Færslur: 2010 Febrúar

17.02.2010 10:19

Húnvetnska liðakeppnin - SMALINN


Smalinn er á föstudaginn á Blönduósi eins og allir vita. Hér að neðan má sjá reglur keppninnar.

Smalinn dregur nafn sitt af einu mikilvægasta hlutverki íslenska hestsins frá örófi alda. Eiginleikar sem prýða góðan smala og smalahest eru nauðsynlegir ef árangur á að nást, þetta eru þættir eins og hraði, kjarkur, fimi og snerpa.
Riðin er braut sem mörkuð er keilum sem ná upp á síður hests. Keilurnar skulu vera þannig útbúnar að þær falli við litla snertingu. Árangurinn ræðst af brautartíma og felldum keilum. Reiknireglur eru þær sömu og í tímabraut torfærunnar. Smalinn er hrein grein í þeirri merkingu að árangurinn er mælanlegur án frávika, þ.e. hann ræðst eingöngu af tíma og felldum keilum en ekki mati dómara. Dómarar eru engu að síður til staðar og meta hvort knapinn fari gegnum öll hlið, telja felldar keilur og hafa eftirlit með reiðmennsku knapa líkt og í öðrum keppnisgreinum.

Stigin telja þannig að knapar raðast í sæti eftir besta tímanum, sá sem er fyrstur fær 300 stig, sá næsti 280, 270 o.s.frv. Við hverja fellda keilu dragast frá 14 stig. Fyrir sleppt hlið eru 28 refsistig. Yfir brúnna er ekki leyft að fara á stökki þ.e.a.s  allur annar gangur er í lagi. Ef brúnni er sleppt þá er það 4x28 refsistig Gult spjald= gróf reiðmennska 30 refsistig Rautt spjald= MJÖG gróf reiðmennska ÚR LEIK!

16.02.2010 11:46

Grunnskólamótið

Smalinn í Grunnskólamótinu sem vera átti laugardaginn 20. febrúar
er frestað til 21. mars.

Nánar auglýst síðar.

16.02.2010 09:40

KS - deildin fjórgangur

Góð hross eru skráð til leiks í 4-gang KS deildarinnar sem fer fram annaðkvöld í Svaðastaðahöllinni og hefst keppni kl 20:00. 
 
Tveir Þytsfélagar eru skráðir til leiks, þeir Ísólfur L Þórisson og Tryggvi Björnsson. Það er ljóst að þetta verður skemmtileg keppni í Svaðastaðahöllinni á morgun. 

Rásröð:

1) Þorbjörn Matthíasson - Rommel frá Hrafnsstöðum

2) Tryggvi Björnsson - Bragi frá Kópavogi

3) Viðar Bragason - Von frá Syðra Kolugili

4) Erlingur Ingvarsson - Gerpla frá Hlíðarenda

5) Björn F. Jónsson - Aníta frá Vatnsleysu

6) Sölvi Sigurðarson - Nanna frá Halldórsstöðum

7) Ólafur Magnússon - Gáski frá Sveinsstöðum

8) Ísólfur Líndal - Sindri frá Leysingjastöðum II

9) Ragnar Stefánsson - Lotning frá Þúfum

10) Riikka Anniina- Svala frá Garði

11) Heiðrún Ósk Eymundsdóttir - Vígur frá Eikabrekku

12) Elvar E. Einarsson - Mön frá Lækjarmóti

13) Þórarinn Eymundsson - Fylkir frá Þingeyrum

14) Þorsteinn Björnsson - Ögri frá Hólum

15) Magnús Bragi Magnússon - Farsæll frá Íbishóli

16) Mette Mannseth - Happadís frá Stangarholti

17) Líney María Hjálmarsdóttir - Þytur frá Húsavík

18) Bjarni Jónasson - Komma frá Garði

 

14.02.2010 20:02

Draumaliðið auglýsir.

Skemmtifundur verður í félagshúsi Þyts næstkomandi þriðjudag kl 20:00.  Fjölmennum og förum yfir síðasta mót og komandi sigra!  Svo verður æfing fyrir smalann á fimmtudagskvöld milli kl 20 og 22. 

Hlakka til að sjá ykkur sem flest.  Ég kem með kex!

Virðingarfyllst

Guðrún Ósk Liðstjóri Draumaliðsins.

14.02.2010 13:42

Folaldasýning

Folaldasýning verður haldin í reiðhöllinni á Hvammstanga sunnudaginn 21. febrúar kl. 15.00

Skráning hjá Malin í síma 451-2563 eða á mail
Kolugil@centrum.is fyrir fimmtudaginn 18. febrúar. Skráið nafn, lit, kyn, ætt, ræktanda og eiganda.
Dómari: Eyþór Einarsson

Skráningagjald er 1.000 kr./folald, greiðist á staðnum hjá Malin.

Kaffisala á staðnum. Aðgangseyrir 500 kr

Allir velkomnir

Hrossaræktarsamtök Vestur Húnavatnssýslu

12.02.2010 20:21

Grímuglensi FRESTAÐ

Því miður verðum við að FRESTA GRÍMUGLENSI sem átti að vera á morgun vegna óviðráðanlegra ástæðna...... og verður stefnan tekin á fjölskyldudag von bráðar.
Endilega ef þið hafið spurningar hafið samband annað hvort í gegnum e-mail nefndarinnar thyturaeska@gmail.com eða bara hringja í Tótu í síma 869-0353 og við komum til með að reyna að svara spurningum eftir bestu getu.

f.h. æskulýðsnefndar
Tóta

12.02.2010 13:51

Nafnasamkeppni



Reiðhöllina okkar vantar nafn og hefur stjórnin ákveðið að efna til nafnasamkeppni. Tillögur á að senda eða koma til Tryggva Rúnars í lokuðu umslagi, vinsamlegast merkið umslagið ,,Nafnasamkeppni".

Fresturinn rennur út þriðjudaginn 23.02 kl. 17.00


Stjórn Hvammstangahallarinnar ehf.

12.02.2010 09:14

Húnvetnska liðakeppnin - SMALI

SMALINN er næsta mót liðakeppninnar og mun Neisti sjá um mótið og það verður í Reiðhöllinni Arnargerði
19. febrúar nk.

Skráning er á netfang Neista neisti.net@simnet.is  fyrir miðnætti þriðjudagskvöld 16. febrúar.  Fram þarf að koma nafn knapa, hestur, litur, aldur og hvaða liði keppandinn er.
Skráningargjöld eru 1.500 kr og þarf að greiða þau áður en mót hefst inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 480269-7139 og senda kvittun á netfang Neista neisti.net@simnet.is


Keppt verður í unglingaflokki (fædd 1993 og seinna), 2. flokki og 1. flokki.   
Í 1. og 2. flokki fá 10 hestar að fara brautina aftur en 5 í unglingaflokki.
  

Knapar verða að vera í sama flokki og í sama liði allt tímabilið.

Brautin er eins og myndin hér að neðan sýnir.
      


11.02.2010 10:14

Reiðnámskeið - Reiðnámskeið

Fræðslunefnd Þyts hefur ákveðið að halda reiðnámskeið ef næg þátttaka fæst.

Námskeiðin eru eftirfarandi og verða haldin í Hvammstangahöllinni:
 
Námskeið fyrir lítið vana og óvana.
 
Námskeið  - upp í tölt.
 
Knapamerki 1.
 
Nánari upplýsingar og skráning hjá Ingvari í síma 848 0003.

Skráningu líku sunnudaginn 14. febrúar.

11.02.2010 08:53

Sláturhúsmót - Tölt


Sláturhúsmótið verður haldið föstudaginn 26. mars og verður keppt í tölti í eftirfarandi flokkum:


Unglingaflokkur, fædd 1993 og seinna
Ungmennaflokkur, fædd 1989 - 1992
Áhugamannaflokkur, 2 fl. (minna vanir)
Áhugamannaflokkur, 1. fl.
Opinn flokkur (verða að vera með hesta sem hafa ekki keppt áður)
Þríþraut


Nánar auglýst síðar.

10.02.2010 15:27

Munið fundinn í kvöld!!!

Fundur um námskeiðahald vetrarins verður í Félagshúsi Þyts í Kirkjuhvammi og hefst kl. 20.30

 

Allir þeir sem hafa hug á að skrá sig á reiðnámskeið í vetur endilega að mæta eða hafa samband við Ingvar í síma 848 0003.

 

Stefnt er á að fólk geti tekið stöðupróf í Knapamerki 1 í vetur.

Þeir sem hafa áhuga á öðrum námskeiðum eru hvattir til að koma óskum sínum á framfæri svo hægt verði að fá leiðbeinendur sem fyrst.

 

         Fræðslunefnd.

09.02.2010 12:30

Hýruspor eru samtök um hestatengda þjónustu á Norðurlandi vestra

Tilkynning frá Vaxtarsamningi Norðurlands vestra

Hýrusporið
er heiti samtaka um hestatengda þjónustu á Norðurlandi vestra. Þau voru stofnuð snemma árs 2009 og frá upphafi hefur verið horft á þau sem klasa rekstraraðila er byggja afkomu sína að einhverju leyti á íslenska hestinum, annað hvort beint eða með afleiddri þjónustu. Þarna geta t. d. bæði hrossaræktandinn og hótelhaldarinn  átt samleið því  báðir eiga þeirra hagsmuna að gæta að laða áhugafólk um íslenska hestinn inn á svæðið. Samtökin eru opin öllum er telja sig eiga samleið með þeim og reka sína starfsemi á Norðurlandi vestra.

Norðurland vestra hefur lengi verið þekkt fyrir hross og hestamennsku og til að mynda eru allar helstu stóðréttir landsins annað hvort í Skagafirði eða Húnaþingi. Héðan koma margir af þekktustu hrossastofnunum, og hér voru fyrstu hrossaræktarfélögin stofnuð. Víða um Norðurland vestra hafa verið reistar veglegar reiðhallir og ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi Hólaskóla, háskólans á Hólum í tengslum við hestamennskuna. Auk kennslu tengdri bæði reiðmennsku og ferðaþjónustu, er þar heimfrá lögð stund á ýmiss konar rannsóknir tengdar íslenska hestinum og þar er meðal annars að finna Sögusetur íslenska hestsins og aðsetur dýralæknis hrossasjúkdóma. Landsmót hestamanna verður haldið á Vindheimamelum í Skagafirði sumarið 2010 og svona mætti áfram telja.

Helstu markmiðin með klasanum eru:

·         Að fjölga ferðamönnum sem sækja hestatengda ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra og efla um leið afleidda þjónustu (gistingu, veitingar o. s. frv.)

·         Að fjölga störfum tengdum íslenska hestinum, á Norðurlandi vestra

·         Að auka samstöðu meðal aðila í hestatengdri ferðaþjónustu sem og annarri hestatengdri atvinnustarfsemi á Norðurlandi vestra

·         Að auka gæði hestatengdrar ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra

·         Að efla ímynd Norðurlands vestra, með tilliti til íslenska hestsins

·         Að fjölga möguleikum/auka fjölbreytni í hestatengdri ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra, m. a. með það fyrir augum að lengja hið hefðbundna ferðamannatímabil

Meðal fyrstu verkefna klasans var að koma sér upp sameiginlegum vef sem er ætlað að koma samtökunum á framfæri, og þá um leið því sem félagar bjóða falt. Enn fremur gegnir vefurinn því hlutverki að vera nokkurs konar regnhlíf yfir heimasíðum Hýrusporsfélaga. Vefinn er að finna á www.icehorse.is.

Einnig hafa verið stigin fyrstu skrefin í sameiginlegri markaðssetningu, með því að bjóða upp á samsettan ferðapakka í tengslum við Ísmót á Svínavatni í mars 2010. Ferðaþjónusta bænda hefur tekið að sér sölu og aðra umsýslu með þessum ferðum, enda er Hýrusporið ekki enn komið á þann rekspöl að tímabært sé að sækja um ferðaskrifstofuleyfi, hvað sem síðar kann að verða. Ferðirnar eru fyrst og fremst markaðssettar á vefnum og bera yfirskriftina Events & Breeders.

Fyrsti formaður Hýrusporsins er Páll Dagbjartsson This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it í Varmahlíð. Félagar eru þegar orðnir yfir 20 talsins, af öllu Norðurlandi vestra.

Vaxtarsamningurinn hefur styrkt verkefnið, bæði með fjármunum og sérfræðiframlögum, auk þess sem framkvæmdastjóri VNV hefur unnið með samtökunum frá upphafi.

08.02.2010 13:39

AFMÆLISSÝNING ÞYTS



Í tilefni af 60 ára afmæli hestamannafélagsins Þyts verður reiðhallarsýning laugardaginn 27. febrúar n.k.

Skoðun væntanlegra sýningarhrossa og/eða sýningaratriða verður í reiðhöllinni á Hvammstanga föstudaginn 12. febrúar frá kl. 18 - 22 og laugardaginn 13. febrúar frá kl. 14 - 18.


Skráning hjá Indriða í síma 860 2056

                                                                           


Undirbúningsnefndin

Heimasíða Hvammstangahallarinnar er svo með ýmsar upplýsingar fyrir árskorthafa og aðra áhugasama.

08.02.2010 10:54

Opið töltmót í Reiðhöllinni Arnargerði

föstudaginn 12. febrúar kl. 20.00

Skráning er hjá Óla Magg á netfangið: sveinsstadir@simnet.is
fyrir miðnætti þriðjudag 9. febrúar.
Keppt verður í 1. flokki, 2. flokki, unglinaflokki og barnaflokki.
Fram þarf að koma; knapi, hestur, litur og aldur og upp á hvora hönd er riðið. Tveir verða inná í einu og ekki snúið við.

Skráningargjald er 1.500 kr fyrir fullorðna en 500 fyrir börn og unglinga.

Skráningargjöld þarf að greiða áður en mót hefst inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 480269-7139 og senda kvittun á netfang Neista
neisti.net@simnet.is

Aðgangseyrir er 1.000.- og frítt fyrir 12 ára og yngri.


Ath. að ef mikil þátttaka er þá gæti mótið byrjað fyrr, en það verður auglýst síðar
.

06.02.2010 01:31

Úrslit Húnvetnsku liðakeppninnar - fjórgangur

Fyrsta mótinu í Húnvetnsku liðakeppninni lokið. 103 keppendur skráðir til leiks og var því ekki auðvelt starf dómaranna að dæma þennan fjölda á einu kvöldi. En mótið tókst rosalega vel, allt samkvæmt tímaáætlun mótanefndar og vill mótanefnd þakka öllu því frábæra starfsfólki sem aðstoðaði við að gera mótið svona skemmtilegt emoticon

Úrslit urðu eftirfarandi: einkunnir, forkeppni / úrslit

1. flokkur:


A-úrslit
1. Tryggvi Björnsson og Penni frá Glæsibæ, eink. 6,90 / 7,3
2. Helga Una Björnsdóttir og Ólga frá Steinnesi , eink. 6,65 / 7,1
3. Herdís Einarsdóttir og Grettir frá Grafarkoti, eink. 6,50 /  7,05
4. Agnar Þór Magnússon og Hrímnir frá Ósi, eink. 6,65 / 7,00
5. Reynir Aðalsteinsson og Sikill frá Sigmundarstöðum, eink. 6,55 / 6,85

 
mynd: Guðný Helga
B-úrslit.
5. Herdís Einarsdóttir og Grettir frá Grafarkoti, eink. 6,50 / 6,85
6-7. Kolbrún Grétarsdóttir og Snilld frá Hellnafelli, eink. 6,20 / 6,60
6-7. Fanney Dögg Indriðadóttir og Stuðull frá Grafarkoti, eink. 6,2 /  6.60
8. Ólafur Magnússon og Eðall frá Orrastöðum, eink. 6,3 / 6,4
9. Elvar Einarsson og Höfðingi frá Dalsgarði, eink. 6,35 / 6,2
10. Elvar Logi Friðriksson og Syrpa frá Hrísum II, eink. 6,20 / 6,15
11. Halldór Svansson og Fursti frá Efri-Þverá, eink. 6,30 / 6,1

2. flokkur

mynd: Guðný Helga
A-úrslit
1. Ninni Kulberg og Sóldögg frá Efri-Fitjum, eink. 6,05 / 6,85
2. Patrik Snær Bjarnason og Gígur frá Hólabaki, eink. 5,85 / 6,45
3. Gréta B Karlsdóttir og Frá frá Rauðuskriðu, eink. 5,55 / 6,25
4. Kolbrún Stella Indriðadóttir og Kasper frá Grafarkoti, eink. 5,65 / 6,15
5. Elín Íris Jónasdóttir og Spói frá Þorkelshóli, eink. 5,70 / 6,05

B-úrslit
5. Gréta B Karlsdóttir og Frá frá Rauðuskriðu, eink. 5,55 / 6,15
6. Ragnar Smári Helgason og Blær frá Hvoli, eink. 5,35 / 5,95
7. Jónína Lilja Pálmadóttir og Þáttur frá Seljarbrekku, eink. 5,50 / 5,75
8. Elísabet Eir Steinbjörnsdóttir og Sæla frá Hellnafelli, eink. 5,45 / 5,60
9. Sveinn Brynjar Friðr
iksson og Gosi frá Hofsvöllum, eink. 5,30 / 5,20

Unglingaflokkur
 
A-úrslit
1. Sigrún Rós Helgadóttir og Biskup frá Sigmundarstöðum, eink. 6,0 / 6,80
2. Elín Hulda Harðardóttir og Móheiður frá Helguhvammi II, eink. 5,80 / 6,00
3. Jóhannes Geir Gunnarsson og Þróttur frá Húsavík, eink. 5,95 / 5,95
4. Rúna Halldórsdóttir og Stígur frá Reykjum, eink. 5,60 / 5,95
5. Ásta Björnsdóttir og Glaumur frá Vindási, eink. 6,15 / steig af baki


B-úrslit
5. Rúna Halldórsdóttir og Stígur frá Reykjum, eink. 5,60 / 6,1
6. Klara Sveinbjörnsdóttir og Óskar frá Hafragili, eink. 5,50 / 5,75
7. Fríða Marý Halldórsdóttir og Sómi frá Böðvarshólum, eink. 5,70 / 5,70
8. Rakel Rún Garðarsdóttir og Lander frá Bergsstöðum, eink. 5,00 / 5,40
9. Eydís Anna Kristófersdóttir og Viður frá Syðri-Reykjum, eink. 5,10 / 4,95


Staðan í liðakeppninni eftir fyrsta mót:

1. Lið 1 með 54,5 stig
2. Lið 2 með 33,5 stig
3. Lið 3 með 17 stig
4. Lið 4 með 7 stig

Myndir frá mótinu má sjá
hér.

Hér að neðan má svo sjá forkeppnina:

\files\Húnvetnska liðakeppnin\FORKEPPNI.xls

Mótanefnd Húnvetnsku liðakeppninnar




Flettingar í dag: 758
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 1627
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 981631
Samtals gestir: 51088
Tölur uppfærðar: 1.5.2024 15:19:29