Færslur: 2009 September

29.09.2009 20:54

Þverárréttir

Stóðréttir voru haldnar í Þverárrétt í Vesturhópi um helgina  eða laugardaginn 26. september. Ekki viðraði vel til gangna- og réttarstarfa og var veður um frostmark og gekk á með hríðaréljum á meðan réttarstörf stóðu yfir.

 
Fjölmargir hrossabændur létu það þó ekki aftra sér frá réttarstörfum og var fjölda hrossa réttað að venju. Kvenfélagið Ársól sá um veitingar í réttarskúrnum og var heitt kakó og vöfflur með sultu og rjóma kærkomið til að ylja í kuldanum.

rettir 2

Þá var búið að setja upp í kaffiskúrnum sýningu þar sem saga réttarinnar er sögð í máli og myndum. Safnað hefur verið saman ljósmyndum frá ýmsum tímum, þær elstu frá því stuttu eftir 1930 og margt forvitnilegt sem kom fram á sýningunni um réttar- og gagnastörf í Þverárhrepp hinum forna.  Sýningin er styrkt af Menningarráði Norðurlands vestra. Myndirnar tók Pétur Jónsson


www.feykir.is

28.09.2009 15:22

Brotist inn í hesthús á Blönduósi

Brotist var inn í hesthús á Blönduósi um helgina og stolið þaðan hnakki og þremur beislum að verðmæti á fimmtahundrað þúsund. Að sögð eiganda hesthússins, Skarphéðins Einarssonar, eru innbrot í hesthús á Blönduósi að verða árlegur viðburður helgina sem Laufskálaréttin fer fram. 

-Ég varð fyrir því fyrir tveimur árum að farið var inn í húsið hjá mér þessa helgi og járningargræjunum mínum var stolið. Núna tóku þeir hnakk og þrjú beisli. Það voru fjórir hnakkar í húsinu en aðeins var tekinn sá sem einhver verðmæti voru í. Það lítur því út fyrir að þarna séu hestamenn sem eiga leið í gegn að stela frá öðrum hestamönnum. Ég veit til þess að hestamenn á Hvammstanga hafa líka verið að lenda í þessu. Þetta er mikið tjón fyrir okkur og sárt til þess að vita að þarna séu hestamenn á ferð, segir Skarphéðinn.

Skarphéðinn segist hafa tekið eftir þjófnaðinum í gær og þá hafi hann látið aðra hesthúseigendur vita um innbrotið en ekki hafi orðið vart við að stolið hafi verið úr fleiri húsum. -Ég mun ekki láta taka mig svona í bólinu aftur og er ákveðin í því að tæma allt úr húsinu fyrir næstu Laufskálaréttarhelgi.

www.feykir.is

25.09.2009 11:23

Reynir Aðalsteins skrifar um reiðlist

 

Á heimasíðu Eiðfaxa má sjá skrif Reynis frá 1999 um Reiðlist. Skemmtileg lesning.

24.09.2009 13:46

Krónprisessa stóðréttanna - Víðidalstungurétt



Stóði Víðdælinga verður smalað föstudaginn 2.október næstkomandi. Er búist við fjölmenni. Stóðinu verður réttað í Víðidalstungurétt laugardaginn 3.október nk. Stóðið er rekið til réttar kl.10:00 og réttastörf hefjast.

Kl. 13:00 verður uppboð á völdum hrossum.  M.a. verður boðið upp brúnskjótt hestfolald Unnar frá Blönduósi sem er undan Álfi frá Selfossi og 1.verðlauna hryssunni Uglu frá Kommu. Þarna er tækifærið að ná sér í framtíðarstóðhest. Þeir  hafa ekki verið ófáir stóðhestarnir sem hafa komið frá Kommu á sl. árum

Kl. 14:30 verður dregið í happdrætti. Allir þeir sem kaupa sér kaffi hjá Kvenfélaginu Freyju fá happdrættismiða í kaupbæti.  Fjöldi glæsilegra vinninga þar sem folald er aðalvinningurinn. Ekki dónalegt það.

Á laugardagskvöldið verður stóðréttadansleikur í Víðihlíð þar sem sveiflukóngurinn Geirmundur Valtýsson leikur fyrir dansi.

Margir ferðaþjónustustaðir í nágrenninu eru með spennandi tilboð á mat og gistingu þessa helgi. . Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá ferðþjónustuaðilum í Húnaþingi vestra.

Verið velkomin í Víðidalstungurétt laugardaginn 3.október þar sem hestar og menn hittast. Þar verður gaman..............................

14.09.2009 08:31

Akkur frá Brautarholti

Gæðingurinn Akkur frá Brautarholti var felldur eftir að hafa veikst alvarlega miðvikudaginn 2. september. Þrátt fyrir skjót og góð viðbrögð dýralækna sem gerðu allt til að reyna bjarga hestinum var ekki annað hægt en að fella þennan mikla höfðingja. Leit þetta ágætlega út fyrst um sinn enn þar sem honum hrakaði mjög síðustu daga var þessi ákvörðun tekin.

Viljum við þakka þeim Gesti Júlíussyni og Björgvini Þórissyni dýralæknum ásamt Helga Leif og Örnu fyrir umönnunina á hestinum síðustu daga.


 

Tryggvi segir á heimasíðu sinni www.hrima.is að það sé mjög sorglegt að horfa á eftir þessum mikla höfðingja þar sem hann hefur veitt honum mikla og góða kennslu og árangur frá því að þeir eignuðust hann í mars 2007.
 
Akkur hefur hlotið í kynbótadóm 8,23 fyrir sköpulag, 8,80 fyrir hæfileika og 8,57 í aðaleinkun
Sigurvegari í B. flokk hjá Þyt 2007 og 2009
Sigraði B. flokk á Ístölti Austurlands 2008
Þriðja sæti í B. flokk á Landsmóti 2008
Í úrslitum í B. flokk á Metamóti hjá Andvara 2007 og 2008
Fjórða sæti í B. flokk á FM 2009

Blessuð sé minning hans.

//hrima.is/

  • 1
Flettingar í dag: 336
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 1186
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 908113
Samtals gestir: 48710
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 08:56:14