.2010 21:27

Frá æskulýðsnefnd

Þau börn sem ætla að vera með á afmælissýningunni þá verður æfing
klukkan 16.15 í reiðhöllinni á morgun fimmtudaginn 18.febrúar.

Það ættu allir að vera búnir að fá tölvupóst um þetta en til öryggis skelli ég þessu hérna inn líka :)
Því miður verða bara börn á grunnskólaaldri með í þessari sýningu og fær því ungviðið okkar að njóta sín á fullu í sýningunni okkar þann 22.apríl.
 hlökkum til að sjá ykkur
Kv. Æskulýðsnefnd
Flettingar í dag: 405
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 1186
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 908182
Samtals gestir: 48711
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 10:47:42