Færslur: 2020 Febrúar

28.02.2020 21:28

Þytur 70 ára

Haldið var upp á afmæli Þyts í Þytsheimum 26. febrúar sl. en þann dag varð félagið 70 ára. Keppt var í grímutölti í 5 flokkum, pollaflokki, barnaflokki, unglingaflokki, minna vanir og meira vanir. Síðan var afmæliskaffi í boði Þyts. Úrslit Grímutöltsins má sjá hér fyrir neðan.

Félagið var stofnað 26. febrúar 1950, fyrsti formaður var Ámundi Jónsson Dalkoti og stofnfélagar voru 27. Núverandi formaður er Pálmi Geir Ríkharðsson og félagarnir eru 272. Félagsbúningurinn er svartur jakki með merki félagsins í brjósti, grænt bindi, hvít skyrta, hvítar reiðbuxur og svört reiðstígvél. Nafn félagsins er samkvæmt uppástungu Árna Hraundal og Pálma Hraundal að félagið yrði nefnt eftir hesti Jóseps Guðmundssonar frá Grafarkoti en hann var ættaður frá Bjarna Þorlákssyni í Kothvammi.

Pollaflokkur


Herdís Erla og Styrkur frá Króki
Ayanna og Glaumur


Barnaflokkur 


1. Indriði Rökkvi og Vídalín frá Grafarkoti
2. Svava Rán og Gróp frá Grafarkoti
3. Valdís Freyja og Funi frá Fremri-Fitjum
4. Jólin og Þengill frá Árbakka

Búningaverðlaun hlut Jólin


Unglingaflokkur 


1. Rakel Gígja og Stuðull frá Grafarkoti
2. Margrét Jóna og Smári frá Forsæti
3. Dagbjört Jóna og Skutla frá Hvoli

Búningaverðlaun Dagbjört Jóna

Minna vanir 


1. Sigrún Eva og Freyja frá Brú
2. Fríða Björg og Melrós frá Kolsholti 2
3. Sigurður Björn og Von frá Nýpukoti

Búningaverðlaun Sigrún Eva


Meira vanir 


1. Elvar Logi og Þyrill frá Djúpadal
2. Fríða Marý og Elja frá Hvammstanga

Búningaverðlaun Fríða Marý

28.02.2020 10:06

Höllin þrifin



Hittingur í Þytsheimum á sunnudaginn kl. 16.00 þar sem ætlunin er að taka höllina okkar aðeins í gegn, þrífa og græja sem þarf, því fleiri sem mæta því betra.

23.02.2020 20:56

Afmælis grímutölt Þyts 2020



Afmælis grímutölt Þyts verður haldið miðvikudaginn 26. febrúar og hefst klukkan 17:30.
Keppt verður í 5 flokkum, pollaflokki, barnaflokki, unglingaflokki, minna vanir og meira vanir. 

Afmæliskaffi í boði Þyts en félagið á 70 ára afmæli. 

Enginn aðgangseyrir og engin skráningargjöld, skráning á staðnum. 

Allir velkomnir, fjölmennum og gerum okkur glaðann dag

Stjórn Þyts

20.02.2020 21:08

Fyrsta móti vetrarins frestað!!!

Fyrsta móti vetrarins frestað!!! 

Ákveðið hefur verið að fresta fjórgangsmótinu um tvær vikur vegna dræmrar skráningar og veðurfars. Næsta mót verður því sunnudaginn 8.mars og verður þá keppt í fjórgangi (V3 og V5) og fimmgangi (F2).

Þeir sem eru búnir að greiða skráningargjöld geta annaðhvort átt þau inni fyrir næsta mót eða sent tölvupóst á netfangið thytur1@gmail.com og fengið endurgreitt. 

20.02.2020 10:54

Framlengjum skráningarfrest til kl. 20.00 í kvöld

FRAMLENGJUM SKRÁNINGARFREST TIL KL. 20.00 Í KVÖLD, fimmtudagsins 20.02.



Fyrsta mót vetrarins verður laugardaginn 22. febrúar í Þytsheimum á Hvammstanga, og verður að vera búið að skrá á miðnætti miðvikudaginn 19. febrúar. Skráning verður í gegnum skráningakerfi Sportfengs.
Keppt verður í 1. flokki, 2. flokki, 3. flokki, unglingaflokki og barnaflokki. Pollar skrá sig einnig til leiks.

Í 1., 2., og unglingaflokki verður keppt í V3, forkeppnin riðin skv. stjórn þular: Hægt tölt -Hægt- til
milliferðar brokk - Meðalfet - Hægt til milliferðarstökk - Milliferðar til yfirferðartölt
Í 3.flokk og barnaflokk verður keppt í V5, forkeppnin er riðin skv. stjórn þular: Frjáls ferð á tölti - Hægt til milliferðar
brokk - Meðalfet - Hægt til milliferðar stökk

Hér fyrir neðan má sjá leiðbeiningar fyrir skráninguna, annars er slóðin þessi: http://skraning.sportfengur.com/ og farið undir mót.
Skráningargjaldið er 3.000 fyrir fullorðna, 2.000 fyrir unglinga og 500 fyrir börn. Skráningargjöld verður að millifæra svo skráning sé tekin gild. Skráning í pollaflokk fer einnig fram í gegnum Sportfeng.
Ef einhver skráir sig eftir að skráningu er lokið er skráningargjaldið 4.000 kr.
Skráningargjald skal greiða um leið og skráð er.
kt: 550180-0499
Rnr: 0159-15-200343
Senda skal kvittun fyrir greiðslu skráningargjalds á netfangið thytur1@gmail.com

Knapar eru beðnir að yfirfara skráningar vel og skila breytingum inn fyrir klukkan 18:00 á fimmtudag á netfangið thytur1@gmail.com.


Aðgangseyrir er 500 en frítt fyrir 12 ára og yngri.

19.02.2020 14:08

Dagskrá - fjórgangur Vetrarmótaröð Þyts 2020

Dagskrá - Vetrarmótaröð Þyts 

Fyrsta mótið í vetrarmótaröðinni er á laugardaginn 22.02. og hefst það klukkan 12.00

Dagskrá

Forkeppni:
börn
unglingar
3.flokkur
2.flokkur
1.flokkur

15 mín hlé

pollar
úrslit:
börn
unglingar
3.flokkur
2.flokkur
1.flokkur

13.02.2020 21:37

Fyrsta mót vetrarmótaraðar Þyts 2020

Fyrsta mót vetrarins verður laugardaginn 22. febrúar í Þytsheimum á Hvammstanga, og  verður að vera búið að skrá á miðnætti miðvikudaginn 19. febrúar. Skráning verður í gegnum skráningakerfi Sportfengs.
Keppt verður í 1. flokki, 2. flokki, 3. flokki, unglingaflokki og barnaflokki. Pollar skrá sig einnig til leiks.

Í 1., 2., og unglingaflokki verður keppt í V3, forkeppnin riðin skv. stjórn þular: Hægt tölt -Hægt- til
milliferðar brokk - Meðalfet - Hægt til milliferðarstökk - Milliferðar til yfirferðartölt
Í 3.flokk og barnaflokk verður keppt í V5, forkeppnin er riðin skv. stjórn þular: Frjáls ferð á tölti - Hægt til milliferðar
brokk - Meðalfet - Hægt til milliferðar stökk

Hér fyrir neðan má sjá leiðbeiningar fyrir skráninguna, annars er slóðin þessi: http://skraning.sportfengur.com/ og farið undir mót.
Skráningargjaldið er 3.000 fyrir fullorðna, 2.000 fyrir unglinga og 500 fyrir börn. Skráningargjöld verður að millifæra svo skráning sé tekin gild. Skráning í pollaflokk fer einnig fram í gegnum Sportfeng.
Ef einhver skráir sig eftir að skráningu er lokið er skráningargjaldið 4.000 kr.
Skráningargjald skal greiða um leið og skráð er.
kt: 550180-0499
Rnr: 0159-15-200343
Senda skal kvittun fyrir greiðslu skráningargjalds á netfangið thytur1@gmail.com

Knapar eru beðnir að yfirfara skráningar vel og skila breytingum inn fyrir klukkan 18:00 á fimmtudag á netfangið thytur1@gmail.com.


Aðgangseyrir er 500 en frítt fyrir 12 ára og yngri.

13.02.2020 12:33

Skeiðnámskeiði frestað vegna veðurs

SKEIÐNÁMSKEIÐI FRESTAÐ VEGNA VEÐURS. Fyrra kvöld námskeiðsins átti að vera annaðkvöld, því frestað út af slæmri veðurspá.

Eldri frétt:
Verklegir tímar föstudagskvöldið 14. febrúar kl 20.00 - 22.00. Þátttakendum er skipt niður í hópa, með 2-3 þátttakendur í hverjum hóp, hver hópur verður í kennslu hjá Þorsteini í 40 mín. Tíminn kostar 6.000 kr og enn eru laus pláss. Ef einhver vill bætast við þá tekur Fia á móti skráningum á sofia.b.krantz@gmail.com."

11.02.2020 09:13

Skeiðnámskeið

Skeiðnámskeið með Þorsteini Björnssyni 


Verklegir tímar föstudagskvöldið 14. febrúar kl 20.00 - 22.00. Þátttakendum er skipt niður í hópa, með 2-3 þátttakendur í hverjum hóp, hver hópur verður í kennslu hjá Þorsteini í 40 mín. Tíminn kostar 6.000 kr og enn eru laus pláss. Ef einhver vill bætast við þá tekur Fia á móti skráningum á sofia.b.krantz@gmail.com."
  • 1
Flettingar í dag: 87
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 1186
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 907864
Samtals gestir: 48698
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 03:24:33