29.09.2009 20:54

Þverárréttir

Stóðréttir voru haldnar í Þverárrétt í Vesturhópi um helgina  eða laugardaginn 26. september. Ekki viðraði vel til gangna- og réttarstarfa og var veður um frostmark og gekk á með hríðaréljum á meðan réttarstörf stóðu yfir.

 
Fjölmargir hrossabændur létu það þó ekki aftra sér frá réttarstörfum og var fjölda hrossa réttað að venju. Kvenfélagið Ársól sá um veitingar í réttarskúrnum og var heitt kakó og vöfflur með sultu og rjóma kærkomið til að ylja í kuldanum.

rettir 2

Þá var búið að setja upp í kaffiskúrnum sýningu þar sem saga réttarinnar er sögð í máli og myndum. Safnað hefur verið saman ljósmyndum frá ýmsum tímum, þær elstu frá því stuttu eftir 1930 og margt forvitnilegt sem kom fram á sýningunni um réttar- og gagnastörf í Þverárhrepp hinum forna.  Sýningin er styrkt af Menningarráði Norðurlands vestra. Myndirnar tók Pétur Jónsson


www.feykir.is

Flettingar í dag: 357
Gestir í dag: 136
Flettingar í gær: 370
Gestir í gær: 159
Samtals flettingar: 4106011
Samtals gestir: 495223
Tölur uppfærðar: 25.11.2020 13:50:55