Færslur: 2023 Janúar

20.01.2023 03:02

Mótaröð Þyts - ath breytt dagsetning !!!

Fyrsta mót vetrarins verður laugardaginn 25. febrúar nk kl. 15.00 í Þytsheimum á Hvammstanga, og verður að vera búið að skrá á miðnætti miðvikudaginn 22. febrúar. Skráning verður í gegnum skráningakerfi Sportfengs. Keppt verður í fjórgangi V5. 

Keppt verður í V5 í 1. flokki, 2. flokki, 3. flokki,  unglingaflokki og tvígangi í barnaflokki (T7 í Sportfeng). Pollar skrá sig einnig til leiks.

Slóðin inn á skráninguna er: Sportfengur og farið undir mót. Skráningargjaldið er 3.500 fyrir fullorðna, 2.000 fyrir unglinga og börn. Skráningargjöld verður að millifæra svo skráning sé tekin gild. Skráning í pollaflokk fer einnig fram í gegnum Sportfeng. Ef einhver skráir sig eftir að skráningu er lokið er skráningargjaldið 4.500 kr.

Skráningargjald skal greiða um leið og skráð er. kt: 550180-0499 Rnr: 0159-15-200343 Senda skal kvittun fyrir greiðslu skráningargjalds á netfangið thytur1@gmail.com

 

Næstu mót verða:

11. mars

25. mars

15. apríl ??

06.01.2023 19:41

Knapamerki 1,2 og 3 !!!

Knapamerki – 1,2 og 3 (aldurstakmark 12 ára)

 

Knapamerki 1

Bóklegir og verklegir tímar, sýnikennslur og heimaverkefni. Verklegir tímar verða bæði hóptímar og síðan sætisæfingar tveir og tveir saman.

Kennt verður á miðvikudögum og hefst kennsla 25. Janúar

Heildarkostnaður: 36.000 kr (próftökugjald innifalið)

 

Helstu markmið Knapamerki 1

  • Að undirbúa hest rétt fyrir reið
  • Geti teymt hestinn á múl eða beisli við hlið sér á feti og brokki/tölti
  • Geti farið á og af baki beggja megin
  • Kunni rétt taumhald og að stytta rétt í taumi
  • Geti setið hest í lóðréttri (hlutlausri) ásetu á feti, tölti/brokki og hægu stökki
  • Geti framkvæmt nokkrar sætisæfingar í hringtaum skv. stjórnun frá kennara
  • Geti skipt á milli hlutlausrar ásetu, hálfléttrar og stígandi ásetu (1. stig stígandi ásetu)
  • Kunni að skilja rétt við hest og búnað að reiðtíma loknum

 

Hesturinn þarf að kunna

  • Að teymast við hlið (á feti og brokki og/eða tölti)
  • Að standa kyrr þegar farið er á og af baki
  • Að hringteymast (á feti og brokki)

 

Knapamerki 2

Bóklegir og verklegir tímar, sýnikennslur og heimaverkefni. Verklegir tímar verða bæði hóptímar, paratímar og einkatímar (prófæfingar).

Kennt verður á miðvikudögum og hefst kennslan 11. Janúar 2023.

Heildarkostnaður: 46.000 kr (próftökugjald innifalið)

 

Helstu markmið Knapamerki 2

  • Geta látið hestinn kyssa ístöð á baki og við hönd, til beggja hliða
  • Riðið einfaldar gangskiptingar
  • Riðið helstu reiðleiðir á reiðvelli
  • Geta riðið í hlutlausri lóðréttri ásetu, hálfléttri og stígandi ásetu
  • Hafa gott jafnvægi á baki hestsins og nota rétt taumhald
  • Látið hestinn stoppa, standa kyrran og ganga aftur af stað
  • Geta riðið á slökum taum
  • Sýna það í reiðmennsku og umgengni við hestinn að hann hafi tileinkað sér rétt viðhorf til hans

 

Hesturinn þarf að

  • Geta staðið kyrr þegar farið er á og af baki
  • Geta brokkað undir knapa
  • Geta framkvæmt gangskiptingar upp í stökk á hringnum (20m þvermál)
  • Geta sýnt hreint tölt
  • Kunna að víkja

 

Knapamerki 3

Bóklegir og verklegir tímar, sýnikennslur og heimaverkefni. Verklegir tímar verða hópatímar, paratímar og einkatímar (prófæfingar).

Kennt verður á miðvikudögum og hefst kennslan 11. Janúar 2023.

Heildarkostnaður: 55.000 kr (próftökugjald innifalið)

 

Helstu markmið Knapamerki 3

  • Að láta hestinn víkja um fram og afturhluta
  • Knapinn hafi vald á lóðréttri ásetu, stígandi ásetu og hálfléttri ásetu
  • Knapinn geti riðið gangskiptingar markvisst og af nákvæmni
  • Knapinn geti riðið við slakan taum og langan taum
  • Knapinn geti látið hestinn fara krossgang áfram og til hliðar á sama tíma
  • Knapinn hafi gott vald á að nota reiðvöllinn rétt
  • Knapinn hafi tileinkað sér rétt viðhorf gagnvart hestinum bæði í reiðmennsku og umgengni

 

Hesturinn þarf að

  • Vera nokkuð sveigjanlegur til beggja hliða
  • Geta sýnt stökk á hringnum (20m þvermál)
  • Geta sýnt hreint tölt
  • Kunna krossgang
  • Kunna framfótasnúning

 

Fyrirhugaðar dagsetningar fyrir próf: Bóklegt 5.4. og verklegt 12.4. með fyrirvara um breytingar.

 

Þau námskeið sem ekki næst næg þáttaka í munu falla niður.

 

Skráning er tölvupóstfangið hanifeagnes@gmail.com fyrir 09.01.23. Við skráningu þarf að koma fram nafn og kennitala nemanda og símanúmer og hjá yngri knöpunum einnig nafn og kennitala foreldris. 

 

06.01.2023 19:18

Þytsheimar !!!

 

Hægt er að kaupa kort í höllina og verður það eins og undanfarin ár,  það gildir frá 1. nóv 2021 til 10. september 2022. 


Gjald Þytsfélaga er 25.000.- og má greiða inn á 0159-05-403351 kt. 550180-0499, annars fá korthafar sendan greiðsluseðil í vetur. 

 

Frekari upplýsingar hjá Ragnari í síma 869-1727 eða Tryggva í síma 660-5825.

Verðskrá vegna notkunar í Þytsheima er eftirfarandi: 
Kort fyrir meðlimi Þyts 25.000 kr
Kort fyrir aðra 30.000 kr
Dagpassi 2.000 kr
Einkatími-klukkutími milli 14.00 -16:00 og 19.00 - 24:00 5.000 kr
Einkatími-klukkutími milli 9-14 virka daga 3.000 kr
Einkatími-klukkutími um helgar 5.000 kr

Einnig er hægt að leigja, sal, eldhús og kaffiaðstöðu og hljóðkerfi og þarf að borga fyrir það aukalega.

Ekki er opið fyrir einkatíma á milli klukkan 16:00 - 19:00 á virkum dögum.

06.01.2023 18:18

  • 1
Flettingar í dag: 666
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 3559
Gestir í gær: 178
Samtals flettingar: 975910
Samtals gestir: 50910
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 08:03:26